Stóra Indókína Ferðin

08. - 24. apríl 2017

Nú er komið að ferðinni sem margir hafa beðið eftir, þ.e. einstök ævintýraferð um Vietnam og Kambódíu.

Við munum kynnast stórkostlegri sögu, menningu og náttúru þessara landa auk þess sem við munum slappa af á strönd í Vietnam í nokkara daga.

Ferðin hefst á þremur dögum í hinni fallegu og rómantísku höfuðborg Vietnam Hanoi, en þaðan verður farið um hinn ævintýralega flóa Halong Bay sem er eitt af meistaraverkum náttúrunnar. Keisaraborgin Hue verður síðan heimsótt ásamt gömlu hafnarborginni Hoi An. Frá Hoi An verður flogið til stærstu borgar Víetnam Ho Chi Minh City sem áður hét Saigon.
Eftir að hafa skoðað Saigon verður haldið til sjávar og slappað af á ströndinni við Long Hai í þrjá daga. Frá Long Hai verður haldið aftur til Saigon og flogið þaðan heim 

Saga og menning Kambódíu er einstök og er nóg að nefna hofið Angkor Wat en það er einn af þeim stöðum sem við munum heimsækja.

Dagur 1: Keflavík – Bangkok
Við fljúgum með Icelandair til Osló með brottför kl. 07:35 lending í Osló kl. 11:05 og síðan áfram með Thai Airways til Bangkok frá Osló kl. 13:30 og lending í Bangkok daginn eftir kl. 06:20.
Á Þessu ferðalagi þurfum við ekki að hugsa um töskurnar því þær innritast alla leið. Við höfum farangurs heimild uppá 30 kg. í innrituðum farangri og 10 kg. í handfarangri. Um borð í Thai Airways eru síðan allar veitingar fríar.
Gisting: Thai Airways (K, M)

Dagur 2: Bangkok -  Hanoi
Lending í Bangkok kl. 06:20 síðan er brottför frá Bangkok kl. 07:45 til Hanoi en þar lendum við kl. 09:35 allir tímar eru staðartímar.
Það verður tekið á móti ykkur við komu til landsins og þið keyrð til borgarinnar fyrir innritun á Hótel. Frjáls tími Það sem eftir er dags.
Gisting: Hanoi Boutique 1 Deluxe (M)

Dagur 3: Hanoi
Um morguninn eða ca. kl. 08:30 verðið þið sótt á hótelið og keyrð til „Old Quarter“ líka þekkt sem „36 stræti“ Við göngum um hinn sjarmerandi Hang Be Markað við vatnið, Hoan Kiem Lake.  Stoppum síðan við Ngoc Son hofið. Þetta svæði iðar af lífi með þröngum götum og stígum þar sem úir og grúir af litlum verslunum og fyrirtækjum. Þetta er frábær staður til að skoða og myndefni eru allt um kring.

Við höldum síðan áfram að Musteri Bókmenntanna. En árið 1076 var Quoc Tu Giam fyrsti háskóli í Víetnam, einnig þekktur sem Van Mieu. Háskólinn var eingöngu stofnaður til að mennta yfirstéttina og valdastéttina. Þessi háskóli var starfræktur í rúm 700 ár en bæði byggingar og garðar sem eru vel varðveittir gefa góða innsýn í hið forna Víetnam.

Við endum ferðina á því að heimsækja minnismerki um stofnanda og föður hins nýja Víetnam Ho Chi Minh, en við heimsækjum einning húsið sem hann bjó í frá árunum 1958 – 1969. Húsið sýnir við hvernig kjör byltingarsinnar lifðu, sem var einfalt og látlaust. Áður en við komum aftur á hótelið heimsækjum við lítið og einstakt musteri eða Pillar Pagodu sem er á leiðinni.
Gisting: Hanoi Boutique 1 Deluxe (M)

Dagur 4.: Hanoi
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum, en ef þið hafið áhuga þá eru hér tillögur af hálfdagsferðum sem kosta aukalega.

