Sagan, náttúran og afslöppun.

Sagan, náttúran og afslöppun.

Dagana 21. nóvember til 11. desember mun Ferdin.is bjóða upp á ævintýraferð til Thailands. Eftir að komið er til landsins verður dvalið í Bangkok í tvo daga, en þá tekur við sjö daga hringferð inn í land þar sem m.a. verður farið að landamærunum að Burma. Þegar komið verður til baka til Bangkok verður gist þar í eina nótt, en þaðan verður síðan farið til paradísareyjunnar Koh Chang sem er rétt við landamærin að Kambódíu. Sjá nánari ferðaáætlun hér að neðan.

Ferðin hefst og endar í Kaupmannahöfn, en Ferdin.is mun bóka flug til og frá Kaupmannahöfn fyrir þá sem þess óska. Við höfum þetta fyrirkomulag til þess að þeir viðskiptavinir okkar sem eiga inni vildarpunkta eða vilja nýta sér önnur tilboð á þessari flugleið geti gert það.

Sjá nánar hér: www.ferdin.is/tilbod/thailand-i-november-med-islenskri-fararstjorn/

 

You may also like...