Hér fyrir neðan er hægt að sjá smá brot af þeim ferðum sem við getum boðið upp á. Með okkar samstarfsaðilum á svæðinu getum við yfirleitt sett upp þær ferðir sem okkar viðskiptavinir óska eftir, prófið bara að hafa samband og við sjáum hvort við höfum ekki réttu ferðina fyrir þig.
Phuket
Coral Island
Frá höfnini Ao Chalong er farið í ferðir til Coral Island ca. 9 km frá suðaustur strönd Phuket. Á daginn er þar líf og fjör á ströndinni, fólk að snorkla, kafa, fara á sjóskíðum eða er bara liggur í sólbaði. Ströndin er frábær með kristaltærum sjó og litlum öldugangi.
Phuket Biking Tour
Í þessari hjólaferð ferðist þið um í fallegu landslagi og heimsækið ýmsa áhugaverða staði. Þetta er frekar auðveld ferð fyrir alla aldurshópa, þó er betra að kunna að hjóla. Ferðin er ca. 20-25 km. og liggur leiðin um gúmíplantekrur, fallega dali og kókoslundi. Í ferðinni er síðan komið við í þorpum heimamanna og upplifað sú einstaka gestrisni og vingjarnleiki sem þar er að finna.