Að bera saman ferðir

peningar

Að bera saman ferðir.

Þegar ferðir eru bornar saman þá er oft gott að athuga hvað ferð kostar pr. dag og hvað er innifalið í verðinu.

Dæmi um slíkan samanburð eru tvær ferðir sem nú eru í boði til Thailands á næstunni, þ.e. “Leyndardómar Thailands” sem við bjóðum upp á í janúar og síðan ferð með annari ferðaskrifstofu sem boðið er upp á í febrúar.

Dagsverð á okkar ferð er ca. 25.000,- pr. dag
Dagsverð hjá hinum er ca. 30.000,- pr. dag

Innifalið hjá okkur:

Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel.DSCN3001
Gisting í  3 nætur með morgunverði á Grand China Princess hótel.
Gisting í 9 nætur með morgunverði í hringferðinni norður í land.
Flug með Icelandair frá Keflavík til Kaupmannahafnar báðar leiðir
Flug með Thai Airways frá Kaupmannahöfn til Bangkok báðar leiðir
Gisting í 5 nætur með morgunverði á Chai Chet Resort Koh Chang.
Skoðunarferð um Bangkok, Grand Palace ofl.
Enskumælandi leiðsögumaður 6. jan til 20. jan.
Fullt fæði í 6 daga.
Hálft fæði 4 daga.
Sigling frá Bangkok til Ayutthaya.
Létt „river rafting“ á Mae La Mao fljótinu í gúmmibátum.DSCN0295
Hálfsdagsferð til Doi Suthep hofsins.
Hálfsdagsferð í handverksbæinn Sangkamphang.
Ferð í fílabúðir („reiðtúr“ ekki innifalinn).
Heimsóknir í nokkur fjallaþorp.
Sigling á Maekok River á fljótapramma.
Dagsferð í „Gullna Þríhyrninginn“.
Flug frá Chiang Rai til Bangkok.
Akstur og sigling frá Bangkok til Koh Chang.
Akstur og sigling frá Koh Chang á flugvöll við Bangkok.
Enskumælandi Thailenskur fararstjóri og einka bílstjóri.DSCN0284
Íslensk fararstjórn.

Innifalið hjá hinum

Flug og flugvallaskattar
Gisting á góðum hótelum í 12 nætur
12 x morgunverðarhlaðborð
5 hádegisverðir og 7 kvöldverðir skv. dagskrá
Innanlandsflug í Tælandi
Allur akstur og skoðunarferðir samkv. ferðalýsingu
Virðisaukaskattur og þjónustugjöld ferðamanna
Enskumælandi staðarleiðsögumaður og Íslensk fararstjórn

Hvort myndir þú velja?

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Nokkur sæti laus í janúar

Dagana 07. til 26. janúar 2014, mun Ferdin.is bjóða upp á  einstaka ævintýraferð til Thailands. Þema ferðanna er NÁTTÚRA – SAGA – UPPLIFUN – AFSLÖPPUN. Eftir að komið er til Thailands verður dvalið í þrjá daga í Bangkok, þá tekur við níu daga ferð norður í land. Ferðin endar síðan á paradísareyjunni Koh Chang sem er rétt við landmærin að Kambódíu. Sjá nánari ferðaáætlun ýtið hér eða á myndina

augl leyndardómar thailands

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Nýr samningur við THAI AIRWAYS

Jon og Thai AirErum kominn með nýjan samning við
Thai Airways sem gildir til 31. mars 2015 

getum nú boðið flugmiða frá Keflavík til Bangkok frá 87.600,- plús skattar.

Miðin gildir í allt að 6 mánuði og ferðatímabil er:
15. október 2013 til 14. desember. 2013 (Brottfara dagar/tímabil)
24. dec. 2013 (Brottfara dagur)
31. dec. 2013 (Brottfara dagur)
01. mars 2014 til 28. júní 2014 (Brottfara dagar/tímabil)
13. júlí 2014 til 14. desember 2014 (Brottfara dagar/tímabil)
24. desember 2014 (Brottfara dagur)
31. desember 2014 (Brottfara dagur)
01. mars 2015 til 31. mars 2015 (Brottfara dagar/tímabil)

Sama tímabil til Phuket verð frá 92.400,– pús skattar.
Sama tímabil til Krabi verð frá 92.400,- pús skattar.

