Tilboð – Thailand / Koh Samui

Chaba Samui Resort Dæmi 28. september  til 12. október 2014

Flug og hótel frá 250.000,-

Það er fátt sem kemst í líkingu við eyjuna Koh Samui hvað varðar frábærar strendur, fjöll, frumskógar og fossar. Í mörg ár voru nær eingöngu bakpokaferðalangar sem heimsóttu þessa fallegu eyju, en þegar samgöngur til eyjunnar urðu tíðari með tilkomu lítils og töfrandi flugvallar fór ferðabransinn að blómstra.
Efnaðri ferðamenn fóru að streyma til eyjunnar og féllu fyrir fegurð hennar, þess vegna varð þörf fyrir hótel með alþjóðlegum staðlichaba samui resort1. Það hefur þó ekki breytt því að hið rólega andrúmsloft, mun alltaf vera einkenni Koh Samui.

Chaweng Beach:
Hin 7 km langa Chaweng strönd á austur hluta Koh Samui er vinsælust og býður uppá allt frá einföldum bungalows til lúksus hótela. Ströndin er sú flottasta á eyjunni og hér er mikið líf og starfsemi. Meðfram ströndinni er mikið úrval af veitingastöðum og á kvöldin er mikið næturlíf.

Tilboðið inniheldur:
Flug frá Keflavík til Koh Samui með sköttum og gistingu í 12. nætur á Chaba Samui Resort með morgunverði.

Nánari upplýsingar um Thailand sjá hér

[flagallery gid=1]

 

Posted in: Tilboð

Leave a Comment (0) ↓