Kuta, Legian, Seminyak og Jimbaran

Skemmtilegar strendur og gott andrúmsloft
Kuta er vinsælasta ferðamannaströndin á Bali. Breið sandströndin við Kuta er ca. 8 km. löng og með þeim allra bestu á Bali. Hingað koma brimbretta áhugamenn alls staðar að til að bruna á stórum öldunum og er ströndin því bæði lífleg og litrík. Hér nýtur fólk þess einnig að liggja í sólabaði, að fljúga flugdrekum og svo eru götusalar um allt. Síðdegis laðast mjög margir að Kuta ströndinni til að njóta glóandi sólarlagsins. Kuta er þekkt fyrir margar verslanir, góða veitingastaði og mikið næturlíf og höfðar því vel til þeirra sem vilja fjör og mikið líf. Sumir vilja meina að það geti verið erfitt að finna „Hið róandi balíska andrúmsloft“ meðal fjölda ferðamanna, en eitt er víst, það er ekki leiðinlegt í Kuta.

Norður af Kuta eru strendurnar Legian og Seminyak. Seminyak er þekkt fyrir að rólegt og afslappað andrúmsloft og því góður valkostur á móti vinsælu ströndunum í Sanur. Seminyak er í ca 10-15 mín. akstursfjarlægð  frá Kuta. Í Legian og Seminyak eru margir góðir veitingastaðir, notalegir  barir og gæði hótelanna bera vitni um annan ferðamannahóp en þann sem heldur til í Kuta. Suður af Kuta er síðan eitt af okkar vinsælli svæðum; smáa, en dýra Jimbaran Beach.

Alam Kul Kul
Heillandi “boutique”-hótel staðsett í miðbæ Kuta og aðeins 20 metra frá  ströndinni sem er þekkt fyrir litskrúðuga brimbrettamenningu og “mikið líf”. Alam Kul Kul er fallegt hótel umkringt tilkomumiklum hitabeltisgarði, þar sem andrúmsloftið er rólegt og þægilegt. Á hótelinu eru 43 herbergi svo kölluð “Alam” herbergi og skiptast á fjórar byggingar. Einnig býður hótelið upp á tuttugu glæsilegar villur með svölum eða verönd, loftkælingu, míníbar, síma og sjónvarpi. Alam Kul Kul er sannarlega staðurinn fyrir þá sem vilja dvelja í miðbænum í göngufæri frá ströndinni, verslunar- og veitingastöðum og iðandi næturlífinu á Bali.

Yulia Beach Inn
Vandað hótel staðsett í miðbæ Kuta og aðeins 5 mín. frá ströndinni. Á Yulia Beach Inn er falleg sundlaug og notalegur veitingastaður sem snýr að götunni. Hóteleigendur eru Yenny og fjölskylda og hefur þeim tekist að skapa persónulegt og gott andrúmslofti á hótelinu. Þar eru 41 herbergi en við mælum með “deluxe” herbergjum sem öll eru búin loftkælingu, sjónvarpi, síma, míníbar og svölum eða verönd. Yulia Beach Inn er mjög góður kostur fyrir þá sem vilja dvelja miðsvæðis hvað varðar ströndina, veitingastaði og verslanir.

Adi Dharma
Gott ferðamannahótel staðsett við aðalgötuna í Legian, ca. 15 mín. göngu fjarlægð frá ströndinni. Hótelið er staðsett á rólegu svæði og í göngufæri við fjölda veitingastaða og verslana. Á hótelinu er sundlaug og veitingastaður sem býður uppá indónesíska, evrópska og mexíkanska rétti. Herbergin eru í minni kantinum en engu að síður stílhrein og falleg. Í hverju herbergi er loftkæling, sjónvarp, sími, mínibar, hárþurrka og svalir eða verönd. Að auki er boðið upp á fjölskylduherbergi með tveimur stórum rúmum sem gerir þetta að tilvöldum dvalarstað fyrir fjölskylduna. Fimm sinnum á dag er síðan boðið upp á ókeypis akstur niður á strönd.

