Þetta hefur verið vinsælasta Thailandsferðin okkar á þessu ári og ætlum við fljótlega aftur á þessar slóðir en áfangastaðurinn er Phuket og nágrenni. Þema ferðarinnar er náttúra, menning og afslöppun í sól og hita. Nú er bara að fara að láta sér hlakka til.
Við munum fljúga til Phuket sem er stærsta eyja Thailands, en hún er við suðvestur strönd landsins og er brú yfir á meginlandið. Í Phuket verður dvalið í 7 daga en eftir það verður haldið inn á land dvalið í þrjár nætur í Khao Sok þjóðgarðinum, tvær nætur á landi og eina nótt í fljótandi smáhýsi en heimsókn til Khao Sok er að margra mati einstök náttúruupplifun. Frá þjóðgarðinum er ferðinni heitið til Krabi og munum við dvelja þar í 7 nætur. Við gistum því á 4 stöðum í ferðinni.
Fararstjóri í ferðinni verður Margeir Ingólfsson en hann hefur mikla reynslu af ferðum um Asíu, en allar okkar ferðir eru einnig í boði án íslenskrar fararstjórnar.
Dagur 1, Keflavík - Phuket
Nánari upplýsingar um flug á mi@ferdin.is eða í síma 8938808.
Dagur 2, Komið til Phuket
Eftir lendingu verðum við og ekið á hótelið okkar, aksturinn á hótelið okkar tekur síðan ca 30 - 45 mín.
Gisting: Graceland Resort & Spa.
Dagur 3, Phuket (M/-/-)
Slökun í Phuket eftir ferðalagið.
Phuket er stærsta eyja Thailands en hún tengist meginlandinu með Sarasin brúni. Phuket er þekktasti áfangastaður erlendra ferðamanna í Thailandi og um leið drauma áfangastaður mjög margra. Á eyjunni eru rúmlega 40 fallegar strendur, þær fjölmennustu á þeim slóðum sem við gistum en það er vel þess virði að heimsækja einhverjar af þeim fáfarnari og slaka þar á "einn með sjálfum sér". Fyrir utan strendurnar á Phuket er þar margt að sjá og upplifa, t.d. "The Big Buddha", "gamla bæinn" fjölmargir næturmarkaðir (ætti frekar að kalla kvöldmarkaði), margir fallegir útsýnisstaðir, vatnagarðar, 7 golfvellir eru á eyjunni ofl. ofl. en síðan en ekki síst er það líflegt næturlíf sem heillar margra.
Gisting: Graceland Resort & Spa.
Dagur 4, Phuket (M/-/-)
Dagurinn á eigin vegum. Við dveljum á Patong ströndinni en þar er fjölbreytt afþreying í boði. Graceland hótelið er mjög vel staðsett en til þess að fara á ströndina úr sundlaugargarðinum þá er bara farið yfir strandgötuna og við erum komin á ströndina.
Gisting:Graceland Resort & Spa.
Dagur 5, Phuket (M/-/-)
Nú ætlum við aðeins að fara að líta í kringum okkur og förum með tuk tuk yfir á Kamala ströndina. Andrúmsloftið á Kamala er mjög rólegt og afslappandi og er staðurinn því tilvalinn til slökunnar.
Gisting: Graceland Resort & Spa.
Dagur 6, Phuket (M/-/-)
Í dag ætlum við aftur að fara á rúntinn með tuk tuk og m.a. heimsækja Karon og Kata strendurnar.
Gisting:Graceland Resort & Spa.
Dagur 7, Phuket (M/-/-)
Þennan dag stefnum við á fara upp að stóra Buddah (The Big Buddah) og þaðan yfir í Phuket bæinn en þar er m.a. áhugavert að skoða "gamla bæinn".
Gisting:Graceland Resort & Spa.
Dagur 8, Phuket (M/-/-)
Dagurinn að eigin vali en þetta verður seinasti dagurinn okkar á Phuket, a.m.k. í bili.
Gisting: Graceland Resort & Spa.
