Sri Lanka, nýr og spennandi áfangastaður

Dæmi um ferð

Asía er okkar heimsálfa og nú býður Ferðin.is upp á ferð til Sri Lanka með enskumælandi fararstjórn en þar sem þessi ferð er í samstarfi við norska ferðaskrifstofu þá er einnig norskumælandi fararstjórn. Í þessari 14 daga ferð kynnumst við landi og þjóð jafnt til sjávar sem sveita. Við kynnumst borgarlífinu jafnt sem fiskiþorpunum, upplifum stórbrotna náttúrufegurð eyjunnar, heimsækjum te plantekrur, einstök Buddha hof, förum í safari ferð og margt fleira eins og fram kemur í ferðalýsingunni hér að neðan.

Er ekki örugglega kominn tími á að heimsækja Sri Lanka?

 

Helstu staðir og „upplifanir“ ferðarinnar:

Ferð um borgina Negombo og fiskiþorp.
Pinnawela munaðaleysingjahæli fyrir fíla.
Sigiriya klettavirkið
Dambulla kletta hofið
Matale kryddjurtagarðurinn
Hof hinnar „heilögu tannar“ (Temple of the Tooth Relic)
Borgin Colombo


Te plantekrur og verksmiðja
Heimsókn í sveitaþorp
Leiðin til Nuwara Eliya (oft talin ein fallegasta leið í heimi)
Yala safari
Hollenska virkið í Galle
Hikkaduwa ströndin

Dagur 1, Keflavík – Sri Lanka

Flug valið í samráði við viðskiptavini okkar

Dagur 2,  komið til Sri Lanka

Lent á Bandaranaike alþjóða flugvellinum og ekið þaðan  til Negombo.

Gisting, Jetwing Sea Hotel

Dagur 3Negombo – (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður).

Eftir hádegisverð verður farið í skoðunarferð um bogina en þar skoðum við m.a. fiskmarkað og „hollenska síkið“ en Hollendingar grófu þetta síki ásamt mörgum öðrum í þeim tilgangi að auðvelda sér flutning á kryddi og öðrum varningi sem þeir voru að flytja til sjávar.
Ein besta leiðin til þess að kynnast daglegu lífi íbúanna er að fara á fiskmarkaðinn en þar iðar allt af lífi. Mesti fjöldinn er þar fyrirleitt fyrri hluta dags þegar komið er með nýveiddan fiskinn á markaðinn og hann boðinn til sölu, en það gengur oft mikið á þegar kaupendur og seljendur prútta um verðið.
Það sem eftir lifir dags er á eigin vegum.

Gisting, Jetwing Sea Hotel

Dagur 4,   Negombo - Pinnawela - Dambulla - (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Eftir morgunverð verður fílabúgarður í Pinnawela heimsóttur en hann er munaðaleysingjar hæli fyrir fíla. Hér fá gestir einstakt tækifæri til þess að kynnast þessum merkilegu skeppnum og  fylgjast með daglegu lífi þeirra.
Því næst heimsækjum við hofið í Dambulla hellinum. Þessi fallega skreytti hof-hellir var skráður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1991. Rekja má sögu hellisins aftur til 1. aldar fyrir krist en þá flúði Valagambahu konungur í hellinn eftir að hafa verið rekinn í útlegð. Í hofinu, sem spannar fimm hella, má finna fjölmargar Buddha styttur í mismunandi stærðum og stellingum. Veggirnir og loftin eru síðan fagurlega skreytt.

