Breytingar á ferðum til Bandaríkjanna.
Breytingar á tilhögun ferðaheimilda fyrir ferðamenn frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Frá og með 12. janúar 2009 verða ferðamenn–frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (“Visa Waiver Program”)–að sækja um rafræna ferðaheimild á vef bandarískra innflytjendayfirvalda; sjá: Electronic System for Travel Authorization (ESTA)
Opinber síða Bandaríkjastjórnar
Öllum viðkomandi farþegum er gert skylt að sækja um þessa heimild á rafrænu formi. Það er stefna bandarískra yfirvalda að ESTA leysi I94W formið af hólmi að reynslutíma loknum, en viðkomandi farþegar verða áfram að notast einnig við I-94W eyðublaðið eins og nú er gert um borð. Mælst er til þess að farþegar hafi með sér prentaða ESTA-kvittun fyrir flug.
Það er á ábyrgð farþegans að sækja um ESTA skráningu fyrir brottför til Bandaríkjanna. Æskilegt er að sótt sé um ferðaheimildina á vefnum minnst 72 tímum fyrir brottför. Reynt verður að afgreiða umsóknir sem berast með minni fyrirvara, en ekki verður hægt að tryggja afgreiðslu nema með fyrrgreindum fyrirvara. Flestum umsóknum er svarað um hæl. Þegar leyfið er veitt gildir það í tvö ár, en þá þarf einvörðungu að uppfæra ferðaupplýsingar fyrir hverja tiltekna ferð, þ.e. brottfarastað, flugnúmer og heimilisfang í Bandaríkjunum.
Frekari upplýsingar er að finna á vef bandaríska sendiráðsins (www.usa.is) eða á: http://www.cbp.gov/xp/cgov/travel/id_visa/esta/ og https://esta.cbp.dhs.gov”
Hlekkur beinnt inná ESTA á Íslensku
Ferðaheimild til Bandarríkjanna
“Aðvörun – Um tengingar:
Þessi flugleitarvél veitir upplýsingar um tengingar en veitir enga aðra þjónustu eða ábyrgð á tengingum. Flugfélögin vita ekki af þeim tengingum sem þú gerir og geta því ekki verið ábyrg ef þú missir af framhaldsflugi. Þú þarft að sjá um allt og bera ábyrgðina en færð vonandi betra verð í staðinn.
Gefðu þér nægan tíma:
Þú munt þurfa að bíða eftir farangri og skrá þig inn í hvert áframflug. Komuflugi gæti seinkað. Þú þarft tíma til að: Komast úr flugvélinni, bíða eftir töskum, vegabréfsskoðun, skipta um terminal, skrá þig í næsta flug, öryggisskoðun, ganga að flugvél, ofl.
Bókun:
Þegar þú bókar flug með fleiri flugfélögum er hugsanlegt að seinna flugið seljist upp á meðan þú bókar það fyrra. Draga má úr þessari hættu með því að vinna bókanirnar eins samhliða og kostur er.
Fyrirvari:
Notir þú þessa flugleit samþykkir þú að eiga ekki bótakröfu á hendur okkur eða flugfélögum ef þú missir af flugi eða vegna nokkurs annars tjóns sem leitt getur af því að nota flugleitina. Flugleitin getur sýnt tengingar sem ekki ganga upp í raun. Þú tekur ábyrgð á því að flugáætlunin sem þú velur sé traust.”
Neytendasamtökin gagnrýna ferðaskrifstofur fyrir að hækka verð á pakkaferðum
Það skal tekið fram að okkar verð hjá Ferð.is eru öll í Dönskum krónum, því fylgja verðin okkar gengi bæði upp og niður. En ef við auglýsum pakkaferðir í ISK þá breytist verðið ekki, sama hvað gengur á í gengismálum, kveðja Ferð.is
Samtök evrópskra lággjaldaflugfélaga tapa máli sínu fyrir Evrópudómstólnum
Ferðaviðvaranir
Utanríkisráðuneyti margra ríkja gefa út sérstaktar ferðaviðvaranir vegna ferðalaga til einstakra ríkja. Íslenskir ferðamenn sem huga á ferðalög til ríkja þar sem öryggi þeirra kann að vera ógnað, er bent á að fylgjast með ferðaviðvörunum sem eru gefnar út á neðangreindum vefsetrum:
* Danska utanríkisráðuneytið
* Sænska utanríkisráðuneytið
* Norska utanríkisráðuneytið
* Breska utanríkisráðuneytið
* Franska utanríkisráðuneytið
* Þýska utanríkisráðuneytið
* Bandaríska utanríkisráðuneytið
* Kanadíska utanríkisráðuneytið
* Ástralska utanríkisráðuneytið
Vegabréf, áritanir og bólusetningar
Það er á ábyrgð farþega sjálfra að sjá til þess að með í för sé gilt vegabréf, nauðsynlegar vegabréfsáritanir og bólusetningarvottorð. Athugið að mikilvægt er að gildistími vegabréfs nái sex mánuði fram yfir áætlaða heimkomu. Gott ráð er að hafa meðferðis nokkur afrit af fyrstu síðum vegabréfsins.
