KOH SAMUI
Það er fátt sem kemst í líkingu við eyjuna Koh Samui hvað varðar fallegar strendur, fjöll, frumskóga og fossar. Í mörg ár voru nær eingöngu bakpokaferðalangar sem heimsóttu þessa fallegu eyju, en þegar samgöngur til eyjunnar urðu tíðari með tilkomu flugvallar fór ferðabransinn að blómstra. Efnaðri ferðamenn fóru að streyma til eyjunnar og féllu fyrir fegurð hennar, en þá varð þörf fyrir hótel með alþjóðlega staðla. Það hefur þó ekki breytt því að hið rólega andrúmsloft, mun alltaf vera einkenni Koh Samui.
Chaweng Beach:
Hin 7 km langa Chaweng strönd á austur hluta Koh Samui er vinsælust og býður uppá allt frá einföldum smáhýsum (bungalows) til lúksus hótela. Ströndin er sú flottasta á eyjunni og hér er mikið líf. Meðfram ströndinni er mikið úrval af veitingastöðum og á kvöldin er mikið næturlíf.
Bo Phut Beach:
Hin rólega og huggulega strönd er fullkomin fyrir afslappað frí. Hér er ekki eins margt fólk og á Chaweng, en hér eru fleiri litlir veitingastaðir í skugga pálmatrjánna. Hið huggulega og litla fiskiþorp er í göngufæri frá Bo Phut Beach, og þar eru markaðir ásamt veitingastöðum og börum.
Bandara Resort & Spa ****
178 / 2 Moo 1,
84320 Bophut, Koh Samui
4 STJÖRNU HÓTEL STAÐSETT VIÐ BOPHUT BEACH ÞAR SEM ER RÓ OG FRIÐUR
Bandara Resort og Spa opnaði árið 2005 og er gott 4 stjörnu hótel. “Þema” hótelsins er: “Easy living, pure luxury”, það á að vera auðvelt og afslappandi að dvelja í frí á Bandara Resort.Það eru m.a. þessir litlu “hlutir” sem gera það að verkum að manni líður vel. Hótelið býður upp á góða þjónustu og fallega strönd, en hótelið býður einnig upp á mikið og gott pláss, hvort sem þú ert við ströndina, við sundlaugina, á veitingastaðnum, á svölunum eða í herberginu. Ef þið gangið í 5-10 mín. meðfram ströndinni, komið þið að Fisherman Village. Það er fallegur lítill strandbær með góðum veitingastöðum, verslunum og þar er lítil umferð. Mjög gaman að heimsækja þennan stað. Það er 15 mín akstur til Chaweng og hótelið býður upp á litla rútu sem fer á milli tvisvar á dag fyrir lítinn pening.
Bandara er í dýrari kantinum en við getum lofað þér að þú færð mikið fyrir peninginn.
Fjarlægð á strönd (Bophut): 10 m
Fjarlægð á veingarstað/verslun: 500 m
Amari Palm Reef ****
14 Moo 2 Tambon Boput, Chaweng Beach
84140 Koh Samui
AMARI PALM REEF ER EITT AF BESTU HÓTELUM Á CHAWENG STRÖNDINNI
Hótelkeðjan Amari er ein sú virtasta á Thailandi og það er aðvelt að skilja það, en hér eru öll hugsanleg þægindi ásamt stórri sundlaug. Einnig er rétt að nefna góða staðsetningu við Chaweng ströndina enda hefur þetta verið eitt vinsælasta hótelið á Koh Samui hjá okkar viðskiptavinum síðustu ár.
Hótelið stendur beggja vegna strandvegarins, strandarmegin er sundlaugarsvæðið og veitingastaðurinn ásamt snyrtilegum bar sem býður upp á hádegisverð og drykki. Handan götunnar er síðan ítalski veitingastaðurinn, Prego sem er vinsæll meðal ferðamanna (athugið það þarf að panta borð fyrirfram).
Eins og á öllum öðrum fyrsta flokks hótelum þá er hér einnig spa, Sivara Spa sem er staðsett í hitabeltisgarðinum, þar sem þú færð afslappandi nudd við bestu hugsanlegu aðstæður. Superior herbergin eru í “heitum” litum og eru með svalir sem snúa að sundlauginni eða gróskumiklum garðinum. Á hótelinu eru einnig fjölskyldu herbergi rúm fyrir 4 einstaklinga (ekki bara barnarúm). Hótel Amari er vert að upplifa en varúð, gæti verið ávanabindandi.
