Dagana 10. til 30. nóvember 2024
Einstök ævintýraferð til Thailands.
"Leyndardómar Thailands" voru fyrir Covid vinsælasta Thailandsferðin okkar með íslenskri fararstjórn. Eftir Covid hefur Phuket og Krabi svæðið verið vinsælt hjá okkur.
Í nóvember á síðasta ári fórum við í 21. dags ferð þar sem við sameinuðum þessar vinsælustu ferðir okkar og kölluðum hana "Thailand Special". Þema ferðarinnar er sem fyrr NÁTTÚRA – SAGA – UPPLIFUN – AFSLÖPPUN.
Mikil ánægja var með ferðina enda tókst hún einstaklega vel. Við höfum því ákveðið að endurtaka leikinn og fara aftur í Thailand Special. Síðast var uppselt í ferðina enda takmarkað sætaframboð.
Fyrstu tvær vikurnar verðum við töluvert á ferðinni, upplifum margt og heimsækjum marga ólíka staði en síðasta vikan verður meiri slökun.
Eftir að komið er til Thailands verður dvalið í þrjá daga í Bangkok þar sem áhugavert er að upplifa söguna, menninguna og mannlífið. Þá förum við norður í land með áherslu á sögu- og náttúruupplifun, nánar tiltekið til borgarinnar Chiang Rai. Frá Chiang Mai verður flogið aftur til Bangkok og þaðan áfram til Phuket. Stoppum fjórar nætur í Phuket áður en við förum að upplifa náttúrufegurðina í Khao Sok þjóðgarðinum. Í Khao Sok gistum við í tvær nætur og m.a. í fljótandi smáhýsum í einstöku umhverfi. Ferðin endar síðan í Krabi, nánar tiltekið á Ao Nang ströndinni. Fyrir utan að slappa af fyrir heimferðina þá ætlum við að skoða okkur um á svæðinu og heimsækjum m.a. Phi Phi eyjarnar.
Í þessari ferð munum við því kynnast mörgum ólíkum hliðum lands og þjóðar, frá iðandi mannlífinu í stórborginni, yfir í gjörólíka menningu norður í landi við Chiang Rai og þaðan er haldið í suður í náttúrufegurðina í Khao Sok þjóðgarðinum með viðkomu á ferðamannastaðnum Phuket.
Sjá nánari ferðaáætlun hér að neðan.
10. nóv: Keflavík - Oslo – Bangkok.
Brottför frá Keflavík kl 7:50 og flogið með Icelandair til Osló en áætluð lending þar er kl 11:35. Þaðan höldum við síðan áfram með Thai Airways til Bangkok kl 13:20. Í Thai Airways vélinni er matur og drykkur innifalin í verði en við fáum kvöldverð fljótlega eftir að við förum í loftið og síðan morgunverð rétt fyrir lendingu. Við þurfum ekki að hafa áhyggur af farangri í millilendingum því hann innritast í Keflavík alla leið á áfangastað.
11. nóv: Komið til Bangkok.
Við munum lenda á Suvarnabhumi alþjóðarflugvellinum við Bangkok 6:20 og þaðan farið á hótelið okkar, en við verðum með "early check in". Tökum daginn rólega enda lúin eftir langt ferðalag.
Gisting: Grand China Hotel
12 nóv: Bangkok.
Þennan dag verður farið í skoðunarferð um Bangkok. Við förum snemma í morgunverð en við leggjum af stað frá hótelinu kl 8:00. Við ætlum að kynnast borginni, ekki bara helstu kennileitum og ferðamannastöðum heldur einnig lífi og lifnaðarháttum hins almenna borgara. Til þess að fá sem fjölbreyttasta sýn á mannlífið þá munum við ferðast eins og almenningur það er með lestum eða vögnum, tuk tuk og "strætó" bátum sem sigla um ár og síki borgarinnar. Við hefjum ferðina með því að ferðast með "Skytrain" en á þessum tíma dags eru margir á ferðinni með lestunum, fólk á leið í vinnu eða skóla sem vill forðast umferðarteppur og mengun á götum borgarinnar en vill ferðast hratt og örugglega í loftkældum rýmum. Við förum úr lestinni nálægt Chao Phraya ánni og færum okkur yfir í strætó bát sem siglir á fastri áætlun um ánna.
