Musteri, fjöll og hvítur sandur
Ferðin byrjar í Bangkok þar sem þið getið valið á milli ógrynni af spennandi möguleikum sem borgin hefur uppá að bjóða. Í Bangkok eða „Krung Thep“ eins og borgin er kölluð í daglegu tali er svo mikið af áhugaverðum stöðum að maður gæti notað allt fríið í borginni en samt ekki náð að skoða allt. Eftir að hafa gist í Bangkok í 3 nætur kveðjið þið borgina og ferðist á fyrsta farrými með næturlestinni norður eftir til Chiang Mai. Þó svo að Chiang Mai sé kölluð höfuðborg norður Thailands er borgin meira eins og hugguleg, meðalstór borg, hér er þægilegt andrúmsloft og mikið af mörkuðum og fallegum hofum.
Í Chaing Mai skoðið þið tákn borgarinnar, hofið Doi Suthep sem er staðsett á fjalstoppi með frábært útsýni yfir bæinn. Þið heimsækið einnig lítil fjallaþorp þar sem þið hittið Meo-íbúana sem eru einn af mörgum minnihlutahópum sem búa í norður Thailandi. Síðan fljúgið þið frá Chiang Mai til Krabi og siglið þaðan til litlu og fallegu hitabeltis eyjunnar Koh Lanta. Mikill hluti eyjunnar er þakinn fallegum gróðri og strendurnar eru með þeim bestu á svæðinu.
Hér er hægt að njóta lífsina á ströndunum í fallegu umhverfi og með nýveiddan fisk á grillinu.
Dagur 1: Komið til Bangkok
Það verður náð í ykkur á flugvöllinn í Bangkok og þið keyrð á hótelið.
Gisting: Bangkok
Dagar 2-3: Bangkok.
Dagurinn er á eigin vegum. Notið daginn til að upplifa þessa stórkostlegu stórborg og þann margbreytileika sem borgin hefur uppá að bjóða. Ef ykkur vantar hugmyndir þá skoðið bls. 24–25 þar sem fjallað er um Bangkok.
Gisting: Bangkok (M)
Dagur 4: Bangkok – Chiang Mai
Dagurinn er á eigin vegum. Þið getið skoðað ykkur um í hinni stóru verslunarmiðstöð við Siam Square, fengið gott Thai-nudd við hið þekkta Wat-Po hof, eða heimsótt Khao San sem er mjög lífleg bakpoka gata þar sem mikið úrval er af veitingastöðum, markaðsbásum og fólki frá öllum heimshornum. Það verður síðan náð í ykkur á hótelið snemma um kvöldið og þið keyrð niður á járnbrautarstöð þar sem þið farið með næturlestinni til Chiang Mai. Þið ferðist í 1. flokks svefn vagni.
Gisting: Næturlest 1. flokks svefnvagn (M)
Dagur 5: Chiang Mai
Þegar þið komið á járnbrautastöðina í Chiang Mai verður tekið á móti ykkur af leiðsögumanni okkar og þið keyrð á hótelið. Hér getið þið slakað á og notið aðstöðunnar á hótelinu eða skoðað ykkur um í bænum.
Gisting: Chiang Mai
Dagur 6: Chiang Mai
Í dag heimsækið þið eitt af helgustu hofum Norður Thailands – Wat Phra Thart Doi Suthep. Leiðsögumaður segir ykkur frá sögulegri merkingu og helgidómum hofsins. Frá hofinu hafið þið frábært útsýni yfir alt Chiang Mai héraðið. Áður en snúið er aftur til Chiang Mai heimsækið þið stærsta markað á svæðinu sem höndlar með ferskar vörur. Talad Wararot.
Gisting: Chiang Mai (M)
Dagur 7: Chiang Mai
Dagurinn á eigin vegum sem gefur möguleika á að skoða m.a. meira en 300 hof sem eru í og utan bæjarins.
Gisting: Chiang Mai (M)
Dagur 8: Chiang Mai – Koh Lanta
Ferð frá norðri til suðurs, um morguninn fljúgið þið suðureftir til Krabi (flugið er ekki innifalið í verði) Frá flugvellinum á Krabi verðið þið keyrð að höfninni og þið siglið til eyjunnar Koh Lanta, þar sem þið dveljið næstu 7 daga.
Gisting: Koh Lanta (M)
Dagur 9-13: Koh Lanta
Koh Lanta er 24 km löng eyja og á vesturhliðinni eru frábærar strendur. Á eyjunni búa um 18.000 manns sem lifa af fiskveiðum og ferðamennsku. Þetta er frábær staður til að njóta lífsins og slappa af, fara í ferð um regnskóginn eða grunnkafa “snorkla” meðal hinna litríku og fallegu fiska sem víða er að finna við ströndina. Á Koh Lanta er ekki fjörugt næturlíf sem margar að hinum Thailensku eyjum eru þekktar fyrir. En hér eru huggulegir veitingastaðir í frábæru umhverfi sem bjóða m.a. uppá nýveitt lostæti.
Gisting: Koh Lanta (M)
Dagur 14: Koh Lanta – Krabi
Þetta er síðasti dagurinn á eyjunni Koh Lanta, það verður náð í ykkur, og síðan fljúgið þið frá Krabi til Bangkok (flugið er ekki innifalið í verðinu) og þar með er þessi hringferð á enda. (M)
Dagar 10-15: Koh Samui
Þessa daga eruð þið á eigin vegum. Eyjan er þekkt fyrir fallegar, hvítar strendur og hreinan og tæran sjó. Hér er auðveldlega hægt að láta dagana líða með góða bók undir skugga pálamtjánna, njóta þess að vera í sundlauginni eða úti í tærum sjónum og ekki má gleyma mörgum og girnilegu veitingastöðum. Á eyjunni er boðið upp á mikið úrval af áhugaverðum skoðunarferðum. Þið getið einnig gengið meðfram Chaweng Beach, heimsótt fiskismábæinn Fishermans Village eða farið í ferð til smáeyjanna í kring.
Gisting: Koh Samui (M)
Dagur 16: Koh Samui– Koh Samui lufthavn
Það er tími til að yfirgefa þessa fallegu eyju. Þið verðið sótt á hótelið og keyrt út á flugvöll í Koh Samui, fyrir flug til Bangko. (flug ekki innifalið). (M)
Verð frá 162.000,-
Innifalið í verði á pakkanum er:
* Gisting í 13 nætur með morgunverði
* Hádegisverður 2 daga
* Kvöldverður 1 dag
* Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
* Akstur frá hóteli í Bangkok á lestarstöð
* Næturlestin frá Bangkok til Chiang Mai
* Akstur frá lestarstöðinni í Chiang Mai á hótel
* Skoðunarferð um nágrenni Chiang Mai
* Akstur frá hóteli í Chiang Mai á flugvöll
* Akstur frá flugvelli í Krabi að höfninni og þaðan er siglt út í eyjuna Koh Lanta
* Sigling og akstur frá Koh Lanta á flugvöll í Krabi
Ekki innifalið:
* Flug Ísland – Bangkok (Verð frá kr 130.000- með sköttum)
* Flug Chiang Mai – Krabi (Verð frá kr 36.000- með sköttum)
* Flug Krabi – Bangkok (Verð frá kr 20.000- með sköttum)
* Þjóðfé og tips til leiðsögumanna