Regnskógar, sandstrendur og turkísgrænt haf
13 dagar/12 nætur

Þið búið á einu af bestu hótelum Kuala Lumpur, í göngufæri að stórum verslunar miðstöðvum, veitingastöðum, tvíburaturnana Petronas og margt fleira. Héðan haldið þið ferðinni áfram norður eftir þar sem sönn frumskógar upplifun býður ykkar í heimsins elsta þjóðgarði. Þið endið fríið á hvítum ströndum Langkawis þar sem hið turkísgræna haf býður upp á svalandi sundsprett.
Það er hægt að fara í þessa ferð allt árið, en veðrið á Langkawis er best frá október til apríl.

Dagur 1: Koma til Kuala Lumpur
Þegar þið komið á flugvöllinn í Kuala Lumpur tekur leiðsögumaður okkar á móti ykkur. Þið verðið síðan keyrð á hótelið sem er miðsvæðis í höfuðborginni. Hótel Istana herur verið starfandi í 25 ár og því eitt af elstu hótelum borgarinnar. En það á ekki að halda ykkur frá. Hótel Istania var endurnýjað og endurbyggt árið 2007 svo í dag stendur hótelið sem fallegt fyrsta flokks hótel í miðri Kuala Lumpur, aðeins nokkurra mínútna gangur í verslanir og þangað sem útsýni er yfir Petrona Towers. Restin af deginum er frjáls og á eigin vegum. Slappið af við sundlaugina eða skoðið iðandi höfuðborgina.
Gisting: Hotel Istana í superior herbergi.

Dagur 2 og 3: Kuala Lumpur
Hress og vel úthvíld eruð þið nú tilbúin að skoða KL eins og höfuðborgin er kölluð í daglegu tali. Borgin er spennandi samansafn af litum, lykt og hugmynd um fjarlæga staði. Andið að ykkur öllum þeim áhrifum sem hin nútíma asíska stórborg rúmar. Andstæðurnar eru margar: Petronas Twin Towers sem var hæsta bygging heims í nokkur ár með sína 452 metra, fyrir framan eru litríkar, tveggjahæða verslunarbyggingar Chinatowns með fjölskyldu rekstur á jarðhæðinni og íbúðarhúsnæði á 1. hæð. KL er einnig gnægtarhorn af verslunarmöguleikum. Verslunar úrvalið er allt frá básum á næturmarkaðinum í Chinatown til dýrra og fínna stórmarkaða. Það er mikinn pening að spara, hvort sem þið sækist eftir merkjavörum, ódýrum rafmagnstækjum eða vinsælum kopivörum í Chinatown.
Í mörgum görðum Kuala Lumpur iðar allt af lífi, hér eru viðskiptakonur að borða hádegismat á bekk, í skugga rísavaxinna trjáa situr stórfjöslkyldan, síðar flíkur kvennanna blakta í vindinum, börnin leika á grasinu, þar sem eldri herrar æfa Tai Chi, þrátt fyrir hitann.
Gisting: Hotel Istana í superior herbergi. (M)

Dagur 4: Kuala Lumpur – Taman Negara
Þið borðið morgunverð snemma þennan dag síðan verður náð í ykkur á Hótel Istana ca. kl. 07:15. Héðan farið þið í 4 tíma keyrslu til Kuala Tembeling Jetty, og síðan með “longtail” bát á bylgjandi fljótinu til Mutiara Taman Nerara Resort. Seinnipartinn skráið þið ykkur inn á heillandi bungalows hótel með loftkælingu og nútíma baðherbergi. Um kvöldið skipuleggur enskumælandi leiðsögumaður okkar nokkurra tíma nætur göngu um snúna stíga í heimsins elsta regnskóg. Að vera í regnskóginum eftir að myrkrið fellur á er mjög sérstök upplifun, sérstaklega hljóð upplifun, með dýra öskrum, nístandi fuglaflauti og oft vítis hávaða frá skordýrum. Eldflugur og bjöllur með sjálflýsandi vængi sveima hratt á milli trjánna. Ef maður upplifir mánaskyns nótt, getur maður verið heppinn að sjá stærri dýr, ef maður er nálægt þeim stað þar sem dýrin halda til. Maður gæti séð dverghyrti á stærð við kanínu, malaysisk hófdýr eða flokk fíla á næturgöngu.
Gisting: Taman Negara Resort í bungalows. (M, K)

