Vietnam páskar 2026.

Vietnam er einstaklega heillandi land en ætlunin er í þessari 25 daga ferð að kynnast margbreytileika þess og fegurð. Við munum ferðast "endana á milli" frá norðri til suðurs. Flogið er til höfuðborgarinnar Hanoi en heim frá Ho Chi Minh.  Við munum gista í Hanoi - Halong Bay - Hue - Hoi An - Ho Chi Minh - Mekong Delta og Phan Thiet.

Þessi þjóð á sér glæsta sögu en hefur jafnframt  farið í gegn um miklar hremmingar sem eðlilega hefur mótað fólkið sem þar býr.  Vietnamar hafa í gegn um aldirnar þurft að berjast fyrir tilveru sinni við nágranna sína Kínverja auk þess sem á síðust öld höfðu þeir betur gegn innrásaherjum Frakka og Bandaríkjamanna. Ákaflega stolt þjóð í fallegu landi.  Segja má að saga þessarar þjóðar sé blanda af sigrum og hörmungum.

Ferðin hefst í Hanoi, sem er höfuðborg landsins en fyrir utan það að skoða borgina og kynnast sögu hennar þá verður farið út í sveit þar sem m.a. er heilsað upp á bændur. Frá Hanoi verður haldið til Halong Bay. Á Halong flóanum verður siglt um í einstöku umhverfi sem einkennist af þúsundum kalksteinseyja en gist verður á flóanum í tvær nætur. Eftir siglinguna verður haldið aftur til Hanoi og tekið flugið til Hue og dvalið þar í 2 nætur. Frá Hue verður haldið akandi til Hoi An en þar verður stoppað í fjórar nætur. Frá Hoi An verður flogið niður til Hoi Chi Minh sem heimamenn kalla enn Saigon og dvalið þar í tvær nætur áður en við förum til Can Tho á Mekong Delta svæðinu en þar siglum við um Mekong í tæpan sólahring og gistum um borð í bátnum. Frá Can Tho verður haldið  til Phan Thiet með viðkomu í Saigon en í Phan Thiet gistum við í fimm nætur á Mui Ne ströndinni þar sem við slökum á fyrir heimferðina.

Þó svo flestir dagar séu með þéttskipaða dagskrá þá eru líka "frí"dagar inn á milli þar sem hægt er að slappað af eða skoðað og upplifað ýmislegt sem ekki er á formlegri dagskrá.

Athugið, það eru einungis 16 sæti í boði .

Ferðalýsingin er hér að neðan.

 

Allar upplýsingar um ferðina veitir Margeir Ingólfsson en hann hefur mikla reynslu af ferðum um Asíu.

Dagur 1, 29. mars: Keflavík – Hanoi

Lagt af stað frá Keflavík til Hanoi. Flogið með Icelandair til Oslo og þaðan mað Thai Airways til Hanoi með millilendingu í Bangkok.

Dagur 2, 30. mars: Hanoi (-/-/-)            

Komið til Hanoi að morgni.  Við komuna til Hanoi tekur enskumælandi fararstjóri á móti okkur og fylgir á hótelið, en þangað er ca. 45 mín akstur. Það sem eftir er dags á eigin vegum.

GistingAcoustic Hanoi Hotel & Spa, https://www.acoustichotel.com/

 

Dagur 3, 31. mars: Hanoi. Skoðunarferð um Hanoi (M/H/-)

Við leggjum af stað í skoðunnarferð um borgina kl 8:30. ekið verður fram hjá hinu sögufræga Ba Dinh torgi þar sem Ho Chi Minh lýsti yfir sjálfstæði Vietnam 1945. Bílstjórinn hleypir okkur út við Lenin Garðinn og þaðan verður gengið um nágrennið. Þar eins og víða í landinu má sjá fólk vinna við gamalt handverk en á sumum stöðum sem við heimsækjum er eins og tíminn hafi staðnað, jafnvel fyrir einhverjum öldum. Við heimsækjum hof bókmenntanna og kynnist hversu mikilvæg saga lands og þjóðar er íbúunum.

Síðan verður litið við í "þjóðminjasafninu" en það er bæði safn og rannsóknarsetur um hin mörgu og mismunandi þjóðarbrot sem byggt hafa upp Vietnam.

