Víetnam, heillandi heimur

Hefur ekki lengi staðið til að fara til Víetnam? Nú er tækifærið!

Um páskana 2017, nánar tiltekið dagana 8. apríl til 23. apríl, ætlar Ferdin.is að heimsækja þetta merkilega land og upplifa, sögu þess, menningu og einstaka náttúrufegurð.

Við munum ferðast um landið endilangt, þ.e. frá Hanoi til Ho Chi Minh (sem heimamenn kalla Saigon). Ferð okkar um landið hefst í höfuðborginni Hanoi sem er í norðurhluta landsins. Frá Hanoi verður farið til Halong bay sem er einstök náttúruperla, en þetta er flói með „óteljandi“ kalksteinseyjum og að sigla milli eyjanna ótrúleg upplifun. Við munum sigla um flóann í sérútbúnum timburbáti þar sem er gist í þægilegum káetum í bátnum eina nótt.  Við förum síðan aftur til Hanoi og þaðan verður flogið til Hoi An sem var áður höfuðborg landins. Eftir að hafa skoðað þessa gömlu borg og nágrenni munum við taka þar tvo „frídaga“ en í borginni er margt að sjá og upplifa. Frá Hoi An verður ekið til borgarinnar Hue og gist þar í tvær nætur. Frá Hue verður síðan flogið til Ho Chi Minh borgar en þar munum við næstu tvo daga skoða borgina og Mekong svæðið. Við eigum síðan einn „frídag“ í borginni áður en haldið er heim. Ho Chi Minh er heillandi borg, eins og reyndar allar borgirnar sem við heimsækjum, en þar er sérstaklega gaman að sjá hvernig gamli tíminn kallast á við nútímann. Á sama tíma og skýjaklúfar teygja sig til himins þá er á öðrum stöðum eins og mannvirkin hafi ekkert breytst í 1000 ár.

Nánari ferðalýsing hér að neðan.

 

Dagur 1. Keflavík  – Hanoi 

8. apríl: Lagt af stað frá Keflavík áleiðis til Hanoi í Víetnam.

 

Dagur 2. Hanoi 

9. apríl: Eftir lendingu á Noi Bai alþjóðaflugvellinum í Hanoi tekur enskumælandi fararstjóri á móti hópnum og fylgir honum á hótelið, en akstur á hótelið tekur ca. 60 mín. Það sem eftir er dags er á eigin vegum.

Gisting: Hilton Garden Inn

 

Dagur 3. Hanoi. 

10. apríl: Skoðunarferð um Hanoi. Hanoi er höfuðborg Víetnam en hún fagnaði 1000 ára afmæli árið 2010. Þessi gamla borg hefur upp á margt að bjóða þegar kemur að menningu, sögu, fallegum byggingum og svo mætti lengi telja. Meðal þess sem skoðað verður er t.d. hið glæsilega grafhýsi sjálfs Ho Chi Minh, „pagodan“ turninn sem stendur á einum fæti, bókmenntahofið, West Lake´s Tran Quoc hofið, hið einstaka þjóðháttafræði safn, síðdegis verður farið í gamla bæinn og endað verður í brúðuleikhúsi, en slík hefð er hluti af menningararfi Víetnama.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 08:30 í bókmenntahofið. Menntasaga Víetnama er samofin hofinu en 1076 var fyrsti háskólinn í landinu, Qouc Tu Giam, stofnaður þar fyrir „heldri borgara“ landsins. Skólinn var starfræktur samfellt í 700 ár og veitir garðurinn í hofinu okkur m.a. áhugaverða sýn inn i fortíðina. Því næst skoðum við „einfætta“ pagodan sem var byggður árið 1049 af konungnum Ly Thai To og er eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Rétt þar við er grafhýsi Ho Chi Minh, en hann er af mörgum talin faðir Víetnam nútímans. Í grafhýsinu má einnig finna húsið sem hann bjó í 1958 til 1969 er hann lést. Á sínum tíma stóð honum til boða að búa í forsetahöllinni en hann kærði sig ekki um það og bjó heldur í litlu, látlausu húsi rétt við höllina. Næst verður haldið í hof sem er frá 6. öld, Tran Qouc Buddhist Pagoda, og þaðan í Taoista hofið Quan Thanh sem er helgað Tran Vu, einum af goðum Taoismans.

