River Kwai og hitabeltis strandfrí

Hringferðin River Kwai og hitabeltis strandfrí er góð blanda af upplifunum og afslöppun. Hringferðin byrjar í hinni líflegu höfuðborg Bangkok – það er erfitt að finna aðrar stórborgir sem hafa jafn mikið úrval af verslunar- miðstöðum,  mörkuðum, næturlífi og áhugaverðum stöðum. Hringferðin River Kwai og hitabeltis strandfrí er góð blanda af upplifunum og afslöppun.
Ferðin heldur áfram í gegnum gróskumikla og fallega náttúru að brúnni á River Kwai, sem ber vitni um afrek bandamanna þegar þeir voru fangar japana í seinni heimstyrjöldinni.

 

 

Hér er mikið af spennandi upplifunum eins og ferð með „Dauðalestinni“, sigling á bambuspramma, ganga á brúnni yfir  fljótið Kwai og margt fleira.
Hua Hin, sem er núverandi dvalastaður fyrir konung Thailands. Vegna blöndu af strandferðamannabæ og fiskisamfélagi þá er Hua Hin einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlandabúa í Thailandi.

Það er hægt að velja á milli hótela í ferðinni bæði í Bangkok og Hua Hin, annars vegar fyrsta flokks hótel og hins vegar ferðamanna hótel.

Dagur 1: Komið  til Bangkok
Við komuna til flugvallar í Bangkok verður tekið á móti ykkur af enskumælandi leiðsögumanni sem keyrir ykkur á hótelið í Bangkok.

Dagur 2: Bangkok
Dagurinn er á eigin vegum. Notið daginn til að upplifa þessa stórkostlegu stórborg og þann margbreytileika sem borgin hefur uppá að bjóða. Ef ykkur vantar hugmyndir þá skoðið bækling okkar um Thailand á bls. 24–25 þar sem fjallað er um Bangkok.
Gisting: Bangkok (M)

Dagur 3: Bangkok – River Kwai
Þið verðið sótt snemma á hótelið í Bangkok og það verður keyrt gegnum gróskumikð og fallegt landslag til bæjarins Kanchanaburi. Hér heimsækjum við safnið JEATH War, sem er kirkjugarður með gröfum þeirra 6.000 bandamanna er féllu á svæðinu í seinni heimstyrjöldinni einnig sjáum við hina frægu brú yfir Kwai fljótið. Héðan siglið þið með Longtail-bát til hótelsinns þar sem þið fáið hádegisverð.
Eftir góða máltíð siglið þið niður fljótið að Hell Fire Pass Memorial – sem er hluti af “Dauðalestinni”, Hér er villt náttúrusvæði sem gefur ykkur hugmynd um hve stórt og erfitt verkefnið var að leggja þessa járnbrautarteina.
Gisting: River Kwai (Kanchanaburi) (K,H)

Kort yfir River Kwai ferðina

Dagur 4: River Kwai
Dagurinn býður uppá bátsferð að Saiyoke Yai Waterfall & National Park, þar býður ykkar falleg nátturu upplifun.  Eftir hádegismat á hótelinu farið þið í hellinn Kaeng Lava Cave, sem þykir einn af fallegustu hellum Thailands. Það sem eftir  er dags er á eigin vegum, hægt að fara í kano siglingu eða leigja sér hjól en þetta kostar aukalega.
Gisting: River Kwai (Kanchanaburi) (M,H, K)

Dagur 5: River Kwai – Bangkok
Þið heimsækið nærliggjandi þorp þar sem þið kynnist Mon-fólkinu (val fílareiðtúr mögulegur á staðnum á eigin vegum). Hádegismatur er snæddur á nærliggjandi veitingarstað og síðan er farið í lestarferð með ”Dauðalestinni”, sem byggð var að stríðföngum sem voru fangar japana í síðari heimstyrjöldinni. Seinnipartinn farið þið aftur til Bangkok og gistið þar eina nótt.
Gisting: Bangkok (M, H)

Dagur 6: Bangkok – Hua  Hin
Frá Bangkok heldur ferðin áfram suður að Siam-flóanum, til vinsæla sólbaðsstaðarins Hua Hin, þar sem þið munuð dvelja næstu daga.
Gisting: Hua Hin (M)

Dagar 7-12: Hua Hin
Dagarnir í Hua Hin eru á eigin vegum. Bærinn er elsti ferðamannabær Thailands og hér getið þið upplifað afslappandi strandfrí, verslunarferðir, markaði, góða veitinga- og kaffi staði ásamt miklu úrvali af afþeyingu.
Gisting: Hua Hin (M)

Dagur 13: Hua Hin – Bangkok
Seinni partinn verðið þið sótt og þið keyrið á flugvöllinn í Bangkok fyrir brottför til Íslands, þessi mikilfenglega upplifun er á enda. Eða eins og í öllum ferðum okkar getið þið lengt ferðina með því að dvelja lengur í Hua Hin eða farið og skoðað meira af þessu dásamlega landi.

Sólsetur á Hua Hin

Innifalið í verði á pakkanum er:
*  Gisting í 12 nætur með morgunverði
*  Hádegisverður 3 daga
*  Kvöldverður 2 daga
*  Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
*  Akstur frá Bangkok til Hua Hin
*  Akstur frá Hua Hin að flugvelli í Bangkok
*  Þriggja daga (tvær nætur) ferð að River Kwai með enskumælandi leiðsögn
*  Akstur frá hóteli að flugvelli í Krabi.

Ekki innifalið:
*  Flug Ísland – Bangkok
*  Þjóðfé og tips til leiðsögumanna

(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)