Við getum boðið upp góð verð á þessum hótelum hér að neðan en verðin eru mismunandi eftir árstíðum og stjörnugjöf, en öll eiga þau það sameiginlegt að við höfum gist á þeim eða starfsfólk okkar þannig að við getum mælt með þeim.
PHUKET
Kata og Karon Beach:
Kata og Karon standsvæðin bjóða upp á “góða blöndu” af vatnaíþróttum, veitingastöðum, verslunum og næturlífi án þess þó að vera eins “lífleg” og á Patong Beach. Það eru margir veitingastaðir á svæðinu, sem bjóða upp á allt frá Skandinavískum réttum til hefðbundinna Thailenskra rétta. Við Kata ströndina er mjög gott að vera með börn en við Karon ströndina geta verið miklar öldur yfir sumarmánuðina.
Patong Beach:
Patong Beach er vinaælasta ströndin á Phuket. Á svæðinu eru margir veitingastaðir, verslanir og mikið næturlíf. Patong Beach er uppáháld ungra ferðalanga og svæðið hentar þeim sem eru fyrir líf og fjör.
Bang Tao Bay:
Bant Tao Bay ströndin er með hvítan sand og fallegum trjám sem reyndar þekja um 8 km meðfram vesturströnd Phukets. Þetta er vinsæll staður fyrir vatnaskíði því hér er alltaf smá gola. Hér eru nokkur ef bestu strandhótelum eyjunnar staðsett, örlítið frá lífi og skarkala bæjarins.
Horizon Karon Beach Resort & Spa ***+
3, Soi Karon 2, Karon District
Muang. Phuket 83100
HORIZON KARON BEACH RESORT ER EITT AF OKKAR UPPÁHALDI, MEÐ ÚTSÝNI YFIR FLÓANN
Horizon Karon Beach Resort er nýlegt og sérstaklega fallegt 4 stjörnu hótel, 150 m. frá Karon Beach og 200 m. frá bænum Kata. Í fjallshlíðinni er gott útsýni yfir flóann og umhverfið er glæsilegt. Þjónustan á hótelinu er mjög góð. Hótel Horizon býður upp á meira en önnur 4 stjörnu hótel á eyjunni – þ.e. mikið og gott pláss. Það er sama hvort þið eruð á svölunum, í herberginu við sundlaugina eða á einum af hinum góðu veitingastöðum þá upplifið þið að það er pláss. Ástæðan fyrir þessu er vel skipulagt hótel. Á HORIZON WINGS eru 90 stór superior herbergi, þar af 30 fjölskylduherbergi með 2 stórum tvíbreiðum rúmum þannig að börn frá 2ja – 12 ára fá eigið rúm og morgunmat á góðu verði. Á hótelinu er einnig sundlaug, barnasundlaug, og barnaklúbbur ásamt leikvelli þar sem haft er eftirlit með börnunum.
Aftur á móti er ekki gert ráð fyrir börnum á hótel CLUB WING. Hótelið býður upp á 70 herbergi sem er skipt í 3 tegundir, Deluxe, Club room og Club room Pool Access. Það eru aðeins club gestirnir sem hafa aðgang að þessum hluta hótelsins sem er sundlaug og pottar með ókeypis kvöld drykk. Öll 160 herbergi hótelsins eru með loftkælingu, öryggisboxi, DVD tæki, míníbar, sjónvarpi og hárþurrku.
Fjarlægð á (Karon Beach): 150 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 200
Swissotel Resort Phuket****
100/10, Mu-3, Kamala Beach Road
Katu, Phuket 83150
RÚMGÓÐ HERBERGI OG FJÖLSKYLDUVÆNIR AFÞEREYINGAR MÖGULEIKAR
Þetta hótel hentar vel fyrir alla fjölskylduna, ekki síst vegna rúmgóðra herbergja, og þeirra mörgu afþreyinga möguleika sem það bíður upp á. Hótelið er á Kamala ströndinni í rólegu umhverfi en þó aðeins í 10 mín. keyrslu frá fjörinu á Patong Beach. Á hótelinu eru 180 herbergi, sem eru rúmgóð og eru öll með sér svefnherbergi, stofu og svölum. Herbergin uppfylla allt það sem fyrsta flokks hótel hefur að bjóða, loftkælingu, internetaðgang, TV/DVD, öryggishólf, ísskáp, örbylgjuofn, hárþurku og margt fleira. Öll herbergi eru svölum eða verönd. Annað sem rétt er að nefna er veitingarstaður, café, sundlaug og barnalaug með rennibraut, æfingarsalur og spa, ásamt “Kids World” fyrir börnin með fjöldan allan af leiktækjum. Við mælum með þessu hóteli fyrir barnafjölskyldur.
Fjarlægð á strönd(Kamala): 200 m.
