Þjóðgarðar í grænu og bláu

Einstök hringferð, þar sem þið upplifið einstaka náttúru Thailands í elsta þjóðgarði landsins, Khao Yai National Park og stærsta þjóðgarðinum, Koh Chang Marine National Park. Þið byrjið ferðina í Bangkok, sem er ævintýri út af fyrir sig að heimsækja, með fjölbreyttum veitingarstöðum, litríkum mörkuðum, menningar- verðmætum og líflegu næturlífi ásamt friðsælum stöðum í miðri heimsborginni.

 

Þið haldið áfram í ríki regnskógana, með fjölbreyttum hitabeltisgróðri og tilheyrandi dýralífi ásamt fallegum fossum í Khao Yai þóðgarðinum. Eftir eina nótt í Bangkok farið þið til Koh Chang sem býður uppá villta náttúru og fallegar strendur. Hér getið þið valið um að slappa af á ströndinni eða fara í göngu og könnunarferðir inn í frumskóginn eða um nærliggjndi eyjar.

Dagur 1: Koma til Bangkok
Tekið á móti ykkur á flugvelli og þið keyrð á hótel í Bangkok.
Gisting: Bangkok

Dagur 2: Bangkok
Dagurinn á eigin vegum sjá nánar um Bangkok á síðu 24-25
Gisting: Bangkok (M)

Dagur 3: Bangkok – Khao Yai National Park
Þið verðið sótt á hótelið í Bangkok um morguninn og keyrslan tekur ca. 2½ tíma til Khao Yai Þjóðgarðsinns, þar sem þið verðið innrituð á hótelið. Hér er boðið uppá hádegisverð og þið farið í heimsókn í budda hof sem er í helli þar sem munkkarnir stunda hugleiðslu. Héðan heldur ferðin áfram að “Bat Caves”, þar sem milljónir af leðurblökum yfirgefa hellana sína um kvöldið til að afla fæðu í frumskóginum, það er ótrúlega sjón þegar milljónir af legðurblökum liðast eins og vatnsslanga út úr djúpum hellum inn í nóttina.
Gisting: Khao Yai (M,H, K

Þjóðgarðar í grænu og bláu
Þjóðgarðar í grænu og bláu

Dagur 4: Khao Yai Þjóðgarðurinn
í dag er farið í spennandi gönguferð um frumskóginn, þar sem þið fræðist um þjóðgarðinn plöntur og dýralíf. Ef þið eruð heppin þá munuð þið sjá gibbon- og makapa í trjátoppunum ásamt hávaðasömum  fuglum og ótrúlega fjölbreytt skordýralíf. Næsta stop er Haew Suwat-fossinn, þar sem bíomyndin ”The Beach” með Leonardo DiCaprio var tekinn. Um kvöldið verður ykkur ekið um þjóðgarðin þar sem stoppað verður á nokkrum skemmtilegum og fallegum stöðum.
Gisting: Khao Yai (M,H,K)

Dagur 5: Khao Yai National Park – Bangkok
Eftir morgunverð er farið á markað í nágrenninu, Pak Chong, þar sem fólkið á svæðinu verslar inn fyrir daginn og þið getið m.a. fræðst um þau krydd, ávexti og grænmeti sem þar er verslað með. Héðan er farið að skoða svæði með sandsteinsklettum þar sem m.a. er að finna yfir 2000 ára veggmálverk. Síðan verður komið við í hofi sem hefur að geyma 28 metra háa styttu af Budda. Eftir að hafa borðað hádegisverð er haldið aftur til Bangkok.
Gisting: Bangkok (M,H)

Dagur 6: Bangkok – Koh Chang
Bílstjóri ykkar kemur og sækir ykkur á hótelið og framundan er ca. 5 tíma keyrsla suðaustur meðfram Thailands flóa. Þið siglið síðan yfir til Koh Chang sem er önnur stærsta eyja Thailands og er hluti af Koh Chang Marine Þjóðgarðinum.
Gisting: Koh Chang (M)

Dagar 7-12: Koh Chang
Dagarnir á Koh Chang eru á eigin vegum. Koh Chang þýðir  ”Fílaeyjan”, nafnið kemur af því að eyjan er í laginu eins og höfuð á fíl. Koh Chang er fjalllend og eru þar margir fallegir fossar, og innri hluti eyjarinnar er þakinn frumskógi sem gefur möguleika á skemmtilegum skoðunarferðum. Koh Chang er frábær staður til að slappa á fallegum ströndum en fyrir þá sem vilja meiri afþreyingu þá mælum við eindregið með siglingu um næstu eyjar þar sem reglulega er stoppað til að “snorkla” og njóta lífsins.
Gisting: Koh Chang (M)

Dagur 13: Koh Chang – Trat
Þið yfirgefið Koh Chang. Þið siglið yfir á meginlandið og ykkur ekið á flugvöllinn í Trat þaðan sem þið fljúgið til Bangkok, eða farið og skoðað meira af þessu dásamlega landi. (M)

Khao Yai Þjóðgarðurinn
Frá þjóðgörðum í grænu og bláu

Verð frá 161.000,-

Innifalið í verði á pakkanum er:
* Gisting í 12 nætur með morgunverði
* Hádegisverður 2 daga
* Kvöldverður 2 dag
* Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
* Þriggja daga (tvær nætur) ferð um Khao Yai þjóðgarðinn
* Akstur og sigling frá bangkok til Koh Chang
* Sigling og akstur frá Koh Chang á flugvöll við Trat

Ekki innifalið:
* Flug Ísland – Bangkok (Verð frá kr 130.000- með sköttum)
* Flug Trat – Bangkok (Verð frá kr 12.000- með sköttum)
* Þjóðfé og tips til leiðsögumanna

(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)