Jimbaran Puri Bali
Á miðri Jimbaran ströndinni, einni af bestu ströndum Bali, er glæsilegt fyrsta flokks hótel sem er sannarlega í uppáhaldi hjá okkur. Miðsvæðis í hótelgarðinum er stór sundlaug og úti á ströndinni er flottur veitingastaður þar sem hægt er að njóta dýrindis kvöldverðar og horft á mikilfenglegt sólsetrið á meðan. Jimbaran Puri Bali er meðlimur í Orient Express – sem er lúxus hótelkeðja og leggur upp með stranga gæðastaðla á sínum hótelum. Þjónustan er mjög góð sem og afslappað andrúmsloft. Við mælum með svítu-smáhýsunum (beach front cottage suite) á Jimbaran Puri þar sem aðeins lítill grasblettur skilur smáhýsið frá ströndinni og útsýnið er hreint út sagt stórkostlegt.

Sanur

Friðsæld og rólegheit
Sanur liggur á suðaustur horni Bali og er einn vinsælasti ferðamannabær eyjunnar. Umhverfið í Sanur er algjör andstæða við iðandi mannlífið í Kuta – jafnvel öldugangurinn er minni í Sanur – staðreynd sem dregið hefur að sér fjölskyldur jafnt sem aðra sem koma ekki til þess að skemmta sér langt fram á nóttu. Aðalgatan er friðsæl með mikið úrval af spennandi veitingarstöðum, þar sem gestum gefst kostur á að bragða hinn fjölbreytta mat sem Bali hefur upp á að bjóða. Hvað strandlengjuna varðar þá strendurnar eru ekki allar jafn góðar á þessum 6 km kafla. Suðurendinn hjá Sanur er án efa sá langbesti. Hér virkar kóralrifið fyrir utan sem öldubrjótur og verndar ströndina fyrir öldum hafsins. Þegar byrjar að skyggja og litrík ljósin á veitingastöðunum eru kveikt, lifnar ströndin og aðalgatan við þegar byrjað er að grilla nýveiddan fisk og aðra gómsæta rétti sem kæta bragðlaukana. Götusalarnir á Sanur bjóða upp á allskonar söluvarning og fara ekki framhjá manni.

Bumas Hotel***
Einfalt ferðamannahótel sem er staðsett í u.þ.b. 50 m frá miðbæ Sanur og því stutt í búðir og veitingastaði auk þess sem það er einungis 3-5 mín. gangur á ströndina. Á hótelinu eru 75 stór og vel innréttuð herbergi, öll með svölum eða verönd og henta vel m.a. fyrir barnafjölskyldur. Gott andrúmsloft, fallegar innréttingar og dásamlegur garður gera Bumas hótelið að einu besta ferðamannahótelinu á svæðinu miðað við verð. Á hótelinu er þekktur veitingastaður auk þess sem sundlaugin þar þykir mjög góð. Öll herbergin eru með loftkælingu, baðherbergi, síma og sjónvarpi.

Puri Santrian***+
Vinsælt fyrsta flokks hótel, staðsett við ströndina á suðurhluta Sanur. Garðurinn er stór og gróskumikill með tveimur sundlaugum og er önnur laugin með útsýni yfir hafið. Herbergin eru snyrtileg og búin öllum nauðsynlegum þægindum, ásamt svölum eða verönd. Hér er einnig spa aðstaða þar sem hægt er að velja úr fjölda dekurmeðferða til að tryggja algjöra slökun.

Griya Santrian****
Mjög vinsælt fyrsta flokks hótel með frábæra staðsetningu við ströndina í Sanur. Sömuleiðis er hótelið í göngufæri frá aðalgötunni þar sem mikið er af verslunum og veitingastöðum. Hótelið er fallegt í gróskumiklum garði og andrúmsloftið er rólegt og afslappað. Hér er að finna algjöra paradís fyrir þá sem elska að flatmaga í sólinni og aðra sem vilja kæla sig með sundsprett. Aðlaðandi sundlaugasvæðið er staðsett við ströndina. Á hótelinu eru 94 herbergi sem eru fallega og smekklega innréttuð með svölum eða verönd og öllum nauðsynlegum þægindum.

