Ævintýraheimur Thailands

Síam, Ayutthaya, Riwer Kwai og Hua Hin

Í þessari 14 daga hringferð um Thailand byrja fyrstu 2 dagarnir í hinni ólgandi milljónaborg, Bangkok. Síðan er ferðinni haldið áfram norður fyrir Bangkok til Ayutthaya sem var höfuðborg konungs ríkisins Síam. En þar komum við til með að gista hjá Thailenskum fjölskyldum, þar upplifið þið sögu og menningu ásamt lifnaðarháttum Thailendinga.
Ferðin heldur síðan áfram í gegnum gróskumikla og fallega náttúru að hinni heimsfrægu brú yfir River Kwai, sem ber vitni um afrek bandamanna þegar þeir voru fangar japana í seinni heimstyrjöldinni

Hér er mikið af spennandi upplifunum eins og ferð með „Dauðalestinni“, sigling á bambuspramma, ganga á brúnni yfir fljótið Kwai og margt fleira. Við endum ferðina í bænum Hua Hin, sem er núverandi dvalastaður fyrir konung Thailands. Hua Hin er blanda af strandbæ og fiskimanna samfélagi og er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlandabúa í Thailandi.
Thailand hefur uppá ótrúlega margt að bjóða fyrir okkur Íslendinga. Þar er sól og hiti allt árið og verðlagið er mjög hagstætt miðað við Evrópu.

29. okt.: Keflavík – Bangkok
Það er flogið frá Keflavík með Icelandair til Osló kl. 07:50 og við lendum í Osló kl. 12:20 förum síðan yfir í flugvélina hjá ThaiAirways en hún fer í loftið kl. 14:15 og lendir daginn eftir í Bangkok kl. 06:15 allir tímar eru staðartímar. Á Þessu ferðalagi þurfum við ekki að hugsa um töskurnar því þær innritast alla leið. Við höfum farangurs heimild uppá 30 kg. í innrituðum farangri og 10 kg. í handfarangri. Um borð í Thai Airways eru síðan allar veitingar fríar.
Gisting: ThaiAirways (K, M)

30. okt.: Bangkok – Sigling á Chao Phraya
Við komuna til Bangkok bíða eftir okkur leiðsögumenn og keyra okkur á hótelið í China Town en við munum gista á Hótel Grand China, við erum búin að koma því þannig fyrir að við fáum herbergin strax við komuna á hótelið ca. kl. 08:00. Síðan bíður okkar morgunverður á hótelinu og svo er afslöppun fram að hádegi. Kínahverfið sem er fyrir utan hótelið er spennandi og áhugaverður heimur út af fyrir sig en við munum ganga um hverfið á leið okkar í hádegismat, sem verður á Suptra River House Restaurant.
Eftir hádegisverð verður farið í siglingu um síki borgarinnar. Bangkok byggðist upp á bökkum Chao Phraya árinnar og á nítjándu öld var mikið af síkjum og skurðum út frá ánni sem hægt var að sigla eftir og voru þá bátar aðal farartæki borgarinnar, enda borgin oft kölluð „Feneyjar austursins“ Nú er búið að fylla upp í flest þessara síkja en þó ekki öll og munum við fara í siglingu um þau og kynnast mannlífinu og byggðinni á bökkum þeirra. Við siglum m.a. fram hjá hofinu „Wat Arun“ en það er einnig þekkt sem „Temple of Dawn“.Hofið sem er frá 17. öld stendur á bökkum Chao Phraya árinnar og er eitt af kennileitum borgarinnar. Hofið er m.a. þekkt fyrir 79 metra háan turn sem er þakin „mósaíki“ og glitrar því sérkennilega í sólinni. Hádegisverður á “local” veitingastað.
Gisting: Grand China (M, H)