Fjarlægð á strönd (Chaweng): 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 50 m
Banana Fan Sea ***+
201 Moo2, T.Bop Phud
84320 Koh Samui
Á BANANA FAN SEA FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ FYRIR PENINGINN
Þetta fína ferðamannahótel er á frábærum stað á miðri Chaweng Beach, aðeins fárra mín. gang frá fjölda veitingarstaða og búðum. Á hótelinu eru 75 smáhýsi (bungalows) er þeim skipt upp í superio, deluxe og exeutive suite og eru öll með loftkælingu, sjónvarpi og palli. Superior eru rétt við móttökuna en deluxe eru innar í garðinum. Á hótelinu er kaffi bar, sundlaug og veitingarstaður sem er oft með uppákomur og viðburði á kvöldin. Við höfum mjög góða reynslu af þessu hóteli og starfólki þess. Á hótelinu er hægt að læra thailenska eldamennsku og þar fyrir utan er travel desk þar sem hægt er að panta dagferðir í köfun, snorking, veiði eða dagferðir á eyjuni eða til nærliggjandi eyja.
Fjarlægð á strönd: 10 m.
Fjarlægð á veitingarstaði/verlun: 50 m.
Baan Chaweng Beach Resort & Spa ***
90/ 1 Moo 2, Chaweng Beach Road
Koh Samui 84320
BAAN CHAWENG BEACH RESORT ER AÐ OKKAR MATI EITT AF BESTU 3JA STJÖRNU HÓTELUM Á CHAWENG STRÖNDINNI.
Staðsetningin er mjög góð og fín sandströndin við hótelið. Sundlaugin er staðsett aðeins nokkra metra frá ströndinni og frá veitingastaðnum er frábært útsýni yfir ströndina og hafið.
Það eru aðeins 50 m. frá gestamót tökunni á aðalgötuna við Chaweng ströndina. Á hótelinu eru 57 herbergi, bæði flottar deluxe herbergi sem eru staðsettar í miðjum gróskumiklum garðinum og superior herbergi með útsýni að garðinum en þaðan eru aðeins nokkrir metrar að sundlauginni og ströndinni. Í janúar 2008 opnaði hótelið 14 ný herbergi -4 “grand deluxe villur” ásamt 10 “deluxe herbergjum”. Það skiptir ekki máli hvar þið ákveðið að búa, þið fáið stór og björt herbergi með smekklegri innréttingu – öll með svölum eða palli. Á Baan Chaweng Beach Resort fáið þið mikið fyrir peninginn, alveg sama hvernig herbergi þið veljið.
Fjarlægð á strönd (Chaweng): 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 50 m
Fair House Beach Resort ***
124-124/1-2 Moo 3 Bo Phut
Suratthani 84320, Koh Samui
HUGGULEGT HÓTEL Á CHAWENG NOI-STRÖNDINNI
Litlir klettar greina að Chaweng Beach og hinnar minni Chaweng Noi (lítil). Hér er fullkominn rammi fyrir rólegt og notalegt frí. Þessi 5 hótel sem eru á ”Noi” sjá til þess að þessi breiða hvíta strönd sé hrein og fín og líti vel út. Á miðri ströndinni er eitt af þeim vinsælustu ferðamannahótelum á Koh Samui, Fair House hótelið, en það samanstendur af aðalbyggingu með 46 góðum herbergjum öll með svölum. Þar fyrir utan eru 54 sámáhýsi “bungalows” í hlíðinni upp af hvítum sandinum á ströndinni. Öll smáhýsin eru með loftkælingu, míníbar, sjónvarp og síma. Það eru 2 sundlaugar, veitingarstaður og bar á Fair House.
Fjarlægð á strönd (Chaweng): 10 m
Fjarlægð á veitingarstað / verslun: 1 km að miðbæ í Chaweng Beach
Ibis Bophut Samui ***
Bophut Beach, Surat Thani
84320 Koh Samui
FJÖLSKYLDUVÆNT FERÐAMANNAHÓTEL VIÐ STRÖNDINA.