Respati Beach Hotel***+
Hótelið einkennist af blöndu af nútíma- og balískum stíl. Á Respati Beach eru 32 rúmgóð lúxus herbergi, 16 Superior Bungalows, 32 m² að stærð, 6 Superior-herbergi, 22 m² að stærð, 6 Deluxe-herbergi á 26 m² og 4 Deluxe Sea View-herbergi á 36 m², sem eru á sundlaugarsvæðinu og nálægt ströndinni. Hönnun herbergjanna endurspeglar “trópískan” garðin og þann rólega lífstíl sem er á Sanur svæðinu. Öll herbergi eru með: King eða Twin rúmum, einka svölum eða verönd, öryggishólfi, sjónvarpi, loftkælingu, IDD síma, baðkari og sturtu. Superior herbergi og bungalow eru þó eingöngu með sturtuklefa, míní bar, regnhlíf, sófa á Deluxe og Deluxe Sea Viev ásamt hárþurku. Á hótelinu er sundlaug, veitingastaður, bar, leiga á reiðhjólum og kajökum.

Parigata Resort & Spa****
Mjög gott fyrsta flokks hótel, staðsett í Sanur, aðeins 150 metra frá ströndinni. Í hótelgarðinum má finna blómið bourgonvilla og dregur hótelið nafn sitt af því. Hótelið er með 43 rúmgóð herbergi, öll fallega innréttuð í balískum stíl, með mínibar, sjónvarpi, síma, hárþurrku og loftkælingu ásamt svölum eða verönd. Hótelið býður ekki eingöngu uppá glæsilega sundlaug heldur einnig spa sem sérhæfir sig í aroma- og jurtameðferðum. Þar sér þjálfað starfsfólk til þess að afslappandi upplifunin verði sem best. Á hótelinu er bar ásamt veitingastað sem býður upp á fjölbreytta matarupplifun frá öllum heimshornum. Gott hótel sem fær okkar bestu meðmæli.

Sanur Beach Hotel****
Sanur Beach Hotel er framúrskarandi hótel, vel staðsett og fagmannlega útbúið með notalegt og gott andrúmsloft. Hótelið stendur á 6 hektara lóð sem kalla má „náttúruparadís“ því umhverfi hótelsins einstakt. Sanur Beach Hotel er staðsett við Sanur ströndina á einu vinsælasta ferðamannasvæði Bali. Mjög góðir barir og veitingastaðir eru á hótelinu sem bjóða upp á fjölbreytt úrval rétta, bæði þjóðlega og alþjóðlega rétti. Það er 24 tíma herbergisþjónusta, barnaklúbbur fyrir börn undir 11 ára aldri, tennis- og badmintonvellir, tvær útisundlaugar, „fitness- og spa“ miðstöð ásamt „business center“.  Það eru í allt 428 herbergi á hótelinu ef með eru talin íbúðir og smáhýsi, með útsýni ýmist yfir garðinn, sundlaug eða hafið. Herbergin eru öll með svölum eða verönd, minibar, síma, baðherbergi með baðkari eða sturtu, aðstöðu til að hita sér kaffi eða te, gervihnattasjónvarp, hárþurrku og öryggishólf. Frá hótelinu er u.þ.b. 25 mín. akstur á flugvöllinn og á Kuta ströndina.

Ubud

Miðstöð menningar á Bali
Í fallegu umhverfi á miðhálendi Bali, með bylgjandi fljótum, djúpum dölum og ljósgrænum hrísökrum finnur maður stemninguna, sem mörgum finnst vera hin sanni andi Bali. Hér leggja heimamenn ríka áherslu á að halda hefðum og siðum við. Í Ubud og nágrenni er alltaf hátíðar stemming og skrúðgöngur eru oft haldnar.
Síðan 1930 hefur bærinn verið menningarmiðja Bali. Hér hafa listamenn fra öllum heiminum fundið samastað  fyrir list sína og hið fallega umhverfi er ótæmandi brunnur fyrir mismunandi hugmyndir listamanna. En reyndar er hægt að líkja landslanginu umhverfis Ubud við listaverk, sem maður tekur best eftir við að fara í göngu- eða hjólaferð.

