wake up bali myndBali ein af 13.000 eyjum í Indónesíu,  af mörgum talin sólbaðstaður númer 1 og á það sér margar skýringar. Umgjörðin er fullkomin – þægilegt loftslag, sólin gjöful, náttúran ótrúleg og menning fjölbreytt og spennandi. En það sem gerir Bali að einstökum stað og heldur manni föngnum, er lífsgleði og þjóðarsál íbúanna.
Hinir brosandi og glaðlegu íbúar Bali hafa þrátt fyrir vaxandi ferðamannastraum haldið menningu sinni og lífsviðhorfum, Það er góður eiginleiki sem hægt er að rekja til hinduisma sem þeir hafa þróað á eyjunni. Fyrir utan að trúa á fjöldan allan af guðum hindúa ber mest á Sanghyang Widhi en íbúar Bali trúa að næstum hvert einasta tré eða steinn hafa sína eigin sál. Íbúar á Bali trúa á endurfæðingu þess vegna reyna þeir að lifa í sátt og samlyndi hér á jörð veð von um að næsta líf verði betra.
Sem ferðamaður á eyjunni verður maður aðeins var við trúnna á afslappaðan hátt eins og sjálfsagðan hlut í lífi þeirra. Daglega verður maður einnig vitni af litríkum skrúðgöngum og hátíðlegum athöfnum

Nánar hér