Halló Víetnam

Páskaferðin 2023 er til Vietnam

Vietnam býður uppá stórkostlegar og ógleymanlegar upplifanir. Grænir hrísgrjóna akrar, siglingar innanum frábæra kalksteinskletta, fallegar sandstrendur og stórkostlegt landslag með skógiklæddum fjöllum og fallegum fossum.
Vietnam nær yfir 1.600 km langt svæði frá norðri til suðurs og er náttúran og veðurfarið því mjög mismunandi þar sem suðurhlutinn er meira heittempraður en kaldara í norðurhlutanum. Þrír fjórðu landsins eru þakin fjöllum en láglendið af hrísgrjónaökrum. Fljótin Song Hong og Mekong hafa myndað mjög góð skilyrði fyrir hrísgrjónarækt en það er eitthvað einstaklega heillandi við kyrrðina og "regluna" á ökrunum.  Landið liggur að Kína í norðri, Laos og Cambodiu í vestri og í suðri og austri er landið með strandlengju að suður kínverska hafinu. Í stórborgunum iðar allt af lífi með tilheyrandi skarkala, en í smábæjunum þá kynnist maður vel menningu og vingjarnleika íbúanna.
Höfuðborgin í Vietnam er Hanoi en stærsta borgin er Ho Chi Minh City borg sem áður hét Saigon. Halong flóinn sem er norðanlega í Vietnam er sannkölluð náttúruperla, en þar eru kalksteinsklettar í öllum stærðum og gerðum sem rísa hátt upp úr blágrænu hafinu og mynda einstakt völundarhús.

Víetnam Mars 2018

Hugmynd að ferð, lágmarks þátttaka 2 fullorðnir

Þessi einstaka ferð til Víetnam sem er bæði fallegt og sögulegt land með mikið af spennandi upplifunum og stórkostlegu landslagi sýnir ykkur áhugaverðustu staði landsins frá norðri til suðurs.
Ferðin byrjar á 3 dögum í hinni fallegu og rómantísku höfuðborg Hanoi, síðan er farið um hinn ævintýralega flóa Halong Bay sem er eitt af meistaraverkum náttúrunnar. Keisaraborgin Hue er heimsótt ásamt gömlu hafnarborginni Hoi An, ferðin endar svo í stærstu borg Víetnam Ho Chi Minh City sem áður hét Saigon.

Keflavík – Bangkok – Hanoi
Við fljúgum með Icelandair til Osló með brottför kl. 07:35 lending í Osló kl. 11:05 og síðan áfram með Thai Airways til Bangkok frá Osló kl. 13:30 og lending í Bangkok daginn eftir kl. 06:20. Við göngum síðan áfram beint í næstu flugvél með brottför frá Bangkok kl. 07:45 til Hanoi en þar lendum við kl. 09:35 allir tímar eru staðartímar. Á Þessu ferðalagi þurfum við ekki að hugsa um töskurnar því þær innritast alla leið. Við höfum farangurs heimild uppá 30 kg. í innrituðum farangri og 10 kg. í handfarangri. Um borð í Thai Airways eru síðan allar veitingar fríar.
Gisting: Thai Airways (K,M)

Komið til Hanoi
Það verður tekið á móti ykkur við komu til landsins og þið keyrð til borgarinnar fyrir innritun á Hótel. Frjáls tími Það sem eftir er dags.
Gisting: Hanoi Boutique 1 Deluxe (M)

Hanoi
Um morguninn eða ca. kl. 08:30 verðið þið sótt á hótelið og keyrð til „Old Quarter“ líka þekkt sem „36 stræti“ Við göngum um hinn sjarmerandi Hang Be Markað og kringum Hoan Kiem Lake (vatnið) Stoppum síðan við Ngoc Son hofið. Þetta svæði iðar af lífi með þröngum götum og stígum þar sem úir og grúir af litlum verslunum og fyrirtækjum. Þetta er frábær staður til að skoða og myndefni eru allt um kring. Við höldum síðan áfram að Musteri Bókmenntanna. En árið 1076 var Quoc Tu Giam fyrsti háskóli í Víetnam, einnig þekktur sem Van Mieu. Háskólinn var eingöngu stofnaður til að mennta yfirstéttina og valdastéttina. Þessi háskóli var starfræktur í rúm 700 ár en bæði byggingar og garðar sem eru vel varðveittir gefa góða innsýn í hið forna Víetnam. Við endum ferðina með því að heimsækja minnismerki um stofnanda og föður hins nýja Víetnam Ho Chi Minh, en við heimsækjum líka húsið sem hann bjó í frá árunum 1958 – 1969. Húsið sýnir við hvernig kjör byltingarsinnar lifðu sem var einfalt og látlaust. Áður en við komum aftur á hótelið heimsækjum við lítið og einstakt musteri eða Pillar Pagodu sem er á leiðinni.
Gisting: Hanoi Boutique 1 Deluxe (M)

Hanoi
Dagurinn er frjáls á eigin vegum.
Gisting: Hanoi Boutique 1 Deluxe (M)

Hanoi – Halong Bay
Eftir morgunverð keyrum við í ca. þrjá og hálfan tíma en við keyrum þetta ekki í einum rikk heldur höldum við 20 mín pásu á leið okkar að einum fallegasta flóa í heimi, Halong Bay. Við komum til Halong City um hádegið og innritum okkur, síðan er hádegisverður um borð á meðan við siglum út á flóann. Á meðan á siglingu stendur getið þið dáðst að ævintýralegri náttúru, slappað af eða tekið þátt í því sem er um að vera um boð. Á flóanum eru rúmlega 3.000 kalksteinsklettar sem rísa hátt uppúr hinu fallega blágræna hafi. Báturinn mun leggjast við ankeri yfir nóttina í fallegu umhverfi.
Gisting: Bai Tho Junk - Superior Cabin (M, H, K)

Halong Bay – Hanoi – nætur lest til Hue
Um morguninn er haldið áfram að sigla um hinn einstaklega fallega flóa og er boðið uppá morgunverð um borð. Seinni partinn eruð þið keyrð aftur til Hanoi og um kvöldið farið þið með næturlest til borgarinnar HUE sem er gömul keisaraborg og geymir stórkostlegar minjar.
Gisting: Um borð í lestinni á 1. Farrými - Thong Nhat Train (M,)

Hue – hálfdags skoðunarferð
Á sunnudeginum komið þið til Hue, tekið verður á móti ykkur og farið með ykkur á Hótel, síðan fáið þið hádegisverð á sérstökum, völdum veitingastað. Við byrjum á því að skoða Iperial Citadel þar sem Nguyen Dynasty réð ríkum frá 1802 – 1945. Þessi gamla Citadel (höll) sýnir vel bæði íburðinn og ríkidæmið, en höllin hefur látið á sjá í tímanna rás og hún skemmdist líka töluvert í Víetnam stríðinu. Héðan tökum við Cyclo í gegnum Dai Noi til Tinh Tam vatnsins þar sem keisararnir voru vanir að koma og slappa af en þar er mikið af lótus blómum á sumrin. Þarna eru einnig mörg kaffihús þar sem námsmenn koma saman og læra. Eftir að hafa farið gegnum Dai noi skoðum við grafhýsi fyrri keisara Khai Dinh sem er hannað í Víetnömskum stíl með Evrópskum áhrifum sem gerir þetta grafhýsi einstakt frá öðru grafhýsum í Hue. Áður en farið er á hótelið löbbum við með leiðsögumanni okkar um Dong Ba Markaðinn. Markaðurinn er með litríkum sölubásum og er góður staður til að fá innsýn í daglegt líf íbúanna.
Gisting: Hue - Hótel Midtown Superior (M,H)

Hue
Þessi dagur er á eigin vegum í Saigon en fararstjórar okkar munu samt vera hjálplegir með ferðir eða annað sem þið getið gert á þessum degi.
Gisting: Hue - Hótel Midtown Superior (M)

Hue – Hoi An
Við förum frá hóteli okkar um morguninn fyrir heildagsferð um Hue sem áður var höfuðborg Víetnams. Við siglum á hinu rómantíska fljóti Perfume River (Ilmvatns áin) en siglingin leiðir okkur gegnum garða, vötn og síki þar sem við upplifum virkilega falleg og gömul hús, musteri og hof. Við endum í Thien Mu musterinu sem er það þekktasta í Hue, þaðan er síðan keyrsla til Hoi An.
Gisting: Hoi An - Hótel Vinh Hung II Superior (M)

Hoi An – Danang – Saigon
Morguninn er frjáls og er t.d. hægt er að fara í stutta skipulagða ferð að eigin vali. Þangað til við keyrum til Danang flugvallar fyrir flug til Saigon. Það verður tekið á móti okkur við komuna til Saigon og við keyrð á hótelið,
Gisting: Saigon - Hótel Hoang Hal Long II Deluxe (M)

Saigon - Ho Chi Minh City
Eftir morgunverð eða kl. 08:00 keyrum við af stað í heildags ferð um Ho Chi Minh City. Við byrjum á Cholon, eða Chinatown þar sem við skoðum markaðinn og verslunarhverfið ásamt Cantonese Thien Hau hofinu sem er helgað guði hafsins. Við keyrum síðan til Dist 1 en þaðan löbbum við um aðal nýlenduhluta Ho Chi Minh City: Gamla pósthúsið, Dong Khoi Steet (Rue Catinat), Continetal hótel, Óperu húsið og ráðhús borgarinnar. Síðan er haldið áfram á stríðsminjasafn þar sem saga víetnam stríðsins er rakin bæði hvað varðar þátttöku frakka og síðar bandaríkjamanna. Þaðan er haldið til Jade Emperor hofsins sem er í „The Fringes of distric 1“ en hofið er frá árinu 1909 á fallegum og rólegum stað en það var byggt af Buddistum frá Canton, sem byggðu það eftir kenningum Feng Shui. Þaðan er síðan farið á hótelið og er kvöldið á eigin vegum.
Gisting: Saigon Hótel Hoang Hai Long II Deluxe (M)

Saigon
Þessi dagur er á eigin vegum í Saigon en fararstjórar okkar munu samt vera hjálplegir með ferðir eða annað sem þið getið gert á þessum degi.
Gisting: Saigon Hótel Hoang Hai Long II Deluxe (M)

Saigon
Þessi dagur er á eigin vegum í Saigon en fararstjórar okkar munu samt vera hjálplegir með ferðir eða annað sem þið getið gert á þessum degi.
Gisting: Saigon Hótel Hoang Hai Long II Deluxe (M)

Saigon – Bangkok – London - Keflavík
Eftir morgunverð verður keyrt út á flugvöll fyrir brottfor með Thai Airways kl. 10:05 en við fljúgum til Bangkok og lendum þar kl. 11:30 síðan fljúgum við áfram kl. 12:50 frá Bangkok til London og við lendum í London sama dag kl. 18:55 og förum beint upp í Icelandair vélina sem fer frá London kl. 21:10 og lendum í Keflavík kl. 23:10 eftir ævintýralega og eftirminnilega ferð.
Gisting í flugi (M, K)

Verð, við sníðum ferðina að ykkar óskum og gefum ykkur tilboð

Innifalið í verði:

* Flug Keflavík – Hanoi
* Flug Saigon - Keflavík
* Gisting með morgunverði
* Dagur 5 hádegis og kvöldverður
* Dagur 7 hádegisverður
* Öll keyrsla samkvæmt leiðarlýsingu
* Enskumælandi leiðsögn
* Íslenskur farastjóri
* Aðgangseyrir og allar skoðunarferðir sem tilgreint er í ferðalýsingu
* Máltíðir samkvæmt leiðarlýsingu
* Lestarferð til Han-Hui
* Innanlandsflug DAD-SGN (almennt farrými)
* Lámarks þátttaka 10 manns

Ekki innifalið í verði:

* Vegabréfsáritun til Víetnam
* Persónuleg útgjöld
* Ferða- og slysatryggingar
* Þjóðfé fyrir leiðsögumenn, bílstjóra og hótelstarfsfólk
* Öll auka þjónusta sem ekki er tilgreind í leiðarlýsingu
* Skoðunarferðir sem ekki eru taldar upp í ferðalýsingu

M = morgunverður, H = hádegisverður, K = kvöldverður eftir leiðarlýsingu