Bangkok byggðist upp í kringum Chao Phraya ánna og lengi vel voru bátar helstu farartæki borgarinnar enda meira um síki og skurði en vegi. Það er ekki tilviljun að Bangkok var forðum kölluð "Feneyjar austursins". Við förum úr bátnum rétt við What Pho og Grand Palace enda ætlum við að skoða þessa merku staði. Konungur Thailands bjó forðum í Grand Palace og eru þar margar merkar byggingar auk þess sem við kynnumst þar vel sögu landsins og byggingarlist. Merkasta byggingin á svæðinu er Wat Phra Keo en þar innan dyra er „Emerald Buddha“ sem er það buddalíknesi sem mestur átrúnaður er bundin við á Thailandi.
Á Grand Palace svæðinu er margt að sjá og mynda, en óheimilt er að mynda „Emerald Buddaha“ líkneskið sjálft. „Wat Chetuporn“ hofið sem er betur þekkt sem Wat Po en þar er m.a. 45 metra langt Buddha líkneski. Wat Po er þekkt fyrir að þar var fyrsta miðstöð alþýðumenntunar í landinu og er hofið stundum kallað fyrsti háskólinn auk þess sem þetta er talið vera „heimili“ Thailenska nuddsins.
Næst förum við í tuk tuk sem er þríhjóla farartæki, í huga margra eitt af einkennum Thailands. Tuk tuk er að finna um allt land en í mismunandi útfærslum. Með tuk tuk ætlum við að fara til Soi Ban Batra en þar ætlum við að heimsækja fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir sérstakar "munkaskálar". Við fræðumst um Buddismann og hlutverk munkanna í samfélaginu en munkarnir fara á hverjum degi við sólarupprás af stað með skálarnar sínar og taka við matargjöfum frá fólki en maturinn sem þeir safna svona er eini maturinn sem borðaður er í hofunum.
Við finnum okkur einhvern stað til að fá okkur hádegisverð.
Gisting: Grand China Hotel
13. nóv: Bangkok
Dagurinn á eigin vegum en fararstjórinn verður á ferðinni hugmyndin er t.d. að fara um Kínahverfið, aðal verslunarhverfið, jafnvel næturmarkað og ef ekki var farið á Khao San Road kvöldið áður þá verður farið þetta kvöld.
Gisting: Grand China Hotel
14 nóv: Bangkok - Chiang Rai
Tökum daginn snemma en okkur verður ekið út á flugvöll þar sem kl 12:25 við tökum flugið til Chiang Mai sem er næst stærsta borg landsins. Við lendum í Chiang Mai kl 13:55 og verðum fljótlega komin upp á hótel. Slökun það sem eftir er dags.
Norður hluti Thailands sem Chiang Rai stendur á var fyrr á öldum langtímum saman lokað frá öðrum hlutum landsins og er því saga svæðisins og menning um margt ólík öðrum hlutum Thailands. borgin var áður hluti Lanna ríkisins, sem náði frá mið Thailandi í suðri til Laos í norðri. Lanna mætti þýða sem „milljónir af hrísökrum“ sem segir okkur að þetta hafi verið ríkt ríki og eins hver verðmætin voru á þessum tíma. Chiang Rai er nyrsta borg Thailands og er þar margt að sjá og skoða, bæði í borginni og utan hennar.
Gisting: Le Méridien Chiang Rai Resort
15. nóv: Chiang Rai skoðunarferð
Við verðumsótt kl 8:30 til þess að fara í skoðunarferð um Chiang Rai og nágrenni. Fyrsti viðkomustaður okkar verður Wat Rong Khun eða Hvíta Hofið. Þetta hof og hofsvæði á engan sinn líka í heiminum og er heimsókn þangað einstök upplifun. Hofið er byggt upp af listamanninum Chalermchai Kositpipat en með einstökum byggingum, skúlptúrum og málverkum "dansar" hann á hárfínan hátt á mörkum þess sem Búddisminn viðurkennir í túlkun sinni á himnaríki og helvíti. Segja má að í þessari skoðunarferð kynnumst við ólíkum hliðum Thailenskrar listar og menningar. Næsti viðkomustaður er Baan Dam sem eru 15 byggingar sem oft eru kölluð "svörtu húsin". Þetta safn er m.a. þekkt fyrir sína helvíti nútímans. Frá Baan Dam höldum við til Wat Huay Pla Kang sem hof en það er sennilega þekktast fyrir risa stórt Buddah líkneski enda oft kallað Big Buddah Chiang Rai. Eftir heimsóknina þangað er komið að hádegismat en við borðum á Ma Long Der veitingastaðnum.
Eftir mat er það Wat Rong Suea Ten eða Bláa Hofið. Bláa Hofið er einstakt listaverk og ólíkt öllu sem við höfum séð fram að þessu. Að síðustu heimsækjum við Doi Din Dang Pottery sem er gallery með Thailenska potta og leirker. Þetta er staðsett fyrir utan borgina og aksturinn þangað gefur okkur skemmtilega sýn á umhverfi borgarinnar. Eftir heimsóknina til Doi Din höldum við til baka á hótelið.
