Bali og Java – 15 dagar/14 nætur
6 nætur Sanur – 5 nætur Java – 3 nætur Ubud
Java er miðpunktur Indónesiu og á þessari löngu, litlu eyju búa 115 miljón manns. Þrátt fyrir fólksfjöldann sem slær flest met á jörðinni, er hið hefðbundna Java þess virði að heimsækja.
Java er gríðalega frjósöm eyja og mjög falleg. Það er næstum því sama hvar maður er á Java allstaðar eru ríkjandi, blágráar útlínur fjallanna. Það eru 121 eldfjall á eynni, það hæsta er hærra en 3000 metrar. En það er ekki aðeins náttúran sem dregur ferðamenn til eyjunnar. Íbúar Java halda við gömlum hefðum og segja frá gömlum dramatískum sögum í gegnum tónlist, dans, drama og brúðuleikhús. Mikilvægustu byggingar Indónesíu eru einnig á Java. Heimsókn til Borobudur og Prambanan má ekki láta eftir liggja.
Dagur 1: Koma til Bali/Sanur
Eftir góða flugferð tekur enskumælandi leiðsögumaður á móti ykkur á flugvellinum og keyrir ykkur á hótelið. Þegar þið komið á hótelið er tilvaliið að slappa af við sundlaugina eða á ströndinni.
Gisting: Sanur
Dagur 2 – 3: Sanur
Næstu dagar eru á eigin vegum. Þið búið á hinu töfrandi Matahari Terbit sem er á Tanjung Benoa ströndinni. Þetta er huggulegt litið bungalow hótel við eina af rólegu ströndum Bali og hérna er fólkið mjög gestrisið og vinalegt. (M)
Gisting: Sanur
Dagur 4: Bali – Yogyakarta
Þið farið frá hótelinu snemma um morguninn um kl. 05:00 og keyrið í lítinn ½ tíma út á flugvöll. Eftir klukkutíma flug komið þið til Yogyakarta, sem er stærsta borgin á Java. Hér verður tekið á móti ykkur af enskumælandi leiðsögumanni og bílstjóra og þið farið strax í eina af mörgum skoðunarferðum. Hér sjáið þið Prambanan sem er stærsta Indónesiska hindú musteri og er aðeins 17 km frá Yogyakarta. Þið heimsækið einnig musterin Sewu og Plaosan, síðan er keyrt á hótelið, þið skráið ykkur inn og restin af deginum er á eigin vegum.
Um kvöldið sjáið þið hinn vinsæla Ramayana ballett. Hefðbundið dans-drama með átökum, rómantík, harmleik og hetjum, allt til að koma til móts við hinn krefjandi, nútíma áhorfanda. Það er boðið upp á kvöldverð fyrir sýninguna. (Sýningin er aðeins við Prambanan frá maí – oktober/ekki hvert kvöld – annars við Puri Wisata) (A)
Gisting: Yogyakarta
Dagur 5: Yogyakarta
Þið farið í skoðunarferð um bæinn Yogyakarta og svæðið í kring. Þið leggið snemma af stað og heimsækið bæinn Kota Geda sem hefur verið hjarta Austur Java frá árinu 1930 hvað varðar silfurvinnu.
Þið haldið áfram og skoðið Yogyakarta Sultan Palace – sem einnig er kallað Kraton, þetta er 200 ára gamalt hallarsvæði og í dag býr þar 10. sóldán og fjölskylda hans.
Þið heimsækið verksmiðju þar sem þið sjáið konur framleiða falleg efni með hjálp af vaxi sem vandvirknislega er sett á efnið. Þið endið daginn á hinum stóra hefðbundna markaði Beringhardjo sem er í Malioboro, en þar getur maður keypt allt frá ávöxtum og grænmeti til vara eins og eldhúsáhöld og batik. Hér er möguleiki á að gera mjög góð kaup. (M)
Gisting: Yogyakarta
Dagur 6: Yogyakarta – Borobodur – Solo
Heimsins stærsta buddiska musteris-samstaðan Borobudur er ævintýraleg og leyndardómsfull og er 42 km norðvestur af Yogakarta. Umhverfið í kring og stærð musteranna er alveg stórkostlegt.
