Fleiri flugfélög krefjast API

Fleiri flugfélög og lönd eru nú að auka öryggi farþega með því að ferðaskrifstofur eða söluaðilar farseðla fylli út API upplýsingar um farþegana.emirates logo
Það flugfélag sem var að bætast í lista sem alltaf er að lengjast er Emirates

Hvað er API = Advanced Passenger Infomation?
API er eftirfanandi upplýsingar sem fólk þarf að gefa upp við bókun:

 • Fornafn:
 • Millinafn:
 • Eftirnafn:
 • Karl eða Kona
 • Fæðingardag og ár
 • Dvalar land
 • Þóðerni
 • Vegabréfs númer
 • Í hvaða landi vegabréfið er útgefið
 • Gildistími vegabréfs
 • Áfangastað – Land – Borg – Gata – Póst nr.

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Ferðamannaáritanir til Thailands

Aðalræðisskrifstofa í keilufelli 2, 111 Reykjavík
Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 17-19 (eða eftir samkomulagi)

Aðalræðismaður: Anna M. Þ. Ólafsdóttir
Sími: 823 2676 eða 571 0224 (á opnunartíma, annars talhólf og hringt til baka)
Fax: 571 0961

Netfang: amol(hjá)talnet.is

Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar á www.konsull.net
Einnig upplýsingar þar á thailensku og ensku.
Umsókn sem er skilað á mánudegi er tilbúinn á miðvikudegi og öfugt.

Gögn sem hver umsækjandi þarf að skila(líka börn) til að fá ferðamannaáritun:

 • Útfyllt umsókn með einni mynd
 • Vegabréfið og ljósrit af vegabréfinu (vegabréf þarf að gilda í lámark 6 mánuði lengur en heimkomudagur)
 • Ljósrit af farseðli eða ferðaáætlun (fæst ekki til baka, fylgir umsókninni)

Til að fá ársáritun þarf auk þessa:

 • Staðfestingu á að vikomandi geti séð fyrir sér meðan hann er í Thailandi t.d. frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóði um væntanlegar greiðslur, þann tíma sem viðkomandi ætlar að vera í Thailandi eða staðfestingu frá banka um innistæðu sem dugar til framfærslu (ca. 130.000,- á mánuði). Upphæðir þurfa að koma fram á þessum staðfestingum sem þurfa að vera á ensku.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Dúndur tilboð til Bali

Í samvinnu við Qatar Airwys getum við boðið uppá frábærar pakkaferðir frá Kaupmannahöfn í nóvember og fram til 22. febrúar 2013.

Verðin eru frá ca. ISK 235.000,-

Innifalið í verði er:
* Flug Kaupmannahöfn – Denpasar (Bali) b/l
* 14 nætur á hóteli með morgunverði
* Keyrsla frá flugvelli á hótel b/l
* 5 skoðunarferðir á þekkta staði
* 1 x ókeypis nudd eða 1 flaska af víni.
* Einka ferðaráðgjafi á meðan dvöl stendur.

Brottför frá Köben alla föstudaga frá 01. nóv. 2012 til 22. feb. 2013

Sjá nánar hér um tilboðið

Posted in: Tilboð

Leave a Comment (0) →

Thailand í nóvember með íslenskri fararstjórn

Dagana 14. nóvember til 7. desember stendur Ferdin.is fyrir einstakri ævintýraferð til Thailands. Þema ferðarinnar er NÁTTÚRA – SAGA – UPPLIFUN – AFSLÖPPUN. Ferðin hefst á þrem dögum í Bangkok, þá tekur við níu daga ferð norður í land til Chang Mai,  þá verður farið til paradísareyjunnar Koh Chang sem er rétt við landmærin að Kambódíu og dvalið þar í sex daga. Ferðin endar síðan með þrem dögum í Pattaya, sjá nánari ferðaáætlun hér að neðan.

Ferðin hefst og endar í Kaupmannahöfn, en Ferdin.is mun bóka flug til og frá Kaupmannahöfn fyrir þá sem þess óska.

Ferðaáætlun

14. nóvember. Kaupmannahöfn – Bangkok.
Lagt af stað frá Kaupmannahöfn kl. 14:00 og flogið með Thai Airways, áætlaður flugtími 10 klst og 30 mín.

