Draumaferð golfarans

Láttu okkur setja upp golfferðina þína til Thailands á þeim dögum sem þér hentar best

Íslendingar fara víða um heim til þess að spila golf, en flestir eru sammála um að ekkert toppar golfferð til Thailands. Thailand hefur allt sem golfara getur dreymt um: frábært veður, fallegt umhverfi, golfvelli af bestu gerð, vinalegt og þjónustulipurt starfsfólk. Þú færð VIP þjónustu frá því þú kemur á völlinn þangað til þú ferð. Þar sem aðstæður til golfiðkunar eru eins og þær gerast bestar í heiminum, þá spilar fólk sitt besta golf og ferðin verður ógleymanleg.
Í Thailandi eru margir ótrúlega fallegir vellir og golfíþróttin þar, eins og hér, nýtur mikilla vinsælda. Það hefur einnig aukið mjög áhuga fólks á golfinu í Thailandi að Tiger Woods á Thailenska mömmu.

Nú er rétti tíminn til þess að koma sér í form fyrir sumarið og mæta síðan í íslenska golfvorið enn betri en nokkru sinni fyrr. Á síðustu árum hafa margir golfvellir hafa verið byggðir upp í Thailandi og sérstök áhersla hefur verið lögð á samvinnu við marga af bestu golfvallahönnuðum heims. Því hefur landið upp á að bjóða frábæra golfvelli, einstakt veður og mikla náttúrufegurð og það gerir golfferðina með okkur ógleymanlega.

Við bjóðum upp á golfvelli víða um landið, en hér að neðan má finna lýsingu á nokkrum völlum við strandbæinn Hua Hin, sem gefa góða mynd af því sem búast má við.

Þú slærð holu í höggi með því að panta golfferð hjá Ferdin.is!

Hua Hin

Hua Hin er friðsæll og skemmtilegur bær, sem liggur að Siam–flóa í ca. 3 tíma keyrslu frá Bangkok. Yndislegur og afslappandi staður, en þrátt fyrir rólegheitin er þar mikið úrval af veitingastöðum og verslunum auk þess sem miðbærinn breytist í stórkostlegan næturmarkað á hverju kvöldi. Rétt um 30 km. norður af Hua Hin, í átt að Bangkok, er ferðamannastaðurinn Cha Am. Þar er vinsælt og fjölskylduvænt strandsvæði, en ekki eins mikið úrval af veitingastöðum og verslunum eins og í Hua Hin.

Á þessu svæði er stutt í marga frábæra golfvelli og því eru Hua Hin og Cha Am tilvaldir staðir fyrir golfáhugamenn að heimsækja. 

Veðrið

Sá hluti Thailands, sem liggur að Thailandsflóa, er hægt að heimsækja allt árið, því regntíminn fer „mildum höndum“ um það svæði ólíkt mörgum öðrum stöðum á landinu.
Á Thailandi er þurrasti og „kaldasti“ tími ársins í nóvember fram í febrúar, en hitinn fer síðan hækkandi frá mars og nær hámarki í maí. Í Hua Hin gætir áhrifa regntímans helst í október og nóvember. Þess vegna má yfirleitt ganga út frá frábæru veðri, sól og hita.

Kort yfir Draumar suður Thailands

Springfield Royal Contry Club

 

Springfield Royal Contry Club býður upp á fagmannlega gerðan og fallegan golfvöll hannaðan af Jack Nicklaus. Sönn áskorun fyrir mentaðarfulla golfara þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Völlurinn er af mörgum talinn einn besti sinnar tegundar á svæðinu. 

 

Hönnuður: Jack Nicklaus
Holur / Par / Yards: 27 holes par 72 (7043 yards)
Opnaður: 1993
Staðsetning: Norður af Hua Hin í áttina að Cha Am
Fjarlægð: 30 mínútur frá miðbænum í Hua Hin

[flagallery gid=14]

[flagallery gid=15]

Black Mountain Golf Club

 

Þar sem Black Mountain golfvöllurinn er í dag voru áður frumskógur og ananas-akrar. Völlurinn er staðsettur í dal rétt við „Black Mountains“ sem draga nafn sitt af dökku grjóti sem er í fjöllunum og mynda skemmtilega umgjörð um margar holur vallarins.

 

Hönnuður: Phil Ryan
Holur / Par / Yards: 18 holur par 72 (7343 yards)
Opnaður: 2007
Staðsetning: 10 kilómetrar vestur af Hua Hin
Fjarlægð: 20 mínútur frá Hua Hin

Banyan Golf Club í Hua Hin

 

Banyan Golf Club í Hua Hin var byggður á milli ananas-akra og opnaður árið 2008. Strax árið 2009 var völlurinn tilnefndur „Besti nýji golfvöllurinn“ í Austur-Asíu af lesendum Asian Golf Monthly.

