Bali

Bali ein af 13.000 eyjum í Indónesíu,  af mörgum talin sólbaðstaður númer 1 og á það sér margar skýringar. Umgjörðin er fullkomin – þægilegt loftslag, sólin gjöful, náttúran ótrúleg og menning fjölbreytt og spennandi. En það sem gerir Bali að einstökum stað og heldur manni föngnum, er lífsgleði og þjóðarsál íbúanna.

Hinir brosandi og glaðlegu íbúar Bali hafa þrátt fyrir vaxandi ferðamannastraum haldið menningu sinni og lífsviðhorfum, Það er góður eiginleiki sem hægt er að rekja til hinduisma sem þeir hafa þróað á eyjunni. Fyrir utan að trúa á fjöldan allan af guðum hindúa ber mest á Sanghyang Widhi en íbúar Bali trúa að næstum hvert einasta tré eða steinn hafa sína eigin sál. Íbúar á Bali trúa á endurfæðingu þess vegna reyna þeir að lifa í sátt og samlyndi hér á jörð veð von um að næsta líf verði betra.
Sem ferðamaður á eyjunni verður maður aðeins var við trúnna á afslappaðan hátt eins og sjálfsagðan hlut í lífi þeirra. Daglega verður maður einnig vitni af litríkum skrúðgöngum og hátíðlegum athöfnum.

Athugið:
Allar okkar ferðir á Bali eru í boði alla daga allt árið, einnig hægt að lengja og stytta þær, breyta og bæta allt eftir því hvað þú sjálfur hefur áhuga á.
Fyrir utan þær ferðir sem við bjóðum uppá þá er líka hægt að taka, dæmi 3ja vikna sólarfrí þar sem allar vikur eru á sama stað eða þið farið á milli staða og hótela að vild.

Vegabréfs áritun:
Það er ekki gagnkvæmur samningur milli Indónesíu og Íslands og þarf því áritun, hægt er að fá hana hjá sendiráði þeirra í Osló en auðveldast er að fá hana við komu til landsinn því það er hægt að kaupa hana á flugvellinum við komu.
Hægt að fá 30 daga ferðamannaáritun á flugvelli og kostar hún 25$ eða tæpar ISK 3.500,- einnig þarf að greiða skatt þegar maður fer en hann er 150.000,- IDR eða ca. 1.500,- ISK fyrir millilandabrottfarir en ef þú flýgur innanlands er það 40.000,- IDR eða ca. ISK 400,-

Ýtið á myndina til að skoða videó

[lightbox_image size="full-half" image_path="https://www.ferdin.is/wp-content/uploads/Bali-4-1920x1080.jpg" lightbox_content="https://youtu.be/ri90qZuFwb8" group="Video" description="Ferðin.is kynnir Bali"]

Ferðir til Bali

Við munum bjóða uppá nokkrar pakkaferðir til Bali, hægt er að fara í þessar ferðir alla daga allt árið. Verðin eru mismunandi eftir árstíma, einnig eftir því hvaða gistimöguleikar eru valdir.

Þessar ferðir byrja sem einka ferðir, í þeim hluta ferðist  þið með einka bílstjóra og einka leiðsögumanni. Ferðirnar byrja oftast á einkahlutanum en síðan eruð þið á eigin vegum á góðum hótelum við strönd.

Hægt er að lengja þessar ferðir og bæta við þær skoðunarferðum eða lengja þær á þeirri strönd eða stað sem ferðin endar á.

Hafið samband við okkur ef þið finnið ekki ferð við hæfi þar sem við getum sérsmíðað ferð að ykkar eigin ósk.

Alment:
Check ind/check ud: Að innrita sig inn á hótelin getur átt sér stað frá kl 14:00, en þegar þið skráið ykkur út þarf það að vera milli kl 11:00 - 12:00
Jóla- og nýárs máltíðir: Hótelin eru oftast með skildubundnar jóla- og nýarsmáltíðir, verðið er gefið upp við staðfestingu.
Keyrsla og ferðir: Keyrsla og ferðir eru farnar með minnst 2 einstaklinga. Ef einn einstaklingur ferðast þá er verðið yfirleitt tvöfalt á akv. Ferðum. Börn undir 12 ára fá 50% afslátt, þegar það eru minnst 2 fullornir.

Veðrið:
Frá nóvember til mars flytur monsuninn regn til Balí og Lombok og í janúar er oftast mjög mikil rigning á þessum svæðum. Þurrkatímabilið nær frá apríl til og með oktober. Á þessu tímabili rignir ekki svo oft og loftrakinn er þægilegur. Meðalhitastig á Balí eru um 30 gráður allt árið.

Við erum með danska umboðsmenn á Balí:
Ef eitthvað óvænt kemur uppá/þið þurfið nauðsinlega hjálp, meðan á dvöl ykkar á Balí stendur yfir þá getið þið haft samband við þjónustu skrifstofu okkar á Balí. Hér eru 2 danskar konur sem hafa búið á Balí í 12 ár. Minni Vangsgaard og Else Poulsen tala indónesisku og þekkja eyjuna og menningu hennar mjög vel. Þær eiga einnig bestu köfunamiðstöð á Balí, Crystal Divers

Gott að vita

Hringferðir
Hringferðir okkar er hægt að sníða að hverjum og einum, alveg eftir ykkar óskum, og ef þið óskið eftir að lengja fríið, búa á öðrum hótelum m.m þá aðstoðum við gjarnan.
Allar ferðir okkar eru á einstaklings vegum þannig að þið fáið eigin bíl og leiðsögumann í allri ferðinni. Við höfum upplifað að fólk fær meira út úr ferðinni með eigin leiðsögumanni en í hóp með 20 öðrum ferðalöngum í rútu. Gestir okkar kynnast leiðsögumönnum betur og hafa meiri áhrif á ferðina ásamt því að upplifia mun meira en í rútuferðum. Allir leiðsögumenn eru enskumælandi.
Leiðsögumaður verður ekki til ráðstöfunar þá daga á hóteli þar sem stendur í ferðalýsingu "á eigin vegum".
Flug frá Danmörku til Indónesíu er ekki innifalið í verði á pakkaferðum - en hafið samband, við gefum upplýsingar um ódýrasta flugverðið.

M = Morgunverður
H = Hádegisverður
K = Kvöldverður

  • Við höfum sett saman hringferðir út frá reynslu okkar í gegnum árin. Ef þið óskið eftir einhverju öðru eða viljið búa á öðru hóteli en gefið er upp er það að sjálfsögðu möguleiki. Það er fullur sveigjanleiki í hringferðum okkar! Ferðaskrifstofan reiknar út nýtt verð á ferðinni, eftir þeim óskum sem þið komið með.
  • Ef þið farið frá hótelinu um morguninn áður en veitingastaðurinn opnar þá er morgunverður ekki innifalinn. Morgunverðar veitingastaðir opna venjulega um kl 07:00
  • Á þeim hótelum þar sem gefið er upp 2 fullorðnir og 2 börn í sama herbergi, þá grundvallast verðið á tveggjamannaherbergi með auka flatsæng. Því getur verið svolítið þröngt á herbergjunum.
  • Þegar tekið er frá herbergi fyrir 3 einstaklinga, þá fáið þið oftast herbergi með tveggjamanna rúmi og auka "roll away" rúm.
  • Allar hringferðir eru farnar með minnst 2 fullorna einstaklinga sem ferðast saman. Einstaklingar sem ferðast einir þurfa því að greiða, fyrir utan einsmanns herbergi verð fyrir 2 í ferð ef ferðin er þannig samansett.

 

Ýtið á myndirnar hér að neðan til að skoða bæklinga