15. nóvember. Komið til Bangkok.
Áætluð lending á alþjóðarflugvellinum við Bangkok kl. 6:30. Akstur frá flugvelli á hótel ca. 45 mín. Dagurinn á eigin vegum. Rétt að taka því rólega framan af degi og slappa af eftir langt ferðalag.  Síðan, í samráði við fararstjóra, er rétt að fara á stjá og kynna sér  nánasta umhverfi hótelsins, en gist er í Kínahverfinu og því margt áhugavert að sjá. Gist á Grand China Princess.
(morgunverður)

16. nóvember. Bangkok.
Eftir morgunverð verður farið í skoðunarferð um Bangkok þar sem farið verður í Grand Palace og Wat Phra Keo. Konungur Thailands bjó forðum í Grand Palace og eru þar margar merkar byggingar auk þess sem við kynnumst þar vel sögu landsins og byggingarlist. Merkasta byggingin á svæðinu er Wat Phra Keo en þar innan dyra er „Emerald Buddha“ sem er það buddalíknesi sem mestur átrúnaður er bundin við á Thailandi. Á Grand Palace svæðinu er margt að sjá og mynda, en óheimilt er að mynda „Emerald Buddaha“ líkneskið sjálft.  Skoðunarferðin  endar á hádegisverði. Eftir mat verður farið til baka á hótelið eða  í verslunarleiðangur, en ekki er ósennilegt að eitthvað þurfi að versla áður en laggt verður af stað norður í  land. Gist á Grand China Princess.
(morgunverður/hádegisverður)

17. nóvember. Bangkok
Eftir morgunverð er lagt af stað á fljótandi markað (Damnoensaduak Floating Market). Það er rúmlega klukkutíma akstur á markaðinn, en sjá má myndir frá markaðinum á icethai.is.  Komið til baka á hótelið um hádegi. Það sem eftir er dagsins á eigin vegum. Gist á Grand China Princess.
(morgunverður)

18. nóvember. Bangkok – Tak
Eftir morgunverð er farið af Grand China Princess hótelinu og haldið niður að Chao Phraya ánni þar sem farið er um borð í bátinn „Pearl of Siam“. Með bátnum verður siglt að rústum Ayutthaya fyrrum höfuðborgar Siam, nú Thailands, en þar verður staðurinn skoðaður fengin  fræðsla um sögu hans. Snæddur verður hádegisverður um borð í bátnum en siglingarleiðin  er fjölbreytileg, allt frá  iðandi stórborginni yfir í afslappaða sveitarsæluna. Frá Ayutthaya verður haldið akandi norður til bæjarins Tak en þangað eru ca. 300 km. Tak stendur við fljótið Ping sem var áður aðalflutningsleiðin með vörur til nágrannalandsins Myanmar, nú Burma. Kvöldverður á Krua Kraset Restaurant og gist á Viang Tak Riverside Hotel.
(morgunverður/hádegisverður/kvöldverður)

19. nóvember. Tak Mae Sot
Eftir morgunverð verðurhaldið af stað „út í náttúruna“ en hægt er að segja að þessi dagur, eins og reyndar flestir dagar ferðarinnar, einkennist af mikilli náttúruupplifun.  Þennan dag verður farið um svæði sem er rétt við landamærin við Burma. Þar mun hópurinn kynnast framandi ættbálkum sem búa á svæðinu, upplifa náttúruna gangandi, akandi og sigla síðan á Mae La Mao ánni. Á þessu svæði er hægt að upplifa náttúru, menningu og mannlífi sem er eins ólíkt og verið getur því sem hópurinn hefur þá kynnst í Bangkok. Hádegisverður á „local“ veitingarstað á leiðinni en kvöldverðurinn á Kao Mao Kao Fang Restaurant í Mae Sot. Gist á Centara Mae Sot Hill Resort.
(morgunverður/hádegisverður/kvöldverður)