Gisting:Le Méridien Chiang Rai Resort
16. nóv: Chiang Rai
Dagurinn á eigin vegum. Margt er í boði þegar það kemur að afþreyingu á svæðinu og verður farið betur yfir það síðar en síðan er líka hægt að slappa af og njóta þess að vera á þessu glæsilega hóteli.
Gisting: Le Méridien Chiang Rai Resort
17 nóv: Chiang Rai- Bangkok - Phuket
Eftir morgunverð förum við út á flugvöll og tökum flugið niður til Bangkok. Brottför frá Chiang Rai kl 10:20 og lending í Bangkok kl 11:50. Frá Bangkok er síðan flogið áfram kl 13:55 og lent í Phuket kl 15:25. Við ættum að vera komin á hótelið okkar rúmum klukkutíma síðar.
Gisting: Phuket Graceland Resort.
18 nóv: Phuket
Afslöppun, dagurinn á eigin vegum
Gisting: Phuket Graceland Resort.
19. nóv: Phuket
Afslöppun, dagurinn á eigin vegum, Fararstjóri ætlar aðeins að þvælast um eyjuna og heimsækja t.d. Big Buddah, Karong og Kata ströndina ofl
Gisting: Phuket Graceland Resort.
20. nóv: Phuket
Afslöppun, dagurinn á eigin vegum en hver veit nema einhverjir skreppi yfir á Kamala ströndina í dag.
Gisting: Phuket Graceland Resort.
21. nóv: Phuket - Khao Sok
Eftir morgunverð verður lagt af stað í Khao Sok þjóðgarðinn en akstur þangað tekur 2,5 - 3 klst. Khao Sok þjóðgarðurinn var stofnaður 22. desember 1980 og er 739 ferkílómetrar að stærð en í þjóðgarðinum er Cheow Lan vatnið sem 165 ferkílómetrar. Fjölbreytt gróður og dýralíf er í garðinum en skógurinn er hluti af regnskógi sem er eldri en sjálfur Amason frumskógurinn. Khao Sok þjóðgarðurinn er upplifun. The Cliff & River hótelið er í einstöku umhverfi, eða eins og maðurinn sagði "náttúrufegurðin maður lifandi"
Gisting: The Cliff & River
22 nóv: Khao Sok
Eftir morgunverð eða nánar tiltekið kl 9:30 verðum við sótt og stefnan sett á bryggjuna við Chiew Larn vatnið. Við eigum bókaðan "long tail" bát kl 11:30 sem mun sigla með okkur út í fljótandi smáhýsin sem við munum gista í. Siglingin þangað tekur rúman klukkutíma. Þegar við komum á staðinn fáum við húsin okkar og förum síðan í hádegismat. Síðan tekur við slökun þar sem hægt er að stinga sér til sunds, skoða nágrennið á kayak eða jafnvel bara gera ekki neitt. Kl 17 verður farið í stutta siglingu á long tail báti þar sem við fylgjumst með sólarlaginu í þjóðgarðinum, hvernig myrkur tekur við af birtunni og næturhljóðin taka fyrir frumskóginn. Ef við verðum heppin þá munum við sjá t.d. villta fíla koma niður að vatninu. Við komum aftur á gististaðinn okkar ca. kl 18:30 og förum beint í kvöldmat.
Gisting: The Laguna Chiewlarn
23 nóv: Khao Sok - Ao Nang
Í birtingu, ca kl 6:30 er boðið upp á siglingu eins og kvöldið áður, nema nú til þess að sá daginn taka aftur yfir þ.e. birtan tekur við af myrkrinu. Næturhljóðin þagna, næturdýrin ganga til náðar en aparnir og önnur dýr dagsins taka yfir. Morgunverður kl 7:30 en kl 9:30 förum við aftur um borð í long tail bátinn sem siglir með okkur til lands. Sigling á Chiew Larn vatninu er ævintýri út af fyrir sig svo gera má ráð fyrir því að siglingin yfir í Panvaree The Greenery og gistingin þar verði eitt af fjölmörgu ógleymanlegu við þessa ferð. Við verðum komin að bryggju ca kl 10:30 og kl 11:00 leggjum við af stað til Krabi en akstur þangað tekur ca 3 klst.