Hotel Ibis Bophut Samui er aðeins í ca. 10 mín. aksturs fjarlægð frá flugvellinum en hótelið er við ströndina. Eins og í öðrum Ibis hotelum eru herbergin frekar lítil og einföld en samt með nútíma þægindum þannig að maður fær mikið fyrir peninginn. Sameiginlegt við öll herbergin er loftkæling, öryggishólf, sími, kapal sjónvarp, hárþurka. Hótel Ibis Bophut er gott val fyrir fjölskyldur vegna þess að þeir bjóða uppá fjölskyldu herbergi sem eru með einu tvíbreiðurúmi, og 2 einsmanns rúmum eða kojum. Einnig eru fjölskylduherbergin með svölum og leikjatölvu fyrir börn og þá sem eru ungir í anda. Á hótelinu er sundlaug, bar og veitingarstaður.
Fjarlægð á strönd (Bophut): 10 m
Fjarlægð á veitingarstað / verslun: 1 km
KOH TAO
Ef þið viljið dvelja kyrrlátri lítilli eyju með pálmatrjám, yndislegri strönd með litlum fallegum smáhýsum við ströndina, þá er eyjan Koh Tao staðurinn. Það eru engin stór hótel eða hótelkeðjur á eyjunni, en aftur á móti lítil hótel og smáhýsi. Hafsvæðið við Koh Tao er mjög vinsælt til köfunnar.
Koh Tao Bamboo Huts ****
30/2 Moo 2, Jax Trek,
T. Koh Tao
BAMBOO HUTS SMÁHÝSI Á KLETTUM Í SKÓGARHLÍÐ, EINSTÖK HÖNNUN.
Bamboo Huts er í eigu sömu aðila og reka Charm Churee Villa, en það sem er einstakt við þessi smáhýsi er að þeir eru byggð úr Bambus á klettum niður við sjó og inn í frumskógin upp með hlíðinni. Bamboo Huts er eingöngu ætlað fullorðnum eða 16. ára og eldri, en þeir gestir sem þar ætla að búa verða að vera undirbúnir undir göngur því stígar og tröppur milli húsanna geta verið brattir. Smáhýsin eru mismunandi vegna legu þeirra og hvernig þeir falla inn í nátturuna en stærðirnar eru frá 50 fermetrum og þeir stærstu eru um 180 fermetrar. Í öllum húsunum er öryggishólf, ísskábur, loftkæling, sjónvarp. Öll húsin snúa þannig að þú hefur svokallaða sólsetursýn.
Fjarlægð á strönd: 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 1 km
Charm Churee Villa ****
Jansom Bay,
84280 Koh Tao
LÍTIÐ HEILLANDI PARASÍSAR HÓTEL UMVAFIÐ PÁLMATRJÁM, GRÆNUM HLÍÐUM OG FALLEGUM KLETTUM.
Ströndin fyrir framan hótelið heitir Jansom Bay og er lítil, mjög falleg en þessi strönd er einka strönd bara ætluð hótelgestum. “Bungalow” herbergin eru gróf og hugguleg og andrúmsloftið ævintýralegt og rólegt. Í þeim “bungalow” sem Charm Churee Villa nefnir Panorama bungalow er hægt að upplifa sólsetrið. Þetta er frábær fjölskyldustaður til að slappa af við hafið þar sem litsskrúðugir fiskar synda um. Á Charm Churre er hægt að dvelja og taka PADI kafara námskeið því köfunarmiðstöð er á staðnum.
Fjarlægð á strönd: 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 1 km
Koh Tao Cabana ***
16 Moo 1, Baan Haad Sai Ree
Koh Tao
SJARMERANDI Í SVEITASTÍL Á EINANGRAÐRI SAI REE-STRÖND
Koh Tao Cabana er innilegt og rómantískt ferðamannahótel, með aðeins 33 “villum”, sem eru umvafin fallegum hitabeltisgróðri gróðri. Hótelið er á Sai Ree ströndinni, sér til þess að þú njótir dvalarinnar í afslöppu umhverfi þar sem maður getur notið veitinga á opan veitingarstaðnum Rimlae með útsýni yfir hafið eða fá lúksus nudd á Kajavari Spa. Huggulegt og afslappandi andrúmsloft gerir þetta eitt vinslælasta hótelið á Koh Tao. “Villurnar” hafa loftkælingu, míníbar, öryggishólf, heitt vatn, sjónvarp ofl. Herbergin eru ljósum miðjarahafsstíl (White Sand Villas) eða bambushús (Cottage Villas), það eru nær eingöngu notuð náttúruefni sem gefa staðnum einfalt sveitaútlit. Þar sem hótelið er í miklum halla hentar það ekki þeim sem eiga erfitt með gang.