20. nóvember. Mae Sot – Chiang Mai
Eftir morgunverð höldum verður lagt af stað til Chiang Mai en þangað er ca. 400 km akstur. Á þessari leið ferðumst verður farið um svæði sem af mörgum er talið eitt fallegasta landsvæði Thailands. Hópurinn fær innsýn í lífið í þorpunum sem verða á leið hans, skoðaðir hrísgrjónastallar og grænn og gróskumikill regnskógurinn. Hádegisverður snæddur á leiðinni og komið síðla dags til höfuðborgar norður Thailands, Chiang Mai. Kvöldverður á veitingarstað hótelsins en gist er á Chaing Mai Plaza Hotel Chiang Mai.
(morgunverður/hádegisverður/kvöldverður)

21. nóvember. Chiang Mai
Norður hluti Thailands sem Chiang Mai stendur á var fyrr á öldum langtímum saman lokað frá öðrum hlutum landsins og er því saga svæðisins og menning um margt ólík öðrum hlutum Thailands. Á árumum 1281-1556 var borgin höfuðborg Lanna ríkisins, sem náði frá mið Thailandi í suðri til Laos í norðri. Lanna mætti þýða sem „ milljónir af hrísökrum“ sem segir okkur að þetta hafi verið ríkt ríki og eins hver verðmætin voru á þessum tíma. Chiang Mai er ein áhugaverðasta borg Thailands og er margt að sjá og skoða, bæði í borginni og utan hennar. Í borginni eru rúmlega 300 hof og er Doi Suthep „helgast“ þeirra. Hofið stendur á hæð sem er í rúmlega 1.000 metra hæð og er útsýnið úr hofinu yfir Chiang Mai og nágrenni þess er  stórkostlegt. Eftir morgunverð verður Doi Suthep hofið heimsótt og síðan haldið til bæjarins Sangkamphang eftir að hafa snætt hásegisverð á „local“ veitingastað. Bærinn Sangkamphang er þekktur fyrir glæsilegt handverk og  forn vinnubrögð. Litið verður við hjá handverksfólki við vinnu sína en þetta eru m.a. silfursmiðir, vefarar, tréskurðarmeistarar og einnig verður skoðað hvernig hinar litríku sólhlífarnar eru framleiddar. Síðan er farið aftur til Chiang Mai og gist á Chiang Mai Plaza Hotel.
(morgunverður/hádegisverður)

22. nóvember. Chiang Mai
Hvíldardagur í Chiang Mai, sem verður kærkomin eftir stýfa dagskrá dagana á undan. Hægt að slappa af við sundlaugina, rölta um bæinn eða skoða fjölmarga áhugaverða hluti sem er að finna í borginni. Gist á Chiang Mai Plaza Hotel.(morgunverður)

23. nóvember. Chiang Mai – Thator
Eftir morgunverð verður lagt af stað norður til Thaton. Á leiðinni þangað verður komið við á fílabúgarði, en þar kynnist hópurinn þessum stóru og gáfuðu skepnum auk þess sem hægt er að skella sér á fílabak um frumskóginn. Fílareiðin er ekki innifalið í verði ferðarinnar og þarf að greiða sérstaklega (ca. 3.500 kr pr/mann). Hádegisverður á „local“veitingastað í nágrenninu. Eftir að komið er til Thaton innritar hópurinn sig á hótelið sem stendur á fallegum stað með útsýni yfir Meakok fljótið. Kvöldverður á hótelinu en gist er á Meakok River Village Resort.(morgunverður/hádegisverður/kvöldverður)

24. nóvember. Thaton
Afslöppun í Thaton, en þó fjölmargt í boði fyrir þá sem þess óska s.s. ganga eða hjóla (hægt að leigja reiðhjól) um nágrennið, taka stutt námskeið í thailanskri matargerð, frumskógaferð ofl. Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á hótelinu. Aftur gist á Maekok River Village Resort.
(morgunverður/hádegisverður/kvöldverður)