Ferðin heldur áfram til smábæjarins Candireja sem er ca. 7 km frá Borobudur, hér getið þið upplifað hið hefðbundna líf í þorpunum og heimsótt skóla og fjölskyldu á svæðinu. Hér getið þið prófað að spila á hið gamla hljóðfæri, gamelan, smakkað hefðbundinn mat og keyrt um í hestvagni, sem þeir innfæddu kalla dokar. Þetta er aðeins hluti af því sem þið getið upplifað. (hægt er að kaupa hádegismat hjá innfæddum fyrir ca. Kr.500,-)
Þið haldið áfram til Solo framhjá fallegu landslagi með hrísökrum, chilí- og maísökrum ásamt banana- og kókosökrum. Á leiðinni verður stoppað við Ketap Pass sem er í 1.200 m hæð. Á heiðskýrum degi getur maður séð bæði hið 2.914 m háa eldfjall, Merapi og hið 3.145 m háa fjall Merbabu. Seinnipartinn komið þið á hótelið Solo, sem er 65 km norðaustur af Yogyakarta. (M)
Gisting: Solo
Dagur 7: Solo – Bromo
Í mið Java er einnig Kraton, það er frá árinu 1757 og er þess virði að heimsækja því hér kemur maður nær salarkynnum konungsfjölskyldunnar, en hluti hennar býr ennþá hér. Eftir skoðunarferð um konungshöllina er náð í ykkur á ”becak ”sem er þríhjól með vagni. Þetta er mjög vinsælt farartæki meðal innfæddra og sést um allt á götunum. Eftir skoðunarferð um miðbæ Solo, endar ferðin á markaði staðarins, þar sem mikið er verslað. Hér getið þið verslað áður en þið haldið ferðinni áfram til Bromo með stuttum stoppum í fallegri náttúrunni og smáþorpunum á leiðinni. Þið komið á Bromo-svæðið um kvöldið. (M)
Gisting: Bromo
Dagur 8: Bromo – ljen
Í dag býður ykkar einn af hápunktum ferðarinnar: Sólarupprás við Mount Bromo. Þið verðið vakin kl. 03.30 og lagt af stað í jeppa kl. 04.00. Eftir klukkutíma akstur komið þið til Mount Bromo Viewpoint sem er í 2.700 m hæð. Það getur verið kalt svona snemma morguns svo munið heit föt og lokaða skó. Eftir stutta stund kemur sólin fram, og ef veðrið leyfir þá getið þið notið stórkostlegrar sólarupprásar og útsýni til Mount Bromo með hið rjúkandi Semeru eldfjall í bakgrunni. Þið haldið áfram að rótum Mount Bromo og farið þar á hestbak í lítinn ½ tíma þar til komið er að ca. 200 tröppum sem leyða að eldfjallagýgnum. Síðan er haldið aftur á hótelið og hér býður ykkar góður morgunmatur og frískandi sturta áður en haldið er áfram til ljen sem er á austurströnd Java. Falleg ferð um hrís- maís- og kaffi akra. Seinnipartinn komið þið á hótelið á ljen-hásléttunni í nær 700 m hæð. (M)
Gisting: ljen
Dagur 9: ljen – Bali/Ubud (Bali)
Dagurinn í dag er einnig mikil upplifun. Snemma um morguninn verður náð í ykkur á hótelið í 4WD og þið keyrið framhjá fjölbreyttri náttúru sem samanstendur af hrísökrum, regnskógi og þéttum furutrjám áður en þið komið til Paltuding sem er við rætur ljen-hásléttunnar. Eftir ca. 2ja tíma göngu um snúna stíga komið þið að eldfjallagígnum, en þaðan er stórkostlegt útsýni að fallega ljósgræn lituðu vatni sem er það kísilmesta í heiminum. Eftir að hafa dáðst af fegurðinni farið þið aftur á hótelið þar sem morgunverður bíður ykkar. Síðan farið þið í klukkutíma siglingu frá Ketapang til Gilimanuk á Bali og eftir það er 3ja tíma akstur á hótelið í Ubud. (M)
Gisting: Udbud
Dagur 10-11: Ubud
Í þessari stórkostlegu náttúru með dynjandi fljótum og ljósgrænum hrísökrum er hin ”eina og sanna sál” Balí. Það er hér sem gömlum hefðum er haldið við og það er alltaf einhver ástæða eða hátíðleg athöfn sem krefst litaskrúðugrar skrúðgöngu. Dagarnir eru á eigin vegum, við mælum með að þið leigið hjól á hótelinu og hjólið um svæðið. (M)
Gisting: Udbud
Dagur 12: Ubud – Sanur
Eftir morgunverð keyrið þið suður eftir að Tanjung Benoa ströndinni, þar sem þið byrjuðuð fríið ykkar. Á leiðinni verður stoppað í Mas sem er þekkt fyrir mjög fallegan tréútskurð, ásamt bænum Celuk en þar er miðpunktur gull- og silfurvinnu. Þið heimsækið einnig mæðra hofið (Pura Basakih) sem er mikilvægasta hofið á Bali og það er mjög litrík upplifelsi, þegar hátíðarklæddir balibúar fara framhjá með þakkargjafir sem þeir bera á höfðinu. (M)
Gisting: Sanur
Dagur 13-14: Sanur
Dagarnir eru á eigin vegum. Áhrifin frá Java og Bali er hægt að ”melta” á sólstólum strandarinnar þessa 2 síðustu daga. Við mælum einnig með að þið borðið á Bambu Bali sem er frábær veitingastaður við hliðina á hótelinu áður en þið haldið heimleiðis. (M)
Gisting: Sanur
Dagur 15: Bali – Island
Það verður náð í ykkur á hótelið eftir hádegismat og ykkur keyrt út á flugvöll. (M)
Athugið að hægt er að lengja ferðinna og dvelja lengur á Bali eða td. í Thailandi á heimleið.
Verð frá ISK 220.000,- á mann miðað við að 2 séu saman í herbergi
Allt þetta er innifalið í ferðinni:
- Leiðarlýsing bæklings, máltíðir og enskumælandi leiðsögumaður
- Innanlandsflug frá Bali til Java
- 14 gistinætur eftir leiðarlýsingu með morgunverð
- Allar keyrslur eftir leiðarlýsingu ásamt inngöngumiðum og skoðunarferðum
Börn: 1 barn u/6 ára: án morgunmats (deilir rúmi með 2 fullorðnum – barnið fær ekki eiginð rúm) Max 2 fullorðnir og 2 börn í hverju herbergi
Verðin innihalda ekki:
- Millilandaflug frá Íslandi
- Tryggingar
- Gjafir og þjórfé
- Máltíðir sem ekki er minnst á í leiðarlýsingu
- Skattur þegar farið er frá Bali og er borgaður á staðnum (150.000 Rupiah – ca. DKK 120,-)