Singapore og Britan Island
13 dagar/12 nætur

Singapore Night ScenceUpplifið fjögurra daga svimandi lúxsus í Singapore. Þið búið á hinu glæsilega Traders hóteli. Þetta er fyrstaflokks hótel í göngufæri í verslunar-paradís, Orchard Road ásamt miklu úrvali af veitingastöðum og börum. Traders er aðili að Shangri-La-fjölskyldunni og hinn hái standard leynir sér heldur ekki.
Veljið síðan á milli 3ja hitabeltis- og paradísar eyjar í suðurkínverska hafinu. Bintan Island, Tioman Island og Redang Island eru allt eyjur sem hafa ekki ennþá upplifað neikvæð áhrif ferðamanna í þúsundatali. Á þessum fallegu eyjum eru ekki ágengir standsölumenn með alls konar varning, barir og þjónar sem reyna að fá viðskiptavini á veitingastaðina. Aftur á móti getum við lofað ykkur fallegri náttúru, kóralrifjum sem eru ekki trömpuð niður og ströndum með miklu og góðu plássi. Ef þetta hljómar vel þá getið þið lesið meira um eyjarnar hér á síðunni hjá okkur.

Twin TowerVeðrið:
Bintan, Tioman og Redaning eru upplagðar eyjur fyrir sumarfrí því veðrið er best frá mars til október. Það er ekki silgt til Tioman og Redang frá nóvember til mars. Á Bintan sem er aðeins sunnar, er monsunen (rigningatímabil) yfirleitt búið í janúar.

Dagur 1: Koma til Singapor
Þegar þið komið til Singapor verður tekið á móti ykkur af enskumælandi leiðsögumanni, sem keyrir ykkur á Hótel Traders. Þetta er flott fyrstaflokks hótel fyrir hina vandlátu gesti sem vilja ekki búa hvar sem er meðan þeir dvelja í Singapor. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir, þar sem einn af þeim Ah Hoi Kitchen hefur unnið til verðlauna sem ”Topp veitingastaður í Singapor” einnig eru hér barir og sundlaugarsvæði með barnalaug og nuddpotti sem er utandyra. Hótel Traden býður einnig uppá shuttle-bus til nokkurra svæða í bænum. Herbergin á hótelinu eru ekki mjög stór en öll nýsansett og smekklega innréttuð.
Ef þið hafið ekki komið til Singapor áður, mælum við með fljótlegri hringferð um borgina til að fá tilfinningu fyrir hinu sérstaka andrúmslofti sem hýsir mismunandi þjóðflokka í skugga háhýsa úr gler og stáli, hér er fjölþjóðlegur félagskapur og meira en 100 útlenskir bankar. En maður dregst frekar að hverfum eins og Chinatown, litla India og Arabiska hverfið með fallegum moskum og hofum.
12_MalaysiaSingapor er skipulögð borg þar sem öskubakkar eru við göturnar og maður fær stórar sektir fyrir að sniðganga reykingabann eða spýta tyggjó á gangstéttina. Hér getur maður einnig séð á forsíðu stærsta blaðsins, með mynd, ef einhver hefur verið tekinn fyrir að pissa í eitt af húsaskotum borgarinnar. Hér er í stuttu máli hreint og mikið af löghlíðnum borgurum.
Gisting: Traders Hótel í superior herbergi

Dagur 2: Singapor
Eftir góðan nætursvefn farið þið í stutta ferð og upplifið borgarlífið á litlum undarlegum stöðum og heyrið sögu þess. Það verður náð í ykkum um kl. 10:00. Fyrst heimsækið þið matar-markað í Chinatown þar sem íbúar Singapor versla inn fyrir kvöldmatinn. Íbúarnir í þessum litla bæ finnst mjög gaman að prútta um verðin og bylgjurnar sveiflast stundum hátt á þessum götumarkaði. Við höldum áfram til Chinatown Heritage Center, hér skoðum við lítið nýlegt safn sem segir frá lífi og sögu fátækra kíverskra innflytjenda síðast liðna öld. Búið er að endurbyggja heimili þeirra, vinnustað og áhöld. Allt þetta ásamt mörgum myndum gefur okkur hugmynd um hvernig lífið var í Singapore fyrir 100 árum. Þið getið valið að nota meiri tíma í Chinatown eða keyrt aftur á hótelið.
Gisting: Hótel Trades í superior herbergi (M)

Dagar 3 – 4: Singapor
§«¦Það er auðvelt að ferðast um Singapor með strætó, leigubíl eða flottu og hraðvirku metrókerfinu. Hér er mikið af skemmtilegum stöðum til að skoða, eins og t.d. hinn dularfulli Haw Par Willa Park, þar sem maður ferðast meðal ógurlegra dreka. Fyrir utan dýragarðinn og fallegan blómagarðinn þá er mikið af fallegum og skemmtilegum görðum með krókódílum, fiskum, fiðrildum, orkidéer og japönskum og kínverskum görðum. Hér eru einnig smábæir þar sem maður getur horfið aftur í tíma valdamikilla ætta eins og Ming og Tang ættanna, svo og skoðað liðna tíma Malaysiu.
Gisting: Hótel Traders í surperior herbergi M)