25. nóvember. Thaton – Chiang Rai
Eftir morgunverð verður farið niður að Maekok fljótinu og þar um borð í fljótabát sem siglt verður  með til Chiang Rai. Náttúrufegurðin er ólýsanleg á þessum slóðum og siglingaleiðin því einstaklega falleg. Siglt verðru meðfram mörgum smáþorpum sem staðsett eru við fljótið en á þessum slóðum búa margir minnihluta hópar. Þessir þjóðflokkar hafa flúið til landsins frá nágrannalöndunum, s.s. Burma, Laostíbet  og Kína. Helst þjóðarbrotin á svæðinu eru Akha-, Hmong-, Lisu-, Karen-, Lahu- og Mienfólk. Eftir að komið er til Chaing Rai verður snæddur hádegisverður á hótelinu en við gistum á Dusit Island Resort Chaing Rai. Dagurinn er ekki skipulagður að öðru leyti.
(morgunverður/hádegisverður)

26. nóvember. Chiang Rai
Eftir morgunverð er lagt af stað í skoðunarferð um Chiang Rai og nágrenni. Farið verður í Gullna Þríhyrninginn, en það er fljótasvæði við landamæri Thailands, Laos og Myanmar(Burma) sem þekkt var fyrir ópíum sölu og smygl hér áður fyrr. Komið verður við í þorpum hjá ættbálkum sem áður fyrr höfðu sitt lifibrauð af ópíumrækt og sölu. Áhugaverður dagur í fallegu umhverfi. Hádegisverður í Imperial Golden Triangle. Eftir að komið er aftur til Chiang Rai er kvöldverður á hótelinu, en gist er á Dusit Island Resort Chiang Rai.
(morgunverður/hádegisverður/kvöldverður)

27. nóvember. Chiang Rai – Koh Chang
Eftir morgunverð er ekið út á flugvöllinn í Chiang Rai og flogið til Bangkok. Brottför frá Chiang Rai kl. 10:20 og lent í bangkok kl. 11:40. Frá flugvellinum í Bangkok verður ekið í suðurátt til Trat en frá Tart er ferjan tekin til eyjunnar Koh Chang. Komið til Koh Chang síðla dags og gist í smáhýsum á Chai Chet Resort. Það verður dvalið á eyjunni í 6 nætur, þ.e. til 3 desember. Þessa daga er hópurinn á eigin vegum en það er ýmislegt í boði þegar að það kemur að afþreyingu og mun fararstjóri fara yfir það á staðanum og skipuleggja dagana í samráði við hópinn. 
(morgunverður)

28. nóvember. Koh Chang
Þennan dag verður örugglega kærkomið að slappa af eftir ferðalagið dagana á undan.
(morgunverður)

29. nóvember. Koh Chang
Ekki ósennilegt að einhverjir vilji einnig taka því rólega þennan dag, því eyjan er kjörin staður til afslöppunar. (morgunverður)

30. nóvember. Koh Chang
Fyrir þau sem vilja nú fara að sjá meira af eyjunni þá er t.d. hægt að fá sér kajak og dóla sér með ströndinni. Eyjan Koh Chang er hluti af þjóðgarði er lögð áhersla á rólegheit á staðnum og er því t.d. ekki leyfilegt að vera með Jet sky eða önnur „hávaðatæki“ á svæðinu. Einnig er hægt að fara í göngu inn í eða yfir eyjuna með leiðsögn. Koh Chang er fjalllend og þakin frumskógi að mestu og því ekki ráðlegt að fara langt inn í skóginn án leiðsagnar.
(morgunverður)

1. desember. Koh Chang
Fyrir þau sem eiga eftir að fara á fílabak í ferðinni, eða vilja skella sér aftur, þá er hægt að fara skemmtilega ferð inn í frumskóginn sem endar með því að baða sig með fílunum.
(morgunverður)

2. desember Koh Chang
Mælt er með því að allir fari í „snorkl ferð“ til nærliggjandi eyja. Þetta eru dagsferðir þar sem stoppað á nokkrum stöðum til að „snorkla“. Hægt er að sjá myndir frá Koh Chang á icethai.is.
(morgunverður)

3. desember. Koh Chang – Pattaya
Eftir morgunverð er lagt af stað til Pattaya en þangað er hálftíma ferjusigling og síðan rúmlega þriggja tíma akstur. Dvalið er í Pattaya í 3 nætur og eru þessir dagar á eigin vegum en það er ýmislegt í boði þegar að það kemur að afþreyingu og mun fararstjóri  skipuleggja þessa daga í samráði við hópinn.
(morgunverður)

4. desember. Pattaya
Í Pattaya er fjölmargt í boði þegar það kemur að afþreyingu og eins er mjög gott að versla á staðnum.
(morgunverður)

5. desember. Pattaya
Ekki má gleyma því að Pattayasvæðið þykir mikil golfparadís.(morgunverður)

6. desember. Pattaya
Þá er komið að heimferð, en lagt er af stað út á flugvöll ca. kl 20 (nánari tímasetning síðar). Farið í loftið frá flugvellinum í Bangkok kl 00:50. 
(morgunverður)

7. desember. Kaupmannahöfn – Keflavík?
Lent í Kaupmannahöfn kl 6:35.