Sama tímabil til Udon Thani verð frá 98.200,- pús skattar
Sama tímabil til Chiang Rai verð frá 98.200,- pús skattarI fly
Sama tímabil til Chiang Mai verð frá 98.200,- pús skattar
Sama tímabil til Hat Yai verð frá 98.200,- pús skattar
Sama tímabil til Khon Kaen verð frá 98.200,- pús skattar
Sama tímabil til Ubon Ratchathani verð frá 98.200,- pús skattar
Sama tímabil til Surat Thani verð frá 98.200,- pús skattarshowpic.asp

Sama tímabil til Koh Samui verð frá 145.400,– plús skattar

Sama tímabil til Hanoi verð frá 102.900,- plús skattar

Sama tímabil til Manila verð frá 104.800,- plús skattar
Sama tímabil til Saigon/Ho Chi Minh City  102.900,- plús skattar

Fystur kemur fyrstur fær.
Athugið: Flugvallarskattar ca. 70 – 80.000,- fer eftir flugvöllum og gengi dollars hverju sinni.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu

I fly
Við höfum síðan 2006 alltaf veitt afslátt ef fólk greiðir ekki með kreditkortum, loks eru stjórnvöld á Íslandi að vakna samanber frumvarp sem Frosti Sigurjónsson og fleiri hafa lagt fram á Alþingi Íslendinga.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0009.html

En það vantar í þetta að td. AMEX kortið er með miklu hærri prósentu eða 3,8 % þannig að Frosti verður að breyta þessu.

Við bjóðum alltaf uppá staðgreiðslu afslátt.
www.ferdin.is með ódýrustu flugsætin til Asíu dæmi:
Keflavík – Bangkok með 2 millilendingum.
Breytanlegur miði, einn miði alla leið, töskur innritast alla leið miðin gildir í eitt ár.
Okkar verð 160,385,- verð keppinauta okkar á sama flugmiða. 165.300,-
Bæði verð eru með öllum sköttum og gjöldum og miðað við að greitt sé með korti en við hjá Ferdin.is gefum staðgreiðsluafslátt ef ekki er greitt með korti og kostar þá miðin aðeins. 157.240,-

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Ný verð til Thailands

I flyErum kominn með nýjan samning við ThaiAirways getum nú boðið flugmiða frá Keflavík til Bangkok frá 87.600,- plús skattar.

Miðin gildir í allt að 6 mánuði og ferðatímabil er:
14. júlí 2013 – 14. dec. 2013 (Brottfara dagar/tímabil)
24. dec. 2013 – 31. dec. 2013 (Brottfara dagar/tímabil)
01. mars 2014 – 31. mars 2014 (Brottfara dagar/tímabil)

Sama tímabil til Phuket verð frá 92.400,- pús skattar.
Sama tímabil til Krabi verð frá 92.400,- pús skattar.
Sama tímabil til Udon Thani verð frá 98.200,- pús skattar

Fystur kemur fyrstur fær.
Athugið: Flugvallarskattar ca. 70 – 75.000,- fer eftir flugvöllum.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Okkar áhersla “Einn flugmiði alla leið”

I flyÞegar ferðast er frá Íslandi um langan veg, t.d. til Asíu, þá þarf iðulega að nýta sér þjónustu tveggja eða fleiri flugfélaga. Komi upp seinkun á flugi þá geta ferðamenn verið í töluverðum vanda missi þeir af tengiflugi. Við þessar aðstæður getur skipt miklu máli að vera með bókaðan flugmiða alla leið á áfangastað eins og við hjá ferdin.is leggjum áherslu á við okkar viðskiptavini því þá er „séð um farþegana“ og þeim komið á áfangstað. Séu ferðalangar ekki með bókaðan einn miða þá geta þeir lent í töluverðum vandræðum við það að komast á áfangastað verði seinkun á flugi ein og gerðist í Keflavík bæði 25. og 28. Júní. Sé bókað flug með leitarvélum á netinu þá þarf iðulega að kaupa allt að 4 miða til þess að komast á áfangastað og vitum við dæmi þess að ferðamenn hafa lent í verulegum vandræðum vegna þessa.

