Image20Bali, Lombok og Gili – 15 dagar/14 nætur
4 nætur Sanur – 3 nætur Ubud – 4 nætur Lombok – 3 nætur Gili

Í þessari hringferð upplifið þið þrjú mismunandi eyjasamfélög í einni og sömu ferðinni. Á Balí heimsækið þið m.a. Goa Lawah, þar sem þið sjáið eitt af helgustu hofum eyjunnar, en þið farið einnig í skemmtilega og spennandi raftingferð á Ayung fljótinu. Annars er tíminn í ferðinni mikið á eigin vegum þar sem leiðarlýsingar eru frjálsar og gefa möguleika á að slappa af og njóta fallegra stranda og upplifa eyjurnar á ykkar eigin hraða.

Dagur 1: Koma til Bali
Það verður náð í ykkur á flugvöllinn af enskumælandi leiðsögumanni og þið keyrð á hótelið. Þegar þið komið á hótelið er tilvalið að slaka á við sundlaugina eða ströndina.Image19
Gisting: Sanur

Dagar 2 – 3: Sanur
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum í strandbænum, Candidasa. (M)
Gisting: Sanur

Dagur 4: Sanur – UbudImage18
Það verður náð í ykkur á hótelið í Sanur og þið keyrð í norður inn í hálendið. Á leiðinni er stoppað við Batubulan, þar sem dansarar í litskrúðugum þjóðbúningum sýna þektan Barong- og stríðsdans (aðgangur ekki innifalin ca. ISK 600,-). Héðan verður haldið áfram til tveggja smá þorpa sem hafa hvort sín einkenni. Mas þekkt fyrir trjáskurð og handverk og þorpið Celuk sem er þekkt fyrir gull og silfursmíði. Eftir að hafa sýnt færni sýna í að versla og prútta heldur ferðin áfram til tveggja merkisstaða. Fyrst heimsækið þið Móðurhofið (Pura Basakih) sem liggur við rætur Agung eldfallsinns. I Klungkung, þar sem stjórnsetur hefur verið í gegnum aldirnar með dómstól upplifið þið líka fljótandi pallinn (pavillon). Seint um eftirmiddagin komið þið til Ubud. (M)
Gisting: Ubud

Dagur 5 – 6: Ubud
Dagarnir í Ubud eru á eigin vegum.
Gisting: Ubud

Dagur 7: Ubud – LombokImage17
Snemma morgun er stefnan tekin til Serangan, þar sem báturinn siglir til Lombok. Þetta er hraðbátur með pláss fyrir 20 manns. Siglingin tekur 2 klukkutíma. Þegar þið komið til Lombok verður tekið á móti ykkur á höfninni af enskumælandi leiðsögumanni og þið keyrð á hótelið á Senigigi ströndinni. Restin af deginum er tilvalið að slaka á við sundlaugina á hótelinu eða á ströndinni. (M)
Gisting: Senggigi

Dagur 8 – 10: LombokImage16
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum, það er nógur tími til að njóta rólegheitanna á Lombok, kynnast lífi og menningu staðarins og slappa af á ströndinni. Senggigi er rólegur staður og strendurnar þar með þeim bestu í Indónesíu. Þetta svæði er einnig tilvalið fyrir ferðir til fjallanna í norðri og til Gili eyjanna. Sólsetrið frá Senggigi yfir Lombok sundið með fjallahring Bali við sjóndeildarhringinn er ógleymanleg upplifun. (M)
Gisting: Senggigi

Dagur 11: Lombok – Gili
Dvölin á Lombok er á enda og tími til að halda áfram til Gili eyja. Það verður náð í ykkur á hótelið fyrri hluta dags og þið keyrð niður að höfn þar sem þið farið með bát til Gili. Þegar þið komið til Gili verður tekið á móti ykkur og farið með ykkur á hótel Gili Trawangan. Restin af deginum er frjáls og á eigin vegum. (M)
Gisting: Gili Trawangan

Dagar 12 – 13: Gili
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum á Gili Trawangan.
Gili Trawangan er stærst og mest heimsótta eyjan af Gili eyjunum og þar búa um 800 íbúar. Þar er tilvalið að liggja í sólbaði á hvítum sandströndum og slaka vel á í rólegu umhverfi en hér er einnig frábært svæði til að kafa og grunnkafa (snorkla). Á eyjunum eru öll ökutæki bönnuð nema hestvagnar og hjól sem gerir umhverfið rólegt og afslappað.
Girsting: Gili Trawangan

Dagur 14: Gilli – SanurImage15
Um morguninn verðið þið sótt á hótelið og keyrt niður að höfn, þar sem þið takið bátinn til Lombok. Þar verður tekið á móti ykkur og keyrt á flugvöllin þar sem þið takið flugið tilbaka til Bali. Þegar þið komið til Bali verður tekið á móti ykkur og þið keyrð á hótelið ykkar í Sanur. Restin af deginum á eigin vegum í afslöppun á ströndinni eða í sundlaugar garðinum. (M).
Gisting: Sanur

Dagur 15: Brottför
Það verður náð í ykkur á hótelið í Sanur og þið keyrð til flugvallar fyrir brottför. (M)

Hafið samband og fáið tilboð í þessa draumaferð

Allt þetta er innifalið í ferðinni:
• Leiðarlýsing bæklings, máltíðir og enskumælandi leiðsögumaður
• 14 gistinætur eftir leiðarlýsingu með morgunverði
• Innanlandsflug frá Lombok til Bali
• Allar keyrslur eftir leiðarlýsingu ásamt inngöngumiðum og skoðunarferðum

Verðin innihalda ekki:
• Millilandaflug frá Íslandi
• Tryggingar
• Gjafir og þjórfé
• Máltíðir sem ekki er minnst á í leiðarlýsingu
• Skattur þegar farið er frá Bali og er borgaður á staðnum (150.000 Rupiah – ca. DKK 120,-)