Verð aðeins kr 440.000- pr. mann miðað við 2 í herbergi, en kr 526.000- pr. mann ef 1 er í herbergi.

Athugið takmarkað sætaframboð.

 

Innifalið í verði:

 • Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel.
 • Gisting í  3 nætur með morgunverði á Grand China Princess hótel.
 • Gisting í 9 nætur með morgunverði í hringferðinni norður í land.
 • Flug með Thai Airways frá Kaupmannahöfn til Bangkok 14. nóv. og til baka 7. des.
 • Gisting í 6 nætur með morgunverði í smáhýsum (bungalows) á Chai Chet Resort Koh Chang. (eða sambærileg gisting)
 • Gisting í 3 nætur með morgunverði á Woodland hóteli í Pattaya (superior room).
 • Skoðunarferð um Bangkok, Grand Palace ofl.
 • Skoðunarferð á fljótandi markað fyrir utan Bangkok.
 • Enskumælandi leiðsögumaður, dagur 5 – 13.
 • Fullt fæði í 6 daga, dagur 5, 6, 7, 10, 11, 13.
 • Hálft fæði 4 daga, dagur 3, 4, 7, 12.
 • Sigling frá Bangkok til Ayutthaya.
 • Létt „river rafting“ á Mae La Mao fljótinu í gúmmibátum.
 • Hálfsdagsferð til Doi Suthep hofsins.
 • Hálfsdagsferð í handverksbæinn Sangkamphang.
 • Ferð í fílabúðir („reiðtúr“ ekki innifalinn).
 • Heimsóknir í nokkur fjallaþorp.
 • Sigling á Maekok River á fljótapramma.
 • Dagsferð í „Gullna Þríhyrninginn“.
 • Flug frá Chiang Rai til Bangkok.
 • Akstur og sigling frá Bangkok til Koh Chang.
 • Akstur og sigling frá Koh Chang til Pattaya.
 • Akstur frá Pattaya á flugvöll við Bangkok.
 • Íslensk fararstjórn.

 

Ekki innifalið í verði:

 • Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
 • Drykkir.
 • Ferðir sem eru í boði á “frídögum”.
 • Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar.
 • Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.

Posted in: Tilboð

Leave a Comment (0) →

Upplýsingar og ráð vegna Thailandsferðar

 • VISSIR ÞÚ AÐ…….
 • Að venjuleg mánaðarlaun hjá sjómanni er 4.500 baht, verkamaður
 • í verksmiðju 6.000 baht, lögreglumaður 6.600 baht og
  byggingarverkamaður 4.500 baht.
 • Að fíll borðar 250 kg. af ávöxtum og grænmeti á dag.
 • Að það eru þing kosningar á 4 ára fresti.
 • Að konur fá 3 mánaða fæðingarorlof þar sem bara 1 mánuður er
  greiddur af atvinnurekanda.
 • Að allir karlmenn geta gengið í munkaklaustur í 3 mánuði þar sem 1
  mánuður er greiddur af atvinnurekanda.
 • Að klístraður rís “sticky rice”, eingöngu er borðaður með fingrum.
 • Að maður notar gaffal og skeið í Thailandi ekki pinna/prjóna.
 • Að Thailand hét Siam til ársinns 1939 en þá breyttu menn nafninu.
 • Að Thaiboxing er þjóðaríþrótt Thailendinga.
 • Að haldið er uppá nýjaárið þrisvar á ári.
 • Að Thailenska þjóðsöngnum er útvarpað og sjónvarpað á hverjum
  degi kl. 08:00 og kl. 18:00.
 • Að skólaskyldan er bara 6 ár fyrir thailensk börn