Síðdegis verður farið í heimsókn í þjóðfræðisafnið, sem er bæði rannsóknarsetur og safn og sýnir hin fjölmörgu þjóðarbrot sem búa í landinu. Við munum síðan heimsækja kvennasafnið sem veitir okkur merkilega innsýn í líf og starf kvenna í landinu ásamt því mikilvæga hlutverki sem þær hafa að gegna. Þar er lögð áhersla á hefðir og siði sem m.a. tengjast fæðingum, giftingum, móðurhlutverkinu, trúnni ofl.

Dagskráin endar síðan í gamla bænum á stað sem er oft kallaður „36 streets“. Göngum um Hang Be markaðinn og við Hoan Kiem vatnið. Á þessu svæði er mikið líf og fjör, óteljandi smáverslanir og sölubásar auk litskrúðugs mannlífs. Að lokum förum við í brúðuleikhús, sem er Norður-Víetnamskt listform sem m.a. er notað til þess að sýna brot úr þjóðsögunum þeirra.

Gisting: Hilton Garden Inn. (M)

 

Dagur 4. Hanoi – Hoa Lu – Hanoi    

11. apríl. Eftir morgunverð tekur við tveggja tíma akstur um sveitir Norður-Víetnam til fyrstu höfuðborgar landsins, Hoa Lu. Við munum m.a. heimsækja tvö hof sem eru frá því rétt fyrir árið 1000. Gamli borgarhlutinn hefur að mestu verið eyðilagður en það sem eftir stendur er áhugavert að skoða. Ef tími vinnst til fyrir mat þá verður farið í hálftíma göngu upp á eina af nærliggjandi kalksteinshæðum en þaðan er glæsilegt útsýni. Hádegisverður á „local“ veitingastað. Eftir hádegismat verður farið í fljótasiglingu í einstakri náttúru þar sem við líðum áfram milli sandsteinshæða og kletta auk þess að sigla hjá fjöldanum öllum af hellum. Eftir siglinguna verður farið aftur til Hanoi.

Gisting: Hilton Garden Inn (M / H)

 

Dagur 5. Hanoi – Halong Bay 

12. apríl: Eftir morgunverð er lagt af stað að Halong flóanum en aksturinn þangað tekur 3 klst og 30 mín með einu 20 mín stoppi. Það er ekki tilviljun að Halong flóinn með sínar þúsundir af kalksteinseyjum er eitt vinsælasta myndefni landsins, enda fegurðin ómótstæðileg. Við ætlum nú að sigla um flóann og gista um borð í bátnum eina nótt. Þegar komið er á bryggjuna
í Halongborg, göngum við frá formlegheitum fyrir siglinuna og skellum okkur um borð. Eftir að siglt hefur verið af stað verður boðið upp á hádegisverð í bátnum en síðan verður siglt um flóann fram í myrkur. Kvöldverður um borð í bátnum.

Gisting: Gist um borð í bát, „Bhaya Classic“. (M / H / K)

 

Dagur 6. Halong Bay – Noi Bai flugvöllur – Danang – Hoi An 

13. apríl: Eftir morgunverð dólar bátuinn í land og síðan verður ekið aftur til Hanoi þar sem stefnan er sett á flugvöllinn. Á leiðinni þangað verður komið við á Thanh Chuong Palace sem er heimili og vinnustofa eins þekktasta málara landsins, Thanh Chuong.  Vinnustofan, sem er um leið heimili listamannsins, er í raun eitt allsherjar listaverk þar sem mikið er lagt upp úr Víetnamskri menningu, gömlum munum og einstökum skúlptúrum. Eftir heimsóknina verður ekið út á flugvöll og flogið yfir til Danang. Frá Danang er ekið til Hoi An sem er hafnabær að grunni frá 17. og 18. öld og hefur bærinn lítið breyst síðan þá. Akstur þangað er ca. 40 mín.

