Oops...
Slider with alias SirLanka not found.

 

Sri Lanka – Ferðaáætlun 

14 nætur / 15 dagar

Hápunktar ferðarinnar:

  • Pinnawala munaðarleysingjahæli fyrir fíla
  • Polonnaruwa borgarferð
  • Minneriya þjóðgarðurðurinn
  • Sigiriya Steinvirkið
  • Þorpsganga og matreiðslunámskeið
  • Matale kryddgarðarnir
  • Dambulla hellahof
  • Tannhofið (Temple of the Tooth)
  • Lestarferð
  • Safaríferð Yala
  • Galle hollenska virkið
  • Borgarferð um Colombo

 

Dagur 1: Koma til Negombo

Á alþjóðaflugvellinum í Bandanaike tekur aðstoðarmaður á vegum Ferðin.is á móti hópnum og fylgir honum á hótelið í Negombo.

Í leit að sönnum anda Negombo er kjörið að kíkja á fiskimarkaðina og fá upplifunina beint í æð. Markaðirnir eru iðandi af lífi, einkum snemma á morgnana þegar ferskur fengur kemur inn og sölumenn keppast við að laða til sín viðskiptavini með tilheyrandi látum, sem prútta síðan við þá um besta verðið.

Gisting: Paradise Beach Club (H / K )

 

Dagur 2: Negombo – Pinnawala – Sigirya

Að snemmbúnum morgunmat loknum fer hópurinn í heimsókn til Pinnawala, munaðarleysingjahælisins fyrir fíla. Þar fær hópurinn að fylgjast með þegar fílunum gefið að borða og að því loknu eru þeir baðaðir. Hádegismatur er borinn fram á veitingastað inni á svæðinu sem er með útsýni yfir ána þar sem fílarnir baða sig. Þar er því hægt að njóta góðra veitinga á meðan fylgst er með fílunum að baða sig.

Fíla-munaðarleysingjahælið er frábær staður til að komast í návígi við þessar stóru og mögnuðu skepnur sem fílarnir eru.

Gisting: Sigiriya Village Hotel (M / H / K)

 

Dagur 3: Sigiriya – Minneriya

Að morgunverði loknum fer hópurinn að heimsækja miðaldarborgina Polonnaruwa.

„Polonnaruwa“ var höfuðborg Sri Lanka frá 11. fram á 13. öld. Umlukið fornu manngerðu stöðuvatni má sjá vel varðveittar hallarrústir, baðlaugar, „Stupas“ og mikilfenglegar búddastyttur við „Gal Vihara“. Skoðunarferðina er kjörið að hefja á safninu sem leynir á sér þrátt fyrir smæð.

Eftir hádegismat og fram á eftirmiðdaginn verður farið í jeppa safari í Minneriya.
Þjóðgarðurinn Minneriya þekur 8,890 hektara og samanstendur af iðagrænum skógi og graslendi þar sem m.a. fílar og Sambhur dádýr lifa. Staðsett í miðjum þjóðgarðinum er fornt uppistöðulón síðan á 3. eftir Krist og var gert á vegum kóngsins Mahasena. Það er merkilegt að fylgjast með þar sem fílar koma að lóninu til að drekka og baða sig og stórir fuglahópar veiða sér til matar í grynningunum.

Gisting: Sigiriya Village Hotel (M / H / K)

 

Dagur 4: Sigiriya

Snemma um morguninn verður steinavirkið í Sigiriya heimsótt.

„Lion Rock“, goðsöguleg og himinhá borgarmiðja Sigiriya er fræg fyrir handmálaðar veggmyndir af Apsara gyðjum og er þessi staður líklega einn af þeim frægustu í Sri Lanka.

Kasyapa kóngur byggði borgarmiðjuna á 5. öld ofan á miklum 200 metra háum granítklett og tók byggingin alls sjö ár. Tíu árum seinna var borgin yfirgefin þegar Kasyapa framdi sjálfsmorgð í kjölfar þess að bróðir hans steypti honum af stóli.

Þrátt fyrir dálítið klifur upp nokkuð brattar tröppu, er útsýnið og veggmyndirnar algjörlega klifursins virði. Sigiriya er best að heimsækja snemma á morgnana þegar hitinn hefur ekki náð hámarki eða á kvöldin rétt fyrir sólsetur. Á þeim tímum er einnig ekki eins mikið af fólki á svæðinu og yfir miðjan daginn.

Eftir það verður farið í gönguferð um nálægt þorp og akra. Þar fær hópurinn að sjá hefðbundið þorpslíf hjá heimamönnum. Hópurinn heimsækir skóla á svæðinu og fer einnig á matreiðslunámskeið. Síðan fer fram skoðunarferð um svæðið á uxakerrum, sem eru tveggja hjóla vagnar dregnir áfram að nautgripum og hafa verið notaðir frá fornu fari. Að því loknu verður farið í bátsferð.