Hægt er að heimsækja Ubud og nánasta umhverfi í dagsferð frá strandsvæðunum í suðri, en ef þið viljið upplifa töfra svæðisins, þá mælum við með 2-3 nátta dvöl í Ubud.

Ananda Cottages
Glæsilegt hótel umlukið hrísökrum og aðeins 5 mín. keyrsla frá miðbæ Ubud. Þetta er algjör perla fyrir þá ferðamenn sem kjósa rólegheit, fallega náttúru og balíska gestrisni. Á hótelinu eru 40 stór herbergi sem eru stílhrein og snyrtileg og er þeim skipt niður í 5 litlar byggingar. Við höfum mælum með “superior” herbergi í fallegri trébyggingu á hrísökrunum. Þetta eru nýtísku erbergi eru útbúin með síma, míníbar og baðherbergi. Á hótel Ananda er sundlaug og einnig lítill og notalegur veitingastaður. Að okkar mati þá er þetta hótel eitt mest heillandi ferðamannahótelið í Ubud.

Pertiwi Resort
Spennandi ferðamannahótel mjög vel staðsett í miðbæ Ubud. Þó svo að hótelið sé miðsvæðis þá er rólegt andrúmsloft ríkjandi og fallegur garðurinn tilvalinn til að slappa af. Á hótelinu eru tvö sundlaugarsvæði, spa með mikið úrval meðferða og tveir veitingastaðir. Villurnar eru allar smekklegar og flottar með palli og eigin sundlaug sem og þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, öryggisboxi, internet aðstöðu, míníbar, hárþurrku og baðsloppum. Deluxe og superior herbergin eru einnig smekklega innréttuð í balískum stíl, með svalir eða verönd, loftkælingu, míníbar, kaffi og te aðstöðu.

Alam Indah
Alam Indah þýðir „stórkostleg náttúra“ en það er ekki ofsögum sagt þar sem þetta litla hótel er umlukið gróskumiklum hrísökrum með útsýni að Campuan fljóti. Á hótelinu eru aðeins 10 herbergi, sem öll hafa sitt sérheiti og eru mismunandi innréttuð. Í herbergjunum er míníbar og sími. Við hótelið er einnig lítil sundlaug. Hér er stjanað við gestina og hið góða andrúmsloft hefur smitandi áhrif. Hægt er að ganga að miðbæ Ubud í gegnum Monkey Forest, sem er  falleg ganga og tekur aðeins 15 mín. Fyrir þá sem vilja komast þangað með bíl þá tekur það ca. 5 mín.

Yulia Village Inn
Okkur finnst við vera heppin að hafa fundið þetta litla fallega hótel í Ubud sem er miðsvæðis og við aðalgötuna Monkey Forest Road. Hótelið er flokkað sem ferðamannahótel, en andrúmsloftið og staðsetningin eru fyrsta flokks. Í garðinum er lítið og fallegt sundlaugarsvæði og út við aðalgötuna er veitingastaður. Herbergin á Yulia Villages eru fallega innréttuð með loftkælingu, sjónvarpi, síma, mínibar ásamt svölum eða verönd.

Komaneka Tanggayuda
Hér er að finna stórkostlega perlu í Ubud sem við gefum alfarið 5 stjörnur. Eins og hjá systra hótelinu Komaneka Resort (sjá hér að neðan), er öll umgjörð á hótel Komaneka Tanggayuda þrælskipulögð með upplifun gestsins í huga . Í mjög afslappandi og rólegu umhverfi er aðeins 15 mín keyrsla frá miðbæ Ubud á þetta dásamlega hótel sem er staðsett með fallegt útsýni yfir dalinn. Hér er aðeins eitt sem klýfur þögnina en það er niðurinn frá fljótinu Oos.
Á Hótel Komaneka Tanggayuda eru 20 smekklega innréttaðar villur – 16 af þeim eru með sinn eigin garð og litla einkasundlaug. Það eru að sjálfsögðu öll þægindi á herbergjunum, loftkæling, míníbar ofl.
Veitingastaður hótelsins býður upp á frábæra matatupplifun og verðlagið er mjög sanngjarnt. Boðið er upp á eftirmiddags-te við sundlaugina eða í ykkar eigin garði. Það er margt í boði eftir því hvernig fólk vill haga deginum sínum. Níu sinnum á dag er keyrsla til Ubud, en einnig er hægt að nýta daginn á hótelinu, í æfingasalnum, á bókasafninu eða í slökun í spa-inu.

