Bali ein af 13.000 eyjum í Indónesíu, af mörgum talin sólbaðstaður númer 1 og á það sér margar skýringar. Umgjörðin er fullkomin – þægilegt loftslag, sólin notarleg, náttúran ótrúleg og menning fjölbreytt og spennandi. En það sem gerir Bali að einstökum stað og heldur manni föngnum, er lífsgleði og þjóðarsál íbúanna.
Hinir brosandi og glaðlegu íbúar Bali hafa þrátt fyrir vaxandi ferðamannastraum haldið menningu sinni og lífsviðhorfum, Það er góður eiginleiki sem hægt er að rekja til hinduisma sem þeir hafa þróað á eyjunni. Fyrir utan að trúa á fjöldan allan af guðum hindúa ber mest á Sanghyang Widhi en íbúar Bali trúa að næstum hvert einasta tré eða steinn hafa sína eigin sál. Íbúar á Bali trúa á endurfæðingu þess vegna reyna þeir að lifa í sátt og samlyndi hér á jörð með von um að næsta líf verði betra.
Sem ferðamaður á eyjunni sér maður fljótt að trúin “rennur saman” við hið daglega líf heimamanna enda gera þeir engan greinarmun þar. Svo til daglega verður maður vitni af litríkum skrúðgöngum og hátíðlegum athöfnum.
Athugið þetta er bara brot af þeim pökkum sem eru í boði fjöldin allur af möguleikum með mismunandi bæjum, borgum og þorpum. Ef þið sjáið ekki það sem ykkur vantað á heimasíðunni þá sendið okkur línu því síðan rúmar ekki alla þá fjölbreytni sem við höfum uppá að bjóða. Við setjum saman ferðapakkann ykkar og gefum ykkur tilboð í hann.
Bumas Hotel**+ (Sanur)
Einfalt ferðamannahótel sem staðsett er u.þ.b. 50 m frá miðbænum í Sanur og því stutt í búðir og veitingastaði auk þess sem það er einungis 3-5 mín gangur á ströndina. Á hótelinu er 75 stór og vel innréttuð herbergi, öll með svölum eða verönd og henta vel m.a. fyrir barnafjölskyldur. Gott andrúmsloft, fallegar innréttingar og dásamlegur garður gera Bumas hótelið að einu besta ferðamannahótelinu á svæðinu miðað við verð. Á hótelinu er vinsæll veitingastaður auk þess sem sundlaugin þar þykir mjög góð. Öll herbergin eru með loftkælingu, baðherbergi, síma og sjónvarpi.
Innifalið í verði ferðarinnar er:
• 12 nætur með morgunverði á Bumas Hotel í standard-herbergi.
• Akstur til og frá flugvelli.
• 5 skoðunarferðir um Bali (3 heilsdagsferðir og 2 hálfsdagsferðir)
• Tengiliður (leiðsögumaður) á staðnum.
Hver og einn velur síðan og bókar skoðunarferðirnar í samráði við tengiliðinn.
Skoðunarferðirnar og hvenær farið er í þær kemur fram hér að neðan.
Ferð A: Hin einstaka fegurð á Kintamani (8 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð B: Ógleymanlegt sólarlag (5 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð C: Undur austur Bali (8 tímar), brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð D: Töfrar norður Bali ( 9 tímar), brottför sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð E : „Oleh – Oleh“ (5 tímar) brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Nánar um ferðirnar sjá Skoðunarferðir
Parigata Resort & Spa*** (Sanur)
Rólegt og gott ferðamannahótel sem staðsett er u.þ.b. 150 m frá ströndinni. Hótelið heitir eftir Bourgonvillla blóminu sem er algengt á svæðinu en á hótelinu eru 43 rúmgóð herbergi, fallega innréttuð í „balískum“ stíl,með minibar, síma, sjónvarpi, hárþurku, svölum eða verönd. Síðan er útisundlaug og er boðið upp á nudd m.a. ilm- og jurtanudd. Á hótelinu er síðan einnig glæsilegur veitingastaður og bar. Þetta hótel fær okkar bestu meðmæli.
Fleiri myndir frá Parigata sjá https://www.facebook.com/Ferdaskrifstofan
Innifalið í verði ferðarinnar er:
• 12 nætur með morgunverði á Parigata Resort & Spa í standard-herbergi.
• Akstur til og frá flugvelli.
• 5 skoðunarferðir um Bali (3 heilsdagsferðir og 2 hálfsdagsferðir)
• Tengiliður (leiðsögumaður) á staðnum.
Hver og einn velur síðan og bókar í samráði við tengiliðinn, hvenær hann fer í skoðunarferðirnar.
Skoðunarferðirnar og hvenær farið er í þær kemur fram hér að neðan.
Ferð A: Hin einstaka fegurð á Kintamani (8 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð B: Ógleymanlegt sólarlag (5 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð C: Undur austur Bali (8 tímar), brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð D: Töfrar norður Bali ( 9 tímar), brottför sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð E: „Oleh – Oleh“ (5 tímar) brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Nánar um ferðirnar sjá Skoðunarferðir
Sanur Beach Hotel****
Sanur Beach Hotel er framúrskarandi háklassa hótel, vel staðsett, vel útbúið og er einstaklega góður „andi „ á staðnum. Hótelið stendur á 6 hektara lóð sem kalla má „náttúruparadís“ og því umhverfi hótelsins einstakt. Sanur Beach Hotel er staðsett við Sanur ströndina sem er á einu vinsælasta ferðamannasvæði Bali. Það eru mjög góðir veitingastaðir og barir á hótelinu sem eru með fjölbreytt úrval rétta, bæði þjóðlega og alþjóðlega rétti. Það er 24 tíma herbergisþjónusta, barnaklúbbur fyrir börn undir 11 ára aldri, tennis- og badintonvellir, 2 útisundlaugar, „fitness- og spa“ miðstöð ásamt „business center“. Á Tirta Poolside veitingastaðnum er frítt internet. Það eru í allt 428 herbergi á hótelinu ef með eru talin íbúðir og smáhýsi, með útsýni ýmist yfir garðinn, sundlaug eða hafið. Herbergin eru öll með svölum eða verönd, minibar, síma, baðherbergi með baðkari eða sturtu, aðstöðu til að hita sér kaffi eða te, gervihnattasjónvarp, hárþurku og öryggishólf. Það er u.þ.b. 25 mín akstur á flugvöllinn og á Kuta ströndina.
Hafið samband og fáið verð.
Innifalið í verði ferðarinnar er:
• 12 nætur með morgunverði á Sanur Beach Hotel í standard-herbergi.
• Akstur til og frá flugvelli.
• 5 skoðunarferðir um Bali (3 heilsdagsferðir og 2 hálfsdagsferðir)
• 1 nudd eða flaska af víni.
• Tengiliður (leiðsögumaður) á staðnum.
Hver og einn velur síðan og bókar í samráði við tengiliðinn, hvenær hann fer í skoðunarferðirnar.
Skoðunarferðirnar og hvenær farið er í þær kemur fram hér að neðan.
Ferð A: Hin einstaka fegurð á Kintamani (8 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð B: Ógleymanlegt sólarlag (5 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð C: Undur austur Bali (8 tímar), brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð D: Töfrar norður Bali ( 9 tímar), brottför sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð E: Oleh – Oleh (5 tímar) brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Nánar um ferðirnar sjá Skoðunarferðir