  • 1.1 Vatna leikbrúðusýning & hjólaferð (2 kls):
    Njótið þess að fara í klukkutíma hjólaferð um gamla hverfið til að kynnast og skoða þessa eistöku borg. Síðan er haldið áfram að Water puppert teatre til að sjá leiksýningu. Hin hefðbundna vatna leikbrúðu sýning er byggð á upphaflegu og áhugaverðu prógrammi þar sem listafólk segir frá sögu landsins um það hvernig íbúarnir ræktuðu hrísgrjón á votlendum ökrum í Norður Víetnam. (engin máltíð innifalin í ferðinni)
  • 1.2 Hálf dags ferð til þorpanna Bat Trang og Dong Ho:
    Um morguninn keyrið þið til þorpsins, Bat Trang Village sem er þekkt fyrir keramikframleiðslu. Þegar þangað er komið þá er farið í göngu um þorpið og þið kynnist því hvernig pottar og keramik er  framleitt. Undir leiðsögn listamanna fáið þið sjálf að prófa að móta og vinna með keramik. Ferðin heldur síðan áfram til þorpsins Dong Ho til að skoða úrval af keramiki og kynnast prentlist áður en haldið er aftur til Hanoi.
  • 1.3 Kvennasafnið í Hanoi
    Upplagt og við mælum með að fara að skoða kvennasafnið (Vietnam women's Museum) en safnið er staðsett nálægt Hoan Kiem vatninu og gefur virkilega góða innsýn í líf kvenna í Víetnam. Safnið sýnir meðal annars stöðu kvenna hvað varðar menningu og menntun í samfélaginu fyrr og nú. Einnig kynnist þið venjum og siðum víetnamskra kvenna eins og  fæðingar, brúðkaup, móðurhlutverkið, trúarhætti og fleira.
    Gisting: Hanoi Boutique 1 Deluxe (M)

Dagur 5: Hanoi – Halong Bay
Eftir morgunverð keyrum við í ca. þrjá og hálfan tíma en við keyrum þetta ekki í einum rikk heldur höldum við 20 mín pásu á leið okkar að einum fallegasta flóa í heimi, Halong Bay. Við komum til Halong City um hádegið, innritum okkur og finnum klefann okkar. Síðan er boðið uppá hádegisverð um borð á meðan við siglum út á hinn fallega og heimsfræga flóa, Halong Bay.

Á meðan á siglingu stendur getið þið dáðst að ævintýralegri náttúru, slappað af eða tekið þátt í því sem er um að vera um boð. Á flóanum eru rúmlega 3.000 kalksteinsklettar sem rísa hátt uppúr hinu fallega blágræna hafi. Það er einnig kvöldverður innifalinn á skipinu. Skipið mun leggjast við ankeri yfir nóttina í fallegu umhverfi.
Gisting: Bai Tho Junk - Superior Cabin (M, H, K)

Dagur 6: Halong Bay – Hanoi – nætur lest til Hue
Takið daginn snemma til að njóta sólarupprásar sem er einstök upplifun. Síðan er boðið uppá morgunverð á meðan þið siglið rólega um flóann á milli hinna stórkostlegu kalksteins kletta þangað til við komum aftur að bryggju. Þá förum við frá borði og keyrum tilbaka til Hanoi.
Í Hanoi tökum við smá pásu ca. tvo tíma á 3ja stjörnu hóteli áður en við verðum keyrð á lestarstöðina til að taka næturlestina til Hue.
Brottför kl. 19:30 en við komum til Hue kl.08:48 daginn eftir.
Gisting: Um borð í lestinni á 1. Farrými - Thong Nhat Train (M)
Ath. Gist er í fjögura manna klefum.

Dagur 7: Hue – hálfdags skoðunarferð
Tekið verður á móti ykkur og farið með ykkur á Hótel. Síðan er boðið uppá hádegisverð á sérstökum, völdum veitingastað. Við byrjum ferðina í Hue á að skoða Iperial Citadel þar sem Nguyen Dynasty réð ríkum frá 1802 – 1945. Þessi gamla Citadel (höll) sýnir vel bæði íburð og ríkidæmi, en höllin hefur látið á sjá í tímanna rás og hún skemmdist einnig töluvert í Víetnam stríðinu.
Héðan tökum við Cyclo í gegnum Dai Noi til Tinh Tam vatnsins þar sem keisararnir voru vanir að koma og slappa af og þar er mikið af fallegum lótus blómum á sumrin. Þarna eru einnig mörg kaffihús þar sem námsmenn koma gjarnan saman og læra.
Eftir að hafa farið gegnum Dai noi skoðum við grafhýsi fyrri keisara Khai Dinh sem er hannað í Víetnömskum stíl með Evrópskum áhrifum sem gerir þetta grafhýsi einstakt frá öðrum grafhýsum í Hue.
Áður en farið er á hótelið löbbum við með leiðsögumanni okkar um Dong Ba Markaðinn sem er með litríkum sölubásum og er markaðurinn góður staður til að fá innsýn í daglegt líf íbúanna.
Gisting: Hue - Hótel Midtown Superior (M,H)

Dagur 8.: Hue
Þessi dagur er á eigin vegum í borginni Hue en fararstjórar okkar munu vera hjálplegir með ferðir eða annað sem þið getið gert á þessum degi.
Gisting: Hue - Hótel Midtown Superior (M)

Dagur 9.: Hue – Hoi An
Við förum frá hóteli okkar um morguninn fyrir heildagsferð um Hue sem áður var höfuðborg Víetnams. Við siglum á hinu rómantíska fljóti Perfume River (Ilmvatns áin) en siglingin leiðir okkur gegnum garða, vötn og síki þar sem við upplifum virkilega falleg og gömul hús, musteri og hof. Við endum í Thien Mu musterinu sem er það þekktasta í Hue, þaðan er síðan keyrsla til verslunarborgarinnar Hoi An þar sem eftirmiddagurinn er á eigin vegum.

