Forfallatrygging
Ferðaskrifstofur á norðurlöndum geta verið sektaðar ef þær bjóða ekki viðskiptavinum sínum forfallatryggingu þegar þeir selja þeim flugmiða eða ferðir.
Eins og á svo mörgum sviðum erum við hjá Ferðin.is brautryðjendur á Íslenskum ferðamarkaði þar sem við höfum öryggi neytenda í fyrirrúmi, með því að bjóða uppá þessa frábæru forfallatryggingu í samvinnu við Tryggingarmiðstöðina.
Forfallatrygging TM og okkar er sértrygging sem hvorki er innifalin í Heimatryggingu TM / víðtækri fjölskyldutryggingu né í ferðatryggingu.
Forfallatrygging TM og okkar bætir þann hluta fargjalds og gistikostnaðar sem greiddur hefur verið og fæst ekki endurgreiddur af ferðaskrifstofu eða flugfélagi. Skilyrði fyrir gildistöku vátryggingarinnar er að hún hafi verið keypt sama dag og farbókun og greiðsla farseðils fór fram.
Hvað er endurgreitt?
- Ef þú þarft að hætta við ferð vegna dauðsfalls, skyndilegs alvarlegs sjúkdóms eða slyss sem krefst sjúkrahúsvistar þinnar, maka, barna eða nánustu ættingja.
- Ef verður verulegt eignatjón á heimili þínu svo þú kemst ekki frá.
Hvað kostar trygginginn?
Viðsiftavinir okkar á norðurlöndum greiða 5% af verði ferðarinnar í forfallatryggingu.
En við erum að bjóða sömu tryggingu í samvinnu við Tryggingarmiðstöðina á mun lægra verði en norðurlanda búar geta fengið.
Okkar verð til Íslendinga er 3,5% af verði ferðarinnar.
Athugið að kaupa þarf trygginguna á sama tíma og ferð er pöntuð.