Gisting, Jetwing Lake Hotel

Dagur 5    Dambulla - Sigirya Rock - Dambulla (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Eftir morgunverð verður „Ljóna kletturinn“ heimsóttur en hann er eitt af helstu kennileitum svæðisins.
Á 5. öld lét Kasyapa, sem þá var konungur á, byggja virki uppi á 200 m háum granít kletti. Það tók 7 ár að byggja aðstöðuna á klettinum en hluti af klettinum er mótaður eins og ljón og ber hann nafn sitt af því. Kletturinn er einnig þekktur fyrir einstakar „fresku“ myndir sem prýða klettinn en til þess að sjá þær þarf að ganga upp nokkuð bratta stiga sem eru á klettinum, en fyrir þá sem treysta sér til þess þá er það vel þess virði. Staðurinn er mjög vinsæll hjá ferðamönnum er því best að heimsækja hann snemma morguns eða rétt fyrir sólsetur því þá eru ekki eins margir gestir á svæðinu.
Síðan verður stoppað í „local“ þorpi ekki langt frá klettinum en þar verður gengið um þorpið og heilsað upp á heimamenn og við kynnumst þeirra daglega lífi.
Ef áhugi er fyrir hendi, þá er hægt að skella sér á fílabak áður en farið er aftur heim á hótel.

Gisting, Jetwing Lake Hotel

Dagur 6,   Dambulla - Kandy (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Eftir morgunverð verður lagt af stað til Kandy en á leiðinni þangað munum við  heimsækja kryddjurtagarð í Matale. Í garðinum munum við kynnast hefðbundinni matargerð Sri Lanka.

Kandy er forn höfuðborg Sri Lanka en þar réð m.a. ríkjum síðasti „Singhalese“ konungurinn. Þetta er heillandi borg en þar er m.a. merkasta Buddha hof landsins en umhverfi þess er dásemdin ein. Borgin er staðsett í fjalllendi þar sem útsýnið og náttúrufegurðin er einstök.

Gisting, Hotel Cinnamon Citadel

Dagur 7,   Kandy - Nuwara Elya  (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Eftir morgunverð verður lagt af stað til Nuwara Eliya en náttúrufegurðin á þessari leið er að margra mati engu lík. Fyrsta stopp á þessari leið verður í hofi hinnar „heilögu tannar“ (Temple of the Sacred Tooth Relic). Frá því að hofið var byggt á 16. öld hefur það hýst einn helgasta grip Buddismans í landinu, þ.e. tönn úr Buddha en tönnin er varðveitt undir gullþaki í hofinu.

Á leiðinni til Nuwara Eliya munum við örugglega þurfa að stoppa reglulega til þess að dást að einstakri náttúrufegurð svæðisins en segja má að leiðin sé innrömmuð með teplantekrum og fossum. Nuwara Eliya var stofnuð í lok valdatíma Breta í landinu en margir siðir og venjur á svæðinu minna enn á nýlendutímann þegar Bretarnir m.a. kynntu te fyrir heimamönnum. Þarna getum við upplifað skemmtilega blöndu af gamla og nýja tímanum. Ásamt náttúrufegurðinni, er þessi blanda tímabilanna eitt aðal aðdráttarafl svæðisins.

Gisting, Hotel ST. Andrews

Dagur 8,      Nuwara - Eliya  (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Þar sem te plantekrur eru eitt af sérkennum þessa svæðis, munum við eftir morgunverð heimsækja eina slíka og kynna okkur framleiðsluna. Hádegisverður í Nuwara Eliya Golf klúbbnum og síðan það sem eftir lifir dags er á eigin vegum, hvort sem áhugi er fyrir því að skella sér í golf eða gera eitthvað allt annað.

Gisting, Hotel ST. Andrews

Dagur 9,    Nuwara - Eliya - Yala - Tissamaharama (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Eftir morgunverð leggjum við af stað til Yala og förum leið sem oft er talin sú fallegasta í heimi (route of Elle). Á leiðinni verður stoppað í hádegismat á hóteli sem m.a. er þekkt fyrir magnað útsýni og náttúrufegurð í kring.

