Þreytt á snómokstri og hríð? Þú finnur flugið burt af fróni hér á www.t2t.is
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Fréttir & Tilboð
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Það er fátt sem gleður meira en ánægðir viðskiptavinir. Þessa umsögn fengum við eftir síðustu ferð um “Leyndardóma Thailands”.
Í haust fórum við með ferdin.is í góðum hópi til Tælands. Skemmst frá að segja var sú ferð einkar ánægjuleg. Allt skipulag var til fyrirmyndar, ferðin var blanda af upplifun, fróðleik, afslöppun og ánægju. Við fórum víða um landið, sáum menningarminjar og lifandi þjóðlíf. Þessir dagar voru ótrúlega fjölbreyttir. Fararstjórn var til fyrirmyndar, enginn kl. 11-12 hittingur, heldur var fararstjórinn alltaf til staðar. Í framhaldinu fórum við hjón ein til Víetnam, en ferdin.is hafði skipulagt tæplega þriggja vikna ferð þangað fyrir okkur hjón í samvinnu við þarlenda ferðaskrifstofu í samráði við okkur. Sú ferð var frábær og allt stóð eins og lagt var upp með. Það vakti athygli okkar að starfsmenn víetnömsku skrifstofunnar hringdu nokkrum sinnum í okkur til þess að fullvissa sig um að allt væri í góðu gengi. Fyrirmyndar þjónusta.
Kveðja góð, Magnea Jóhannsdóttir og Sölvi Sveinsson
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Sigga og Valli voru með okkur í Leyndardómum Thailands nú í nóvember en þau sendu okkur þessa umsögn:
Þessi ferð fór langt fram úr okkar væntingum. Frábærlega vel skipulögð, hópurinn smellpassaði saman sem að skiptir svo miklu máli, fararstjórnin í öruggum höndum hjá Margeiri og innlendi fararstjórinn var ekki síðri. 18 dagar eru málið.
Allt sem að við sáum og skoðuðum og upplifðum er eitthvað sem að lifir í minningunni alltaf. Sé fyrir mér að fólk í kringum okkur verði búið að fá nóg af tilvitninum sem að byrja á “þegar við vorum í Tælandi…. ”
Get svo sannarlega mælt með þessari ferð
Takk fyrir okkur
kveðja
Sigga og Valli
Sjá nánar á Facebook síðu okkar
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Sígilda Balí Ferðin 08 – 22 október 2016
Ævintýraheimur Thailands 29. okt. til 12. nóv. 2016
Stóra Indókína Ferðin 05. – 25. nóv. 2016
Leyndardómar Thailands 07. – 24. nóv. 2016
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Þessi einstaka ferð til Víetnam sem er bæði fallegt og sögulegt land með mikið af spennandi upplifunum og stórkostlegu landslagi sýnir ykkur áhugaverðustu staði landsins frá norðri til suðurs.
Ferðin byrjar á 3 dögum í hinni fallegu og rómantísku höfuðborg Hanoi, síðan er farið um hinn ævintýralega flóa Halong Bay sem er eitt af meistaraverkum náttúrunnar. Keisaraborgin Hue er heimsótt ásamt gömlu hafnarborginni Hoi An, ferðin endar svo í stærstu borg Víetnam Ho Chi Minh City sem áður hét Saigon.
Sendið okkur tölvupóst á ferdin(hjá)ferdin.is
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Það eru 3 lönd sem skipta 3ju stærstu eyju heims, Borneo á milli sín. Svæðið Kalimatan á Indónesíu er lang stærst en einnig fátækast. Ríkast en minnst er Burnei í norðri, betra þekkt fyrir Sultan svæðið og stóru olíu svæðin. En vinsælasti hluti Malaysíu eru fylkin Sarawak og Sabah.
Við hjá Ferðin.is viljum leggja áherslu á ferðir til og í kringum, Sarawak og Sabah. Sarawak er stærsta ríki Malaysíu og er á norðvestur hluta Borneo, en næst stærsta ríkið, Sabah, er fyrir austan Sarawak. Svæðið er tilvalið, ef maður óskar eftir meiru en aðeins sólbaðsfríi. Hér eru náttúru upplifanir sem eru mjög svo öðruvísi en því sem maður er vanur – ósnert náttúran á heimsins stærsta regnskógarsvæði, spennandi dýralíf, fallegar hvítar sandstrendur, kristaltært vatn með nokkra af bestu köfunarsvæðum heims og hæsta fjall suð austur asíu svo aðeins séu nefnd nokkur atriði. Borneo er einn af þeim stöðum í heiminum sem allir ættu að fá tækifæri á að upplifa að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni og möguleikarnir eru margir.
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Erum með í undirbúningi ferð til Víetnam þeir sem hafa áhuga sendið okkur tölvupóst á netfangið ferdin(hjá)ferdin.is
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →Eins og allir vita erum við þeir einu á fróni sem geta gefið út einn flugmiða alla leið frá Keflavík til Bangkok með ThaiAirways
Verðin eru ódýrust ef flogið er gegnum Osló, síðan Stokhólm, þá Kaupmannahöfn en dýrust via London.
Þessi verðmunur er vegna þess að flugvallaskattar eru mismunandi í þessum borgum
Þetta er einn flugmiði alla leið, farangur innritast alla leið, Innifalið eru 10. kg. í handfarangur, og 30. kg. í innritaðan farangur. Og síðan má ekki gleyma því að matur og drykkur er líka ókeypis í ThaiAirways fluginu milli Evrópu og Thailands
Keflavík – Osló – Bangkok verð frá 154.695,-
Keflavík – Stokkhólmur – Bangkok verð frá 155.215,-
Keflavík – Kaupmannhöfn – Bangkok verð frá 157.315,-
Keflavík – London – Bangkok verð frá 163.975,
Ath. Að árið skiptist í verðtímabil og þessi verð hér að ofan gilda 01. apríl – 25. júní og síðan aftur frá 13. júlí til 10. desember. og síðan aftur frá 01. mars 2016 til 31. mars 2016.
Á öðrum tímabilum eru verðin hærri eða ca. 13.100,-
Posted in: Fréttir
Leave a Comment (0) →