Fjarlægð að strönd (Sai Ree): 10 m
Fjarlægð að veitingarstað / verslun: 1 km
KOH PHANGAN
Í eins klukkutíma sigling norður frá eyjunni Koh Samui er eyjan Koh Phangan. Eyjurnar eru næstum því jafn stórar. Koh Phangan hefur í gegn um tíðina dregið að sér mikið af bakpokaferðamönnum en það er ekki síst hið heimsfræga Full Moon partý sem eyjan er fræg fyrir. Á seinni árum hefur “túrisminn í eyjunni verið að breytast með vel staðsettum, nýjum og betri hótelum. Reglulegar ferjusiglingar eru milli Koh Samui, Koh Phangan og Koh Tao.
Santhia Koh Phangan Resort & Spa *****
22/7 Moo 5, Ban Tai
Thong Nai Pan Beach, Koh Phagan
LÚKSUS STRANDHÓTEL Á KOH PHANGAN
Santhiya Resort & Spa er 5 stjörnu hótel á norðaustur hluta eyjarinnar, umvafið hitabeltis regnskógi og kristaltærum sjó. Frábær strönd er aðeins í 50 m. fjarlægð með litlum börum og vitingarstöðum í einkaeign. Hótelið nær yfir 18 hektara lands með 99 herbergjum eða villum sem eru hannaðar í Thailenskum stíl. Þetta hótel hefur unnið til fjölda verlauna í flokki lítillra lúksus hótela. Á þessu lúksus hóteli finnur þú veigingarstað, sundlaugarbar, tvö sundlaugarsvæði, æfingarsal, spa og margt fleira. Það eru margskonar herbergi eða villur best er að hafa samband við okkur um verð og fl.
Fjarlægð á strönd: 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: (Haad Rin Village/Thongsala Village) 18 km
Panviman Resort ***+
Thong Nai Pan Beach
84280 Koh Phangan
PANVIMAN RESORT HÓTELIÐ ER EITT ÞAÐ BESTA OG FALLEGASTA Á EYJUNNI KOP PHANGAN.
Á hótelinu eru 2 aðalbyggingar á 2 hæðum með superior herbergjum, ásamt álmu með 26 “luksus deluxe cottages” – öll herbergin eru með svölum. Á Panviman er flott sundlaug með stórkostlegu útsýni yfir fjörðinn. Hótelið er við Tong Nai Pan Beach, sem er ein af fallegustu ströndum Thailands. Frá hafnarbæjunum Haad Rin eða Thongsala er klukkutíma ferð til Panviman Resort. Panviman Resort er upplagður staður fyrir þá sem óska eftir að slappa af við ströndina fjarri skarkala og látum.
Fjarlægð á strönd: 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 9 km
Havana Beach Resort ***
Thong Nai Pan Beach, Koh Phangan
84280 Surat Thani
Vinsælt strandhótel með góðri þjónustu
Þetta hótel er með fallegt útsýni til fjalla og er byggt á hæð við afskekktan flóa og fallega strönd. Havana Beach Resort er á rólegum og friðsömum stað á Koh Phangan, en samt ekki of langt frá ströndinni þar sem hið fræga Full Moon-partý er haldið, en í hverjum mánuði trekkir það að fjöldan allan af skemmtanaglöðum ungum ferðamönnum og Thailendingum. Hótelið er í ca. 30 mín. keyrslu frá næsta bæ. Á veitingastað hótelsins eða bar er hægt að fá sér kalda drykki og hótelið býður uppá grillmáltíðir á ströndinni með góðum fiski og krabbadýrum. Havana Beach Resort er eitt af vinsælustu hótelum á eyjunni og hefur fengið mikið lof fyrir þjónustulipurt starfsfólk. Ef maður hefur áhuga á að snorkla eða veiða þá er þetta staðurinn. Á Havana Beach Hótel eru 50 herbergi í 7 mismunandi flokkum en öll herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, mínibar, svölum, öryggishólfi ásamt te og kaffikönnu.