Gisting, Jetwing Yala Hotel

Dagur 10,   Tissamaharama - Yala - Hikkaduwa   (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Dagurinn verður tekin mjög snemma því við förum í morgun safari í  Yala þjóðgarðinn. Þjóðgarðurinn er staðsettur í suðaustur hluta eyjunnar en landslagið þar  er mjög fjölbreytt s.s. frumskógar, sléttur, ár, vötn o.s.frv. en þetta fjölbreytta landslag hefur það hlutverk að vera heimkynni fjölmargra dýrategunda. Dæmi um slíkar eru heilu hjarðirnar af fílum, hlébarðar, buffalar, nokkarar tegundir dádýra, birnir, sjakalar, ásamt miklum fjölda fugla.
Eftir safari förum við aftur á hótelið, fáum okkur morgunverð og tökum því rólega fram eftir degi.

Um miðjan dag verður síðan lagt af stað eftir suðurströndinni til Beruwala. Á leiðinni þangað verður m.a. stoppað við Galle Dutch Fort en það er glæsilegt virki sem á sér sögu allt aftur til 1588 en það voru Portúgalar sem þá hófu byggingu þess. Hollendingar tóku það síðan yfir á 17. öld. Þetta mannvirki á sér merkilega sögu bæði hjá íbúum Sri Lanka sem og Hollendingum auk þess sem það er á skrá hjá UNESCO sem merkilegur menningararfur. Virkinu er ótrúlega vel við haldið en landsvæðið innan þess sem er u.þ.b. 90 hektarar og er mjög þéttbýlt með mörgum fallegum byggingum og einstakri blöndu af arkitektúr. Stjórnvöld í Sri Lanka og Hollendingar sem enn eiga eignir á svæðinu leggja mikinn metnað í að halda því vel við og er verið að vinna að því að fá það skilgreint sem eitt af undrum veraldar.
Virkið á sér litríka sögu en í dag má segja að þar þrífist fjölmenningar samfélag þar sem ólíkir trúarhópar lifa saman í sátt og samlyndi.

Gisting, Hikka Tranz Hotel

Dagur 11,   Hikkaduwa ströndin  (morgunverður, kvöldverður)

Þessi dagur fer í afslöppun á þessari fallegu og friðsömu strönd en margs konar afþreying er í boði fyrir þá sem langar að gera meira en að flatmaga í sólbaði.

Það er tilvalið að lengja þessa ferð, t.d. með slökun á Hikkaduwa ströndinnieina sem þarf að gera er að panta það um leið og ferðin er bókuð!

Gisting, Hikka Tranz Hotel.

Dagur 12,   Colombo  (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður)

Eftir hádegi verður haldið af stað til Colombo, stærstu borgar landsins. Við innritum okkur á hótelið og förum síðan í skoðunarferð um borgina. Hér geta þeir sem vilja, farið að versla.

Gisting, Colombo 7 Hotel

Dagur 13,   Colombo - Keflavík  (morgunverður, hádegisverður)

Dagurinn frjáls fram að heimferð. Þangað til er hægt að skoða borgina, versla smá eða hvað sem ykkur dettur í hug.  Síðan er rétt að pakka saman og fara út á flugvöll.

Dagur 14.

Komið til Keflavíkur.

Innifalið í verði:

  • Flug Keflavík – Colombo
  • Gisting með morgunverði samkvæmt ferðalýsingu
  • 7 hádegisverðir og kvöldverður alla daga samkvæmt ferðalýsingu
  • Akstur til og frá flugvelli, milli hótela og í skoðunarferðum í loftkældum bifreiðum.
  • Ensku- og norskumælandi fararstjórn.
  • Allur aðgangseyrir á stöðum sem heimsóttir eru samkvæmt ferðalýsingu.

 

Ekki innifalið í verði:

  • Matur og drykkir sem ekki er getið um í ferðalýsingu
  • Þjórfé og aðrar slíkar greiðslur
  • Ferðatryggingar
  • Vegabréfsáritun til Sri Lanka, sjá eta.gov.lk

 

Verð frá kr. 398.250- pr mann í tvíbýli

Aukagjald fyrir einbýli kr 55.000-

Til þess að bóka eða fá nánari upplýsingar um ferðina,

hafið samband í netfangið mi@ferdin.is eða í símum 893 8808 / 857 3900.