Þessar ferðir er bara brot af þeim ferðum sem við bjóðum uppá hafið samband ef þið hafið aðrar óskir.

Hálfdagsferð, borg og hof – Hópferð
-Kynnist Buddisma og upplifið hið stórkostlega hof Wat Po, hinn 45 metra langa “liggjandi Budda” og endið í Marmara musterinu

Hálfdagsferð til Grand Palace  & Wat Phra Kaew – Hópferð
-Það er ekki út af engu að þessi stórkostlega höll er ein af merkustu stöðum borgarinnar. Áður fyrr bjuggu konungar Thailands í höllinni sem er umlukin stórkostlegum styttum

Hálfdagsferð sigling um fljót og síki í Bangkok – Hópferð
-Látið fara vel um ykkur í bátnum og njótið þess að sigla um fljótið og upplifa mannlífið á bökkum síkjanna

Hálfdagsferð til Jim Thompsons hús og Suan Pakkard höllina – Einka ferð
-Heimsækið hús Jim Thompsons, en Jim var fyrsti ameríkaninn sem flutti Thai silki út um allan heim. Sjáið einnig Suan Pakkard hofið sem er í mjög fallegu umhverfi

Hálfdagsferð, Rice Barge Sigling – Hópferð
– siglið á Chao Phraya-fljótinu og ykkur verður bent á áhugaverða staði á fljótsbökkunum. Á leiðinni til baka fáið þið að smakka trópíska ávexti og thailenskt whisky, fyrir þá sem hafa áhuga

Madame Tussauds Vaxmyndasafn – Einka ferð
– upplifið hið fræga  vaxmyndasagn Madame Tussauds, sem einnig er að finna í Bangkok. Prufið gagnvirku sýningarbásana , farið inní Hvítahúsið,  eða moonwalk með Michael Jackson og margt fleira

Heilsdagsferð í Rosegarden & Damnern Saduak (fljótandi markaður) – Hópferð
-Sjáið hinn heimsfræga “fljótandi markað”, stærsta musteri í suð austur Asíu og kynnist lífsstíl Thailendinga í “Thai-village”

Heilsdagsferð til Ayuthaya rúta/bátur – Hópferð
-Fyrrum höfuðborg Thailands geymir miklar og söglulegar minjar sem bjóða bæði upp á hallir og gamlar rústir. Hádegisverður innifalinn. Það verður siglt aftur til Bangkok

Brúin yfir fljótið Kwai – Hópferð
-Heilsdagsferð með hádegismat – heimsókn í hið þekkta JEATH stríðs safn, skoðið brúnna yfir Kway fljótið, og ferðist í “dauðalestinni

Kvöldferð, Thai Boxing (Muay Thai) – Hópferð
– Thai box er eitt af því sem þið verið að upplifa á ferð ykkar til Thailands. Hér fáið þið innsýn í þær hefðir og reglur sem fylgja þessu sporti ásamt tónlistinni sem verður ákafari eftir því sem líður á boxkeppnina

3 dagar / 2 nætur – Hin Tok River Camp @ Hellfire Pass

Dagur 1: Bangkok – River Kwai
Þið verðið sótt snemma á hótið ykkar í Bangkok og farið gegnum fallegt og gróðursælt landið að bænum Kanchanaburi. Hér skoðið þið Thailand-Burma Railway Safnið ásamt grafreit fyrir 6.000 fanga sem mistu lífið í annari heimstyrjöld. Þaðan heldur ferðin áfram að hinni frægu brú yfir Kwai fljótið. Frá brúinni heldur ferðin áfram til Hin Tok Fljóta búða, þar sem þið innritið ykkur og borðið hádegisverð. Seinnipart heimsækið þið Hellfire Pass Memorial,  þar sem þið gangið eftir járnbrautinni  milli Thailands-Burma (2.5 km, 1 tíma göngutúr –  verið í góðum skóm eða strigaskóm til að ganga þessa leið). Þið hafið möfuleika á því að slappa aðeins af í búðunum áður en þið hjólið til nærliggjandi smábæar þar sem þið sjáið meðal annars hvernig bambuskörfur eru fléttaðar. Það er kvöldmatur og gisting á Hin Tok Fljóta búðunum.(H,K)

Dagur 2: River Kwai
Eftir góðan morgunverð farið þið með longtailbát að Sai Yok Yai-fossinum og njótið nátturunnar. Hér er tími til að slappa af og synda við fossin. Gleymið ekki sundfötum og handklæði. Eftir hádegi er það skoðunarferð um svæðið að skoða sérstaka kletta og hella sem eru þarna. Um kvöldið getið þið tekið þátt í örnámskeiði um thailenskan mat, þar sem þið kynnist þeim sérstöku kryddum sem þeir nota í matargerðinni.  Kvöldverður og gisting á Hin Tok Fljóts búðum. (M,H,K)

Dagur 3: River Kwai – Bangkok
Þeir sem eru hressir um morguninn geta farið í hjólatúr eða ganga að nærliggjandi musteri hinumegin við fljótið, þar sem maður gefur munkum mat og fær um leið blessun sem allir hafa gott af. Eftir morgunverð er það check-out, síðan siglið þið með longtailbát að Mon-þorpinu. Mon þjóðflokkurinn kemur upprunalega frá Burma og hefur haldið móðurmáli sýnu og menningu. Farið í gönguferð um þorpið eða á Fílabak inní bambusskóginn (kostar aukalega). Eftir hádegisverð farið þið um borð í ”Dauðalestina”. Lestarferðin er upplifun en þið farið í ca. klukkustundar ferð, en lestarsporið var byggt af stríðsföngum Japana í seinni heimstyrjöld. Síðan er haldið af stað með bíl til Bangkok og reiknað með að vera á hóteli ykkar eða út á flugvelli ca. kl. 18:00  (M,H)
(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)

River Kwai Resotel – 3 dagar / 2 nætur

Dagur 1: Bangkok – River Kwai
Þið verðið sótt á hótel ykkar í Bangkok snemma að morguns og keyrt í gegnum gróðursælt landslag til bæjarinns Kanchanaburi. Fyrst heimsækið þið Thailand-Burma Járnbrauta safnið, þar sem þið verðið kynnt fyrir sögu um  Thailands-Burma járnbrautina. Héðan er farið í  JEATH Stríðs Safnið, kirkjugarðin þar sem 6.000 bandamenn sem voru stríðsfangar í Annari Heimstyrjöld eru grafnir ásamt endurgerð að hinni frægu brú yfir Kwai fljótið. Héðan siglið þið með longtail bát til hótelsinns þar sem þið inrittið ykkur og snæðið hádegisverð í veitingarstaðnum. Eftir góða máltíð og stutta bátsferð að Resotel Pier, heldur ferðin áfram með rútu til Hell Fire Pass Memorial. Um eftirmiddagin farið þið til baka til hótelsinns ykkar RIVER KWAI RESOTEL. Um kvöldið getið þið séð innfædda uppfæra hin hefðbundna Mon Dance, og þið fáið kvöldverð á hótelinu.  (H,K)

Dagur 2: River Kwai
Eftir morgunverð er það bátsferð til Saiyoke Yai Fossana & í Þóðgarðin – náttúruupplifun eins og hún gerist best. Síðan er haldið aftur á hótelið fyrir hádegisverð. Seinna heimsækið þið Kaeng Lava hellinn og skoða frábærar klettamyndannir. Kaeng Lava Hellirinn er einn af fallegustu hellum í Thailandi. Það sem eftir er dags er á eigin vegum, hægt að fara í kanóferð, hjólaferð (kostar auka) Kvöldmverður og gisting á River Kwai Resotel. (M,H,K)

Dagur 3: River Kwai – Bangkok
Eftir morgunverð heimsækið þið nærliggjandi þorpið Mon. (Hér er hægt að fara á fílabak kosta auka). Þið tjekkið út af hótelinu eftir hádegisverð og stígið síðan um borð í ”Dauða Lestina” Lestarferðin er upplifun og tekur ca. klukkutíma en lestar sporið var lagt af stríðföngum Japana sem í seinni heimstyrjöldinni. Um eftirmiddagin heldur ferðin áfram til Bangkok. (M, H)
(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)

River Kwai Resotel
55 Moo 5 Tambol Wangkralae
Amphur Saiyoke, Kanchanaburi

Á BÖKKUM FJÓTSINNS KWAI, SEM UMVAFIÐ ER GRÓSKUMIKKLUM REGNSKÓGI ER ÞETTA SJARMERANDI LITTLA TRÓPISKA HÓTEL.
Þeir 45 bungalows eru innréttaðir á einfaldan hátt, með loftkælingu, klósetti og baði. Fyrir utan ferðirnar sem eru inniflaldar í ferðinni býður hótelið uppá Fílabaks reiðtúr, fjallahjól leigu af kanóum, eða rafting á bambusfleka – þessar ferðir eru pantaðar beint hjá hótelinu og greiðast beint til þeirra. Á hótelinu er huggulegur veitingarstaður og sundlaug.

Hin Tok River Camp @ Hellfire Pass
55 Moo 5, T. Wangkrajae,
A. Saiyoke, Kanchanaburi 71150

ÆVINTÝRALEG SAFARI UPPLIFUN VIÐ KWAI NOI-FLJÓTIÐ, KANCHANABURI
Hin Tok River Camp er fullkomið fyrir þá sem elska náttúruna. Gistingin er í lúksus safarí tjöldum, sem eru á trégrindum/palli. Tjöldin eru með öllum þægindum sem maður finnur á hótel herbergjum, eins og privat bað, heit vatn, loftkælingu, míni bar og einka verönd m.m. Þessi 32 safarítjöld er í stærðunum 26-32 m², og einföldu / hráu innréttingar þeirra gefa ævintýralega upplifun þar sem hljóð náttúrunar spila stórt hlutverk. Búðirnar eru við  Kwai Noi-fljótið, en frá veitingarstaðum og sundlauginni hefur maður útsýni yfir fljótið. Áríð 2009 var Hin Tok River Camp valið eitt af 10 bestu ”Adventure Resorts” í Asíu.

Khao Yai þjóðgarðinum – 3 dagar / 2 nætur

Khao Yai er aðeins í 2-3 tíma keyrslu norðaustur frá Bangkok og er elsti þjóðgarður Thailands. Það sem einkennir þjóðgarðin eru fjalllendi, fossar og fljót sem liðast gegnum trópíska regnskóginn. Hér eru meira en 3000 plöntur, 320 fuglategundir og 67 mismunandi spendýr, meðal annars viltir fílar, apar og tigrísdýr.  Þessi ferð er einstök upplifun.

Dagur 1: Bangkok – Khao Yai Þjóðgarðurinn
Þið verðið sótt á hótelið í Bangkok að morgni og keyrið í ca. 2½ tíma til Khao Yai Nationalpark, þar sem þið gistið á Juldis Khao Yai Resort. Hér byrjið þið síðan á að fá hádegisverð og síðan heimsækið þið buddha hof sem er í helli, þar sem munkarnir stunda íhugun. Héðan heldur ferðin áfram til “Bat Caves”, þar sem milljónir af leðurblökum yfirgefa hella sína til að sækja fæðu í dimmumótunum. Að sjá leðurblöku straumin sem liðas eins og vatnsbuna út úr hellunum er einstök upplifun. Þið komið tilbaka á hótelið um kl. 19:00 og þá er það kvöldverður og gisting á Juldis Khao Yai Resort. (H,K)

Dagur 2: Khao Yai Þjóðgarðurinn
Á þessum degi býður ykkar spennandi gönguferð um frumskógin, þar sem leiðsögumenn þjóðgarðsinns fræða ykkur um Khao Yais útrúlega dýra og plöntulíf. Ef heppnin er með ykkur getið þið upplifað gibbon- og makakapa í trjátoppunum, háværa ”næsehornsfugle”, og suð skordýra í bland við köll apa og söng fluglanna. Næsta stopp er við Haew Suwat-fossin, þar sem myndin ”The Beach” með Leonardo DiCaprio var meðal annars tekin. Hádegisverður er á einföldum veitingarstað í þjóðgarðinum. Eftir hádegi keyrið þið um þjóðgarðin og stoppið á mismunandi útsýnisstöðum. Ef heppnin er með sjáið þið Hjartardýr og vilta fíla á leið ykkar. Keyrsla tilbaka á hótelið fyrir kvöldverð og gisting á hótelinu. (M,H,K)

Dagur 3: Khao Yai Þjóðgarðurinn – Bangkok
Þið borðið morgunverð farið síðan á markað svæðisinnns sem er upplifun fyrir okkur sem erum vön því að fara bara í Bónus en hér í Pak Chong markaðnum kaupa íbúarnir inn fyrir  máltíðir dagsinns. Hér getið þið lært um þau krydd og grænmeti sem fólk notar í matargerð. Síðan heimsækið þið völundarhús af sandsteins klettum með slönguviði sem umvefur klettana sem eru alsettir yfir 2000 ára gömlum teikningum. Heimsókn í fallegt buddamusteri með 28 metra háu buddastyttu sem vakir yfir helgidómnum, þið snæðið hádegisverð og síðan keyrirð þið til baka til Bangkok seinnipartinn. (M,H)
(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)