Veðrið
Það er hægt að heimsækja Thailandsflóa allt árið, en önnur landsvæði verða “mis blaut” á regntímanum. Á Thailandi er desember til febrúar þurasti tíminn, með smá golu, en hitin hækkar frá mars og nær hámarki í maí. Á tímabilinu frá desember til maí er því lítil úrkoma. Í júní og júlí geta komið regnskúrir sem oftast eru á kvöldin og nóttinni en þær eru um leið frískandi vegna hitans. Í lok ágúst er komið meira “monsún” veður og stendur það fram í nóvember. Koh Chang er undantekning en þar er mikil úrkoma frá júlí til ágúst en minni aðra mánuði.
Háannatími í ferðamennsku á Thailandi: Desember til febrúar
Hua Hin
Hua Hin er friðsæll og skemmtilegur bær, sem liggur við Thailands flóann aðeins 3 1/2 tíma keyrsla frá Bangkok. Rólegur og góður sumarleyfisstaður, en þar er mikið úrval af veitingastöðum og verslunum. Minna en 30 km. norður af Hua Hin í átt að Bangkok er ferðamannastaðurinn Cha Am. Þar er einnig vinsælt og fjölskylduvænt strandsvæði, en þó er úrvalið af veitingastöðum og verslunum minna þar en í Hua Hin. Fyrir golf áhugamenn er þetta svæði “paradís” enda stutt á marga frábæra velli.
Koh Samui
Það er fátt sem kemst í líkingu við eyjuna Koh Samui hvað varðar frábærar strendur, fjöll, frumskógar og fossa. Í mörg ár voru nær eingöngu bakpokaferðalangar sem heimsóttu þessa fallegu eyju, en þegar samgöngur til eyjunnar urðu tíðari með tilkomu lítils og töfrandi flugvallar fór ferðabransinn að blómstra.
Efnaðri ferðamenn fóru að streyma til eyjunnar og féllu fyrir fegurð hennar, þess vegna varð þörf fyrir hótel með alþjóðlegum staðli. Það hefur þó ekki breytt því að hið rólega andrúmsloft, mun alltaf vera einkenni Koh Samui. Reglulegar ferjusamgöngur yfir til Kho Phangan og Koh Tao.
Koh Tao
Ef þið viljið dvelja á kyrrlátri lítilli eyju með pálmatrjám, yndislegri strönd með litlum fallegum strákofum við ströndina, þá er eyjan Koh Tao tilvalinn staður. Það eru engin stór hótel á eyjunni, en aftur á móti ágætis úrval að smærri hótelum og smáhýsum.
Koh Phangan
Aðeins eins klukkutíma sigling norður frá eyjunni Koh Samui er eyjan Koh Phangan og eru góðar ferjusamgöngur þarna á milli. Eyjurnar eru næstum því jafn stórar. Koh Phangan hefur dregið mikið af bakpokaferðamönnum til eyjunnar og þá ekki síst í teglsum við hin frægu “full moon partý”. Með nýjum og betri hótelum hefur gestum á eyjunni enda margt annað að sækja þangað en bara full moon parýin.
Koh Chang
Nálægt landamærunum að Cambodiu er eyjan Koh Chang sem þýðir Fílaeyjan. Eyjan hefur fengið þetta nafn, því frá lofti lítur eyjan út eins og fílahöfuð. Eyjan er 3. stærsta eyja Thailands. Eyjan er hluti af samnefndum þjóðgarði en regnskógur þekur meira en 75% af eyjunni. . Fyrir utan rólegt strandlíf þá er sérstaklega tvennt sem dregur ferðamenn að eyjunni: Göngur um náttúruna og köfunar/grunnköfunarferðir. Þegar farið er um frumskóginn er möguleiki á að sjá hina langhentu gibbon- og languraba sem sveifla sér á milli trjánna af mikilli list. Koh Chang hefur verið mjög vinsæl hjá okkur og höfum við t.d. endað flestar okkar hópferðir hér.