Hádegisverður á "local" veitingastað. Eftir mat verður gengið um gamla hluta Hanoi en bara að fylgjast með iðandi mannlífinu þar er upplifun. Enn og aftur er eins og við höfum stigið einhver skref aftur í tímann. Til að koma okkur aðeins út úr skarkalanum þá er ætlunin að heimsækja Thuong Tra te hús sem er staðsett í gamalli byggingu en þar fræðist þið m.a. um tedrykkju heimamanna og bragðið á teinu hjá þeim. Síðan verður gengið meðfram Hoan Kiem vatninu eins og fjölmargir heimamenn munu gera á sama tíma. Dagurinn endar á brúðusýningu, "Water Puppe show" en þetta er gamalt Norður Vietnamskt listform sem þeir nota m.a. til þess að segja sínar "Íslendingasögur", þ.e. sögur þjóðar sinnar.

GistingAcoustic Hanoi Hotel & Spa, https://www.acoustichotel.com/

Dagur 4, 1. apríl:  Hanoi – Ninh Binh - Hanoi (M/H/-)

Þennan morgunn leggjum við að stað frá hótelinu okkar kl 8:30 og við tekur 2,5 klst akstur um landbúnaðarhéruð Norður Vietnam til Ninh Binh svæðisins. Ninh Binh er af mörgum talið eitt fallegasta hérað landsins en það hefur m.a. upp á að bjóða einstaka náttúrufegurð ásamt einstökum hofum.  Einkennandi fyrir svæðið eru fallegir hrísgrjónaakrar og tignalegir kalksteins klettar en svæðið er oft kallað "hið þura Halong Bay".

Við komuna til Ninh Binh munum við byrja á reiðhjólatúr um akra og þorp en ef einhver treystir sér ekki á reiðhjóli þá er hægt að slaka á með heimamönnum meðan samferðafólkið er að hjóla.  Við munum fyrst hjóla um Tho Ha þorpið ásamt nærliggjandi þorpum en þetta er góður ferðamáti þegar ætlunin er að upplifa lífið og tilveru heimamanna á hljóðlegan og notarlegan hátt. Það er mjög sérstök tilfinning að líða um á reiðhjóli milli hrísgrjóna akranna, og fylgjast með heimamönnum við þeirra daglegu störf. Þegar komið er til baka á hjólunum þá ætlum við  að kynna okkur betur vinnubrögðin á hrísgrjóna ökrunum og jafnvel spreyta sig við sáningu.

Þá er komið að stuttu matreiðslunámskeiði í Vietnamskri matargerð en við munum útbúa hádegismatinn okkar sjálf, reyndar með góðri hjálp heimamanna.

Eftir hádegismat förum við í siglingu að fallegum helli. Við göngum síðan upp að hellinum en það eru einstakar dropasteins myndanir í lofti hellisins. Í botni hellisins eru stöðuvatn og munum við fara í siglingu um vatnið. Eftir að við komum úr hellinum verður siglt til baka þangað sem rútan bíður okkar og ökum til baka til Hanoi.

 

GistingAcoustic Hanoi Hotel & Spa, https://www.acoustichotel.com/

Dagur 5, 2. apríl:  Hanoi (M/-/-)

Frídagur í Hanoi. Við gistum í gamla bænum en hann er heimur út af fyrir sig sem spennandi er að kynnast. Umferðin, mannlífið, byggingarnar, farartækin, train street, maturinn .............

GistingAcoustic Hanoi Hotel & Spa, https://www.acoustichotel.com/

Víetnam Mars 2018

Dagur 6, 3. apríl: Hanoi - Halong flóinn (M/H/K)

Hið magnaða landslag í Halong Bay með þúsundum kalksteinseyja, er einstakt á heimsvísu og er í huga margra tákn fyrir landið og þeirrar dulúðar sem mörgum finnst hvíla yfir því. Þetta er eitt af þeim svæðum sem allir sem koma til Vietnam verða að heimsækja og besta leiðin til þess er að fara í siglingu um flóann og gista um borði í bát, en sólarlagið og sólarupprásin er einstök í Halong flóanum. Eftir morgunverð leggjum við af stað til Halong en ferðin þangað tekur þrjár og hálfa klst með 20 mín stoppi á leiðinni.

