Thailand "special"

12. nóvember til 01. desember 2023

Einstök ævintýraferð til Thailands. "Leyndardómar Thailands" hafa undanfarin ár verið ein af vinsælastu Thailandsferðunum okkar hjá Ferdin.is. Eftir Covid hefur Phuket og Krabi svæðið verið vinsælt hjá okkur. Nú höfum við sett upp 20 dags ferð þar sem við "sláum saman" þessum vinsælustu ferðum okkar og köllum hana "Thailand special.
Þema ferðarinnar er sem fyrr NÁTTÚRA – SAGA – UPPLIFUN – AFSLÖPPUN. Eftir að komið er til Thailands verður dvalið í þrjá daga í Bangkok þar sem áhugavert er að upplifa söguna, menninguna og mannlífið. Þá förum við norður í land með áherslu á sögu- og náttúruupplifun, nánar tiltekið til Chiand Mai. Frá Chiang Mai verður flogið aftur til Bangkok og þaðan áfram til Phuket. Stoppum aðeins í Phuket áður en við förum í Khao Sok þjóðgarðinn en þangað er mikil upplifun að koma. Í Khao Sok gistum við m.a. í fljótandi smáhýsum í einstöku umhverfi. Ferðin endar síðan í Krabi, nánar tiltekið á Ao Nang ströndinni sem er frábær staður til afslöppunar.
Sjá nánari ferðaáætlun hér að neðan.

[flagallery gid=7]

12. nóv: Keflavík - millilending – Bangkok.
Brottför frá Keflavík að morgni og flogið með Icelandair til Kaupmannahafnar.  Þaðan höldum við síðan áfram með Thai Airways til Bangkok. Í Thai Airways vélinni ermatur og drykkur innifalin í verði en við byrjum á kvöldverð og rétt fyrir lendingu fáum við morgunverð. Við þurfum ekki að hafa áhyggur af farangri við millilendingu  því hann innritast í Keflavík alla leið á áfangastað.

13. nóv: Komið til Bangkok.
Við munum lenda á Suvarnabhumi alþjóðarflugvellinum við Bangkok snemma morguns og þaðan farið á hótelið okkar, en við verðum með "early check in". Tökum daginn rólega enda lúin eftir langt ferðalag.
Gisting: ???

14 nóv: Bangkok.
Þennan dag verður farið í skoðunarferð um Bangkok. Í ferðinni verða m.a. heimsótt nokkur hof, farið í Grand Palace en þar bjó konungurinn forðum. Ferðin hefst með heimsókn í Grand Palace og Wat Phra Keo. Konungur Thailands bjó forðum í Grand Palace og eru þar margar merkar byggingar auk þess sem við kynnumst þar vel sögu landsins og byggingarlist. Merkasta byggingin á svæðinu er Wat Phra Keo en þar innan dyra er „Emerald Buddha“ sem er það buddalíknesi sem mestur átrúnaður er bundin við á Thailandi.
Á Grand Palace svæðinu er margt að sjá og mynda, en óheimilt er að mynda „Emerald Buddaha“ líkneskið sjálft Þá er komið að hofinu „Wat Chetuporn“ sem er betur þekkt sem Wat Po en þar er m.a. 45 metra langt Buddha líkneski. Wat Po er þekkt fyrir að þar var fyrsta miðstöð alþýðumenntunar í landinu og er hofið stundum kallað fyrsti háskólinn auk þess sem þetta er talið vera „heimili“ Thailenska nuddsins. 
Hádegisverður verður snæddur á „local“ veitingastað í ferðinni. "Frí" frá skipulagri dagskrá það sem eftir er dagsins.
Gisting: Grand China Hotel (M/H)

15. nóv: Bangkok 
Dagurinn tekin í þvæling um borgina.                                                   
Gisting: 

16 nóv: Bangkok - Chiang Mai                                                                                                                                                                                                                                                                                                             Eftir morgunverð verður okkur ekið út á flugvöll þar sem við tökum flugið til Chianag Mai sem er næst stærsta borg landsins. Slökun það sem eftir er dags.
Norður hluti Thailands sem Chiang Mai stendur á var fyrr á öldum langtímum saman lokað frá öðrum hlutum landsins og er því saga svæðisins og menning um margt ólík öðrum hlutum Thailands. Á árumum 1281-1556 var borgin höfuðborg Lanna ríkisins, sem náði frá mið Thailandi í suðri til Laos í norðri. Lanna mætti þýða sem „ milljónir af hrísökrum“ sem segir okkur að þetta hafi verið ríkt ríki og eins hver verðmætin voru á þessum tíma. Chiang Mai er ein áhugaverðasta borg Thailands og er margt að sjá og skoða, bæði í borginni og utan hennar.
Í borginni eru rúmlega 300 hof og er Doi Suthep „helgast“ þeirra. Hofið stendur á hæð sem er í rúmlega 1.000 metra hæð og er útsýnið úr hofinu yfir Chiang Mai og nágrenni þess er stórkostlegt. Eftir morgunverð verður Doi Suthep hofið heimsótt og síðan haldið til bæjarins Sangkamphang eftir að hafa snætt hásegisverð á „local“ veitingastað. Bærinn Sangkamphang er þekktur fyrir glæsilegt handverk og  forn vinnubrögð. Litið verður við hjá handverksfólki við vinnu sína en þetta eru m.a. silfursmiðir, vefarar, tréskurðarmeistarar og einnig verður skoðað hvernig hinar litríku sólhlífarnar eru framleiddar. Síðan er farið aftur til Chiang Mai.
Gisting:

17. nóv:  Chiang Mai  slökun
Skoðunarferð um Chiang Mai og nágrenni
Gisting:

18. nóv: Chiang Mai 
Slökunardagur í Chiang Mai
Gisting:

19 nóv: Chiang Mai- Bangkok - Phuket
Eftir morgunverð förum við út á flugvöll og tökum flugið niður til Bangkok. Frá Bangkok er síðan flogið áfram til Phuket.  Við verðum komin á hótelið okkar seinni hluta dags.
Gisting:

20 nóv: Phuket
Afslöppun, dagurinn á eigin vegum
Gisting:

21. nóv: Phuket
Afslöppun, dagurinn á eigin vegum, Fararstjóri ætlar aðeins að þvælast um eyjuna og endilega koma með þau sem vilja
Gisting:

22. nóv: Phuket
Afslöppun, dagurinn á eigin vegum
Gisting:

23. nóv: Phuket - Khao Sok

Gisting: Gisting í landi

24 nóv: Khao Sok
Sigling og gist á vatninu
Gisting:

25 nóv: Khao Sok - Ao Nang

Gisting:

26. nóv – 29 nóv:Ao Nang

26. slökun, 27. Phi Phi, 28 Railay beach, 29. slökun

Gisting: Aonang Villa Resort (M)

30 nóv: Ao Nang Krabi
Síðasti dagurinn okkar fyrir heimferð.
Gisting:

31. nóv: Krabi - Bangkok
Fljúgum frá Krabi til Bangkok og þaðan áfram til Íslands 
Gisting: 

01. des: Bangkok - Ísland
Laft af stað upp úr miðnætti frá Bangkok til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands

Verð og fl.

Verð kr 625.000, -pr. mann í tvíbýli,
Aukagjald kr 98.990 fyrir mann í einbýli.

Innifalið í verði:
* Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel.
* Gisting í  2 nætur með morgunverði á Grand China Princess hótel.
* Gisting í 9 nætur með morgunverði í hringferðinni norður í land, sjá ferðalýsingu.
* Flug frá Keflavík til Bangkok.
* Gisting í 6 nætur með morgunverði á Chai Chet Resort Koh Chang.
* Skoðunarferð um Bangkok, Grand Palace ofl.
* Enskumælandi thailenskur leiðsögumaður 23. nóvember til 4. des.
* Fullt fæði í 5 daga.
* Hálft fæði 4 daga.
* Sigling frá Bangkok til Ayutthaya.
* Heimsókn og fræðsla um hina fornu höfuðborg Ayutthaya.
* Létt „river rafting“ á Mae La Mao fljótinu í gúmmibátum.
* Leiðsögn um frumskóginn við Mae Sot, 2 – 3 klst ganga um frumskóginn.
* Heimsókn í hið einstaka Doi Suthep hof við Chiang Mai.
* Hálfsdagsferð í handverksbæinn Sangkamphang.
* Heimsók í fílabúðir þar sem boðið er upp á skemmtilega sýningu þar sem fílarnir leika listir sínar. („reiðtúr“ ekki innifalinn).
* Heimsóknir í nokkur fjallaþorp, heimsækjum m.a. ”long neck”, Akha, Yao (lu mien) og Lahu þjóðflokkana .
* Sigling á Maekok River frá Thaton til Chiang Rai.
* Dagsferð í „Gullna Þríhyrninginn“.
* Innanlands flug frá Chiang Rai til Bangkok.
* Akstur og sigling frá Bangkok til Koh Chang.
* Akstur og sigling frá Koh Chang á flugvöll við Bangkok.
* Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið í verði:
* Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.

Takmarkað sætaframboð.
Athugið verðið er miðað við gengi
Lágmarksfjöldi í ferð með íslenskri fararstjórn er 10 manns.
Hámarksfjöldi í þessa ferð er 16 manns.