Gisting: Sigiriya Village Hotel (M / H / K)

 

Dagar 5 – 8: Sigiriya

Á fimmta degi fer hópurinn á Pasikudah ströndina.

Pasikudah er fræg strandlengja á austurhluta Sri Lanka. Dagarnir fara í slökun og að skoða umhverfið á eigin vegum.

Gisting: Pasikudah Beach Resors (M / K)

 

Dagur 9: Pasikudah – Kandy

Eftir morgunverð verður haldið af stað til Kandy sem er fyrrum höfuðborg Ceylon og var síðasta aðsetur Singhalese konungsdómsins. Í heillandi borginni er mikilvægasta Búdda hof landsins. Borgin sjálf er byggð í kringum fornt manngert stöðuvatn og umkringd grænum hæðum sem eru þéttvaxnar af skógi og te-ökrum. Allt í kring er fjalllendi þar sem nokkur hótel eru staðsett og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina.

Tannhofið (Temple of the Sacred Tooth Relic of Lord Buddha) er best að heimsækja seinnipart dags. Gullslegið hofið var byggt á 16. öld til að varðveita einn merkasta helgigrip Búddismans – tönn út Búdda sjálfum sem var tekin af bálkesti hans á sínum tíma.

Gisting: Hotel Suisse (M / H* / K)

 

Dagur 10: Kandy

Eftir morgunmat verður farið í skoðunarferð um Kandy og nágrenni. Í Kandy má finna fjöldan allan af eðalsteinum til sölu, marglita safíra, rúbína og aðra töfrandi gimsteinar. Gestir geta fengið að líta inn á vinnustofur þar sem sjá má hönnunarferlið, frá grófum stein yfir í slípaðan gimstein. Að skoðunarferð lokinni verður fylgst með þjóðdansasýningu áður en haldið er heim á hótel.

Gisting: Hotel Suisse (M / H / K)

 

Dagur 11: Nuwara Eliya

Dagurinn byrjar á morgunverði á hótelinu og síðan er haldið af stað til Nuwara Eliya með lest svo útsýnisins á leiðinni verði notið sem best. Eftir hádegisverð verður skoðunarferð um te-búgarð og te-verksmiðju.

Það sem eftir lifir dags er á eigin vegum.

Gisting: Araliya Green Hills hotel (M / H / K)

 

Dagur 12: Nuwaea Eliya – Kataragama – Tissamaharama

Morgunmatur á hótelinu og síðan fer hópurinn af stað til Tissamaharama. Á leiðinni er komið við í Kataragama og nágrenni.

Gisting: Hotel Chandrika (M / H / K)

 

Dagur 13: Tissamaharama – Yala

Hópurinn leggur snemma af stað í safaríferð um Yala þjóðgarðinn með morgunmat í nesti. Þjóðgarðurinn þekur 1570 ferkílómetra á suðasturhluta eyjunnar og var stofnaður árið 1938. Landslagið er blanda af frumskógi, söltum lónum, stöðuvötnum og ám. Garðurinn er heimalendur fyrir u.þ.b. 400 fíla og 40 hlébarða auk villtra buffalóa, Sambhur dádýr, moskusdýr, letirbirni, macaque apa, sjakala og fjöldann allan af fuglum.

 Gisting: Hotel Chandrika (M / H / K)

 

Dagur 14: Galle – Colombo

Morgunmatur tekinn snemma og haldið af stað til Colombo. Auk þess að njóta fallegs landslags á leiðinni þá er einnig stoppað í borginni Galle og hollenska virkið skoðað. Þegar til Colombo er komið fer hópurinn í skoðunarferð um borgina eftir að hafa tékkað sig inn á hótelið og tími gefst til að versla fyrir þá sem vilja.

Gisting: Manderina Hotel (M / H / K)

 

Dagur 15: Colombo

Dagurinn á eigin vegum og síðan farið á flugvöllinn um kvöldið.

Flug um nóttina (M / H / K)

Dagur 16: Heimferð

Verð frá kr 388.000- pr mann í tvíbýli

Innifalið í verði:

  • Flug Keflavík – Colombo
  • Gisting samkvæmt ferðalýsingu
  • Fullt fæði samkvæmt ferðalýsingu
  • Akstur til og frá flugvelli, milli hótela og í skoðunarferðum í loftkældum bifreiðum.
  • Enskumælandi fararstjórn.
  • Allur aðgangseyrir á stöðum sem heimsóttir eru samkvæmt ferðalýsingu.

Ekki innifalið í verði:

  • Matur og drykkir sem ekki er getið um í ferðalýsingu
  • Þjórfé og aðrar slíkar greiðslur
  • Ferðatryggingar
  • Vegabréfsáritun til Sri Lanka, sjá eta.gov.lk