Crystal diversSantai og köfunarpakkar
Kafið öruggt með danska Crystal Divers, 5 stjörnu PADI-miðstöð á Bali

Santai
Í miðri Sanur aðeins 5 mín frá ströndinni er þetta litla huggulega hótel, eigandinn er dönsk kona, heitir Minne og hefur búið á Bali í 12 ár og hefur stjórnað einni af bestu köfunarmiðstöðum á eyjunni, Crystal Divers. Hótelið er lítið og fallegt ferðamannahótel með aðeins 18 herbergi sem öll eru með loftkælingu, ísskáp, svalir eða pall. santaiÁ Santai er fallegt lítið sundlaugasvæði ásamt litlum veitingastað og bar. Við höfum í samráði við Minne útbúið spennandi tilboð þar sem boðið er uppá 2, 4 eða 6 gistinætur á Santai ásamt köfun í kringum Bali. Það er mest 4 kafarar með hverjum leiðbeinanda/divemaster, allur útbúnaður er af bestu gerð og starfsfólkið er með mikla reynslu. Það er að sjálfsögðu einnig hægt að kafa og fá köfunarskírteini.

Köfunarstaðir

002 - Hotel Vila Ombak Diving AcademySanur:
Hér er aðgengilegast að stunda köfun, aðeins 10 mín í bát. Rifin eru vel með farin og liggja að stóru svæði með sandbotni. Útsýnið er breytilegt eftir sjávarföllunum. Það er víðtækt sjávarlíf við strandlengjuna og möguleiki er á að sjá ref hákarla og marga aðra litríka fiska.

Nusa Penida:
Minna en 1 tíma með hraðbát frá Sanur. Hér er gott útsýni og margar mismunandi ”dive-sites” öll með litríka kóralla og gífulega mikið af hitabeltis fiskum – allt frá Nemo til Napoleon.

NemoManta Point:
Manta-skatan er sú stærsta af skötunum með vængjahaf allt að 4 metrar. Mönturnar koma oft alveg að köfurunum þegar þeir eru að kafa, þær eru forvitnar og stórkostlegar þegar þær svífa um sjóinn. Við getum að sjálfsögðu ekki lofað því að þið sjáið þessi frábæru dýr en möguleikarnir eru miklir.

Candidasa:
Hér er aðeins meira krefjandi köfun með hellum, steinhvelfingum og stundum er hér mikill straumur. 45. coral plantation smalHér sjáum við alltaf Ref hákarla og ef heppnin er með okkur þá er möguleiki á að sjá napoleon, barracusa, túnfisk og marga fleiri. Candidasa er eitt af bestu köfunarsvæðum á Bali með útsýni allta afð 15 – 25 metrar. Hér er meira krefjandi köfun sem við mælum með fyrir þá kafara sem eru lengra komnir.

Tulamben:
Hér er eitt besta aðgengi að skipsflakinu USS Liberty, frá heimstyrjöldinni síðari. Skipsflakið er þakið af kóróllum og er vistastaður fyrir óteljandi fiska sem eru svo tamir að mfiskaraður þarf næstum að íta þeim í burtu svo að þeir fari frá. Þetta er mjög skemmtileg köfun rétt við ströndina og krefst ekki mikils þar sem útsýnið er gott og hafstraumarnir rólegir.

Amed:
Hér er lítill flói með háum klettum á austur hlutanum en á vestur hlutanum er sandbotn. Það gefur möguleika á tvenns konar köfun. Klettaköfun og köfun í straumi yfir frábært landslag.