Komaneka Resort
Mjög fallegt og lítið fyrsta flokks hótel sem er eitt af okkar uppáhalds hótelum. Hótelið er staðsett á Monkey Forest Street og býður aðeins upp á 20 stílhrein herbergi. Eigandinn og hönnuður að Komaneka er sonur hins fræga stofnanda Neka safnsins, sem er frægt listasafn á Bali. Smekkvísin hefur greinilega gengið í arf þar sem Komaneka hótelið og Galleríið við hliðina á, bera þess merki. Á hótelinu sameinast mismunandi stíltegundir og útkoman er áhugaverð. Deluxe herbergin eru staðsett í tveggja hæða byggingu en sundlaugavillurnar eru með eigin inngang. Í öllum herbergjum er loftkæling, DVD, míníbar, sími, hárþurrka og svalir. Í hótelgarðinum er  sundlaug og einnig lítill og góður veitingarstaður.

Candidasa

Meira en einstakt fiskiþorp
Eftir tveggja tíma keyrslu meðfram ströndinni kemur maður að austasta hluta Bali, Karangasen. Á þessu frábæra svæði liggur strandbærinn Candidasa, þar sem litríkir fiskibátar í svörtum sandinum lokka sífellt fleiri ferðamenn að. En hvorki fallegar strendurnar né rauðglóandi sólarlagið jafnast á við eldfjallið Mount Agung sem er algjörlega hápunktur umhverfisins. Fjallahringurinn umhverfis eldfjallið Agung, sem er 3.142 metra hátt, er stórkostleg sjón og býður upp á skemmtilegar gönguferðir. Einnig er upplifun að heimsækja smábæina og hofin sem eru á svæðinu.

Rama Candidasa
Gott ferðamannahótel staðsett á rólegri ströndinni á Candidasa sem er á austurhluta Bali. Útsýnið frá sundlaug hótelsins er stórkostlegt, hér sést yfir til Lombok og Penida eyjuna. Öll herbergin á hótelinu, hvort sem þau eru með útsýni yfir hafið eða yfir hitabeltis garðinn, þá eru þau stór, rúmgóð og björt. Hér, líkt og annars staðar á Balí, er lagt mikið upp úr skreytingum og er hótelið á allan hátt frábært. Öll herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma, míníbar og svölum eða verönd. Á hótelinu er einnig sundlaug, tennisvöllur og veitingastaður.

Puri Bagus Candidasa
Áður en komið er að Puri Bagus er keyrt framhjá framhjá 1 km. löngum og gróskumiklum bananaakri og endað síðan við svarta glitrandi ströndina. Þetta fallega fyrstaflokks hótel býður uppá 46 smáhýsi (bungalows) með gróskumiklum og litríkum garði, ásamt lokkandi sundlaug við hafið (það er ekki hægt að fara í sjóinn við hótelið en það er strönd í 30 m. fjarlægð). Þegar kvöldsólin sest mælum við með að þið njótið drykkjar á barnum og fylgist með þar sem innfæddir fiskimenn koma að landi í litríkum bátum með afla dagsins.
Öll smáhýsin eru með míníbar, útvarp, loftkælingu, síma, og mjög fallegt baðherbergi. Hótelið býður upp á skipulagðar skoðunarferðir, nudd og siglingu. Veitingastaðurinn er góður og verðið sanngjarnt.