Fjarlægð á strönd (Thong Nai Pan): 10 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 9 km
KOH CHANG
Nálægt landamærunum að Cambodiu er eyjan Koh Chang sem þýðir Fílaeyjan. Eyjan hefur fengið þetta nafn af því að úr lofti lítur eyjan út eins og fílahöfuð. Eyjan er önnur stærsta eyja Thailands og er hún hluta af þjóðgarði sem ber sama nafn, Koh Chang þjóðgarðurinn. Megnið af eyjunni er þakið þéttum regnskógi og er þar mikið dýralíf en Koh Chang þjóðgarðurinn er sá þjóðgarður sem minnst hefur verið raskað í suð austur Asíu. Góðar ferjusamgöngur eru við meginlandið en siglingin tekur u.þ.b. 30 mín. Til þess að komast frá Bangkok að ferjunni þá tekur það ca 4 klst í akstir en síðan er lítill flugvöllur rétt við ferjuna og því er flugið einnig valkostur. Fyrir utan rólegt strandlíf, en Kon Chang er frábær staður til afslöppunnar, þá er sérstaklega tvennt sem dregur ferðamenn að eyjunni, en það eru göngur um náttúruna og köfunar/grunnköfunarferðir(snorkling). Boðið er upp á ferðir frumskóginn en í þeim ferður er möguleiki á að sjá hina langhentu gibbon- og languraba sveifla sér á milli trjánna af mikilli list. Hótelin á eyjunni eru flest frekar lítil og lágreist, en mörg byggja fyrst og fremst á smáhýsum (bungalows). Flestar hópferðirnar okkar hafa endað á Koh Chang og er það ekki tilviljun.
White Sand Beach (Haad Sai Khao):
White Sands Beach er lengsta og vinsælasta strönd eyjunnar. Hér eru mörg hótel, verslunarstaðir, veitingastaðir og skemmtilegt næturlíf með strandbörum og nætur- og jazzklúbbum. Flestir ferðamenn gista á White Sand en reglulegar “leigubílaferðir” eru milli strandsvæða og því lítið mál t.d. að skreppa á milli til að prófa nýja veitingastaði.
Klong Prao Beach (Haad Klong Prao):
Klong Prao ströndin er löng með hvítum sandi og fallegum klettum úti í sjónum við enda strandarinnar. Við þessa strönd er rólegra og gott úrval af hótelunum, meira úrval en á White Sand Beach.
Lonely Beach (Haad Thanam):
Þessi kólómetra langa strönd er af mörgum talin sú fallegasta á eyjunni Koh Chang. Norður hlutinn er með fínan, hvítan sand en suðurendinn er grýttari. Meðfram Lonely Beach er mikið af veitingastöðum, börum, verslunum og matvöruverslunum.
Barali Beach Resort ****
77 Moo 4, Klong Prao Beach,
Koh Chang, Trat 23170
BUNGALOW Á STRÖNDINNI
Smekklegt fyrsta flokks hótel staðsett á Klong Prao ströndinni. Þetta eru 60 “bungalows” í Thai stíl. Falleg og ljós húsgögnin passa vel við dökkt mahogni gólfið. Baðherbergin eru stór með innbyggðu baðkari en sturtuaðstaða er utandyra. Það eru einnig svalir með útsýni yfir hinn gróskumikla garð. Sundlaugarsvæðið er við ströndina og er haldið í sama stíl og byggingar hótelsins. Á hótelinu er góður veitingastaður, en það eru einnig nokkrir veitingastaðir á eða við Klong Prao ströndina. Síðan er lítið mál að hoppa upp í leigubíl yfir á White Sand Beach er aðeins í 10 mín akstur og kostar ekki nema 50 baht (ca 200 kr) pr mann. Það getur verið erfitt að finna bungalows alveg á ströndinni í Thailandi sem eru með sama standard og Barali. Þar sem verðið á Barali er einnig mjög gott þá er þessi staður ofarlega á okkar vinsældarlista. Hingað koma sömu gestirnir aftur og aftur, þess vegna mælum við með að þið pantið tímalega.
Fjarlægð að strönd: 10 m
Fjarlægð til veitingarstaðar/verslun: 300 m
Koh Chang Tropicana Resort & Spa***+
17/3 Moo 4 Klong Phrao Beach
Koh Chang,Trat 23120
STRANDHÓTEL Á FALLEGUM STAÐ MEÐ GÓÐRI AÐSTÖÐU FYRIR BÖRN.
Gott ferðaamannahótel með á frábærum stað á vesturströnd Koh Changs. Hótelið er með 77 herbergi sem eru fallega staðset í gróskumiklum trópískum hótelgarði. Herbergin eru með nútíma innréttingar og vel útbúinn svo sem loftkæling, kæliskápur, míníbar, sjónvarp, sími, hárþurka og palli ásamt utandyra baðherbergi. Á hótelinu er líka veitingarstaður og hvað er betra en að njóta góðs matar í skugga pálmatrjá eða fá sér drykk á barnum við hliðina Sunset Bar og horfa á sólsetrið. Óskið þið bara eftir því að slappa af og njóta er hótelgarðurin ásamt sundlauginni staðurinn fyrir ykkur. Eða farið í Spa, þar sem þið getið fengið meðal annars Thai nudd og fleira. Svæðið býður síðan uppá fjöldan allan af möguleikum eins og snkorla, kafa eða fara í kajak ferðir.
Fjarlæð að strönd: 10 m
Fjarlægð að veitingarstöðum eða verlsun: 4 km
Koh Chang Kacha Resort & Spa ***
88-89, Moo 4, White Sand Beach
Koh Chang, Trad 23170
STRANDHÓTEL Í MIÐBÆNUM Á WHITE SAND BEACH
Vinsælt ferðamannahótel á White Sand Beach. Hótelið er byggt upp beggja vegna strandgötunnar og er veitingastaðurinn/morgunverðarstaðurinn t.d. ofan við götuna. Sundlaugin er vel staðsett á ströndinni og eins og áður sagði þá gengur strandgatan “í gegn um” hótelið en við götuna eru aðal veitingastaðirnir og verslanirnar. Kacha er upplagt hótel fyrir þá sem vilja vera nálægt öllu.
Fjarlægð á stönd: 10 m
Fjarlægð að veitingarstað/verslun: 50 m
KC Grande RESORT & SPA ****
1/1 Moo 4 Bann Haad Sai Khao,
Koh Chang, Trad
GÓÐ STAÐSETNING Á WHITE SAND MEÐ ÚTSÝNI YFIR HAFIÐ
KC Grande er fallegt og aðlaðandi 4 stjörnu hótel. Deluxe herbergin eru mjög aðlaðandi og þægileg, með góðum svölum með sólstólum og einka nuddpotti og að sjálfsögðu fallegu útsýni yfir hafið. Þetta hótel er fyrir þá sem óska eftir að búa nálægt úrvali af veitingastöðum og verslunum. Eitt af okkar uppáhalds hótelum.
Fjarlægð að strönd: 10 m
Fjarlægð að veitingarstað/verlsun: 100 m
Chai Chet Resort ****
6/2 Moo 4 Cape Chai Chet,
Klong Prao Beach, Koh Chang
ALGJÖR AFSLÖPPUN Á RÓLEGUM STAÐ Á STRÖNDINNI
Þetta hótel er vel staðsett á fallegum stað við enda Klong Prao ströndina. Hluti hótelsins stendur við sandströndina sjálfa en fyrir þá gesti sem ekki eru á ströndinni þá er að hámarki þriggja mín. gangur á ströndina. Sundlaugagarðurinn er einstaklega fallegur, eða eins og einn af okkar viðskiptavinum sagði ” fallegasti sundlaugagarður sem ég hef séð” . Herbergin eru mismunandi og er þar munur hvort gist er í smáhýsum (bungalows), par- eða raðhúsum. Herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og einnig boðið uppá að hita sér te eða kaffi. Veitingastaður er einnig á hótelinu og er þar hægt að fá bæði Thailenskan og vestrænan mat, auk þess er bar við sundlaugina. Hægt er að fara í snorkling, köfun, siglingar, sigla á kano ofl.
Fjarlægð að strönd: 10 m
Fjarlægð að veitingarstað/verlsun: 100 m