Chiang Mai
Höfuðborg norður Thailands, Chiang Mai er í fallegum dal með þægilegu loftslagi staðsett ca. 800 km norður af Bangkok. Í dag er Chaing Mai meðal stærstu borga í Thailandi með mikið úrval af spennandi upplifunum – bæði í og fyrir utan borgina. Í Chiang Mai eru yfir 300 hof, og er Doi Suthep hofið sem er staðsett um 1000 m. yfir sjávarmáli og með stórkostlegt útsýni yfir dalinn, eitt af táknum Chiang Mai um glæsilega fortíð. Það er heillandi að fara á fætur við sólarupprás og sjá þegar munkarnir fara af stað á morgnana með kerin sín, ganga á milli íbúanna til að taka við fórnargjöfum, en þá fyllist bærinn af ákveðinni dulúð. Næturmarkaðurinn er mjög stór og er þess verður að vera heimsóttur. Chiang Mai er einnig tilvalinn staður fyrir ykkur sem óskið eftir að fara í langar gönguferðir eða vilja leigja hjól. Fílabúgarður er í ca. klukkutíma keyrslu frá Chiang Mai þar getið þið upplifað hvernig þessi stóru dýr eru tamin og fyrir þau sem áhuga hafa á er hægt að fara á fílabak.
Chiang Rai
Chiang Rai liggur 100 km. norður af Chiang Mai, á svæðinu nálægt “Gyllta Þríhyrningnum”. Bærinn er góður upphafsreitur fyrir gönguferðir inn í “Hinn Gyllta þríhyrning” og fjallasvæðin Doi Tung og Mae Salong eða til hins töfrandi smábæjar Mai Sai. Þetta er mesta fjallasvæði Thailands og íbúarnir á þessu svæði eru mismunandi þjóðflokkar. Það eru 6 ólíkir þjóðflokkar fjallafólks í norður Thailandi: Akha, Hmong, Lisu, Karén, Lahu og Mien.