Við komum á bryggjuna í Halong borg um miðjan dag og „tékkum okkur inn” í bátinn sem við munum sigla með. Eftir að við leggjum frá bryggju og siglum í áttina að flóanum verður framreiddur hádegisverður. Það er ævintýraleg upplifun að sigla um í Halong flóanum milli þessara óteljandi kalksteinseyja og það er ekki tilviljun að þetta svæði er á Heimsminjaskrá UNESCO. Í lok dags verður varpað ankerum fyrir nóttina og kvöldverður framreiddur.

Dagskrá dagsin um borð er eftirfarandi:

  • 11:00 Arrive at Tuan Chau Marina, get checked in at the waiting lounge.
  • 12:00 Embark on cruises, enjoy the welcome drinks while being given a short briefing. Check in to your room and get ready for a tasty lunch.
  • 12:30 Enjoy Vietnamese and international lunch and the picturesque scenery of the bay, pass by the most beautiful areas: Incense Burner, Dog Stone Islet, Fighting Cock Islet, Three Coconuts Island.
  • 14:30 Continue to explore Halong Bay by visiting Pearl Farm. This is also an ideal place for kayaking, get up and close to the timeless beauty of Ha Long Bay.
  • 16:00 Visit Sung Sot Cave– a magnificent and largest limestone cave as its original name: Grotte des Surprising. The beautiful stalactites and stalagmites formed over millions of years are the reward after the steep climb on Bo Hon Island. ***Proper shoes are highly recommended when it’s wet.
  • 17:45 Back to the boat, enjoy the bar’s Happy Hour (buy 02 get 01)

(Option: Massage service available. Please book with Cruise Manager directly)

  • 19:30 Deluxe dinner is served. Enjoy our traditional and fusion dishes prepared by our talented chefs.
  • 21:00 After dinner it’s your time to enjoy at bar and spa, squid fishing or watch a movie in cabin, play cards, chess or relax on the sundeck.

 

Gisting, Milalux Cruise

Dagur 7, 4. apríl: Halong Bay (M/H/K)

Dagskrá dagsins:

  • 06:15 Seeing the bay in the morning is a wonderful experience, awaken all your senses with a Tai Chi session on the sundeck while gathering vitamin sea to refresh yourself before enjoying breakfast.
  • 07:00 Coffee, tea and pastries for breakfast are served in the restaurant.
  • 08:00 – 08:45 Day boat come to pick you up. Welcome on board, briefing activities by local guide.
  • 09:00 – 09:30 Sight seeing and pass to Face’s stone, Horse’s moutain before going to Trinh Nu Cave, Roster Cave for kayaking.
  • 09:30 – 10:30 Kayaking at Trinh Nu Cave and Roster Cave.
  • 10:45 Finish kayaking and going to Three Peach Beachesarea.
  • 12:00Enjoy lunch at dayboat served by crew team.
  • 13:00 – 13:45 Free swimming at the Ba Trai Dao beaches area of Lan Ha Bay.
  • 14:00 On the way to comeback, we will see Frog’s stone, Satan’s stone, old Pearl Farm and visit Me Cung cave (If the clients did Pearl Farm yesterday we will going to Me Cung cave).
  • 14:45 Enjoy afternoon tea with fresh fruit (Make payment for drink if you get some drink at dayboat).
  • 15:00 Check out your day boat and come back to Mila Cruises.
  • 17:30 Enjoy Sunset party with fruits and snacks on sundeck.

(Option: Massage service available, please book with Cruise Manager directly.)

  • 18:30 Joint cooking demonstration: How to make Vietnamese spring roll – traditional Vietnamese food.
  • 19:30 Enjoy Set menu dinner.
  • 21:00 Join squid fishing activity. Free time on the boat.

Gisting, Milalux Cruise

Dagur 8, 5. apríl: Halong Bay - Noi Bai Airport - Hue (M/-/-)

Eftir morgunverð léttir skipið ankerum og fer að dóla sér til lands í Halong.

