Við erum með sér samningverð á þessum hótelum hér að neðan en þau eru mismunandi eftir árstíðum og stjörnugjöf, en öll eiga þau það semeiginlegt að við höfum gist á þeim eða starfsfólk okkar þannig að við getum mælt með þeim af heilum hug.

Pathumwan Princess ****
444 Phayathai Road, Pathumwan
10330 Bangkok

FYRSTA FLOKKS HÓTEL MEÐ BEINAN AÐGANG AÐ BESTU VERSLUNARMIÐSTÖÐ BANGKOKS, MBK OG MEÐ STÓRA SUNDLAUG Á EFSTU HÆÐ
Ef þið viljið gista mitt á Siam Square verslunarsvæðinu í Bangkok, þá er tilvalið að velja Pathumwan Princess. Á svæðinu er fullt af góðum veitingastöðum, notalegum kaffihúsum og frá sjálfu hótelinu er mögulegt að ganga beint inn á besta verslunarstað í Bangkok, MBK. Verslunarmiðstöðin er á 5 hæðum með fjölda verslana og sölubása. Hér er hægt að kaupa allt mögulegt, allt frá góðum  merkjavörum yfir í góðar “copivörur”. Á hótelinu eru 462 herbergi sem eru stór og björt og standa vel undir 4 stjörnum.
Að auki býður hótelið upp á mjög stórt svæði utandyra og á 8. hæð er sundlaug með sólbaðsstólum og spa.
Alls staðar eru tré og blóm sem gera það að verkum að svæðið er eitt af bestu sundlaugasvæðum í Bangkok. Á hótelinu er einnig mjög góður ítalskur veitingastaður. Fallagt hótel í hjarta Bangkok.
Fjarlægð í veitingarstaðar/ verslun: 50 m
Hverfi:
Siam Squar

Grand China Princess ***+
215 Yaowarat Road, Samphantawong
10100 Bangkok

FOTT FERÐAMANNAHÓTEL VIÐ CHINA TOWN Á MJÖG GÓÐU VERÐI
Fyrsta flokks hótel staðsett í hjarta Bangkoks, elsta og skemmtilegasta bæjarhlutanum “Chinatown” og í göngufæri frá Chao Phraya fljótinu. Það eru 153 stór og góð herbergi á hótelinu, öll með loftkælingu, sjónvarpi með bíórásum, míníbar og síma.
Á hótelinu er góður kínverskur veitingastaður og á efstu hæð er bar með frábært útsýni yfir bæinn og snýst hæðin 1 hring á klukkutíma (eins og Perlan) Að auki er sundlaug á þaki hótelsins. Vinsælt hótel á góðu verði.
Fjarlægð í veitingarstaðar/verslun: 50 m
Hverfi:
Chinatow

Narai Hotel ***
222 Silom Road
Bangkok 10500

GOTT FERÐAMANNAHÓTEL Í MIÐBÆNUM Á SILOM ROAD
Narai Hotel er í miðbæ Bangkok á Silom Road með verslun og upplifunum rétt fyrir utan dyrnar. Það er aðeins fárra mín. gangur að næturmarkað og skytrainstöðinni Chong Nonsi, þannig að það er auðvelt að komast um Bangkok héðan. Þessi 472 rúmgóðu herbergi eru vel innréttuð og öll með loftkælingu, Sjónvarp, útvarp, kæliskáb/míníbar, hárþurku og öryggishólfi. Á hótelinu er lítil sundlaug, þreksalur, bar einnig er ítalskur og asískur veitingarstaður. Gott hótel þar sem stutt er á marga af áhugaverðum stöðum í Bangkok.
Fjarlægð á veitingarstaði og verslun: 50 m
Hverfi: Silom