Útgöngubanni aflétt

Stjórnvöldum í Thailandi er mikið í mun að ferðamenn í landinu verði sem minnst varir við valdarán hersins og láti það ekki hafa áhrif á ferðir sínar til Thailands. Þann 22. maí sl. var sett á útgöngubann frá kl 22-5 að morgni, en nú hefur útgöngubannið verið stytt og er frá miðnætti til kl 4. Þar að auki hefur útgöngubannið verið fellt niður á ferðamannastöðunum Phuket, Koh Samui og Pattaya. Metfjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári, eða 26,5 milljónir.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) ↓