Gisting: Almanity Aoi An. (M) 

 

Dagur 7. Hoi An – My Son – Hoi An  

14. apríl: Við byrjum daginn á því að heimsækja My Son sem var forðum höfuðborg í hinu forna konungdæmi Champa. Í dag standa rústir borgarinnar í grösugum dal 40 km suðvestur af Hoi An en þær eru frá 7. til 13. öld. Frá My Son höldum við til Tra Kieu sem áður var þekkt sem Lion Citadel en hún var höfuðborg Champa konungdæmisins á 4. til 8. öld. Sumar af glæsilegustu styttunum/skúlptúrunum sem við skoðuðum í Danang daginn áður eru einmitt þaðan.

Þegar við komu aftur til Hoi An munum við m.a. ganga um þann hluta bæjarins sem er 400 ára gamall og kynnast mannlífinu þar. Segja má að Hoi An hafi „tvö andlit“ þ.e. heillandi gamli bærinn með mjóar götur og hefðbundna Vietnamska byggingarlist og síðan strandbærinn með nýtísku hótel og hvítar sandstrendur. Hoi An var forðum mikil verslunarmiðstöð og sjást þess víða enn merki. Þrátt fyrir eyðileggingu síðustu 200 ára af völdum veðurs og styrjalda er miðbær Hoi An að mestu óbreyttur frá því sem hann var á „blómatíma“ borgarinnar.

Gisting: Almanity Aoi An. (M)

 

Dagur 8. Hoi An 

15. apríl: Dagurinn á eigin vegum.

Gisting: Almanity Aoi An. (M)

 

Dagur 9. Hoi An

16. apríl: Dagurinn á eigin vegum.

Gisting: Almanity Aoi An. (M)

 

Dagur 10. Hoi An – Hue  

17. apríl: Morguninn í Hoi An tekin rólega áður en lagt er af stað til Hue. Hue, þessi gamla höfuðborg Víetnam á sér heillandi sögu og bera grafir og grafhýsi þess merki að þetta hefur verið stórborg sem hýsti þjóðhöfðingja á fyrri tímum. Hún ber þess einnig merki að hafa gengið í gegn um stríðstíma sem löskuðu hana töluvert en þrátt fyrir það heldur hún alltaf sínum virðugleik og virðingu.

Ekið verður um Danang og komið við í Cham safninu sem hefur að geyma stærsta safn Cham listaverka í heiminum. Síðan verður haldið áfram um Ocean Clouds skarðið og komið niður í fiskimannaþorpið Long Co.

Gisting: Indo
chine Palace. (M)

 

Dagur 11. Hue          

18. apríl: Lagt af stað frá hótelinu kl. 8:30 og fyrst er farið til Imperial Citadel en þar var Nguyen keisaradæmið frá 1802 til 1945. Þaðan verður farið að Tinh Tam vatninu þar sem keisararnir komu forðum til afslöppunar. Þar er mikil náttúrufegurð og við vatnið eru mörg kaffihús sem eru vinsæl meðal háskólastúdenta sem stunda nám á svæðinu.

Við skoðum rústir minnismerkisins sem helgað var Thien Mu , „pagoda“ sem byggð var við Perfume River árið 1601 og er kjarninn í honum 21 meters hár turn sem táknar hinar 7 endurfæðinga Buddha. Við „pagoduna“ er Austin bifreið sem munkur ók á til Saigon þar sem hann kveikti síðan í sér til þess að mótmæla stjórnvöldum árið 1963. Ljósmynd af mótmælum hans er ein af þekktustu myndum stríðsins sem þá var og þar sérst bifreiðin í bakgrunni.