Gisting: Aonang Villa Resort
24. nóv: Ao Nang
Dagurinn á eigin vegum. Nú síðustu dagana er ætlunin að taka því rólega að mestu og "melta" allt það sem búið er að sjá og upplifa í ferðinni. Hótelið er mjög vel staðsett við ströndina sem er róleg og notaleg auk þess sem sundlaugargarðurinn er einstaklega notalegur. Mikil náttúrufegurð er að svæðinu sem ekki skemmir fyrir.
Gisting: Aonang Villa Resort25
25. nóv: Ao Nang
Í dag ætlum við að fara dagsferð í Phi Phi eyjarnar en það er ekki hægt að sleppa því. Við verðum sótt snemma morguns (milli 7 og 8:30) og ekið að bryggjunni þaðan sem hraðbáturinn sem við förum með leggur upp. Siglingin til Phi Phi eyja tekur ca 45 mín en á leiðinni þangað siglum við fram hjá nokkrum sandsteins kletta eyjum þar sem þær rísa tignalegar upp út Andaman hafinu. Þegar við komum til Phi Phi þá siglum við fram hjá Maya bay sem er ein af fallegustu ströndum Thailands en hún er samt sennilega þekktust fyrir það að Holliwood myndin The Beach var m.a. tekin þar. Við siglum síðan fram hjá Phi Phi Leh, Phi Phi Cove og Monkey Beach. Sjórinn er tær svo við munum finna okkur góðan stað til að stinga okkur til sunds og jafnvel kanna undirdjúpin með því að snorkla. Við förum síðan í land í Tonsai Bai og fáum hádegisverð. Þegar við höldum áleiðis heim þá siglum við meðfram Bamboo Island og jafnvel fleiru eyjum. Siglum síðan aftur til lands og verður ekið upp á hótel. Það verður notarlegt að skella sér í sturtu og skola af sér sjávarsaltið eftir góðan dag.
Gisting: Aonang Villa Resort
26. nóv: Ao Nang
Dagurinn á eigin vegum.
Gisting: Aonang Villa Resort
27. nóv: Ao Nang
Fararstjórinn ætlar að taka sér far með long tail báti yfir á Railay ströndina, tel líklegt að einhverjir komi með.
Gisting: Aonang Villa Resort
28 nóv: Ao Nang Krabi
Síðasti dagurinn okkar fyrir heimferð.
Gisting: Aonang Villa Resort
29. nóv: Krabi - Bangkok
Tökum því rólega framan af degi en undir kvöldmat verðum við sótt og ekið út á Krabi flugvöll en kl 20:20 verður farið í loftið og flogið til Bangkok. lending í Bangkok kl 21:45.
30. nóv: Bangkok - Ísland
Kl 00:05 verður lagt af stað til Oslo og lent þar kl 7:35 að morgni. Haldið áfram til Keflavíkur kl 13:05 og lent þar kl 15:15.
Verð og fl.
Verð kr 785.600, -pr. mann í tvíbýli, staðfestingargjald 20% af verði.
Aukagjald kr 180.000 fyrir mann í einbýli.
Nánari upplýsingar og bókanir í 8938808 eða mi@ferdin.is
Innifalið í verði:
* Millilandaflug Keflavík - Bangkok - Keflavík
* Innanlandsflug Bangkok - Chiang Rai
* Innanlandsflug Chiang Rai - Bangkok
* Innanlandsflug Bangkok - Phuket
* Innanlandflug Krabi - Bangkok
* Akstur til og frá flugvöl
* Gisting í 3 nætur með morgunverði á Grand China hótelinu í Bangkok.
* Gisting í 3 nætur með morgunverði á The Legend hótelinu í Chiang Rai.
* Gisting í 4 nætur með morgunverði á Phuket Graceland Resort.
* Gisting með morgunverði í 1 nótt á The Cliff & River í Khao Sok þjóðgarðinum.
* Gisting með fullu fæði í fljótandi smáhýsi á The Laguna Chiewlarn í Khao Sok þjóðgarðinum.
* Gisting í 6 nætur með morgunverði á Aonang Villa Resort á Ao Nang Krabi.
* Skoðunarferð um Bangkok, Grand Palace ofl.
* Skoðunaferð við Chiang Rai
* Enskumælandi fararstjórn í skoðunarferðum.
* Skoðunarferð, sigling út í Phi Phi eyjar.
* Á "frídögum" fer fararstjóri skemmri ferðir t.d. með tuk tuk og er öllum velkomið að koma með.
* Að öðru leyti er bent á ferðalýsinguna hér að ofan.
*
* Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði:
* Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.
Takmarkað sætaframboð.
Athugið verðið er miðað við gengi 06.03.2024
Lágmarksfjöldi í ferð með íslenskri fararstjórn er 10 manns.
Hámarksfjöldi í þessa ferð er 20 manns.