Hið græna hjarta Malaysiu
12 dagar/11 nætur

Ferðin hefst í hinni framandi og velskipulögðu stórborg, Kuala Lumpur. Borgin býður upp á margskonar upplifanir en auðvelt er að ferðast um bogina jafnvel fyrir þá sem koma þangað í fyrsta skipti. Þá er það  stórkostle náttúru upplifunum í heimsins elsta regnskógi. Þið búið í þægilegum bungalows í Mutiara Taman Negara Resortets, umvafin forvitnum öpum, nefhornsfuglum og nagdýrum. Þið endið ferðina á lítilli framandi eyju, Perhentian Island. Einstök og ósnert perla í Suður Kínahafi og aðeins klukkutíma sigling frá austurströnd Malasíu.
Þessi hringferð er einungis í boði frá apríl til og með september, því monsun ( rigninga tímabilið ) gerir það að verkum að ómögulegt er að heimsækja Perhentian Island frá nóvember til mars.

Dagur 1: Koma til Kuala Lumpur
Það verður náð í ykkur á flugvöllinn í Kuala Lumpur og keyrt með ykkur á hótelið sem er staðsett í miðjum bænum. Novotel Hydro Majestic Hótel er gott fyrstaflokks hótel aðeins 500 metra frá hinu heimsfræga háhýsi Petrona Twin Towers og í göngufæri til veitingastaða, kaffihúsa og glæsilegs verslunarsvæðis KL. Restin af deginum er frjáls og á eigin vegum. Slappið af við sundlaugina eða farið á eigin vegum um iðandi höfuðborgina.
Gisting: Novotel Hydro Majestic Hotel í superior herbergi.

Dagur 2: Kuala Lumpur
Höfuðborg Malaysiu kallast í daglegu tali KL og er hún spennandi samansafn af litum, lykt og hugmynd um fjarlæga staði. Andið að ykkur hinum mörgu áhrifum sem hin nútíma asíska stórborg rúmar. Andstæðurnar eru margar: Petronas Twin Towers sem var hæsta bygging heims í nokkur ár með sína 452 metra, fyrir framan eru litríkar, tveggjahæða verslunarbyggingar Chinatowns með fjölskyldu rekstur á jarðhæðinni og íbúðarhúsnæði á 1. hæð. Þjóðlegt musterið er stórt, bjart og voldugt og í algjörri andstæðu við heillandi og mynstrað hof hindúa, Sri Mahamariammam, sem er við götuna Jalan Tun. KL er gnægtahorn af verslunarmöguleikum. Verslunar úrvalið er mikið, allt frá básunum á næturmarkaði Chinatown til dýrra og fínna stórmarkaða. Það er mikinn pening að spara, hvort sem þið sækist eftir merkjavörum, ódýrum rafmagnstækjum eða vinsælum kópivörum í Chinatown.
Til að upplilfa Kuala Lumpur “by night” þá verður náð í ykkur ca. kl. 18:30 á hótelið af enskumælandi leiðsögumanni okkar. Kvöldið byrjar við elsta hluta hins hinduiska helgidóms, Shi Mahamariamman og heldur áfram á hinn líflega kínverska næturmarkað, að lokum er kvöldmatur á einum af veitingastöðum staðarins, þar sem dansaðir verða hefðbundnir malaysiskir dansar. Þið komið aftur á hótelið 3-4 tímum seinna, mettuð af löngum degi og miklum upplifunum.
Gisting: Novotel Hydro Majestic í superior herbergi. (M, K)

Dagur 3: Kuala Lumpur – Taman Negara
Það er tími til að kveðja Kuala Lumpur. Það verður náð í ykkur á Novotel Hydro Majestic Hótel ca. kl 07:15 og héðan ferðist þið í ca. 4 tíma til Kuala Tembeling Jette, þaðan haldið þið síðan áfram með “longtail” bát á bylgjandi fljótinu til Mutiara Taman Negara Resort. Þið komið þangað seinnipart dags og skráið ykkur inn í fallega bungalows með loftkælingu og nútíma baðherbergi. Um kvöldið skipuleggur leiðsögumaður hótelsins sem er enskumælandi, nokkurra tíma nætur göngu um frumskóginn. Að vera í regnskóginum eftir að myrkrið fellur á er mjög sérstök upplifun, sérstaklega hljóð upplifun, með dýra öskrum, nístandi fuglaflauti og oft vítis hávaða frá skordýrum. Hér vantar ekki mikið uppá að maður fari að trúa á drauga, þegar eldflugur og bjöllur með sjálflýsandi vængi og hala sveima hratt um á milli trjánna. Ef maður upplifir mánaskyns nótt og heppnin er með þá getur maður séð stærri dýr, ef maður er nálægt stað þar sem dýrin halda til. Maður gæti séð dverghyrti á stærð við kanínu eða malaysisk hófdýr sem líta ótrúlega út, næstum eins og dýr úr teiknimyndasögu.
Gisting: Taman Negara Resort í bungalows. (M, K)

