Nýja Sjáland

Stefna okkar hjá Ferdin.is er að bjóða Íslendingum uppá ferðir til fjarlægra staða sem eru í boði alla daga allt árið. Þessi bæklingur er eitt af skrefum okkar til að uppfylla þá hugsjón. Skoðaðu möguleikana sem við bjóðum uppá í þessum 16 síðna bæklingi og hafðu samband sem fyrst. Að upplifa alla áhugaverðu staðina á Nýja Sjálandi í einni ferð er ómögulegt.

Við einbeitum okkur í staðinn að þeim mest áhugaverðustu stöðum. Bæklingurinn er byggður upp á 21 daga ferð frá norðri til suðurs sem gefur ykkur möguleika á að hitta m.a. maori menninguna við Rotorua, þar sem náttúran leikur sér að kröftum sínum, því hér er fullt af heitum hverum, geysir og heilsusamleg leðja sem er á Spa svæðunum.
Meðal annars er boðið upp á gönguferðir um Tongariro Þjóð- garðinn en þar eru virk eldfjöll ásamt náttúru sem inniheldur allt frá regnskógum til snjóklædda fjallshlíða, áður en þið komið í höfuðborgarinnar Wellington, þá er boðið uppá fallega siglingu sem flytur ykkur til Suður eyjunnar. Abel Tasman Þjóðgarðurinn inniheldur stórkostlega náttúru með gylltum ströndum, mikið fugla- og plöntulíf, sem þið getið upplifað bæði fótgangandi og siglandi á kajak á fallegu vatni, áður en þið upplifið sellátrin við Kaikoura og hina stóru hvali í sjónum fyrir utan, en þar getið þið einnig synt með höfrungum. Ferðin heldur nú áfram í lest til vestus ígegnum stór fjallaskörð, gönguferð á jökulinn og siglingu yfir Millford Sound. Ferðin endar í Christchurch, sem er stærsta borgin á Suðureyjunni, þar búa um 300.000 íbúar. Á leiðinni er góður tími til að skoða áhugaverða staði.

Ef þið viljið lengja fríið, þá finnið þið aftast í bæklingnum tillögur um lenginu, Bay of Island, Coromandle, Napier og Lake Taupo. Ferðirnar á næstu blaðsíðum, ganga út frá að þið keyrið í bílaleigubíl og búið á góðum ferðamannahótelum. Þið getið einnig ferðast um í húsbíl.

Njótið!

Jón Haukur Daníelsson

Ýtið á myndina til að skoða videó

[lightbox_image size="full-half" image_path="https://www.ferdin.is/wp-content/uploads/Yellow-eyed-penguin.jpg" lightbox_content="https://youtu.be/qHIDGESGh5c" group="Video" description="Ferðin.is kynnir Nýja Sjáland"]

Ferðir til Nýja Sjálands

Við munum bjóða uppá nokkrar pakkaferðir til Nýja Sjálands, hægt er að fara í þessar ferðir alla daga allt árið. Verðin eru mismunandi eftir árstíma, einnig eftir því hvaða gistimöguleikar eru valdir.

Hægt er að lengja þessar ferðir og bæta við þær skoðunarferðum sjá nánar í bækling hér að neðan. Hafið samband við okkur ef þið finnið ekki ferð við hæfi þar sem við getum sérsmíðað ferð að ykkar eigin ósk.

Myndir frá Nýja Sjálandi

[flagallery gid=11 skin=default_old align=center]

Ýtið á myndirnar hér að neðan til að skoða bækling