Við hjá Ferðin.is leggjum mikla áherslu á að ef fólk er að fljúga fleiri en einn ”legg” og þurfi tengiflug að það kaupi miða alla leið. Það getur verið dýrt að spara sér 10-15 þúsund krónur með því að kaupa tvo miða, missa síðan af tengiflugi og þá þurfa að kaupa annan miða frá Evrópu til Asíu á fullu verði.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Golfferðir til Thailands

hua hin golfLangar þig til að spila golf úti í heimi, þegar þér hentar?

Við erum að vinna að því að setja upp golfferðir til Thailands alla daga allt árið eða þegar við hér á Íslandi getum ekki spilað golf á okkar völlum.

Við ætlum að bjóða uppá pakka lausnir sem hver og einn getur nýtt sér þegar hann/hún vill ferðast því allar golfferðir eru í áætlunarflugi svo þú ræður sjálfur dagsetningum, árstíma og hvað lengi þú ert í ferðinni.

Pakkarnir verða þannig uppbyggðir að þú getur valið um hálfan mánuð og síðan bætt við auka vikum.

Innifalið í grunnpakka er:

* 14 daga ferð gisting á golf hóteli við golfvöll
* Morgunverðar hlaðboð á hóteli
* 3 golfdagar á viku fyrirfram pantaðir
* Þú verður sóttur á flugvöllin og keyrt á hótelið af einkabílstjóra. báðar leiðir

Hægt að kaupa aukalega:
Fleiri golfdaga á staðnum
Skoðunarferðir þá daga sem þú ert ekki að spila

Fylgist með www.ferdin.is í sumar og verið fyrst til að panta ykkar golf frí í haust þegar þið viljið ferðast.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Sagan, náttúran og afslöppun.

Sagan, náttúran og afslöppun.

Dagana 21. nóvember til 11. desember mun Ferdin.is bjóða upp á ævintýraferð til Thailands. Eftir að komið er til landsins verður dvalið í Bangkok í tvo daga, en þá tekur við sjö daga hringferð inn í land þar sem m.a. verður farið að landamærunum að Burma. Þegar komið verður til baka til Bangkok verður gist þar í eina nótt, en þaðan verður síðan farið til paradísareyjunnar Koh Chang sem er rétt við landamærin að Kambódíu. Sjá nánari ferðaáætlun hér að neðan.

Ferðin hefst og endar í Kaupmannahöfn, en Ferdin.is mun bóka flug til og frá Kaupmannahöfn fyrir þá sem þess óska. Við höfum þetta fyrirkomulag til þess að þeir viðskiptavinir okkar sem eiga inni vildarpunkta eða vilja nýta sér önnur tilboð á þessari flugleið geti gert það.

Sjá nánar hér: www.ferdin.is/tilbod/thailand-i-november-med-islenskri-fararstjorn/

 

Posted in: Tilboð

Leave a Comment (0) →

Ótrúlega ódýr verð um næstu jól

travelportVar að bóka og gefa út flugmiða fyrir einn af mörgum okkar viðskiptavinum á norðurlandi, hann er að fara til Thailands og verður þar í 3 mánuði.

Brottför hjá honum er 10. desember 2013 og hann kemur aftur til Íslands 5. mars 2014

Heildar flugverð 148.313,- með öllum sköttum og gjöldum

þetta flug er með 2 millilendingum þe. 3 tímar til Köben, tæpri 2 tímar til borgar í miðevrópu og síðan rúmir 10 tímar í beinu flugi til Bangkok. Lítil bið á flugvöllum þegar skipt er um vélar, hægt að innrita farangur alla leið þar sem um IATA flugfélög er að ræða.

Þessi flug eru í boði á völdum dagsetningum

Fyrstur kemur fyrstur fær.

Posted in: Tilboð

Leave a Comment (0) →
Page 5 of 8 «...34567...»