Dagur 5: Taman Negara – Teresek Hill og sigling til Lata Berkoh
Eftir morgunverð verður aftur farið í gönguferð um frumskóginn. Eins og í næturferðinni verðið þið að vera í góðum skóm (evt. strigaskóm) en ferðin er samt ekki erfið. Eftir góðan tíma komið þið á útsýnis staðinn Teresek Hill. Þið farið einnig upp í 30 metra hæð og gangið á hengibrú sem er einstök upplifun þar sem þið sjáið regnskóginn ofan frá. Þið eruð aftur á hótelinu um hádegið. Seinnipart dags siglið þið síðan með “longtail” bát til Lata Berkoh. Á leiðinni er hægt að synda við fossinn.
Gisting: Taman Negara Resort i bungalows. (M, K)

Dagur 6: Taman Negara – Kuala Lumpur – Langkawi
Eftir morgunverð er tími til að kveðja hinn 4000 ferkílómetra þjóðgarð. Siglingin á fljótinu sem tekur 3 tíma er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér dýrin í frumskóginum. Takið eftir hinum litlu bláu ísfuglum, 5 mismunandi tegundum af nefhorns fuglum og konungi yfir þeim öllum, fiskierninum sem svífur yrir “grænu hjarta Malaysiu” Rútan býður eftir ykkur þegar þið komið til Kuala Tembeling en þaðan er síðan 200 km keyrsla til Kuala Lumpur, héðan er haldið áfram á flugvöllinn og búist er við að vera þar um kl. 18:00.
Þið fljúgið með Malaysien Airlines til Langkwai, flugtíminn tekur 1 tíma og þið eruð á Langkwai um kl. 21:00. Það verður náð í ykkur á flugvöllinn og þið keyrð til Mutiara Burau Bay.
Gisting: Mutiara Burau Bay í studio eða superior cabana með útsýni yfir hafið. (M)

Dagur 7: Langkawi
Það er aðeins búið á 4 af þeim 99 eyjum sem mynda Langkwai og af þessum 4 eyjum eru 3 af eyjunum lítið byggðar. Af þeim 30.000 íbúum, þá búa flestir á hinni 30 km. löngu og 20 km. breiðu aðaleyju. Næstu 7 daga verðið þið á Mutiara Burau Bay sem er að okkar mati fallegasta ferðamannahótel á Langkwai. Í gróskumiklum garðinum eru 150 nýstansettir bungalows, allir með loftkælingu og eigin palli (litlum). Á hótelinu eru 3 veitingastaðir – látið ekki grillaðan humar á veitingastaðnum Sea Shell fara fram hjá ykkur.
Hér er einstök umgjörð fyrir góða frí daga.
Gisting: Mutiara Burau Bay í studio eða superior cabana með útsýni yfir hafið. (M)

Dagar 8 – 12: Langkawi
Langkawi hefur þá kosti fram yfir Penang, að vatnið er í flestum tilfellum – burtséð frá monsunen (regntímabilið) – tært og lokkandi og flest hótelin eru byggð í smekklegu samræmi við náttúruna. Tilboðin á Langkawi eru tilvalin fyrir viku frí. Heimsækið m.a. fossana Seven Wells og Durian Perangin, ásamt Underwater World. Einnig er upplagt að sigla til eyjanna í kring og skoða falleg kóralrifin.
Gisting: Mutiana Burau Bay í studio eða superior cabana með útsýni yfir hafið. (M)

Dagur 13: Langkawi – Island
Það er kominn tími til að kveðja þessa hitabeltis eyju. Þið skráið ykkur út af hótelinu um hádegið. Það er möguleiki á að geyma farangurinn á hótelinu þar til þið verðið sótt og keyrð út á flugvöll. (M)
M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður.

Allt þetta er innifalið í verðinu:
* Keyrsla frá flugvellinum í Kuala Lumpur á Hótel Istana
* 3 nætur á Hótel Istana í superior herbergi, með morgunverð
* 3 dagar/2 nætur, ferð til Taman Negara, máltíðir eftir leiðarlýsingu
* Keyrsla frá Taman Negara á flugvöllinn í Kuala Lumpur
* Keyrsla frá flugvellinum í Langkawi til Mutiara Burau Bay
* 7 nætur á Mutiara Burau Bay í superior cabana (1-2 pers.) eða í studio cabana (3 pers), með morgunverð
* Keyrsla frá Mutiara Burau Bay á flugvöllinn í Langkawi

Verðin innihalda ekki:
*
Millilandaflug frá Íslandi
* Flug frá Kuala Lumpur til Landkawi Fullorðinn: ca. ISK 12.630,- með sköttum Börn undir 11 ára: ca ISK 9075,- með sköttum
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttákendur.