Singapore og Tioman Eyja
13 dagar/12 nætur

Upplifið fjögurra daga svimandi lúxsus í Singapore. Þið búið á hinu glæsilega Traders hóteli. Þetta er fyrstaflokks hótel í göngufæri í verslunar-paradís, Orchard Road ásamt miklu úrvali af veitingastöðum og börum. Traders er aðili að Shangri-La-fjölskyldunni og hinn hái standard leynir sér heldur ekki.
Veljið síðan á milli 3ja hitabeltis- og paradísar eyjar í suðurkínverska hafinu. Bintan Island, Tioman Island og Redang Island eru allt eyjur sem hafa ekki ennþá upplifað neikvæð áhrif ferðamanna í þúsundatali. Á þessum fallegu eyjum eru ekki ágengir standsölumenn með alls konar varning, barir og þjónar sem reyna að fá viðskiptavini á veitingastaðina. Aftur á móti getum við lofað ykkur fallegri náttúru, kóralrifjum sem eru ekki trömpuð niður og ströndum með miklu og góðu plássi. Ef þetta hljómar vel þá getið þið lesið meira um eyjarnar á öðrum stað á síðunni.

Veðrið:
Bintan, Tioman og Redaning eru upplagðar eyjur fyrir sumarfrí því veðrið er best frá mars til október. Það er ekki silgt til Tioman og Redang frá nóvember til mars. Á Bintan sem er aðeins sunnar, er monsunen (rigningatímabil) yfirleitt búið í janúar.

Dagur 1: Koma til Singapor
Þegar þið komið til Singapor verður tekið á móti ykkur af enskumælandi leiðsögumanni, sem keyrir ykkur á Hótel Traders. Þetta er flott fyrstaflokks hótel fyrir hina vandlátu gesti sem vilja ekki búa hvar sem er meðan þeir dvelja í Singapor. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir, þar sem einn af þeim Ah Hoi Kitchen hefur unnið til verðlauna sem ”Topp veitingastaður í Singapor” einnig eru hér barir og sundlaugarsvæði með barnalaug og nuddpotti sem er utandyra. Hótel Traden býður einnig uppá shuttle-bus til nokkurra svæða í bænum. Herbergin á hótelinu eru ekki mjög stór en öll nýsansett og smekklega innréttuð.
Ef þið hafið ekki komið til Singapor áður, mælum við með fljótlegri hringferð um borgina til að fá tilfinningu fyrir hinu sérstaka andrúmslofti sem hýsir mismunandi þjóðflokka í skugga háhýsa úr gler og stáli, hér er fjölþjóðlegur félagskapur og meira en 100 útlenskir bankar. En maður dregst frekar að hverfum eins og Chinatown, litla India og Arabiska hverfið með fallegum moskum og hofum.
Singapor er skipulögð borg þar sem öskubakkar eru við göturnar og maður fær stórar sektir fyrir að sniðganga reykingabann eða spýta tyggjó á gangstéttina. Hér getur maður einnig séð á forsíðu stærsta blaðsins, með mynd, ef einhver hefur verið tekinn fyrir að pissa í eitt af húsaskotum borgarinnar. Hér er í stuttu máli hreint og mikið af löghlíðnum borgurum.
Gisting: Traders Hótel í superior herbergi

Dagur 2: Singapor
Eftir góðan nætursvefn farið þið í stutta ferð og upplifið borgarlífið á litlum undarlegum stöðum og heyrið sögu þess. Það verður náð í ykkum um kl. 10:00. Fyrst heimsækið þið matar-markað í Chinatown þar sem íbúar Singapor versla inn fyrir kvöldmatinn. Íbúarnir í þessum litla bæ finnst mjög gaman að prútta um verðin og bylgjurnar sveiflast stundum hátt á þessum götumarkaði. Við höldum áfram til Chinatown Heritage Center, hér skoðum við lítið nýlegt safn sem segir frá lífi og sögu fátækra kíverskra innflytjenda síðast liðna öld. Búið er að endurbyggja heimili þeirra, vinnustað og áhöld. Allt þetta ásamt mörgum myndum gefur okkur hugmynd um hvernig lífið var í Singapore fyrir 100 árum. Þið getið valið að nota meiri tíma í Chinatown eða keyrt aftur á hótelið.
Gisting: Hótel Trades í superior herbergi (M)

Dagar 3 – 4: Singapor
Það er auðvelt að ferðast um Singapor með strætó, leigubíl eða flottu og hraðvirku metrókerfinu. Hér er mikið af skemmtilegum stöðum til að skoða, eins og t.d. hinn dularfulli Haw Par Willa Park, þar sem maður ferðast meðal ógurlegra dreka. Fyrir utan dýragarðinn og fallegan blómagarðinn þá er mikið af fallegum og skemmtilegum görðum með krókódílum, fiskum, fiðrildum, orkidéer og japönskum og kínverskum görðum. Hér eru einnig smábæir þar sem maður getur horfið aftur í tíma valdamikilla ætta eins og Ming og Tang ættanna, svo og skoðað liðna tíma Malaysiu.
Gisting: Hótel Traders í surperior herbergi M)

Dagur 5: Singapor til Tioman
Það verður náð í ykkur á hótelið og þið keyrð út á flugvöll, en þaðan fljúgið þið eftir hádegi til Pulau Tioman með Berjaya Air. Flugtíminn er 1 klukkustund. Það er ekki sýnd mynd á meðan á fluginu stendur en út um flugvéla gluggana sjáið þið stórbrotna náttúru fegurð. Leiðsögumaður tekur á móti ykkur á flugvellinum og fer með ykkur á hótelið.
Tioman sem lengi hefur verið vinsælasta ferðamanna eyja Malaysíu, var valin sem ein af 10 fallegustu eyjum heims af Time Magazine. Eyjan er 30 km löng og 19 km breið með hrikalegum fjallagarði eftir miðjunni og fallegum sandströndum með pálmatrjám sem vagga yfir hvítum sandinum í kvöld golunni. Þetta er í sannleika sagt hitabeltis paradís sem lagði landslag að hinni þekktu mynd South Pacific, en eyjan var með “hlutverkið” sem eyjan Bali Hai.
Gisting: Berjaya Tioman í superior herbergi. (M)

Dagar 6 – 12: Tioman
Tioman er stærsta eyjan af 64 eldfjalla eyjum, algjör perla í suður kínverska hafinu, með kríthvítan sand í andstæðu við græn blátt hafið þar sem mikið er af kóral og fiski sem eru svo sérkennilegir að þeir hæfðu vel á barna teikningum. Eyjan er tilvalin fyrir þá sem vilja slappa vel af í fríinu. Íbúar eyjunnar eru mjög vinalegir og búa í litlu og rólegu samfélagi. Hér eru það aðallega möguleikar hafsins sem þið eigið að njóta, hægt er að fiska, sigla, synda, grunnkafa við kórallana og fl. Það er gott að vera í baðsöndulum því það geta verið mörg ígulker á hafsbotninum.
Eyjan var snemma notuð sem leiðar merki fyrir sjómenn vegna fjallstoppanna tveggja sem kallaðir eru “eyru asnans” og er skrifað um þá í eldgömlum arabískum ritum, einnig hafa menn fundið krukkur frá ming-tímabilinu í hellum á eyjunni, þar sem sjómenn náðu í nýjar vatnabyrgðir í mörgþúsund ár.
Á eyjunni er mikið af orkidéeum og öðrum suðrænum plöntum sem vaxa villt og hanga oft á kanti gilja en þaðan heyrir maður einnig rólegan niðinn frá litlum lækjasprænum. Ef maður gengur um á ströndinni er erfitt að láta vera með að beygja sig niður aftur og aftur til að taka upp fallegar skeljar og kuðunga sem hafa skolast upp á ströndina. Það er einnig upplagt að liggja með góða bók á ströndinni undir pálmatrjánum eða ganga meðfram ströndinni þegar sólin er að setjast og himininn er rauðgylltur.
Gisting: Berjaya Tioman í superior herbergi. (M)

Dagur 13: Tioman til Singapor
Það er tími til að kveðja þessa fallegu hitabeltis eyju. Þið verðið keyrð á flugvöllinn eftir hádegi og fljúið með Berjaya Air til Singapor. Þið getið valið að lengja fríið í Singapor eða fara til Danmerkur með Singapor Airlines eftir miðnætti. (M)

Takið eftir að það má aðeins hafa max 10 kg meðferðis í fluginu til Tioman Island.

Allt þetta er innifalið í verðinu:

* Keyrsla frá flugvellinum í Singapor á Hótel Trades
* 4 nætur á Hótel Trades með morgunverð
* Hálfdags skoðunarferð um Singapor
* Keyrsla frá Hótel Trades á flugvöllinn í Singapor
* Flug frá Singapor til Tioman Island
* Keyrsla frá flugvellinum í Tionma á Berjaya Tioman Hótel
* 8 nætur á Berjaya Tioman Hótle í superior herbergi með morgunverð
* Keyrsla frá Berjaya Tioman á flugvöllinn í Tioman
* Flug frá Tioman til Singapor

Verðin innihalda ekki:
*
Millilandaflug frá frá Íslandi
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttakendur.