Sarawak Þar sem piparinn vex
13 dagar/12 nætur
[flagallery gid=5]
Það eru 3 lönd sem skipta 3ju stærstu eyju heims, Borneo á milli sín. Svæðið Kalimatan á Indónesíu er lang stærst en einnig fátækast. Ríkast og minnst er Burnei í norðri, betra þekkt fyrir Sultan svæðið og stóru olíu svæðin. Vinsælasti hlutinn er Malajisu svæðið Sarawak og Sabah.
Sarawak er á stærð við Ísland og það stærsta af ríkjum Malajsíu. Hér eru ósnertir frumskógar með frábæru dýralífi, fallegum fossum og fljótum, hellum og spennandi þjóðflokkum. Það er sama hvort þið eruð í höfuðborg Sarawaks, Kuching eða í löngu húsum Iban-fólksins, allstaðar er ykkur tekið með opnum örmum – og hjá hinum tattóveraða höfðingja verður ykkur eflaust boðið upp á glas af heimabrugguðu “tuak” sem er pálmavín. Ein af stærstu upplifelsum ferðarinnar er heimsókn í órangútan miðstöðina þar sem þið standið og horfið beint í andlitið á þessum rauðhærðu öpum.
Ferðin endar á Damai Beach, svo sól- og strand dýrkendur ættu að gleðjast, því hér er fallegt og gróðursælt landslag með spennandi hvítum ströndum.
Dagur 1: Koma til Kuching
Þegar þið komið til höfuðborgar Sarawaks, Kuching, verður náð í ykkur af enskumælandi leiðsögumanni, sem keyrir ykkur á hótelið sem er í miðbænum.
Gisting: Merdeka Palace, standard herbergi.
Dagur 2: Kuching
Kuching þýðir köttur á máli malajsíu búa og er án efa þægilegasta og áhugaverðasta borg á Borneo. Mörgum finnst borgin vera sú mest aðlaðandi ”srórborg” í Suðaustur Asíu. Þið farið í skoðunarferð um bæinn með enskumælandi leiðsögumanni, þar sem þið heimsækið spennandi hof í Sarawak og heyrið söguna um “kattabæinn” við fljótið. Hofið er eitt af þeim bestu í þessum hluta heims og hér fær maður góða innsýn í fortíð Borneos, en einnig hvernig fólkið lifði, bæði meðal kínverja, malajera og hinna mörgu þjóðflokka sem þið fáið tækifæri til að hitta seinna í ferðinni.
Í Kuching eru mörg falleg græn svæði og vinalegt fólk, sem alltaf er tilbúið að aðstoða. Það er áhugavert að skoða sölutorgið í Kuching sem er í elsta hluta bæjarins, basarinn er einngi kallaður “antik-arkaden” vegna hins gífulega úrvals af antikvörum og listaverkum sem hægt er að kaupa þar. Í India Steet er selt mikið af litríkum vefnaðar vörum, fötum og leirvörum. Þið eruð aftur á hótelinu eftir hádegi.
Gisting: Merdeka Palace, standard herbergi. (M)
Dagur 3: Kuching – Bako Þjóðgarðurinn
Eftir morgunverð eruð þið keyrð að sjávarþorpinu Bako sem er ca. klukkutíma keyrsla frá hótelinu. Héðan er silgt í ½ tíma um fenjasvæðið í þjóðgarðinum með litlum, fallegum sandströndum og hitabeltis regnskógi þar sem villt dýr taka á móti ykkur í sínu náttúrulega umhverfi. Í trjátoppunum sveifla hinir þekktu nefabar sér á milli langur- og makak apa, á meðan villisvín, hyrtir og risaeðlur, sumar allt að meter að lengd, halda til á skógarbotninum. Það er mikið flogið á milli trjátoppanna og ógrynni af framandi fuglategundum svífa um loftin. Þið getið frjálst gengið um á afmörkuðum stígum, eða verið á fallegum ströndunum og notið sóalarlagsins yfir suður kínverska hafinu. Kvöldmaturinn er borinn fram á veitingastað aðalstöðvanna. Ef þið viðjið upplifa meira áður en lagst er til koju, þá er möguleiki á næturgöngu í regnskóginum.
Gisting: Í aðalstöðvunum þjóðgarðsins (einföld gisting). (M, H, K)
Dagur 4: Bako þjóðgarðurinn – Kuching
Þið hafið tímann fyrir hádegi í “Edens garði” við mælum með gönguferð um hlikkjótta stíga garðsins, njótið sérstakrar liktar frá regnskóginum og ótrúlegra hljóða. Kannski rekist þið aftur á hina sérstöku nefapa eða heyrið hljóðin frá makak öpunum sem sitja í trjá toppunum. Eftir hádegisverð farið þið aftur á hótelið í Kuching með bát og mínibus, en með mikið af góðum upplifunum í bakpokanum.
Gisting: Merdeka Palace, standard herbergi. (M,H)
Dagur 5: Orangutang-miðstöðin og langhús Iban-þjóðflokksins
Það er líklegt að þessi dagur verði sá besti í ferðinni. Það verður náð í ykkur á hótelið eftir morgunmat. Héðan er haldið til hjálpar stöðvar fyrir Orangutang við Semengoh, þar sem hópur rauðhærðra apa bíða ykkar. Að upplifa orangutangana í sínu náttúrulega umhverfi er alveg stórkostlegt. Eftir stutta gönguferð um frumskóginn komið þið að sléttu þar sem þjóðgarðsverðir bíða ykkar. Eftir nokkrar mínútur skrjávar í trjánum í kringum ykkur. Ungu aparnir sem enn hafa ekki lært að bjarga sér koma 2svar á dag til að fá bætiefni með þeirri fæðu sem þeir finna sjálfir í regnskóginum.
Eftir heimsóknina i garðinn er haldið áfram að Lemanak fljótinu. Á þessari 4 tíma löngu keyrslu upplifið þið Sarawak sem er friðsælt og í algjörri andstæðu við iðandi borgarlífið í Kuching. Á leiðinni er stoppað til að sjá villtar orkidéer og kjötplöntur, ásamt því að upplifa það hvernig pipar, chili og kakao er ræktað. Við Serian er tími til að rölta um litríka markaði bæjarins, þar sem uppskeran frá ökrunum er seld.
Þið borðið hádeigisverð á einum af veitingastöðum bæjarins.
Við Lemanak-fljótið farið þið um borð í langbáta Iban-fólksins. Og eftir klukkutíma siglingu í gegnum fallegt landslagið komið þið að þorpi “höfuðkúpu veiðimanna”. Þið gistið í 120 metra lang húsi á stólpum. Notið seinni partinn meðal vinalegra íbúa langhússins eða frískið ykkur við að synda í ánni. Eftir kvöldverðinn getið þið notið þess að vera á breiðum svölum langhússins sem kallaðar eru “raui” – og hlustað á hljóð skordýranna, heyrt um litskrúðuga menningu iban fólksins og spennandi líf þeirra í regnskóginum. Aldrei að vita nema ykkur verði boðið upp á glas af heimabrugguðu pálmavíni.
Gisting: Einföld gisting hjá Iban þjóðflokknum. (M, H, K)
Dagur 6: Iban-þjóðflokkurinn, langhús
Þennan dag er leiðarlísingin ekki í smáatriðum, því veðrið skiptir hér öllu máli hvað hægt sé að gera. Það mun alltaf vera möguleiki á ferð upp fljótið og hægt er að heimsækja nágranna langhús eða frumskógarferð og sjá markað Iban þjóðflokksins. Kvöldið er frjálst og á eigin vegum, það er möguleiki á að hlusta á fleiri sögur í langhúsinu.
Gisting: Einföld gisting hjá Iban þjóðflokknum. (M,H,K)
Dagur 7: Lemanak River Langhus til Damai Beach
Eftir morgunverð er tækifæri á að taka síðustu myndirnar og kveðja síðan, áður en ferðin heldur áfram niður fljótið með langbát. Þið keyrið aftur til Kuching en það verður stoppið á leiðinni til að fá hádeigisverð á kínverskum veitingastað á svæðinu, áður en þið komið til Damai Beach þar sem þið gistið í superior poolside herbergi.