Kort yfir Páskaferðina til Thilands
Bangkok

31. okt.: Bangkok – Grand Palace
Þennan dag verður farið í skoðunarferð um Bangkok. Í ferðinni verða m.a. heimsótt nokkur hof, farið í Grand Palace en þar bjó konungurinn forðum. Ferðin hefst með heimsókn í Grand Palace og Wat Phra Keo. Konungur Thailands bjó forðum í Grand Palace og eru þar margar merkar byggingar auk þess sem við kynnumst vel sögu landsins og byggingarlist. Merkasta byggingin á svæðinu er Wat Phra Keo en þar innan dyra er „Emerald Buddha“ sem er það buddalíknesi sem mestur átrúnaður er bundin við í Thailandi.
Á Grand Palace svæðinu er margt að sjá og mynda, en óheimilt er að mynda „Emerald Buddaha“ líkneskið sjálft. Við skoðum einnig hofið „Wat Chetuporn“ sem er betur þekkt sem Wat Po en þar er m.a. 45 metra langt Buddha líkneski. Wat Po er þekkt fyrir að þar var fyrsta miðstöð alþýðumenntunar í landinu og er hofið stundum kallað fyrsti háskólinn auk þess sem þetta er talið vera „heimili“ Thailenska nuddsins.
Hádegisverður verður snæddur á „local“ veitingastað í ferðinni. “Frí” frá skipulagðri dagskrá það sem eftir er dagsins.
Auka fyrir utan dagskrá:
Þeir sem áhuga hafa á að fara í verslun MBK eða skoða Síam torgið þá geta gestir okkar komið með okkur þangað.
Gisting: Grand China Hotel (M/H)

01. nóv.: Bangkok – Ayutthaya
Við verðum sótt á hótelið kl. 09:00 og keyrð til Ayutthaya hinnar gömlu höfuðborgar í Konungsríkinu Síam en borgin er staðsett um 70 km. norður af Bangkok. Við heimsækjum þar Wat Yai Chai Mongkol, sem var byggt af Konungnum Naresuan (1590-1605). Turnar klaustursins eru þeir hæstu í Ayuttaya og það eru mörg Budda líkneski og myndir í garðinum bakvið „The chedi“. Við höldum síðan áfram um sögulegan garð sem er á lista UNESCO „World Heritage Site“, heimækjum Wat Mahathad, sem er höfuð af Buddha styttu umvafið rótunum frá stóru „Banyan“ tré. Þaðan höldum við til “Roti Saimai” sölubássins. En Roti Saimai er candy floss eða bómullar sælgæti vafið inn í pönnuköku „Thai-style“ sem en þann dag í dag er það sælgæti sem er vinsælast í Ayutthaya en þú getur keypt Roti Saimai og tekið það með þér til að nasla í um kvöldið. Eftir hádegisverð sem ekki er innifalinn höldum við áfram til Wat Rang Jorakae, en þar hittum við þá aðila sem deila okkur niður á húsin sem við gistum í og fylgja okkur til þeirra fjölskyldna. Við komum okkur fyrir slöppum af eða skoðum nágrennið og getum einnig fylgst með því hvernig pálmablaðs fiskar eru vafnir, þeir eru vanalega notaðir til að hanga yfir vöggum ungbarna og ef þið hafið áhuga getið þið sjálf lært þetta og gert einn eða tvo fiska til að taka með ykkur heim. Við förum síðan í klukkutíma siglingu eftir skurðum og síkjum þar sem við kynnumst lífinu á þessum vatnaleiðum. Við kveðjum síðan leiðsögumann okkar þegar við komum tilbaka til fjölskyldu okkar, þar getur þú slappað af eða róið á bát og skoðað umhverfið á eigin vegum.
Gisting: Home Stay (M, K)

River Kwai - Dauðalestin
River Kwai - Dauðalestin
Úti á landi

02. nóv.: Ayutthaya - Bangkok
Snemma morguns tökum við þátt í að taka á móti blessun munkanna sem fara á milli húsa og þyggja mat sem íbúarnir hafa gert en þessir Budda munnkar eru með sérstakar krukkur sem þeir safna mat í. Síðan heimsækjum við þorps skólann og heilsum uppá börnin, á hverjum morgni draga þau fána að hún og syngja þjóðsönginn.
Okkur verður síðan boðið uppá ekta Thai-style morgunverð hjá þeirri fjölskyldu sem þið búið hjá. Restin af morgninum getið þið skoðað umhverfið gangandi eða með því að sigla um á bát eða bara slappa af og njóta þess sem fyrir augu ber. Við verðum síðan sótt og keyrð tilbaka á hótelið í Bangkok. Restin af deginum er á eigin vegum en leiðsögumenn okkar aðstoða ykkur við ferðir eða búðaráp ef óskað er eftir því.
Gisting: Grand China (M)

03. nóv.: Bangkok – Kanchanaburi – River Kwai
Þið verðið sótt á hótelið í Bangkok snemma um morguninn og keyrð í gegnum gróðursælt landslagið til bæjarins Kanchanaburi. Fyrst heimsækið þið Thailand-Burma Járnbrauta safnið þar sem þið verðið kynnt fyrir sögu um  Thailands-Burma járnbrautina. Héðan er farið í  JEATH Stríðs Safnið, kirkjugarðinn þar sem 6.000 bandamenn sem voru stríðsfangar í Heimstyrjöldinni síðari eru grafnir ásamt endurgerð að hinni frægu brú yfir Kwai fljótið. Héðan siglið þið svo með longtail bát til hótelsins þar sem þið innritið ykkur, um kvöldið er boðið uppá kvöldverð og danssýningu þar sem innfæddir uppfæra hinn hefðbundna Mon Dance.
Gisting: River Kwai Resotel (M, H, K)