Upplýsingar um vegabréfsáritanir má fá á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins
Vegabréfsáritun til Thailands: Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun (frá júlí 2005) fyrir ferðir til Thailands sem vara 30 daga eða skemur.
Vegabréfsáritun til Kína: Sækja skal um áritun í Kínverska sendiráðinu, Víðimel 29, Reykjavík, s. 552 6751.
Skrifstofan er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á milli 9:00-12:00.
Heimasíða ýtið hér http://is.china-embassy.org/eng/
Umsækjendur skulu hafa meðferðis vegabréf og eina passamynd. Áritunarferlið tekur fjóra vinnudaga og kostar sjá hér http://is.china-embassy.org/eng/lsyw/zgqz/t526420.htm
Upplýsingar um bólusetningar má fá á heilsugæslustöðvum en gagnlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. Einngi er að finna gagnlegar ráðleggingar á heimasiðunni doktor.is
Einnig viljum við benda á myndræna danska heimasíðu sem skýrir vel út áhættuna og bólusteningar þörf um allan heim Vaccination.dk
Forfallatrygging & Slysatrygging
Ath. á Íslandi eru það eingöngu tryggingafélög sem selja þessar tryggingar allir aðrir sem selja þessar tryggingar eru ekki löglegir söluaðilar nema að það komi skýrt fram að þeir séu umboðsmenn viðkomandi tryggingafélags.
Fest tryggingfélög eru með þessar tryggingar sem sértryggingar og eða þær eru innifaldar í heimilistryggingum. Þannig að fók þarf ekki að kaupa þessar tryggingar af ferðaskrifstofu eða stóla á kreditkorta tryggingar.
Við mælum með að fólk hafi samband við tryggingarfélag sitt og láti útbúa sérstakt skjal sem það getur vísað á sjúkrahúsum þá er málið leist. En ef fólk er stólar á kreditkorta tryggingar sem þá lendir fólk undantekningarlaust í vandræðum.
Ákvæði laga um loftferðir nr. 60/1998 taka m.a. til ábyrgðar flytjanda á:
- lífs- og líkamstjóni
- seinkun á flugi
- glötuðum, eyðilögðum og skemmdum farangri og farmi
- upplýsingaskyldu til farþega
Reglugerð nr. 574/2005 tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi og í henni eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef:
- þeim er neitað um far
- flugi er aflýst
- seinkun á flugi
Reglugerðina má nálgast hér á íslensku og viðauka reglugerðarinnar á ensku.
Bæklingur um réttindi flugfarþega
Veggspjald um réttindi flugfarþega
Á upplýsingasíða Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega, má finna á ensku og öðrum tungumálum ESB upplýsingabæklinga sem og önnur ítargögn um réttindi flugfarþega.
Aðilar sem fara með eftirlit með framkvæmd laga er tengjast farþegum
Flugmálastjórn Íslands fer með framkvæmd laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og reglugerðar nr. 574/2005 um gildistöku reglugerðar EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður.
Flugmálastjórn Íslands fer ekki með úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum og hefur ekki heimild til að skera úr um réttindi og skyldur aðila að þessu leyti. Flugmálastjórn tekur þó til athugunar kvartanir viðskiptamanna í því skyni að ganga úr skugga um hvort viðkomandi flugrekandi fari að lögum og reglum.
Telji farþegi að flugrekandi eða söluaðili hafi ekki farið að þeim reglum sem settar eru í reglugerðinni eða loftferðalögum, skal hann fyrst leita réttar síns hjá flugrekanda eða söluaðila. Berist ekkert svar frá flugrekenda eða svarið er ófullnægjandi, er kvörtun/ábending borin upp við Flugmálastjórn með útfyllingu eyðublaðisins hér. Bréfaskipti við flugrekenda skulu fylgja með erindinu.
Athugið að vista eyðublaðið í eigin tölvu, fylla það síðan út og senda sem viðhengi í tölvupósti til: fms@caa.is. Einnig má prenta eyðublaðið út og senda það í pósti til:
Flugmálastjórn Íslands
Skógarhlíð 12
105 Reykjavík
Yfirlit yfir eftirlitsstofnanir innan ESB sem fara með eftirlit með framkvæmd laga er tengjast farþegavernd
Eftirlitsstofnanir innan EES ríkjanna
Neytendastofa fer með eftirlit með framkvæmd laga um alferðir (pakkaferðir) sbr. l. nr. 80/1994.
Neytendastofa
Borgartúni 21
105 Reykjavík
postur@neytendastofa.is
www.neytendastofa.is
Ferðamálastofa annast m.a. eftirlit með starfsemi ferðaskrifstofa, bókunarþjónustu og ferðaskipuleggjenda í samræmi við lög nr. 73/2005.
Ferðamálastofa
Lækjargötu 3
101 Reykjavík
upplysingar@icetourist.is
www.ferdamalastofa.is