Alam Asmara
Heillandi strandhótel, aðeins með 12 smáhýsi (bungalows), fallega sundlaug alveg við sjóinn og frábæran veitingastað. Alam Asmara opnaði árið 2007 og leggur ríka áherslu á viðburðarríkar köfunarferðir og góðan mat. Herbergin eru ekki stór en hugguleg með öryggisboxi, míníbar, loftkælingu, hárþurrku, sjónvarpi og síma. Á hótelinu er eigin PADI köfunarmiðstöð.

Lovina

Dökkur sandur og mjúkar öldur
Frá flugvellinum er ca. 4 tíma keyrsla að norðurströnd Bali en þar er annað mjög vinsælt strandsvæði. Ströndin er 7 km. löng með svörtum gljáandi sandi, mjúkum öldum og smábæjum sem saman gera þetta svæði að aðlaðandi stað fyrir ferðamenn.
Í skugga kókispálmanna kúra litlir bambuskofar og nýveiddan fisk er hægt að smakka á hinum ýmsu veitingastöðum við ströndina. Snemma á morgnana er mikið um að vera á ströndinni þar sem bátar af öllum stærðum keppast um ferðamennina til að fara út að sigla og sjá höfrunga, sem eru eitt af sérkennum staðarins. Seinnipart dags er tilvalið að njóta lífins á ströndinni eða fara út að sigla með innfæddum. Öldurnar við Lovina eru ekki góðar fyrir brimbretta notkun en sólarlagið þar er alveg jafn tilkomumikið og heillandi og á Kuta.

Damai Lovina Villas
Damai þýðir „friðsælt“ og er það sannarlega einkennandi fyrir hótelið. Það er staðsett í hlíð, 3 km fyrir ofan aðalgötunni við ströndina svo fallegt útsýnið þaðan nær út yfir allan flóann. Hótelið er glæsilegt og skartar 5 stjörnum með rólegt og gott andrúmsloft. Tilvalinn staður fyrir þá ferðamenn sem vilja lúxus, rólegheit og tengsl við náttúruna. Damai er lítið og persónulegt og býður því aðeins uppa á 8 villu-smáhýsi (bungalow) með öllum þægindum, notalega setustofu og mikið af gluggum. Þeim fylgir einnig einka nuddpottur.
Hótel Damai er margt í boði, allt frá golfi og köfun til balískra brúðkaupssiða. Þennan stað má enginn láta fram hjá sér fara.

Aditya Beach Resort
Lovina ströndin á norðurhluta Bali aðskilur sig nokkuð frá öðrum ströndum á eyjunni. Dökkur, næstum svartur sandurinn á Lovina á uppruna sinn að rekja til þeirra mörgu eldgosa sem hafa orðið á svæðinu í gegnum tíðina. Aditya Beach Bungalows er gott ferðamannahótel niður við ströndina, umlukið pálmatrjám. Öll herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, míníbar og síma. Deluxe herbergin eru nokkuð stærri en superior herbergin. Á hótelinu er falleg sundlaug með tilheyrandi bar, veitingastaður og daglega er boðið uppá skoðunarferðir til að sjá höfrunga.

Puri Bagus Lovina
Þetta dásamlega hótel á skilið 5 stjörnur. Puri Bagus er á norður ströndinni á milli Lovina og Singaraja þar sem hrísakrar eru öðrum megin við hótelið og grásvartur gos-sandur hinum megin.
Hér hefur sjálf náttúran skapað ramman umhverfis 40 stór og flott smáhýsi (bungalows). Í hverju og einu er loftkæling, míníbar, sjónvarp, stórar svalir og sérstakt baðherbergi þar sem sturtan er utandyra.
Fyrsta flokks spa aðstaða, falleg sundlaug og rólegt umhverfi gerir þetta hótel að einu af okkar uppáhalds hótelum.