BRITAN ISLAND

Dagur 5: Singapor til Bintan Island
Það verður náð í ykkur á hótelið eftir morgunverð, héðan er síðan 20 mín keyrsla að ferju afgreiðslunni, en þaðan er farið til Bintan Island sem er 45 mín sigling með ekspres-katamaran. Munið eftir vegabréfi, þess er krafist til Bintan Island. Bintan Island er þriðja stærsta eyjan af ca. 3.200 eyjum í Indónesíu.
Eyjan er 45 km frá Singapor og er helmingi stærri en borgin Singapror. Singapor og Indónesía hafa staðið saman að þróun ferðamanna iðnaðar á Bintan, sem er m.a.með alveg einstakar sand strendur. Kristaltært vatnið dregur kafara og grunnkafara að eyjunni.
Það eru mjög falleg kóralrif undir vatnsyfirborðinu ásamt litríkum og einkennilegum fisbatu caveskum, skeldýrum, sæfíflum, kolkröbbum og mörgu öðru. Á eyjunni er margt áhugavert að skoða, sérstaklega hitabeltis frumskóginn sem gerir eyjuna að grænum “demant” sem liggur í fagurbláu hafinu.
Gisting: Nirwana Gardens eða Mayang Sari Chalets á völdu herbergi. (M)

Dagur 6 – 12: Bintan Island
Þið eruð á fullkomnum stað til að njóta lífsins, en ef þið viljið meira en bara sólböð og slökun, liggjandi með góða bók undir pálmatrjám á ströndinni, þá er af nógu að taka. Allskonar vatnaíþróttir eru í boði: Veiði, seglbrettabrun, brimbrettasvif, grunnköfun, köfun og margt fleira. Það eru þúsundvís af mismunandi fiskum, kóröllum, sníglum, kolkröbbum og öðrum dýrum. Fiskarnir eru í mörgum tilfellum mjög sérkennilegir á litinn, í munsturgerð og lögun svo að almættið hlýtur að hafa skapað þá þegar hann var barn.
Hér eru einnig golfvellir hannaðir af mönnum eins og Jack Nicklaus, Gary Player og Ian Baker-Finch, sem og tennisvellir og aðrir íþrótta möguleikar.
Þó svo að eyjan sé ekki mjög stór þá eru margir skemmtilegir staðir sem hægt er að skoða, farið t.d. með strætó eða speetbát á suðureyjuna, þar sem höfuðborgin Tanjung Pinang er, þar sjáið þið m.a. tréhús á pöllum í sjónum og á milli húsanna eru “brakandi” palla götur.
Í þessum enda eyjunnar er einnig myndrænn kínverskur smábær, Senggarang, en þar er m.a. 100 ára gamalt hof sem stendur sem tákn fyrir hafið og jörðina, ásamt hinu 300 ára gamla hofi Kwan Yin. Á eyjunni er einnig boðið upp á gönguferðir um frumskóginn, þar sem maður getur skoðað bæði dýra- og plöntulíf, hér er mikið af grænum gróðri og marglitum blómum.
Það er einnig upplagt að dekra við sjálfan sig og fara í spa. Á matseðilinn vantar hvorki fisk né skeldýr, allt ferskt frá hafinu og mikið úrval af sérréttum.
Gisting: Nirwana Gardens eða Mayang Sari Shalets á völdu herbergi. (M)Tuna bay3

Dagur 13: Bintan Island til Singapor
Núna er dvölin í paradís á enda í þetta skiptið. Það verður náð í ykkur á hótelið og þið keyrð niður að ferju, sem siglir ykkur til Singapor. Þið getið lengt fríið í Singapore eða farið til Íslands með Singapor Airlines eftir miðnætti.

Allt þetta er innifalið í verðinu:
* Keyrsla frá flugvellinum í Singapor á Hótel Traders
* 4 nætur á Hótel Traders með morgunverð
* Hálfdags skoðunarferð um Singapor
* Keyrsla frá Hótel Traders til Bintan Island
* 8 nætur á Nirwana Gardens Resort eða Mayang Sari Chalets með morgunverð
* Keyrsla frá Nirwana Gardens eða Mayang Sari Chalets að ferjuhöfninni í Singapor

Verðin innihalda ekki:
*
Millilandaflug frá Íslandi
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Keyrsla frá ferjuhöfninni að flugvelli sjá dag 13
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttakendur.

Nirwana Gardens Resort
Fallegt fjölskylduvænt hótel staðsett á miðri ströndinni. Á Nirwana Gardens er mjög stór sundlaug, með útsýni yfir turkís grænt hafið. Á hótelinu er einnig mikið af afþreyingar möguleikum bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er einnig barna kúbbur sem skipuleggur afþreyingu fyrir börnin allan daginn, þar sem börnin geta verið frítt. Fyrir minni börnin er m.a. andlitsmáling, spil í sundlauginni og að búa til sandkastala. Fyrir þau eldri er m.a. strand volley og vatnaleikfimi.
Á hótelinu eru 245 góð herbergi sem er skipt niður í 2 herbergis tegundir, deluxe herbergin eru 31 fermetri en suiterne eru 61 fermetri.
Báðar herbergis tegundirnar eru með loftkælingu, síma, sjónvarpi og mínibar. Stærsti munurinn á smáhýsunum er sá að það er útsýni yfir hafið og svalir eða pallur sem fylgir suiterne. Suiterne eru mjög fjölskylduvænar þar sem stofa og svefnherbergi er skipt niður.

Mayang Sari Chalets
Hótelið er með 50 grófgerða bungalows sem eru staðsettir við ströndina umvafnir gróskumiklum hitabeltis garði.
Við höfum valið að markaðsetja aðeins 25 bungalows, þá sem eru með útsýni yfir hafið. Á Mayang Sari er gott og þægilegt andrúmsloft og huggulegi veitingastaðinn á ströndinni er skemmtileg upplifun.