12 dagar / 11 nætur
4 nætur í Beijing – 1 nótt í lest – 2 nætur í Xian – 4 nætur í Lijiang

Hér bjóðum við uppá einstakar andstæður í menningu og náttúru, sem byrjar í klassískum og ódauðlegum menningarverðmætum Kína. Frá þessum þekktu borgum Beijing og Xian höldum við áfram til Yunnan héraðsins og til hins fallega bæjar Lijiang. Yunnan þýðir á kínversku „sunnan skýjanna“ og héraðið er eitt af fallegustu og litríkustu héruðum í Kína. Sléttan liggur í skjóli Himalaija fjallanna sem gnæfa í 3.500 m. hæð yfir sjáfarmáli. Við ána Yangtze er Lijiang sannkölluð perla. Hér búa mörg lítil þjóðarbrot eins og t.d. Naxi. Borgin er m.a. þekkt fyrir sinn ótrúlega gamla bæ sem er undir vermd UNESCO. Á meðan á dvölinni stendur heimsækið þið tigris gjánna þar sem Yungtze fljótið rennur ígegnum, annars er dagskráin að miklu leiti í ykkar eigin höndum á meðan á dvöl ykkar stendur. Hægt er að nota marga klukkutíma í hinum gamla bæjarhluta hvort sem er á degi eða kvöldi. Lijiang er eins og dýrindis smyrsli fyrir sálina.

Í ferðinni er valið á milli ferðamanna hótels eða fyrsta flokks hótels í Beijing & Xian.

Dagur 1: Koma til Beijing
Það verður tekið á móti ykkur á flugvellinum og þið keyrð á hótelið sem er staðsett miðsvæðis í Beijing. Þið heimsækið borgarsafnið sem gefur ykkur góða mynd af uppbyggingu og menningarsögu Beijings, síðan eruð þið boðin velkomin og ykkur boðið uppá drykk ásamt því að vera boðið á hefðbundna Kínverska sýningu.
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 2: Beijing
Dagurinn er þétt skipulagður í keisaraborginni Beijing. Þið heimsækið Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina og Himna hofið, síðan upplifið þið hefðbundinn kínverskan mat bæði í hádeginu og um kvöldið. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 3: Beijing
Í dag upplifið þið einn af hápunktum ferðarinnar, hið ótrúlega byggingarverk, Kína múrinn. Eftir þessa stórkostlegu upplifun farið þið aftur til Beijing. Seinni partinn farið þið í gönguferð um upprunaleg íbúðarhverfi Beijings, Hutong hverfin. Kvöldverðurinn er hin klassíska Peking önd. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 4: Beijing
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum (M)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 5: Beijing – Xian
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. Um kvöldið er keyrsla á lestarstöðina og gisting í ”softsleeper/1. farrými. (M)
Gisting ferðamanna hótel: Grand New World
Gisting fyrsta flokks hótel: Mercure Hótel

Dagur 6: Xian
Það verður tekið á móti ykkur á lestarstöðinni og þið keyrð á hótelið. Seinni partinn upplifið þið hinn sögufræga borgarmúr. Eftir kvöldverð getið þið farið á markaðinn á eigin vegum. (K)
Gisting ferðamanna hótel: Grand New World
Gisting fyrsta flokks hótel: Mercure Hótel

Dagur 7: Xian
Hápunktur dagsins er án efa hinn stórkostlegi Terracotta her. Það var Qin Shi Huang keisrari sem fyrirskipaði verkefnið fyrir meira en 2000 árum. Það var síðan fyrst árið 1974 að bóndi frá svæðinu uppgötvaði þennan merka fund af algjörri tilviljun. Seinna um daginn heimsækið þið Hið stóra Budda musteri ásamt því að skoða stóra mosku sem er staðsett í miðbæ Xian. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Grand New World
Gisting fyrsta flokks hótel: Mercure Hótel

Dagur 8: Xian – Lijiang
Morguninn er frjáls og á eigin vegum, þið verðið síðan sótt á hótelið og keyrð út á flugvöll. Þið fljúgið til Chengdu, sem er höfuðborg í Sichuan landsbyggðinni, þar farið þið aftur í flug til  Lijiang. Það verður tekið á móti ykkur á flugvellinum og þið keyrð á hótel í gamla bæjarhlutanum. (M,K)
Gisting: Lijiang ancient town

Dagur 9: Lijiang
Í dag keyrið þið um fallegt landslag í átt að „Tigrisdýrastökk gilinu“Þegar þangað er komið farið þið í stutta gönguferð alveg að gilinu. Þið boðið hádegisverð á svæðinu áður en haldið er aftur til Lijiang.

Dagur 10 – 11: Lijiang
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum í Lijiang. (M)

Dagur 12: Lijiang – Beijing
Þetta er síðasti dagur ferðarinnar og þið verðið keyrð út á flugvöll í flug til Beijing. Ef þið hafið áhuga á að upplifa meira af Kína, getið þið flogið til Chongqing og farið í dásamlega ferð með skemmtiferðaskipinu Yangtze.

M=Morgunverður, H=Hádegisverður, K=Kvöldverður