Á leiðinni til lands er dagskráin eftirfarandi:

  • 06:15 Seeing the bay in the morning is a wonderful experience, awaken all your senses with a Tai Chi session on the sundeck while gathering vitamin sea to refresh yourself before enjoying breakfast.
  • 06:30 Coffee, tea and pastries for breakfast are served in the restaurant.
  • 07:30 Visit Titov Island. Titov is a small limestone island with one of the best sandy beaches in Ha Long Bay. You can immerse yourself in emerald water and hike to the top for stunning panoramic views of the bay.

(*) Note: Proper shoes are highly recommended when it’s wet.

  • 09:30 Back to the cruise ship. Check out and settle your bill at the reception.
  • 10:00 Have brunch while cruising back. Relax on the sundeck or in the restaurant.
  • 11:30 Disembark at Tuan Chau Marina, it’s time to say best wishes and end your trip with us.

Frá Halong er haldið til baka til Hanoi nánar tiltekið á flugvöllinn og farið í stutt flug til Hue.

Hue var forðum höfuðborg höfuðborg keisaraveldisins í Vietnam. Ýmis forn mannvirki og grafhýsi síðustu keisara Víetnams veita innsýn í líf keisarafjölskyldnanna og þegna þeirra. Forminjar eins og virkisborgin gefur okkur tilfinningu fyrir þeirri virðingu sem keisarafjöslkyldan hefur notið í samfélaginu en við sjáum einnig ummerki þess að keisararnir hafa stöðugt þurft að berjast til að viðhalda sínum völdum og virðingu.  Virkisborgin skemmdist illa á síðari stigum Vietnam stríðsins en heldur enn í dag í sínum glæsileika og tign.

Gisting, Thanh Lich Royal Boutique Hue, https://thanhlichroyalboutiquehotel.com/

Dagur 9, 6. apríl: Hue (M/H/-)

Klukkan 8:30 leggjum við af stað í skoðunarferð um gamla bæinn í Hue. Í skoðunarferð okkar um Hue kynnumst við sögu landsins og menningu en margar merkar minjar um keisara fyrri alda er að finna í borginni. Heimamenn hafa gert mikið til að varðveita söguna og hafa t.d. afkomendur gömlu keisarana reynt að halda í siði þeirra og venjur. En það eru ekki bara fornar rústir og mannvirki sem við munum skoða því við komum líka til með að sjá frægustu Austin bifreið landsins sem stendur í Thien Mu hofinu. En það var Buddah munkur úr hofinu sem árið 1963 ók á þessari bifreið niður til Saigon þar sem hann kveikti síðan í sér til að mótmæla Vietnam stríðinu. Myndir af því þar sem hann kveikir í sér fóru um allan heim og urðu fljótlega ákveðin táknmynd stríðsins og er talið að myndirnar hafi aukið mjög þrýsting á Vesturlönd að draga sig út úr stríðinu

Gisting, Thanh Lich Royal Boutique Hue, https://thanhlichroyalboutiquehotel.com/

Dagur 10, 7. apríl: Hue - Hoi An (M/-/-)

Eftir morgunverð verður ekið frá Hue til Hoi An og tekur ferðin ca 3 klst.  Leiðin þarna á milli er mjög falleg en ólík því umhverfi sem við höfum kynnst í norðurhluta landsins. Í Hoi An búa ca 120 þúsund manns en borgin var ein aðal verslunarborg Asíu á 17. og 18 öld. Byggingar og skipulag  gamla hluta bæjarins er skemmtileg blanda af erlendum áhrifum og hefðum heimamanna. Við munum kynnast því að byggingarnar og lifnaðarhættir íbúanna hafa ótrúlega lítið breytst síðustu aldirnar. Þarna er því margt að sjá og upplifa.