Borgin Hoi An  var miðstöð verlsunnar á 17. og 18. öld og hefur byggingar- og lífstíll lítið breyst þar í aldanna rás. Hér er upplagt að fara í göngu um gamla bæinn og skoða hús fyrrverandi kaupmanna, einnig er áhugavert að skoða hina 400 ára gömlu japönsku brú, Kínverska ráðhúsið og litríkan markaðinn.
Gisting: Hoi An - Hótel Vinh Hung II Superior (M)

Dagur 10.: Hoi An – Danang – Saigon
Morguninn er frjáls og er t.d. hægt er að fara í stutta skipulagða ferð að eigin vali eða bara slaga á þangað til við keyrum til Danang flugvallar fyrir flug til Saigon. Það verður tekið á móti okkur við komuna til Saigon og við keyrð á hótelið.
Gisting: Saigon - Hótel Hoang Hal Long II Deluxe (M)

Dagur 11.: Saigon - Ho Chi Minh City
Eftir morgunverð eða kl. 08:00 keyrum við af stað í heildags ferð um Ho Chi Minh City. Við byrjum á Cholon, eða Chinatown þar sem við skoðum markaðinn og verslunarhverfið ásamt Cantonese Thien Hau hofinu sem er helgað guði hafsins. Við keyrum síðan til Distrc 1 en þaðan löbbum við um aðal nýlenduhluta Ho Chi Minh City og skoðum: Gamla pósthúsið, Dong Khoi Steet (Rue Catinat), Continetal hótel, Óperu húsið og ráðhús borgarinnar.
Síðan er haldið áfram á stríðsminjasafn þar sem saga víetnam stríðsins er rakin bæði hvað varðar þátttöku frakka og síðar bandaríkjamanna. Áfram er haldið til Jade Emperor hofsins sem er í „The Fringes of distric 1“ en hofið er frá árinu 1909 staðsett á fallegum og rólegum stað og var byggt af Buddistum frá Canton, sem byggðu það eftir kenningum Feng Shui.
Gisting: Saigon Hótel Hoang Hai Long II Deluxe (M)

Dagur 12 - 15.: Saigon - Long Hai
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum þar til leiðsögumaður ykkar kemur og fer með ykkur á flott 4 strjörnu hótel  við ströndina Long Hai. þar getið þið notið þess að liggja á ströndinni, slaka á eftir viðburðaríka daga og hlaða batteríin fyrir heimferðina
Gisting: Ho Tram Beach (M)

Dagur 16.: Heimferð
Dagurinn er frjáls þar til leiðsögumaður ykkar kemur á hótelið og fer með ykkur út á flugvöll fyrir flug til Íslands. Nánari tímasetning síðar en heimkoma er ekki fyrr en 24. apríl.

Verð kr 559.500 pr. mann í tvíbýli.

Aukagjald kr 95.000 fyrir mann í einbýli.

Innifalið í verði:
* Flug Keflavík – Hanoi
* Flug Saigon - Keflavík
* Gisting með morgunverði
* Dagur 5 hádegis og kvöldverður
* Dagur 7 hádegisverður
* Öll keyrsla samkvæmt leiðarlýsingu
* Enskumælandi leiðsögn
* Íslenskur farastjóri
* Aðgangseyrir og allar skoðunarferðir sem tilgreint er í ferðalýsingu
* Máltíðir samkvæmt leiðarlýsingu
* Lestarferð til Han-Hui
* Innanlandsflug DAD-SGN (almennt farrými)
* Lámarks þátttaka 10 manns

Ekki innifalið í verði:
* Vegabréfsáritun til Víetnam
* Persónuleg útgjöld
* Ferða- og slysatryggingar
* Þjóðfé fyrir leiðsögumenn, bílstjóra og hótelstarfsfólk
* Öll auka þjónusta sem ekki er tilgreind í leiðarlýsingu
* Skoðunarferðir sem ekki eru taldar upp í ferðalýsingu

M = morgunverður, H = hádegisverður, K = kvöldverður eftir leiðarlýsingu