Riwer Kwai
Riwer Kwai hotel

04. nóv.: River Kwai
Eftir morgunverð er farið í bátsferð til Saiyoke Yai Fossana & í Þjóðgarðinn – náttúru upplifun eins og hún gerist best. Síðan er haldið aftur á hótelið fyrir hádegisverð. Þegar allir eru mettir er Kaeng Lava hellirinn heimsóttur þar sem þið sjáið frábærar klettamyndir. Kaeng Lava Hellirinn er einn af fallegustu hellum í Thailandi. Það sem eftir er dags er á eigin vegum, hægt að fara í kanóferð eða hjólaferð (kostar aukalega) Kvöldverður og gisting á River Kwai Resotel.
Gisting: River Kwai Resotel (M,H,K)

05. nóv.: River Kwai – Hua Hin
Eftir morgunverð förum við frá hótelinu og upplifum Hellfire Pass Memorial. Síðan er boðið uppá hádegisverð á veitingarstað áður en við stígum um borð í Death Railway Train ”Dauða Lestina” Lestarferðin er mikil upplifun og tekur ca. klukkutíma en lestar sporið var lagt af stríðföngum Japana í seinni heimstyrjöldinni. Eftir þessa miklu upplifun erum við keyrð frá River Kwai til Hua Hin þar sem við innritum okkur inn á fimm stjörnu hótelið Dusit Thani og þar munum við gista næstu 5 nætur.
Gisting: Dusit Thani Hua Hin (M,H)

06.  - 11. nóv.: Hua Hin
Hua Hin er friðsæll og skemmtilegur bær, sem liggur að Siam–firðinum aðeins 3 1/2 tíma keyrsla frá Bangkok. Hua Hin er yndislegur staður til að njóta þess að eiga frí, hér er einnig mikið úrval af veitingastöðum og verslunum. Minna en 30 km. norður af Hua Hin í átt að Bangkok er ferðamannastaðurinn Cha Am. Hér er einnig vinsælt og fjölskylduvænt strandsvæði, en þó er úrvalið af veitingastöðum og verslunum minna hér en í Hua Hin, en þó fínt fyrir viku frí. Einnig eru frábærir golfvellir á þessu svæði og stutt á marga þeirra, svo að fyrir golf áhugamenn er þetta svæði algjör paradís.
Gisting: Dusit Thani Hua Hin (M)

11. nóv.: Hua Hin - Bangkok – London – Keflavík
Seinnipart dags keyrum við í átt að Bangkok eða út á flugvöll fyrir brottfor með Thai kl. 00:20 (eftir miðnætti) frá Bangkok til Osló en við lendum í London sama dag kl. 06:50 en síðan eigum við framhaldsflug heim með Icelandair kl. 14:05 og lendum í Keflavík kl. 15:45 eftir bæði ævintýralega og ógleymanlega ferð.
Gisting í flugi (M,K)

Dusit Thani Hua Hin Over View
Hua Hin Beach - Hua Hin Ströndin
Banana Fan Sea - Koh Samui - Rómatík

Verð 449.990,- pr. mann í tvíbýli

Aukagjald kr. 94.990,- fyrir mann í einbýli

Innifalið í verði:
* Flug Keflavík – Osló
* Flug Osló - Bangkok
* Máltíðir innifaldar í flugi milli Osló og Bangkok
* Gisting með morgunverði
* Allar máltíðir sem tilgreindar eru í ferðalýsingu
* Öll keyrsla samkvæmt leiðarlýsingu
* Enskumælandi leiðsögn
* Íslenskur farastjóri
* Aðgangseyrir og allar skoðunarferðir sem tilgreint er í ferðalýsingu
* Verð miðast við lámark 10 manns

Ekki innifalið í verði:
*
Persónuleg útgjöld
* Ferða- og slysatryggingar
* Þjóðfé fyrir leiðsögumenn, bílstjóra og hótelstarfsfólk
* Öll auka þjónusta sem ekki er tilgreind í leiðarlýsingu
* Skoðunarferðir sem ekki eru taldar upp í ferðalýsingu

Máltíðir, M = morgunverður, H = hádegisverður, K = kvöldverður eftir leiðarlýsingu