Gisting, River Town Hoi An, https://www.rivertownhoian.com/

Dagur 11, 8. apríl : Hoi An (M/H/-)

Þennan morgunn förum við í gönguferð um þessa heilland borg sem segja má að sé með tvö "andlit", þ.e. gamli bærinn með mjóar verslunar götur, þröng sund og gamaldags byggingar annars vegar, en það ser sá hluti sem við ætlum að skoða og hins vegar strandsvæðið með nútímalegum háhýsum. Hoi An leggur mikla áherslu á að viðhalda minningunni um hinn mikla verslunarstað í austrinu og er það m.a. gert með handverks- og listaverslunum í anda hins liðna. Þrátt fyrir styrjaldir og aðrar hörmungar  virðist fátt hafa breytst í miðbænum síðustu aldirnar. Í miðbænum getum við t.d. heimsótt aldargamalt kaupmannshús, 400 ára gamla Japanska brú sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar, litskrúðuga markaði ofl. Eftir gönguferð um gamla miðbæinn förum við í stutta ökuferð, ca 15 mín til Duy Hai fiskiþorpsins. Þar er litið við á fiskimarkaði og heimsækjum fjölskyldu fyrirtæki sem framleiðir fiskisósu en fiskisósur eru mikið notaðar við matargerð í Asíu. Þar fræðumst við m.a. um Vietnamska matargerð og þau krydd sem heimamenn nota við sína matargerð. Við förum síðan í stutta siglingu á "The mother river" eins og heimamenn kalla ána, þar sem við kynnumst lífinu á svæðinu og siglum m.a. fram hjá rækju- og andabúgarði. Síðasta hluta leiðarinnar aftur til Hoi An ferðumst við á reiðhjóli en það er besta aðferðin til þess að ferðast um þorp og sveitir og um leið fræðast um lifnaðarhætti heimamanna. Ef reiðhjól hentar ekki einhverjum þá er hægt að taka bílinn til baka.

Gisting, River Town Hoi An, https://www.rivertownhoian.com/

Dagar 12, 9. apríl: Hoi An (M/-/-)

Dagurinn á eigin vegum. Hoi An er góður staður til afslöppunar hvort sem slappað er af við sundlaugarbakkann, farið á ströndina, gengið um gamla bæinn eða bara .....

Gisting, River Town Hoi An, https://www.rivertownhoian.com/

Dagar 13, 10. apríl: Hoi An (M/-/-)

Dagurinn á eigin vegum.

Gisting, River Town Hoi An, https://www.rivertownhoian.com/

Dagur 14, 11. apríl: Hoi An - Ho Chi Minh (M/-/-)

Þá tökum við flugið og förum til Ho Chi Minh sem heimamenn kalla Saigon.  Saigon er fjölmennasta borg landsins með u.þ.b. 14 milljón íbúa. Í borginni má víða sjá Evrópsk áhrif og þá sérstaklaeg Frönsk en borgin var t.d. höfuborg Franska Indókína um aldamótin 1900.  Borgin er kennd við Ho Chi Minh sem var leiðtogi Norður Vietnama í baráttunni við Frakka og síðan Bandaríkjamenn. Eftir að Vietnam stríðinu lauk, stríð sem heimamenn kalla Ameríku stríðið þá varð hann fyrsti forseti nýstofnaðs lýðveldis þ.e. Democratic Republic of Vietnam.

Eftir að komið er til Saigon er dagurinn á eigin vegum.

Gisting, Northern Charm, https://northerncharmhotel.com.vn/en/

Dagur 15, 12. apríl: Ho Chi Minh (M/-/-)

Eftir morgunverð ökum við út úr borginni þar sem sveitin tekur við með hrísgrjónaökrum, þorpum og öllu því sem Suður Vietnömsk sveit hefur upp á að bjóða.  Cu Chi göngin eru ótrúlegt net gangna sem Vietnamska andspyrnuhreifingin (Viet Cong) gróf og notaði bæði í stríðinu við Frakka og síðan Bandaríkjamenn. Við fáum fræðslu um það hvernig göngin voru byggð, hvernig þau voru notuð og hvernig var að “búa” svona neðan jarðar.  Við fáum einnig tækifæri til þess að fara ofan í göngin og upplifa hvernig var að vera þar. Þessi heimsókn, sögur úr stríðinu og upplifun heimamanna lætur engan ósnortin. Á Vesturlöndum fengum við reglulega fréttir af “Vietnamstríðinu”, en þær fréttir eru verulega frábrugðnar upplifun heimamanna á þessum tíma.

Við komum til baka á hótelið um hádegi og verðum á eigin vegum til kl 18.