Gisting: Holiday Inn, superior poolside. (M, H)
Dagur 8: Damai Beach
Holiday Inn er fallegt fyrstaflokks hótel staðsett á miðri ströndinni og með regnskóginn í bakgarðinum. Í þessu fallega umhverfi hafið þið möguleika á að “melta” hinar mörgu upplifanir síðursu daga, en einnig að uppllifa nýja og spennandi hluti í og við suðurkínverska hafið. Njótið dagsins á ströndinni, fáið nudd eða syndið í stórri og fallegri sundlaug hótelsins.
Gisting: Holiday Inn, superior poolside. (M)
Dagur 9: Damai Beach – Satang Island
Eftir morgunverð farið þið í siglingu á Suðurkínverska hafinu. Á siglingunni út að eyjunni Satang eru miklir möguleikar á því að sjá háhyrninga. Eftir ca. 2 tíma eruð þið við eyjuna, þar sem stórar hafskjaldbökur koma á land til að verpa eggjum. Ykkur verður sagt frá þessum stóru skriðdýrum og öllum þeim hreiðrum sem eru í sandinum þar sem skjaldbökurnar hafa grafið eggin niður. (Við getum ekki lofað því að þið sjáið skjaldbökur) Þið verðið nokkra tíma á stöndinni og fyrir þá sem vilja grunnköfun þá er möguleiki á að skoða falleg kóralrifin. Þið komið aftur á hótelið seinnipart dags.
Það er ekki hægt að sigla á monsun-tímabilinu frá nóvember til mars. Á þessum tíma skipuleggjum við ferð í menningar miðstöð Sarawak, hér er lifandi smábær með 7 fornum húsum og kofum í kringum fallegt vatn, þar sem við getum séð viðkomandi þjóðflokka vinna hið upprunalega handverk. Þetta er eins konar safn sem er utandyra þar sem einnig eru sýndir hefðbundnir dansar.
Gisting: Holiday Inn, superior poolside. (M)
Dagur 10: Damai Beach – Mangrove Cruise
Þið siglið í ½ tíma meðfram ströndinni að ósum Salak fljótsins í Suðurkínverska hafinu. Hið einstaka fenjasvæði hefur skapað hagstæð skilyrði fyrir margbreytilegt dýralíf í vatni, á landi og í lofti. Hér lifa krókódílar, lítil leðju stökk dýr sem eru fiskar sem geta andað fyrir ofan vatnið, fallegir ísfuglar og í tjátoppunum öskra bæði nef- og makak-abar. Fyrir ofan þessa risastóru og stórkostlegu náttúrufegurð svífur svo hinn aðdáunarverði, konunglegi fiskiörn með sitt stóra vængjahaf sem getur orðið yfir hálfur annar metri. Á heimleiðinni heimsækjið þið lítinn fiskistað sem er við ósa fljótsins, þar lifir fólkið mjög einföldu lífi og hefur það haldist svona í gegnum margar kynslóðir. Þið komið aftur á hótelið eftir hádegi.
Gisting: Holiday Inn, superior poolside. (M)
Dagur 11 – 12. Damai Beach
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum.
Gisting: Holiday Inn, superior poolside. (M)
Dagur 13: Damai Beach
Skoðunarferðin um Sarawak er á enda. Það verður náð í ykkur á hótelið og þið keyrð út á flugvöll í Kuching. Þið getið einnig valið að sameina Sarawak með nágranna ríkinu Sabab, eða kannski að fara til Singapor og njóta nokkurra daga í verslunar mörkuðunum, eða þið veljið að fljúga aftur til Íslands.
M=Morgunverður, H=Hádegisverður, K=Kvöldverður
Allt þetta er innifalið í verðinu:
* Dagskrá og máltíðir eins og í leiðarlýsingu, enskumælandi leiðsögumaður
* 2 nætur á MerdekaPalace í standard herbergi
* 1 nótt í Bako þjóðgarðinum
* 1 nótt á Merdeka Palace í standard herbergi
* 2 nætur í langhúsinu hjá Iban fólkinu (Lemanak River Longhouse)
* 6 nætur á Holiday Inn Damai Beach í superior pool-side herbergi
* Ferð til Satang Island eða Sarawak Kultur Center
* Mangrove cruise
* Dagsplanið getur breyst aðeins frá því sem skrifað er.
Verðin innihalda ekki:
* Millilandaflug frá Íslandi
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttákendur.