Í apríl 2022 ætlum við að bregða okkur í páskaferð til Thailands. Áfangastaðurinn nú er Phuket og nágrenni. Þema ferðarinnar er náttúra, menning og langþráð afslöppun í sól og hita. Nú er bara að fara að láta sér hlakka til og vona að Covid hefti ekki för þegar þar að kemur.

Þetta er 17 daga ferð dagana 9. til 25. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Við munum fljúga til Phuket sem er stærsta eyja Thailands, en hún er við suðurströnd landsins og er brú yfir á meginlandið. Í Phuket verður dvalið í 7 daga en eftir það verður haldið inn á land dvalið í tvær nætur í Khao Sok þjóðgarðinum en heimsókn þangað er frábær náttúruupplifun.  Frá þjóðgarðinum er ferðinni heitið til Krabi og munum við dvelja þar í fjórar nætur. Síðustu nóttina fyrir heimferð verðum við í Phuket. Þar sem sóttvarnar aðgerðir yfirvalda í Thailandi hafa verið breytast undanfarið eins og í öðrum löndum þá höfum við ekki verið tilbúin til að bóka ferðina og því ekki komin með staðfest verð. Við stefnum á að ákveða endanlega með hótel í febrúar og þá um leið bóka ferðina. Ef þú lesandi góður vilt fá endanlega ferðalýsingu og verð þá er best að senda póst á mi@ferdin.is og við sendum á þig þessar uppýsingar um leið og þær liggja fyrir.

Fararstjóri í ferðinni verður Margeir Ingólfsson en hann hefur mikla reynslu af ferðum um Asíu.

Dagur 1, 9. apríl. Keflavík - Phuket

Lagt af stað frá Keflavík að morgni en þar sem ekki hefur verið gengið endanlega frá fluginu getum við ekki sagt meira frá því í bili.

Dagur 2, 10. apríl. Komið til Phuket            

Lent á alþjóðaflugvellinum í Phuket, en þaðan verður haldið á hótelið okkar.

Gisting: Graceland Resort & Spa eða Deevana Patong Resort & Spa, en annað þessara hótela verður sennilega fyrir valinu hjá okkur.

 

 

Dagur 3, 11. apríl. Phuket (M/-/-)

Slökun í Phuket eftir ferðalagið.

Phuket er stærsta eyja Thailands en hún tengist meginlandinu með Sarasin brúni.

 

 

 

Dagur 4, 12 apríl. Phuket (M/-/-)

Í dag ætlum við að kynna okkur Phuket svæðið og förum við í skoðunarferð um svæðið

Dagur 5, 13. apríl (M/-/-)

Þetta eru áramót heimamanna eða Songkran eins og dagurinn er kallaður. Songkran er hátið vatnsins þar sem heimamenn fagna komandi regntíma en regntíminn tryggir uppskeru og velsæld. Þennan dag eru því mikil hátíðarhöld, hátíðarhöld sem eru ólík öllu öðru sem við höfum kynnst og minna um fátt á okkar áramót. Songkran er stærsta vatnshátíð í heimi þar sem ekki er "þurr þráður" á þeim sem taka þátt. Hátíðin hefur mikið menningar- og trúarlegt gildi fyrir heimamenn en hátíðin er í eðli sínu "hreinsun", jafnt andleg sem líkamleg og nýtt upphaf. Sem hluti af hreinsuninni þá skvetta heimamenn vatni hvor á annan sem hefur á seinni árum þróast í "vatnsslag", þar sem gleðin er allsráðandi. Songkran er í dag í huga margra eitt allsherjar vatnspartý. Songkran er upplifun sem þú gleymir aldrei.

Dagur 6, 14. apríl. Phuket (M/-/-)

Dagurinn á eigin vegum þar sem m.a. er slappað af í sólinni eftir Songkran hátíðarhöldin. Rétt er að geta þess að fjölbreytt afþreying er í boði en það er ekki allra að slappa af í sólinni.

Dagur 7, 15. apríl. Phuket (M/-/-)

Dagurinn að eigin vali er margt er í boði á Phuketsvæðinu

 

Dagur 8, 16. apríl. Phuket (M/-/-)

Dagurinn að eigin vali er margt er í boði á Phuketsvæðinu

Dagur 9, 17. apríl. Phuket - Khao Sok (M/H/K)

Við skráum okkur út af hótelinu okkar í Phuket eftir morgunmat og leggjum af stað til Khao Sok. Fjarlægðin til Khao Sok er um 200 km og tekur það tæpa 4 klst að aka þangað.  Í Khao Sok þjóðgarðinum er einstök náttúrufegurð og dýralífið fjölbreytilegt.

Í Khao Sok þjóðgarðinum er stórt stöðuvatn og munum við gista í fljótandi smáhýsum á vatninu. Þegar í þjóðgarðinn er komið setjum við stefnuna á bryggjuna þar sem bátur bíður okkar. Áður en þangað er komið munum við gera stutt stopp við hof sem stendur við Phra Saeng ána en hún rennur úr vatninu. Þar munum við fræðast um lífið á svæðinu, Thailenska menningu, ávaxtarækt o.f.l. Áður en við höldum af stað er ég viss um að einhverjir vilja taka nokkar myndir enda margt til að mynda hvort sem það er náttúran eða bara einstaklega falleg brú sem þarna er yfir ána.

Áður en við leggjum af stað frá Phuket munum við fara yfir það hvað við þurfum að hafa með okkur í þjóðgarðinn en áður en við förum í bátinn þá er síðasti séns að versla áður en siglt er af stað yfir vatnið.

Siglingin yfir vatnið þangað sem við munum gista tekur ca klukkutíma. Náttúrufegurðin á svæðinu er einstök og verður siglingin eftir því.

Við komuna á gististaðinn fáum við smáhýsin okkar og síðan verður borinn fram hefðbundinn Thailenskur hádegisverður. Eftir matinn er síðan slökun en seinni partinn verður farið í siglingu á "long tail boat" í náttúru- og dýralifsskoðun. Náttúran er alltaf "á sínum stað" en það er breytilegt hvaða dýr við sjáum. Ef við verðum heppin þá munum við sjá gibbon apa, fuglalífið er fjölskrúðugt en oft sjáum við t.d. erni auk þess sem villtir fílar eru á svæðinu.

Eftir siglinguna er hefðbundinn Thailenskur kvöldverður áður en við leggjumst til hvílu en rétt er að geta þess að smáhýsin eru loftkæld.

Fyrir þau sem vilja lesa meira Khao Sok þjóðgarðinn þá segir Wikipedia þetta um svæðið.

https://en.wikipedia.org/wiki/Khao_Sok_National_Park

 

Dagur 10, 18. apríl. Khao Sok (M/H/K)

Eftir morgunverð þá er fyrri hluti dags á eigin vegum. Hægt er að taka sundsprett en góður hiti er á vatninu, kanna umhverfið siglandi um á kayak eða bara njóta þess að vera staddur/stödd í paradís. Eftir hádegisverð verður aftur farið í skoðunarferð um þjóðgarðinn. Kvöldverðurinn á sínum stað og síðan er það einstök upplifun að hlusta á næturhljóðin í skóginum áður en farið er að sofa.

i ferðinni í Khao Sok þjóðgarðinn er fullt fæði innifalið en boðið er upp á gómsætan hefðbundin Thailenskan mat sem ætti að henta okkar bragðlaukum. Aðra daga ferðarinnar svo sem í Phuket og Krabi, getum við valið um fjölbreyttan mat og marga veitingastaði.

Dagur 11, 19. apríl. Khao Sok - Krabi (M/H/-)

vöknum snemma og skellum okkur í "morgun safari" en þar fylgjumst við með deginum taka við af nóttinni, næturhljóðin í frumskóginum þagna og náttúrunan lifnar á ný. Þegar við komum til baka fáum við okkur morgunverð, "tékkum"okkur æut og síðan er frjáls tími fram að hádegismat. Það er t.d. hægt að slaka á, fá sér sundsprett, sigla um á kayak eða... Eftir hádegisverð förum við um borð í "long tail" bát og siglum yfir vatnið þangað sem bíll bíður okkar og flytur til Krabi.

Dagur 12, 20. apríl. Krabi (M/-/-)

Dagurinn á eigin vegum en fjölbreytt afþreying er í boði á svæðinu.

Dagur 13, 21. apríl. Krabi (M/H/-)

Eftir morgunverð ætlum við að skella okkur í siglingu til Phi Phi. Phi Phi eyja klasinn er mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna enda náttúrufegurðin og upplifunin að koma þangað einstök. Eyjarnar eru vel grónar kalksteins eyjar og rísa þær tignarlega upp úr grænum haffletinum. Lengi vel voru það aðallega fiskimenn sem komu og bjuggu á eyjunum en síðar varð þar einnig töluverð kókoshnetu rækt. Eyjarnar urðu síðan mjög vinsælar hjá ferðamönnum eftir að kvikmyndin The Beach var tekin upp á Ko Phi Phi Le.

Við leggjum af stað kl 9 frá hótelinu, förum um borð í bát sem siglir með okkur til Phi Phi. Fyrsta stopp verður við paradísar eyjuna Bamboo Island sem er lítil kalksteins kletta eyja nyrst í Phi Phi eyja klasanum. Bamboo er þekkt fyrir hvítar strendur og falleg  kóral rif. Hádegisverður á Phi Phi Don en síðan siglum við áfram og sjáum m.a. "Monkey Beach", "Phi Phi Lay Lagoon" og hellana "Viking Cave" og "Swallow Bird Nest Cave". "Lohsamah Bay" og "Maya Bay" eru einstaklega fallegir flóar en þarna var einmitt kvikmyndin The Beach tekin upp. Í ferðinni gefst okkur tækifæri til að fá okkur sundsprett og snorkla.

Áætlað er að koma til baka úr ferðinni kl 16:30.

Dagur 14, 22. apríl. Krabi (M/-/-)

Afslöppun á Krabi og dagurinn á eigin vegum. Ýmis afþreying í boði fyrir þau sem þess óska.

Dagur 15, 23. apríl Krabi - Phuket (M/-/-)

Eftir morgunverð leggjum við af stað yfir til Phuket en akstur þangað tekur ca 2 klst og 30 mín. Innritum okkur inn á hótelið okkar í Phuket og síðan er bara að njóta dagsins.

Gisting: Graceland Resort & Spa eða Deevana Patong Resort & Spa

Dagur 16, 24. apríl. Phuket - Keflavík (M/-/-)

Þar sem ekki hefur verið gengið frá bókun á flugi þá er ekki hægt að setja inn brottfarartíma og flugleið.

Dagur 17, 25. apríl. Komið til Keflavíkur (-/-/-)

Komið til Keflavíkur og "hoppað" út í íslenska vorið.

M=morgunverður, H=hádegisverður, K=kvöldverður

Verð, staðfest verð liggur ekki fyrir en óstaðfest er kr ???

Lágmarksfjöldi í ferðina er 10 manns.

Verð miðast við gengi ??.

Innifalið í verði:

* Millilandaflug, Keflavík – Phuket
* Akstur til og frá flugvelli
* Akstur frá Phuket í Khao Sok þjóðgarðinn og síðan þaðan til Krabi
* Dvölin í Khao Sok þjóðgarðinum, sjá ferðalýsingu
* Skoðunarferð um Phuket
* Gisting í  8 nætur með morgunverði á ??? hótelinu á Phuket.
* Gisting í  2 nætur með morgunverði í Khao Sok þjóðgarðinum.
* Gisting í  4 nætur með morgunverði á ??? í Krabi.
* Skoðunarferð um Phi Phi eyjaklasann, sjá ferðalýsingu
* Akstur frá Krabi yfir til Phuket
* S
* Fullt fæði í 2 daga.
* Hálft fæði 2 daga.
* Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
* Aðgangseyrir að þeim stöðum sem heimsóttir eru samkvæmt ferðalýsingu.
* Íslensk fararstjórn.
* Enskumælandi fararstjórn.

Ekki innifalið í verði:

* Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.
* V
* Öll persónuleg útgjöld sem ekki er getið um í ferðalýsingu.

Margeir Ingólfsson

mi@ferdin.is / 893 8808