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 10 mín. keyrsla
Nai Yang Beach Resort***
65/23-24 Nai Yang Beach Rd.
Sakhu, Thalang, Phuket 83140
Mikið FYRIR PENINGINN Á NAI YANG BEACH
Það eru 168 herbergi á þessu hóteli sem liggur við Nai Yang Beach á norðurhluta Phuket eyju, ca. 30-40 mín. keyrslu frá Patong en rétt hjá flugvellinum. Sérstaklega gott hótel fyrir þá sem vilja afslöppun í rólegu umhverfi, langt frá næturlífinu á Patong og fjölmennari ströndum sunnar á eyjunni. Hótelið er 100 m. frá Nai Yang ströndinni.
Ströndin er með þeim rólegri á vesturströnd Phukets, en þar er að finna marga litla veitingarstaði með ódýrum og góðum mat. Herbergin eru einföld, stílhrein með svölum eða palli. Það er standard á herbergjum, loftkæling, kabal sjónvarp, hárþurka, minibar, baðherbergi og öryggishólf. Á hótelinu er m.a. sundlaug, barnalaug, sundlaugarbar, scuba köfunarmiðstöð, veitingarstaður og internet. Á Nai Yang Beach fáið þið gott hótel á góðu verði, staðsetninginn er góð en hótelið er langt frá vinsælustu ferðamannastöðum á Phuket.
Fjarlægð að strönd (Nai Yang Beach): 100 m.
Fjarlægð á veitingarstaði: 100 m.
Fjarlægð í verslun/skemmtun (Patong): 30 km
Kata Poolside Resort***
36-38 Kata Road, Kata Beach
Phuket 83100
GOTT FERÐAMANNAHÓTEL MEÐ STÓRUM HERBERGJUM Á GÓÐU VERÐI.
Kata Poolside er eitt af fáum fjölskyldureknum hótelum á Phuket en á þessu hóteli finnið þið strax við komuna þá hlýju og það góða andrúmsloft sem einkennir stemminguna á þessu hóteli. Á hótelinu eru 72 herbergi í 2 byggingum á 3 hæðum en á milli bygginganna er sólríkur og góður sundlaugagarður. Herbergin eru stór með loftkælingu, minibar, öryggishólf, síma, sjónvarp, hárþurku svölum eða verönd. (en það er ekki mikið útsýni af svölum eða verönd). Hótelið er í miðjum bænum Kata en það eru aðeins 200 m. niður á Kata ströndina. Veitingarstaður hótelsins liggur við aðalgötuna og er vinsæll og ódýr sjávarréttarstaður.
Fjarlægð að strönd (Kata Beach): 200 m.
Fjarlægð í veitingarstaði/verslun: 10 m
KRABI
Það er sagt að svæðið í útjaðri Krabi sé með þeim sérstökustu og fallegustu á Thailandi en þar er í raun um að ræða einstakar náttúruperlur. Það er mikið af stórum og sérstökum kalksteinum í kringum eyjuna og það er eins og þeim hafi verið stráð af handahófi um þetta fallega hafsvæði. Við Krabi eru meira en 20 víkur, hver annari fallegri, sem eru eins og perlur á festi eftir hinni 15 km. löngu strandlengju. Þetta svæði er einnig vinsælt til köfunar og til að snorkla.
Ao Nang Beach
Lífleg strönd þar sem mikið er um að vera, dagsferðir, veitingarstaðir og barir, sú strönd sem er mest heimsótt á svæðinu. Longtail bátar sigla meðfram ströndinni og bjóða uppá siglingar til Railay Beach eða út í hinar fjölmörgu eyjar sem er að finna í nágrenninu.
Railay Baech
Róleg strönd en þangað er einungis hægt að komast sjóleiðina. Sjávarréttarveitingarstaður og barir en ströndin er vinsæl hjá ungu fólki. Gistingin er einföld og öll í smáhýsum (bungalow).
Klong Muang Beach
Falleg strönd með hvítum sandi, en sérstaðan er fyrst og fremst fámennið og rólegheitin þar sem hún er “dálítið falin” frá þeim svæðum sem mest eru sótt á Krabi.
Sheraton Krabi Resort ****+
155 Moo 2, Baan Klong Muang
Nong Talay, Krabi 81000
RÓLEGT UMHVERFI OG ÞÆGINDI Í TOPP
Sheraton Krabi Beach Resort er á þeim hluta af Krabi-svæðinu sem mjög exótískur og liggur á 1.8 km langri og frekar einangraði strönd sem heitir Klong Muong. Í þessu frábæra umhverfi getið þið notið friðsældar og rólegheita en samt bara 15. mín keyrsla til Ao Nang en þar er mikið úrval af veitingarstöðum og búðum. Sheraton Krabi Beach Resort er með 246 herbergi, sem öll eru með Thailenskri hönnun. Sheraton Krabi Beach Resort hefur allt það sem fyrstaflokks hótel hefur uppá að bjóða: Tvær sundlaugar niður við ströndina, barnalaug, hengikojur í trópískum garði, og tennisvelli bara til að nefna eitthvað. Hér er stutt sagt allt það sem maður getur ímyndað sér fyrir trópíska paradís. Ef þið eruð fyrir dekur þá farið og heimsækið Mandara Spa. Hótelið hentar bæði fyrir pör og fjölskyldur með börn.