 

Hönnuður: (Pirapon Namatra)
Holur / Par / Yards:18 holu par 72 (7361 yards)
Opnaður: 2008
Staðsetning: 5 kílómetra suður af Hua Hin
Fjarlægð: 15 mínútur frá Hua Hin

[flagallery gid=16]

[flagallery gid=17]

Imperial Lake View Resort & Golf Club

 

Imperial Lake View Resort & Golf Club er 36 holu völlur. Hann er vinsæll jafnt hjá heimamönnum sem gestum og er staðsettur aðeins inn í landi rétt við býli og akra heimamanna.

 

Hönnuður: Roger Packard
Holur / Par / Yards: 36 holu par 72 (6915 yards)
Opnaður: 1993
Staðsetning: Við veginn sem liggur hjá Cha Am – Hua Hin
Fjarlægð: 25 mínútur frá Hua Hin

Majestic Creek Country Club

 

Það er alltaf áskorun að spila hring á Majestic Creek Country Club. Völlurinn hefur verið mikið endurbættur til að uppfylla allar nútímakröfur og hefur hlotið einróma lof, alls staðar af úr heiminum fyrir hvetjandi og krefjandi hönnun fyrir golfara. 

 

Hönnuður: Dr. Sukitti Klangvisai
Holur / Par / Yards: 27 holu par 72/36 (7123 yards)
Opnaður: 1993
Staðsetning: Vestur af Hua Hin
Fjarlægð: 30 mínútur frá Hua Hin

[flagallery gid=18]

[flagallery gid=19]

Palm Hills Golf Club and Residence

 

Palm Hills Golf Club er vel hannaður og krefjandi golfvöllur sem hentar jafnt reyndum sem minna sjóuðum spilurum. Ekki spillir útsýnið fyrir með fjöll í fjarska og gróðursæld meðfram vellinum. Völlurinn var á sínum tíma sá fyrsti á svæðinu sem uppfyllti alþjóðlega staðla en hann var opnaður árið 1992.

 

Hönnuður: Max Wexler
Holur / Par / Yards: 18 holu par 72 (6892 yards)
Opnaður: 1992
Staðsetning: Milli Hua Hin og Cha Am nálægt flugvellinum í Hua Hin
Fjarlægð: 10 mínútur frá miðbæ Hua Hin

Royal Hua Hin Golf Course

 

Royal Hua Hin er elsti golfvöllur Thailands og er hann staðsettur í einungis 5 mínútna fjarlægð frá miðbænum í Hua Hin. Völlurinn var byggður 1924 fyrir breska járnbrautarstarfsmenn sem unnu í nágrenninu og eins fyrir stækkandi yfirstétt Thailendinga sem bjó á svæðinu. Klassískur og þægilegur völlur sem allir ættu að hafa gaman af.

 

Hönnuður: A.O. Robins
Holur / Par / Yards: 18 holu par 72 (6678 yards)
Opnaður: 1924
Staðsetning: Í bænum rétt við járnbrautastöðina í Hua Hin
Fjarlægð: 5 mínútur frá miðbænum í Hua Hin

[flagallery gid=20]

[flagallery gid=21]

Sea Pines Golf Course

 

Sea Pines golf völlurinn, einnig þekktur undir nafninu Army Golf Club II, er staðsettur við Thailandsflóann í Suan Son Pradiphat (Sea Pine Tree Garden). Golfvöllurinn þekur stórt landsvæði sem var forðum eign „the Royal Thai Army“ en herinn tók síðan svæðið yfir þegar Marshall Sarit Thanarat réði þar ríkjum, en hann var forsætisráðherra Thailands á árunum 1957-1963.

 

Hönnuður: Major General Weerayudth Phetbuasak
Holur / Par / Yards: 18 holu par 72 (7305 yards)
Opnaður: 2010
Staðsetning: 20 mínútur frá Hua Hin við Suan Son Pradiphat ströndina
Fjarlægð: 7 kílómetra suður af Hua Hin

Amari Hua Hin ****

Lúxus og frábær þjónusta bíður þín á fjögurra stjörnu hótelinu Amari Hua Hin. Hótelið er staðsett rétt við Thailandsflóann og býður upp á glæsilega gistingu í dásamlegu umhverfi. Hua Hin hefur lengi verið vinsæll staður til afslöppunar, jafnt hjá heimamönnum sem gestum er sækja landið heim, enda var það ekki tilviljun að konungurinn byggði sér þar sumarhús (höll) á sínum tíma.

Amari Hua Hin er þekkt fyrir stílhreina og fallega hönnun, en byggingarnar, hótelgarðurinn og Thailandsflóinn mynda skemmtilega heild sem auðvelt er að heillast af. Einungis er boðið upp á lúxus gistingu, en í mismunandi útfærslum.

Á Amari Hua Hin eru 223 herbergi, allt frá vel útbúnum deluxe“ herbergjum yfir í glæsilegar svítur. Herbergin eru með öllum nútímaþægindum til þess að tryggja að gestum hótelsins líði sem allra best á meðan dvöl þeirra stendur.

[flagallery gid=13]