Nusa Dua og Tanjung Benoa

Fallegar strendur – færri ferðamenn
Þegar maður keyrir í gegnum hliðið að 5 stjörnu hótelunum við Nusa Dua ströndina, þá upplifir maður dýrasta og flottasta svæði Bali, þar sem alþjóðavæðingin hefur gert það að allt öðrum heimi en annars staðar á Bali. Verðlagið hér er heldur hærra, en hér eru möguleikarnir á afþreyingu endalausir. Við Nusa Dua má finna marga golfvelli, bestu möguleika á að sigla á seglbrettum, kafa, synda og slappa af við eina af bestu ströndum Bali í algjörum lúxus. Umhverfið er engu líkt á tanganum hjá Tanjung Benoa, fyrir norðan Nusa Dua, þar sem smábærinn Benoa er.
Bærinn er blanda af mörgum menningarheimum þar sem finna má m.a. kínverskt og hindúískt hof og mosku. Á strandveginum milli Nusa Dua og Benoa er röð af góðum hótelum, sem hafa varðveitt fallegan balískan byggingarstíl með lágum húsum eða smáhýsum (bungalows). Tanjung Benoa er fjölskylduvænn staður á rólegu svæði.

Melia Bali Villas & Spa Resort
Mjög fínt fyrsta flokks hótel á Nusa Dua ströndinni, tilvalið fyrir þá sem vilja slappa af í lúxus umhverfi. Garðurinn er mjög stór og flottur með aðdáunarverðu sundlaugarumhverfi. Hótelið býður uppá mismunandi vatnaíþróttir og golfvöllur er stutt frá hótelinu. Þú þarft ekki að finna til svengdar á þessu hóteli því hér finnast alls fimm veitingastaðir, allt frá pizzastað til staðar sem býður upp á alla bestu veislurétti frá Indónesiu. Hótelbyggingunni er skipt niður í fjórar byggingar með 388 fallega innréttuðum herbergum sem öll eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma, sér svölum/verönd, öryggishólfi ásamt míníbar. Duplex svíturnar eru á tveimur hæðum með rúmi og baðherbergi á efri hæðinni, en sófa, matarborði og baðherbergi á neðri hæðinni. Þetta er hótelið fyrir þann sem vill fá nasasjón af því hvernig er í paradís.

Matahari Terbit Bali
Falleg smáhýsi (bungalows) sem eru staðsett á Benoa ströndinni. Þetta svæði er með rólegustu ströndum á Bali. Þetta litla hótel er talið með betri ferðamannahótelum staðsett í 5 stjörnu umhverfi. Á Matahari eru 20 stór smáhýsi í baliskum stíl, hvert með sér verönd. Herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma og mínibar. Ef letilífið við sundlaugina eða útsýnið yfir Indverska hafið verður þreytandi, þá býður Matahari upp á fjolbreyttar vatnaíþróttir. Á veitingastaðnum Bumbu Bali er síðan hægt að sækja matreiðslunámskeið. Veitingarstaðurinn var kosinn besti veitingarstaður árið 2004 fyrir framleiðslu á sérréttum, Local Food. Við mælum eindregið með að heimsækja þennan stað hvort sem þið dveljið á hótelinu eða ekki, munið bara að panta borð tímanlega. Á Matahari fáið þið flott „resort“ sem er algjörlega peninganna virði.

Novotel Benoa Bali
Hótelkeðjan Novotel hefur byggt nokkur hótel þar sem séð er fyrir öllu fyrir gesti, alveg niður í minnstu smáatriði. Hótelin standa öll við ströndina og þrátt fyrir stærðina með 193 herbergi, hefur þeim tekist að skapa gott andrúmsloft og umhverfi.  Garðurinn er listilega skreyttur fallegum blómakerjum, blómum og höggmyndum. Bæði veitingastaðir og sundlaugar hótelsins eru smekklega staðsett í hitabeltisgarðinum og þaðan er hægt að njóta sólarlagsins. Superior herbergin eru hinum megin við götuna frá móttökunni og eru svolítið dimm, en aftur á móti snúa tropical herbergin að ströndinni og eru mjög björt falleg. Herbergin eru stór og fallega innréttuð og að sjálfsögðu með loftkælingu, sjónvarpi, síma, mínibar og annaðhvort svölum eða verönd. Ef þið veljið Nusa Dua svæðið getum við lofað því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með nágrannaströndina á Tanjung Benoa.