Dagur 4: Teresek Hill og sigling til Lata Berkoh
Eftir morgunmat er aftur farið í gönguferð um frumskóginn. Eins og í næturferðinni verðið þið að vera í góðum skóm (evt. strigaskóm) en ferðin er samt ekki erfið. Eftir góðan tíma komið þið á útsýnis staðinn Teresek Hill. Þið farið einnig upp í 30 metra hæð og gangið á hengibrú sem er einstök upplifun þar sem þið sjáið regnskóginn ofan frá.
Seinnipartinn siglið þið með “longtail” bát til Lata Berkoh. Á leiðinni er möguleiki á frískandi sundsprett við fossinn.
Gisting: Taman Negara Resort í bungalows. (M, K)

Dagur 5: Taman Negara – Kuala Lumpur
Eftir morgunmat er tími til að kveðja hinn 4000 ferkílómetra þjóðgarð. Siglingin á fljótinu sem tekur 3 tíma veitir ykkur einstakt tækifæri til að virða fyrir ykkur dýrin í frumskóginum. Takið eftir litlum bláum ísfuglum, 5 mismunandi tegundum af nefhorns fuglum og konunginum yfir þeim öllum, fiskiörninn, sem svífur konunglega yfir “grænu hjarta Malaysiu”.
Rútan býður eftir ykkur þegar þið komið til Kuala Tembeling en þaðan er síðan 200 km keyrsla til Kuala Lumpur og búist er við að vera á hótelinu um kl. 18:00
Gisting: Novotel Hydro Majestic Hótel í superior herbergjum. (M)

Dagur 6: Kuala Lumpur – Perhentian Island
Þið farið frá hótelinu mjög snemma um morguninn og verðið keyrð á flugvöllinn, þaðan flýgur Malaysien Airlines ykkur á 45 mínútum til Kota Bharu sem er á austurströnd Malaysiu. Hér býður bíll og leiðsögumaður sem keyrir ykkur 50 km til Kuala Besut sem er lítill hafnarbær. Báturinn sem siglir til stærri eyjunnar Perhentian Island fer kl 11:00 og klukkutíma síðar getið þið séð litla bungalows á ströndinni á milli pálmanna á Perhentian Besar. Minnsta eyjan af þessum ósnertu eyjum heitir Perhentian Kecil og er lítill fiskistaður. Besar þýðir stór og kecil þýðir lítill.
Á Perhentian Island Resort búið þið í deluxe bungalows. Eftir að þið komið til eyjunnar er restin af deginum frjáls og á eigin vegum. Finnið baðfötin fram og syndið í turkís bláum sjónum eða gangið meðfram ströndinni og finnið fyrir fínum og mjúkum sandinum á milli tánna.
Gisting: Perhentian Island Resort í deluxe bungalows.

Dagur 7 – 11: Perhentian Island
Næstu 5 dagar eru í ykkar höndum. Þið eruð á fallegu ferðamanna hóteli í 5 stjörnu umhverfi með frumskóginn í bakgarðinum og 1000 m. kríthvíta strönd fyrir framan hótelið. Hér hefur náttúran skapað fullkominn ramma fyrir fullkomið strandfrí. Það er mikilvægt að nefna að Perhentian Island býður ekki upp á úrval af fínum veitingastöðum, næturklúbbum og flottum börum en aftur á móti býður eyjan upp á gönguferðir við ströndina, sólböð, góðan og ódýran mat og að sjálfsögðu bæði köfun og grunnköfun. Þeir heppnu geta upplifað (varptíma skjaldbakanna) þegar stórar skjaldbökur koma upp á ströndina og leggja egg í mánaskyni nætur.
Á Perhentian Island Resort eru 45 bungalows, allir stórir og fallega innréttaðir með loftkælingu, heitu vatni, fallegum sólpalli, síma og útvarpi. Hótelið býður einnig upp á mikið af afþreyingar möguleikum eins og köfunarmiðstöð, kanó- og bátaleiga, frumskógarferð, tennis og beachvolley. Hér er einnig sundlaug og veitingastaður.
Gisting: Perhentian Island Resort í deluxe bungalows.

Dagur 12: Perhentian Island – Kuala Lumpur flugvöllur.
Það er kominn tími til að pakka niður og sigla frá eyjunni. Hér býður ykkar bíll sem mun keyra ykkur á flugvöllinn í Kota Bharu en þaðan er síðan flug til flugvallar Kuala Lumpur þar sem hringferðin endar.
M = Morgunverður, H = Hádeigisveður, K = Kvöldverður.

Allt þetta er innifalið í verðinu:
*
Keyrsla frá flugvellinum í Kuala Lumpur á Hótel Hydro Majestic
* 2 nætur á Hótel Novotel Hydro Majestic í superior herbergi, með morgunverði
* Kvöldferð í Kuala Lumpur
* 3 dagar/2 nætur, ferð til Taman Negara, máltíðir eins og i leiðarlýsingu
*1 nótt á Hótel Novotel Hydro Majestic í superior herbergi með morgunverði
* Keyrsla frá Hótel Hydro Majestic á flugvöllinn í Kuala Lumpur
* Keyrsla frá flugvellinum á Kota Bharu til Perhentian Island
* 6 nætur á Perhentian Island Resort í deluxe bungalows, án morgunverðar
* Keyrsla frá Perhentian Island Resort á flugvöllinn í Kota Bharu

Verðin innihalda ekki:
*
Millilandaflug frá Íslandi
* Innanlandsflug frá Kuala Lumpur til Kota Bharu b/lFullorðinn: ca. ISK 21.075,- með sköttumBörn undir 11 ára aldri: ca ISK 16.810.- með sköttum
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttakendur.