Náttúran á Suður Thailand er fjölbreytileg og um margt einstök og er því þetta landsvæði upplagður áfangastaður fyrir ferðamenn. Phuket er stærsta eyja Thailands, og vinælasti áfangastaður fyrir Skaninavíu búa. Á Phuket eru kílómetra langar hvítar sandstrendur, mikið úrval af veitinga- og verslunarstöðum og svo eru þar boði upp á margar áhugaverðar skoðunarferðir.  Khao Sok sem er þjóðgarður með gróskumiklum regnskógi, fossum, kalksteins klettum , ám og vötnum. Í þjóðgarðinum er einnig mikið og fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf og þar vaxa meira en 100 kvæmi af orkideum. Að sigla í gegnum frumskóginn er mikilfengleg upplifun, sem og að fara á fílabak. Hér fær maður innsýn í bæði dýra- og plöntulíf svæðisins.  Khao Sok hefur verið mjög vinsæll viðkomustaður hjá okkar viðskiptavinum. Krabi sem er þekkt fyrir stóra og fallega kalksteins kletta og fallegar sandstrendur. Náttúran á landsbyggðinni á Krabi er talin af mörgum vera sú fallegasta og sérkennilega á Thailandi.

Veðrið
Aðal ferðamannatíminn í Suður Thailandi er frá nóvember til apríl ár hvert, þá rignir lítið, lygnt og sjórinn með rólegra móti. Frá maí til október getur komið úrhellis rigning, sem þó oftast eru stuttir skúrir og sérstaklega seinnipart dags og á kvöldin. Veðrið er ekki eins stabílt á þessum tíma og rakastigið hátt. En fyrir utan háferðamannatíman er mun rólegra, færri ferðamenn og hótelin á góðu verði, þannig ef maður vill slappa af í rólegu umhverfi þá er þetta staðurinn og tíminn.  Phuket, Khao Lak og Krabi eru þeir staðir sem þú getur heimsótt allt árið, en minni eyjar eru lokaðar hluta af árinu og erfitt að komast til þeirra.
Besti tími: November – April

Phuket
Phuket, stærsta eyja Thailands er á vesturströnd Thailands við Andaman hafið. Phuket er mjög vinsæll ferðamannastaður sem er eðlilegt, enda er þar allt sem þarf til að skapa gott frí: falleg og fjölbreytt náttúra með háum fjöllum, þöktum frumskógi ásamt gróskumiklum ökrum með gúmmítrjám sem liggja þétt upp að litlum smábæjunum. En Phuket en þó þekktust fyrir margar og fallegar strendur sem eru allar á vesturhluta eyjunnar.

Krabi
Það er sagt að svæðið í útkanti Krabi sé með sérstökustu og fallegustu náttúruperlum á Thailandi. Þar er mikið af stórum og sérstökum kalksteinum í kringum eyjuna og er eins og þeim sé stráð af handahófi um þetta “turkis” græna hafsvæði. Það eru meira en 20 víkur sem eru eins og perlur á festi eftir hinni 15 km. löngu strandlengju. Hér eru einnig miklir möguleikar á að “snorkla” og kafa, en það er einnig hægt að leigja Kano og sigla á milli hinna sérstöku kletta. Það fer ekki á milli mála að Koh Ngai er uppáhaldseyja margra.

Khao Lak

Khao Lak er sumarleyfis bær í fallegu umhverfi ca. 100 km. norðan við Phuket. Khao Lak er sérstaklega vinnsæll hjá fjölskyldum sem óska að upplifa góðar strendur ásamt skoðunarferðum eins og gönguferðir í frumskógin, kajak og kanó ferðir, fílaferðir í frumskógin og margt fleira. Khao Lak er með fallegar hvítar strendur og krystaltæran sjó. Fyrir þá sem vilja snorkla eða kafa eru eyjarnar Similan og Surin einar af þeim bestu köfunarstöðum í heiminum aðeins 55 km frá Khao Lak. Besti árstíminn fyrir þetta svæði er frá nóvember fram í apríl ár hvert.

Koh Lanta
Koh Lanta er stærsta eyjan af þeim 15 eyjum sem eru á hinum stóra Marine þjóðgarði. Stór hluti af Koh Lanta er þakinn gróskumiklum gróðri og strendurnar eru með þeim fallegustu á svæðinu. Meirihluti íbúa á Koh Lanta lifir á fiskveiðum, en tekjur af ferðamönnum  aukast stöðugt.

Phi Phi
Phi Phi samanstendur af 2 eyjum. Þið getið búið á Phi Phi Ley sem er minni eyjan, þar eru fallegir klettar og frábær strönd. Aftur á móti er Phi Phi Don með góð hótel og hvítar sand strendur með fallegum pálmatrjám. Hér eru einnig litríkir fiskibátar og kristaltært vatn.

Khao Sok Þjóðgarðurinn
Khao Sok þjóðgarðurinn er á Surat Thani svæðinu og allt umhverfið þar í kring er eitt af því fallegsta í Thailandi. Upplifið gróskumikinn regnskóginn með stórkostlegum fossum, dropasteinsklettum og óteljandi læki sem renna saman og mynda stór og róleg fljót. Í Khao Sok er mjög fjölskrúðugt dýralíf og hér eru yfir 100 mismunandi orkideur, hér eru einnig blómin Rafflesia, sem eru heimsins stærstu blóm og geta orðið stærri en 80 cm há. Hér er að finna einstaka upplifun í stórkostlegri náttúru með góðri leiðsögn. Það er sama hvort þið ferðist með eða án barna, þá megið þið ekki missa af 2ja daga ferð með Englendingnum Robert Greifenberg og hans fólki um Khao Sok Þjóðgarðinn.

Koh Yao
Í nyrsta horni Thailands flóa er eyjan Koh Yao, sem er ca. 1 tíma með bát frá austurströnd Phuket og 50 mín. frá Krabi. Siglingin að þessari litlu paradísareyju er stórkostleg upplifun. Það er eins og kalksteinseyjunum sé stráð af handahófi um hið “turkis” græna hafsvæði. Við féllum gjörsamlega fyrir hótelum eyjunnar – Koyao Island Resort og Koyao Bay Pavilions en það er hálfpartinn í felum á ströndinni innan um pálmatré og annan fallegan gróður.

Koh Ngai
Það er lítið um vegi á þessari hálendu paradísareyju, en stórt og mikið net af stígum þar sem möguleiki er á að ferðast um á marga fallega staði. Strendurnar eru stórkostlegar, vatnið er “turkisblátt” og á milli litríkra kóralrifa synda fiskar í öllum regnbogans litum.

Koh Lone
Koh Lone er ein af minnstu eyjum í Andamanerhafinu sem búið er á og er um 1 km. frá austasta hluta Phukets. Það er lítill fiskibær á eyjunni, falleg sandströnd og fallegur og gróskumikill gróður.