Dagur 9, Phuket - Khao Sok (M/H/K)
Við skráum okkur út af hótelinu okkar í Phuket eftir morgunmat og leggjum af stað til Khao Sok. Það eru u.þ.b 200 km frá Phuket til Khao Sok og tekur það tæpa 4 klst að aka þangað. Í Khao Sok þjóðgarðurinn var stofnaður 1980 og er rómaður er einstaka náttúrufegurð og fjölbreytt dýralíf.
Í Khao Sok þjóðgarðinum er Cheow Lan stöðuvatnið og munum við gista á litlu hóteli í þjóðgarðinum í tvær nætur en eina nóttina í fljótandi smáhýsi á vatninu. Við ættum að koma á hótelið rétt fyrir hádegismat en þá innritum við okkur og förum í mat. Kvöldverður á hótelinu.
Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að það er engin verslun á svæðinu þar sem við gistum.
Fyrir þau sem vilja lesa meira Khao Sok þjóðgarðinn þá segir Wikipedia þetta um svæðið.
https://en.wikipedia.org/wiki/Khao_Sok_National_Park
Dagar 10 og 11, Khao Sok (M/H/K)
Á degi 10 er afslöppun á hótelinu en umhverfi hótelsins er einstakt og upplifunin eftir því. Við förum síðan í nætur safari eftir kvöldmat þar sem við förum með leiðsögumönnum um frumskóginn í myrkrinu og sjáum hvað geislar vasaljóssins fanga.
Eftir morgunverð á degi 11 ökum við niður að Cheow Lan vatninu sem er 165 ferkílómetrar að stærð. Við siglum með "long tail" báti yfir að smáhýsunum, en siglingin þangað tekur 1 - 2 klukkutíma en náttúrufegurðin á svæðinu og þar með í siglingunni er einstök. Það að gista í fljótandi smáhýsum er sérstök upplifun en bæði fyrir myrkur og eins við sólarupprás er farið í stutta siglingu um vatnið þar sem við upplifum hvernig náttúran breytist í ljósaskiptunum. Dýralífið er mjög fjölskrúðugt en ef við erum heppin getum við t.d. séð villta fíla koma út úr skóginum niður að vatninu til að drekka.
Upplifunin að vera úti á vatninu í þessu fallega umhverfi er eitthvað sem gleymist seint.
Dagur 12, Khao Sok - Krabi (M/H/-)
Eftir morgunverð tökum við okkur saman, siglum til lands og ökum til Krabi en akstur þangað tekur u.þ.b. 2 klst.
Gisting, Aonang Villa Resort, "Superior Garden".
Dagur 13 - 14 Krabi (M/-/-)
Dagarnir á eigin vegum. Krabi er rómað fyrir rólegheit og náttúrufegurð. Hótelið okkar er mjög gott og vel staðsett rétt við ströndina, eins og á Phuket þá þarf rétt að fara fyrir strandveginn til að vera komin á ströndina.
Gisting: Aonang Villa Resort
Dagur 15, Krabi (M/H/-)
Við verðum sótt kl 7 um morguninn því við ætlum við að skella okkur í siglingu til Phi Phi. Phi Phi eyja klasinn er mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna enda náttúrufegurðin og upplifunin að koma þangað einstök. Eyjarnar eru vel grónar kalksteins eyjar og rísa þær tignarlega upp úr grænum haffletinum. Lengi vel voru það aðallega fiskimenn sem komu og bjuggu á eyjunum en síðar varð þar einnig töluverð kókoshnetu rækt. Eyjarnar urðu síðan mjög vinsælar hjá ferðamönnum eftir að kvikmyndin The Beach var tekin upp á Ko Phi Phi Le.