Mótorhjól er algengasti ferðamátinn í Vietnam og nú er komið að okkur að prófa að ferðast um á mótorhjóli í stórborginni. Við ætlum ekki að keyra sjálf heldur verðum við sótt kl 18 og farið með okkur á hjóli í matar upplifunarferð um borgina, þar sem við ferðumst eins og heimamenn og borðum með þeim. Að ferðast um á mótorhjóli í síðdegis umferðinni í Saigon er mikil upplifun. Íbúar borgarinnar eru u.þ.b. 14 milljónir en mótorhjólin ca 7 milljónir og eru flest hjólin á ferðini á þessum tímadags. Í mikilli umferð er mótorhjólið oft besti ferðamátinn og mun auðveldara að komast þannig um heldur en á bíl. Við munum fara á milli staða, smakka mat og drykki með heimamönnum og kynnast þannig þeirra lífi, siðum og venjum. Heimamenn eru mikið úti á kvöldin þar sem nágrannar hittast, spjalla saman, ræða upplifanir dagsins og leysa "lífsgátuna". Vietnamar búa oft þröngt enda algengt að þrjár kynslóðir búi saman í litlum íbúðum þannig að setjast út með nágrönnunum, fá sér að borð og spjalla er mjög vinsælt. Í ferðinni munum við m.a. smakka pönnukökurnar þeirra sem þeir kalla bank khot og fylgjast með hvernig þær eru útbúnar, við smökkum sjávarrétti,  banh mi langlokurnar þeirra ofl. Við hjólum fram hjá matarvögnum, næturmörkuðum, blómamarkaði sem er opinn allan sólahringinn ofl. Eftir þetta mikla matar og aksturs ævintýri verður okkur skilað aftur upp á hótel ca kl 22 .

Gisting, Northern Charm, https://northerncharmhotel.com.vn/en/

 

Dagur 16, 13. apríl: Ho Chi Minh - Can Tho  (M/H/K)

KL 8:00 leggjum við af stað akandi til Can Tho og er gert ráð fyrir því að við verðum komin á Ninh Kieu bryggjuna um hádegi en þar förum við um borð í Bassac Cruise. Tekið verður á móti okkur með “welcome” drykk, fáum kynningu á skipinu og áhöfninni áður en við fáum herbergin okkar. Hádegisverður um borð í skipinu en síðan er bara að koma sér fyrir á ”dekkinu” og njóta siglingarinnar. Siglt verður um ár, síki og skurði með iðandi mannlífi bæði siglandi og á árbökkunum. Þetta er einstakt tækifæri til þess að upplifa mannlífð á svæðinu, í vinnu, á mörkuðum eða ……..

Við munum einnig  fara í landi og heilsa upp á þorpsbúa. Eftir að við höfum notið sólsetursins á dekkinu mun áhöfnin bjóða upp á kvöldverð á meðan við dólum eftir Mang Thit ánni. Bassac mun síðan varpa ankerum rétt við Co Chien yfir nóttina.

Gisting, um borð í Bassac Cruise

Dagur 17, 14. apríl: Can Tho - HO Chi Minh (M/-/-)

Snemmbúinn morgunverður verður borinn fram eftir að við léttum ankerum og siglum af stað til Can Tho. Á leiðinni er hægt að fylgjast með lífi heimamanna,jafnt á bökkunum sem og á ánni. Can Tho er stærsta borgin á þessu svæði og fjórða stærsta borg Víetnam. Nafn borgarinnar, sem þýðir „fljót ljóðanna“ á máli heimamanna, vísar til staðsetningar hennar í Mekong Delta svæðinu.

Við komuna til Can Tho kveðjum við Bassac Cruise, flytjum farangurinn okkar í rútuna sem bíður en förum síðan í annan minni bát sem ætlar að sigla með okkur um Cai Rang fljótandi markaðinn. Aðal ferðamátinn á Mekong Delta svæðinu voru lengi vel bátar þar sem lítið var um vegi en þeim mun meira um ár og síki. Á Cai Rang markaðinum safnast kaupmenn og bændur saman á morgnanna til þess að selja sínar vörur og keppast menn um bestu staðina. Kaupendur sigla síðan á milli kaupmanna, skoða vörurnar og versla. Það er breytilegt eftir ástímum hversu margir eru á markaðinum og eins hvað v0rur eru í boði. Á markaðinum er fjölbreytt útval af ávöxtum og grænmeti auk þess sem fljótandi veitingastaðir bjóða upp á kaffi og núðlur. Það er heillandi upplifun að sigla um markaðinn, skoða vörurnar og fylgjast með samskiptum heimamanna.