Fjarlægð á strönd (Klong Muong): 10 m
Fjarlægð á veitingarstaði / verlsun: 8 km (Aonang
Aonang Villa Resort ****
113 Ao Nang Beach, Muang,
Krabi 81000
BESTA STAÐSETNING Á AO NANG Beach
Aonang Villa er á miðri Ao Nang ströndinni og er fyrsta flokks hótel. Herbergin eru rúmgóð og smekklega innréttuð í Thai stíl og með öllum nútíma þægindum.
Á hótelinu getur þú tekið þér kælandi sundsprett í einum af 2 sundlaugum, eða bókað spa meðferð í nýrri hluta hótelsinns sem opnaði um haustið 2008. Síðan er hægt að njóta kvöldverðar í einum af 2 veitingastöðum í garðinum með útsýni yfir sjóinn, en annars er fjöldi veitingarstaða á svæðinu svo nóg er um að velja.
Fjarlægð á strönd (Ao Nang): 30 m
Fjarlægð á veitingarstað/verslun: 200
Krabi La Playa ****
143 Moo 3 Tambol Ao Nang
Amphur Muang Krabi 81000
NÝLEGT OG VINSÆLT FYRSTA FLOKKS HÓTEL STAÐSETT 150 METRA FRÁ AO NANG-STRÖNDINNI.
Garðurinn við La Playa er með fallega 800 fermetra stóra sundlaug sem er mjög fallega skreitt.. Veitingastaðurinn er einnig við sundlaugina og virkar bæði sem morgunverðar veitingastaður og á kvöldin sem smekklegur Thai-veitingastaður. Á hótelinu er einnig spa og æfingasalur. Falleg superior herbergin eru smekklega innréttuð, í fallegum litum og hér er blandað saman Thailenskum og Skandinavískum stíl. Öll herbergin eru með svalir, míníbar, loftkælingu, sjónvarp og síma. Fyrir barnafjölskyldur er möguleiki á að fá 2 sér herbergi með hurð á milli. Frá Krabi La Playa eru aðeins nokkrar mínútur að ströndinni og hér er einnig mikið úrval af verlsunum og veitingastöðum
Fjarlægð á strönd (Ao Nang): 150 m
Fjarlægð á veitingarstað/verlun: 50
Sand Sea Resort ***
39 Moo, 2 Ao Nang Muang
Railay Beach, 81000 Krabi
SNYRTILEGT FERÐAMANNAHÓTEL MEÐ SMÁSHÝSUM, STAÐSETT Á HINNI FALLEGU RAILAY STRÖND
Það er 15 mín. sigling frá ströndinni Ao Nang að hótelinu, takið eftir að bátarnir sigla ekki þegar það er fjara og þegar það er orðið dimmt, þess vegna er ekki möguleiki á að koma til Krabi eftir kl. 17.00
Sand Sea er með smáhýsi í mörgum verðflokkum, en við höfum valið að nota aðeins superior og deluxe bungalows með loftkælingu.
Railay Beach er þekkt fyrir að vera besta sandströndin á Thailandi, en á góðri fjöru koma glæsilegir kórallar í ljós, en það á reyndar við víða á Krabi. Á hótelinu er sundlaug ásamt ódýrum og góðum veitingastað sem er á ströndinni, þar eru ekki seldir áfengir drykkir. Þá er bara að skella sér á nærliggjandi bari ef áhugi er fyrir slíku.
Fjarlægð á strönd (Railay Beach): 10 m
Fjarlægð á veitingastað/verslun: 15 mín með bát til Ao Nang
Kho Lak
Khao Lak er “snotur” bær í fallegu umhverfi ca. 100 km. norðan við Phuket. Khao Lak er sérstaklega vinsælt hjá fjölskyldum sem óska að upplifa góðar strendur ásamt skoðunarferðum eins og gönguferðir í frumskógin, kajak og kanó ferðir, fílaferðir í frumskóginn og margt fleira. Khao Lak er með fallegar hvítar strendur og krystaltæran sjó. Fyrir þá sem vilja snorkla eða kafa eru eyjarnar Similan og Surin einar af þeim bestu köfunarstöðum í heiminum aðeins 55 km frá Khao Lak. Besti árstíminn fyrir þetta svæði er frá nóvember fram í apríl.