Fyrsta stopp verður við paradísar eyjuna Bamboo Island sem er lítil kalksteins kletta eyja nyrst í Phi Phi eyja klasanum. Bamboo er þekkt fyrir hvítar strendur og falleg kóral rif. Hádegisverður á Phi Phi Don en síðan siglum við áfram og sjáum m.a. "Monkey Beach", "Phi Phi Lay Lagoon" og hellana "Viking Cave" og "Swallow Bird Nest Cave". "Lohsamah Bay" og "Maya Bay" eru einstaklega fallegir flóar en þarna var einmitt kvikmyndin The Beach tekin upp. Í ferðinni gefst okkur tækifæri til að fá okkur sundsprett og snorkla.
Áætlað er að koma til baka úr ferðinni kl 16:30 - 17:00.
Gisting: Aonang Villa Resort
Dagur 16, Krabi (M/-/-)
Afslöppun á Krabi og dagurinn á eigin vegum.
Gisting: Aonang Villa Resort
Dagur 17, Krabi (M/-/-)
Þennan dag ætlum við í siglingu með long tail bát út að Hong eyjum. Við verðum sótt kl 14.00 og áætlaður komutími til baka er kl 19:00. Hong eyjarnar eru að margra mati einstakar og fegurðin ólýsanleg. Siglingin í volgum sjónum út í eyjarnar er notaleg en við förum í land í stærstu eyjunni, röltum um ströndina og tökum sundsprett ef okkur sýnist svo. Við siglum síðan um eyjarnar, syndum í sjónum, "snorklum" meðal litskrúðugra fiska og fallegra kóralla. Við verðum með nesti með okkur sem við borðum á einni ströndinni í umhverfi sem gerir matinn enn girnilegri en vanalega. Eftir matinn kveðjum við eyjarnar og siglum til baka til meginlandsins. Ógleymanlegur dagur verður þá að baki.
Gisting: Aonang Villa Resort
Dagur 18, Krabi (M/-/-)
Dagurinn á eigin vegum.
Aonang er rólegt svæði svolítið frá Krabi bænum og lítið um verslanir en ef einhver vilja fara í verslunarferð í bæinn fyrir heimferðina þá bara skreppum við þangað með tuk tuk eða leigubíl.
Gisting: Aonang Villa Resort
Dagur 19, Krabi - Keflavík (M/-/-)
Lagt af stað heim
Dagur 20, Komið til Keflavíkur (-/-/-)
Komið til Keflavíkur
M=morgunverður, H=hádegisverður, K=kvöldverður
Verð, mun liggja fyrir þegar dagsetningar hafa verið ákveðnar. Fáið tilboð í YKKAR ferð með eða án íslenskrar fararstjórnar.
Lágmarksfjöldi í ferðina er 10, sé ferðin með íslenskri fararstjórn.
Verð miðast við gengi ???.
Innifalið í verði með íslenskri fararstjórn:
* Millilandaflug, Keflavík – Phuket, Bangkok - Keflavík.
* Akstur frá flugvelli á Phuket á hótel
* Akstur frá Phuket í Khao Sok þjóðgarðinn og síðan þaðan til Krabi
* Dvölin í Khao Sok þjóðgarðinum, sjá ferðalýsingu
* Innanlandsflug Krabi - Bangkok
* Gisting í 7 nætur með morgunverði á Graceland Resort & Spa hótelinu á Phuket.
* Gisting í 3 nætur með morgunverði í Khao Sok þjóðgarðinum.
* Gisting í 7 nætur með morgunverði á Aonang Villa Resort í Krabi.
* Skoðunarferð um Phi Phi eyjaklasann, sjá ferðalýsingu
* Akstur frá hóteli á Krabi út á flugvöllinn á Phuket
* Ráðgjöf varðandi Thailand Pass en nú þarf hver og einn sem vill heimsækja landið hafa slíkan passa. Síðan kemur í ljós hvernig staðan verður með passann í haust.
* Fullt fæði í 3 daga.
* Hálft fæði 2 daga.
* Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
* Aðgangseyrir að þeim stöðum sem heimsóttir eru samkvæmt ferðalýsingu.
* Íslensk fararstjórn.
* Enskumælandi fararstjórn.
Ekki innifalið í verði:
* Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.
*
* Öll persónuleg útgjöld sem ekki er getið um í ferðalýsingu.