Báturinn skilar okkur síðan aftur að bryggju þar sem rútan bíður okkar. Við keyrum þaðan aftur til Ho Chi Minh þar sem við gistum áður en við keyrum niður að strönd til Phan Thiet.

Gisting, Me Boutique Saigon Hotel, https://meboutiquehotel.com/

Dagur 18, 15. apríl: Ho Chi Minh - Phan Thiet (M/-/-)

Eftir morgunverð á hótelinu leggjum við af stað til Phan Thiet en þar ætlum við að slappa af og safna kröftum við heimferðina. Aksturinn til Phan Thiet tekur ca 4 klst en við munum dvelja á fallegu hóteli á Mui Ne ströndinni.

Athugið, ef einhver hafa ekki tíma fyrir slökun á ströndinni þá er hægt að fljúga heim þennan dag.

Gisting, The Anam Mui Ne, https://www.theanam.com/

Dagur 19, - 22, 16. til 19. apríl: Phan Thiet (M/-/-)

Mui Ne ströndin er vinsæll áfangastaður jafnt hjá heimamönnum sem erlendum ferðamönnum. Fyrir utan að vera góður staður til afslöppunar þá er fjölbreytt afþreyingi í boði og fjölda góðra veitingastaða.

Gisting, The Anam Mui Ne, https://www.theanam.com/

Dagur 23, 20. apríl: Phan Thiet - Ho Chi Minh (M/-/-)

Þá styttist í heimferð þannig að við færum okkur aftur til Ho Chi Minh borgar, nær flugvellinum og verðum þar síðustu nóttina fyrir heimferð.

Gisting, Me Boutique Saigon Hotel, https://meboutiquehotel.com/

Dagur 24, 21. apríl: Ho Chi Minh - Keflavík (M/-/-)

Lagt af stað heim. Flogið frá Ho Chi Minh yfir til Bangkok og þaðan áfram heim með millilendingu í Oslo.

Dagur 25, 22. apríl: Komið til Keflavíkur

Komið til Keflavíkur um miðjan dag.

Frekari upplýsingar og bókanir eru í síma 8938808 og/eða mi@ferdin.is

[spacer height="20px"]

M=morgunverður, H=hádegisverður, K=kvöldverður

Verð pr mann í tvíbýli kr 828.000- aukagjald fyrir einbýli kr 124.000-.

Einungis 16 sæti í boði

Verð miðast við gengi 10.09.2025.

ATH lágmarks fjöldi þátttakenda 10 manns svo ferðin verði farin

Innifalið í verði:

* Millilandaflug, Keflavík – Hanoi, Ho Chi Minh - Keflavík
* Innanlandsflug, Danang - Ho Chi Minh
* Innanlandaflug, Hanoi - Danang
* Þjórfé fyrir "local" fararstjóra og bílstjóra.
* Akstur til og frá flugvöllum.
* Gisting í  4 nætur með morgunverði í Hanoi.
* Gisting í  4 nætur með morgunverði í Ho Chi Minh.
* Gisting í  4 nætur með morgunverði á River Town í Hoi An.
* Gisting í  2 nætur með morgunverði í Hue
* Sigling og gisting í 2 nætur ásamt morgunverði með Milalux Cruise á Halong Bay og 1 nótt með Bassic Cruise í Mekong Delta sjá ferðalýsingu.
* Gisting í 5 nætur ásamt morgunverði The Anam Mui Ne.
* Fullt fæði í 3 daga.
* Hálft fæði 4 daga.
* Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
* Aðgangseyrir að þeim stöðum sem heimsóttir eru samkvæmt ferðalýsingu.
* Íslensk fararstjórn.
* Enskumælandi fararstjórn.

Ekki innifalið í verði:

* Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.
* Vegabréfsáritanir til Vietnam og Cambodiu.
* Öll persónuleg útgjöld sem ekki er getið um í ferðalýsingu.

Margeir Ingólfsson

mi@ferdin.is / 893 8808

Ath.  Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.