Skoðið nánar með því að ýta hér

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Nýr 54 síðana Thailands bæklingur

Flestir Íslendingar óska eftir því að hafa meira svigrúm og ráða sér sjálfir þegar þeir fara í frí til Thailands. Út frá þeim óskum bjóðum við uppá þennan 54 síðna bækling um Thailand. Á þessum síðum getið þið lesið um fjöldan allan af spennandi hótelum, frá einföldum bungalows á ströndinni eða lúxsus hótel með spa, einnig eru mjög margar og áhugaverðar skoðunarferðir og hringferðir. Um allt Thailand bjóðum við uppá keyrslu til og frá flugvöllum á hótel. Pantið þessa þjónustu að heiman svo þið komist fljótt og örugglega á áfangastað.

Ýtið hér til að skoða bæklinginn

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Út í Heim bæklingar á Dönsku

Hér fyrir neðan eru hlekkir á online bæklinga sem sýna þær heimsálfur, lönd og staði sem við getum boðið uppá í gegnum samstarfaðila okkar.

Africa
Seychellerne Brochure (0 MB)

Carribean Area
Cuba (0 MB)
Cuba prisliste (0 MB)

Far East
2&10 Thailand m. SAS-allotment sommer 2012 (0 MB)
Bali brochure (0 MB)
Bali prisliste apr12-okt12 (0 MB)
Bali prisliste nov11-mar12 (0 MB)
Bali sommertilbud 2012 m. Qatar Airways (0 MB)
Borneo brochure (0 MB)
Borneo prisliste 11/12 (0 MB)
Borneo prisliste 2012/13 (0 MB)
Malaysia brochure 2011 (0 MB)
Malaysia brochure 2011/12 (0 MB)
Malaysia prisliste 2011 (0 MB)
Malaysia prisliste 2011/12 (0 MB)
Thailand all-inclusive 2011-12 (0 MB)
Thailand brochure 2011/12 (0 MB)
Thailand prisliste 2011/12 (0 MB)
Thailands Mystik 11/12 – prisliste (0 MB)
Thailands Mystik m. dansk rejseleder 11/12 (0 MB)
Thailands Templer 12/13 – prisliste (0 MB)
Thailands Templer m. dansk rejseleder 12/13 (0 MB)

North America
Air Cruise Vest (0 MB)
Air Cruise Øst (0 MB)
Canada (0 MB)
Canada prisliste 2011-12 (0 MB)
Canada prisliste 2012-13 (0 MB)
Florida katalog 2011-12 (0 MB)
Florida katalog 2012-13 (0 MB)
Florida prisliste 2011-12 (0 MB)
Florida prisliste 2012-13 (0 MB)
Mexico brochure (2.21 MB)
USA katalog 2011-12 (0 MB)
USA katalog 2012-13 (0 MB)
USA prisliste 2011-12 (0 MB)
USA prisliste 2012-13 (0 MB)

South West Pacific
Australien (0 MB)
Australien prisliste 2011-12 (0 MB)
Australien prisliste 2012-13 (0 MB)
New Zealand (0 MB)
New Zealand prisliste 2011-12 (0 MB)
New Zealand prisliste 2012-13 (0 MB)

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Dúndur sumartilboð

Notið sumarfríið og takið börnin með 6 brottfarir í beinu flugi með SAS frá Kaupmannahöfn til Bangkok.
I Bangkok hafið þið 2 gistinætur, áður en þið verðið keyrð eða flogið áfram til trópiskra baðstranda við Hua Hin, á Koh Samui eða á Phuket, þar sem þið hafið 10 gistinætur.
Það er hægt að velja milli Standard eða Deluxe-pakka. Verð frá DKK 7.195,- eða aðeins ISK ca. 160.000,-

Nánar um tilboðið sjá hér

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Flug til Phuket

Frá janúar – mars 2012
Bjóðum við uppá flug með ThaiAirways beint frá Kaupmannhöfn til Phuket á völdum dögum á aðeins DKK 3.778,- með sköttum en fyrir utan bókunar og þjónustugjalds.
DKK 3778,- eru ca. ISK 85.000,-

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 7 of 8 «...45678