Í fótspor konunga

Í þessari 15 daga hringferð er dvalið fyrstu 2 dagana í hinni ólgandi milljónaborg, Bangkok. Síðan er ferðinni haldið áfram norður eftir í gegnum sögu og menningu Thailands. Á leiðinni kynnist þið m.a. Ayutthaya og Sukothai sem eru tvær sögufrægar borgir þar sem m.a. er að finna hof, hallir og gamlar rústir. Báðar þessar borgir voru hér áður fyrr konungsborgir og höfuðborgir í Thailandi. Í Chiang Mai höfuðborg norðurs Thailands bíður ykkar þægilegt loftslag og heillandi andrúmsloft. Hér eru huggulegar götur, meira en 300 falleg hof og skemmtilegir markaðir. Ferðin heldur síðan áfram til Chiang Rai, en á leiðinni þangað heimsækið þið fílasvæði þar sem þið sjáið þessi stóru og skynsömu dýr við vinnu

og einnig hvernig fílarnir eru þjálfaðir. Á leiðinni heimsækið þið einnig nokkur smáþorp þar sem íbúar þess eru frá 6 mismunandi minnihluta þjóðflokkum í norður Thailandi. Þið upplifið einnig „hinn gyllta þríhyrning“ svæðið þar sem Thailand, Laos og Myanmar sameinast. Frá Chiang Rai er síðan haldið suður eftir til Hua Hin. Hér eruð þið komin í konunglegt umhverfi, en hér býr núverandi konungur Thailands, Bhumibol. Í Hua Hin býður ykkar 8 daga slökun undir skugga pálmatrjáa.

Í þessari ferð er hægt að velja á milli annaðhvort fyrsta flokks hótela eða ferðamanna hótela, bæði í Bangkok og í Hua Hin.

Dagur 1: Komið til Bangkok
Við komuna til flugvallar í Bangkok verður tekið á móti ykkur og þið keyrð á hótel í Bangkok

Dagur 2: Bangkok
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. Það er margt hægt að gera í borginni. Ef ykkur vantar innblástur þá skoðið bls. 24-25 í bæklingnum. (M)
Gisting: Bangkok

Dagur 3: Bangkok – Ayutthaya – Phitsanulok
(Eingöngu brottfarir frá Bangkok á þriðjudögum)
Þennan dag er farið í spennandi skoðunarferð til hinnar fornu höfuðborgar Thailands, Ayutthaya. Hér er að finna rústir af gamalli borg þar sem 33 fyrrverandi konungar réðu ríkjum frá árunum 1350-1767. Ferðin heldur síðan áfram til Phitsanulok þar sem þið gistið (M,H)
Gisting: Phitsanulok

Dagur 4: Phitsanulok – Sukothai – Lampang
Hér í fyrstu höfuðborginni, Sukothai í Siam ríkinu getið þið upplifað hinn sögulega garð sem inniheldur sögulegar minjar af hofum- og hallar rústum. Á leiðinni norður eftir til Lampang heimsækið þið einnig einn af þjóðflokkum fjallafólksins sem búa á þessu svæði. (M,H)
Gisting: Lampang

Dagur 5: Lampang – ”Den Gyldne Trekant” – Chiang Rai
Þennan dag keyrum við eftir hlykkjóttum vegum í fjalla héraði þar sem er bæði hálent og gróskumikill regnskógur. Við stoppum síðan við tvo bæi, þar sem hægt er að versla heimilisiðnað bæði úr tré og handofnum tekstíl, sem og fornmuni frá Myanmar. Seinni partinn komum við svo til höfuðstaðar norðursins, Chiang Mai, þar sem þið munið gista. (M,F)
Gisting: Chiang Rai

Dagur 6: Chiang Rai – Chiang Mai
Þið byrjið daginn á að heimsækja aðaleinkenni borgarinnar, hið fallega Doi Suthep hof stendur á mjög fallegum stað í 1.000 metra hæð með frábæru útsýni yfir dalinn og er tákn hinna fornu gullaldar. Eftir hádegismat er dagurinn frjáls á eigin vegum sem þið getið t.d. notað til að skoða ykkur um í bænum. Þið verðið síðan sótt á hótelið fyrir veislu kvöldsinns með kvöldmat og tilheyrandi dans sýningu. (M,H)
Gisting: Chiang Mai

Dagur 7: Chiang Mai – Næturlest til Bangkok
Í dag höldum við norður eftir til bæjarins Thaton. Á leiðinni gegnum þetta fallega hérað er stoppað við fílabúgarð. Hér kynnumst við þessum stóru dýrum við leik og störf, með aðstoð leiðsögumannsins getið þið ef þið viljið farið á fílabak og farið í smá reiðtúr inn í frumskóginn. (reiðtúr er ekki innifalinn í verði ferðarinnar). Um kvöldið takið þið næturlest frá Chiang Mai suður í gegnum Thailand niður til Bangkok. (M,H)
Gisting: Svefnklefi á 2. farrými

Dagur 8: Bangkok – Hua Hin
Snemma morguns komið þið á aðaljárnbrautastöðina í Bangkok, þar sem bílstjóri bíður eftir ykkur. Þaðan er ca. 2½ tíma keyrsla suðvestur að ferðamannabænum Hua Hin.
Gisting: Hua Hin

Dagur 9-14: Hua Hin
Dagarnir á þessum huggulega sólar stað við Siam flóann eru frjálsir og á eiginn vegum. Á svæðinu kringum bæinn liggja fallegir fiskibæir og þorp, einnig eru þarna stórir akrar með ananas og sykurrófum. Í þröngum götum bæjarinns eru margir góðir veitingarstaðir, þar sem hægt er að borða mjög ódýrt. Á kvöldin breytast götur bæjarinns í stórkostlegan næturmarkað þar sem hægt er að kaupa nánast allt. Einnig frábært að gæða sér á nýveiddu sjávarfangi s.s. kröbbum ofl.
Gisting: Hua Hin

Dagur 15: Hua Hin – Bangkok
Eftir hádegi verðið þið sótt á hótelið og ykkur ekið á flugvöllinn í Bangkok fyrir brottför til Íslands. Eða eins og í öllum ferðum okkar getið þið lengt ferðina með því að dvelja lengur í Hua Hin eða farið og skoðað meira af þessu dásamlega landi. (M)

Verð frá 203.000,-

Innifalið í verði á pakkanum er:
*  Gisting í 14 nætur með morgunverði
*  Hádegisverður 4 daga
*  6 daga  (5 nætur) ferð með enskumælandi fararstjórn
*  Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
*  Akstur frá Bangkok til Hua Hin
*  Akstur frá Hua Hin að flugvelli í Bangkok.

Ekki innifalið:
*  Flug Ísland – Bangkok
*  Þjórfé (tips) til leiðsögumanna og bílstjóra
*  Ferða- og slysatryggingar.
*  Öll auka þjónusta sem ekki er tilgreind í leiðarlýsingu