Áður en haldið er til baka á hótelið verður rölt um Dong Ba markaðinn en markaðurinn er einn að þeim stöðum sem ekki má sleppa að heimsækja ef á að upplifa mannlífið í bænum.

Gisting: Indochine Palace. (M)

 

Dagur 12. Hue – Ho Chi Minh 

19. april: Eftir morgunverð verður ekið út á flugvöllinn við Hue og flogið til Ho Chi Minh sem heimamenn kalla enn Saigon. Þegar komið er til borgarinnar verður farið í skoðunarferð þar sem m.a. verður heimsótt Kínahverfið, markaðir, verslanir, hof, safn helgað hefðbundnum víetnömskum lækningum, stríðsminjasafn og „gamli“ bærinn. Síðla dags verður komið á hótelið.

Gisting: Liberty Central Saigon City point. (M)

 

Dagur 13. Ho Chi Minh – Cai Be (Mekong Delta) – Ho Chi Minh  

20. apríl: Litskrúðugur fljótandi markaður, mikilfenglegir grænir hrísgrjónaakrar og glæsilegir veiturskurðir gera ferð til Cai Be svo heillandi, en Cai Be er staðsett á Mekong Delta svæðinu svo bærinn er að hluta til fljótandi á vatni. Við yfirgefum skarkala borgarinnar um morguninn og ökum í tvo tíma til Cai Be. Þegar við komum þangað förum við um boð í bát sem mun flytja okkur um veituskurðina. Við komum við á fljótandi markaði sem í dag er afslappaður en áður fyrr var þar mikið líf þegar bændur komu þar saman til þess að selja ávexti, grænmeti o.f.l. sem þeir höfðu ræktað. Við munum kynna okkur ýmislegt sem framleitt er úr hrísgrjónum og kókoshnetum. Við siglum síðan að Dong Hoa Hiep eyjunni, en á leiðinni þangað er áhugavert að fylgjast með lífi íbúanna á bakkanum. Hádegisverðurinn að hætti heimamanna, „Mekong style“. Komið til baka á hótelið seinnipartinn.

Gisting: Liberty Central Saigon Citypoint. (M / H)

 

Dagur 14. Ho Chi Minh City 

21. apríl: Dagurinn á eigin vegum.

Gisting: Liberty Central Saigon Citypoint. (M)

 

 Dagur 15. Ho Chi Minh City – áleiðis til Keflavíkur

22. apríl: Ekið út á flugvöll og lagt af stað heim.

(M)

 

Dagur 16. Keflavík

23. apríl: Komið heim

 

Verð kr 526.000.-  pr mann í tvíbýli

Aukagjald kr 88.000.-  pr mann í einbýli

Athugið að flug- og ferðaáætlun getur breyst.

Lágmarksfjöldi svo ferðin verði farin, eru 10 manns

Innifalið í verði:

 • * Akstur samkvæmt ferðalýsingu.
 • * Gisting í  13 nætur með morgunverði samkvæmt ferðalýsingu.
 • * Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • * Millilandaflug frá Keflavík til Hanoi.
 • * Innanlandsflug frá Hanoi til Hoi An.
 • * Innanlandsflug frá Hue til Ho Chi Minh.
 • * Aðgangseyrir að þeim stöðum sem heimsóttir eru í skoðunarferðum.
 • * Sigling um Halong bay.
 • * Enskumælandi leiðsögumenn.
 • * Fullt fæði í 1 dag.
 • * Hálft fæði 2 daga.
 • * Annað sem fram kemur í ferðalýsingu.
 • * Íslensk fararstjórn.

 

Ekki innifalið í verði:

 • * Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
 • * Þjónusta sem ekki er getið um í ferðalýsingu.
 • * Drykkir.
 • * Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
 • * Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.
 • * Ferðatryggingar.
 • * Kostnaður vegna vegabréfsáritunar.

 

M – morgunverður    H – hádegisverður    K – kvöldverður