12 dagar / 11 nætur
4 nætur í Beijing – 1 nótt í Guilin – 3 nætur í Yangshou – 3 nætur á Cruise skipi

Í þessari ferð kynnist þið ævintýralegri náttúru og lífinu í sveitum suður Kína. Guangxi héraðið er þekkt fyrir heittemprað loftslag og það er einnig á þessu svæði þar sem þið upplifið hin háu og sérkennilegu tindafjöll, teakra og endalausar hrísekrur. Yangshuo er mjög fallegt svæði með græn kalksteinsfjöll svo langt sem augað eygir og er best að njóta þeirra í hjólaferð í fjalla landslaginu.  Það er einnig í suður Kína þar sem þjóðflokkar eins og Dong- og Miao fólkið klæðist mjög litríkum þjóðbúningum. Hápuntur ferðarinnar er án efa ógleymanleg sigling með skemmtiferðaskipi á Yangtze fljótinu. Þið siglið frá Chongqing til Yichang og á leiðinni sjáið þið Gilin þrjú, draugabæinn Fengdu og stóru stíflurnar. Við notum hið virta skipafélag Victoria Cruises sem endurspeglar gæði og góða þjónustu.
Ferðin byrjar í höfuðborg Kína, Beijing, þar sem þið upplifið hina klassísku og áhugaverðu staði eins og Forboðnu borgina og Kína múrinn.

Í ferðinni er valið á milli ferðamanna hótels eða fyrsta flokks hótels í Beijing.

Dagur 1: Koma til Beijing
Það verður tekið á móti ykkur á flugvellinum og þið keyrð á hótelið sem er staðsett miðsvæðis í Beijing. Þið heimsækið borgarsafnið sem gefur ykkur góða mynd af uppbyggingu og menningarsögu Beijings, síðan eruð þið boðin velkomin og ykkur boðið uppá drykk ásamt því að vera boðið á hefðbundna Kínverska sýningu.
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 2: Beijing
Dagurinn er þétt skipulagður í keisaraborginni Beijing. Þið heimsækið Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina og Himna hofið, síðan upplifið þið hefðbundinn kínverskan mat bæði í hádeiginu og um kvöldið. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 3: Beijing
Í dag upplifið þið einn af hápunktum ferðarinnar, hið ótrúlega byggingarverk, Kína múrinn. Eftir þessa stórkostlegu upplifun farið þið aftur til Beijing. Seinni partinn farið þið í gönguferð um upprunaleg íbúðarhverfi Beijings, Hutong hverfin. Kvöldverðurinn er hin klassíska Peking önd. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 4: Beijing
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum (M)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 5: Beijing – Guilin
Morguninn og fyrri part dags er frjáls og á eigin vegum. Síðan verðið þið keyrð út á flugvöll og þið fljúgið til Guilin þar sem tekið verður á móti ykkur og þið keyrð á hótelið. Síðan verður ykkur boðið uppá kvöldverð. (M,K)
Gisting: Universal Guilin

Dagur 6: Guilin – Yangshuo
Í dag siglið þið niður fallegt Li-fljótið til Yangshuo. Þið komið þangað seinnipart dags og er restin af deginum frjáls og á eigin vegum. (M)
Gisting: Hótel Sovereign

Dagur 7: Yangshuo
Þið farið í „létta“ hjólaferð um svæðið og heimsækið smábæina í kring. Hjólaferðin býður uppá stórkostlegt útsýni við mánafjallið – sem er aðaltilgangur ferðarinnar í dag. (M,H)
Gisting: Hótel Sovereign

Dagur 8: Yangshuo
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. (M)
Gisting: Hótel Sovereign

Dagur 9: Yangshuo – Chongqing – Sigling
Þið leggið snemma af stað og ferðist frá Yangshou til Guilin, og þaðan fljúgið þið til Chongqing. Það verður tekið á móti ykkur á flugvellinum og ykkur boðið uppá kvöldverð áður en þið farið um borð í eitt af skipum Victoria Cruises. Þið búið í þægilegum svefnklefum. (M,K)
Gisting: Skemmtiferðaskip

Dagur 10: Yangtze-fljótið
Það fer eftir umferð og vatnshæð hvort farið verður til draugabæsins Fengdu eða til Shabaozhai sem er þekkt fyrir falleg hof og musteri.  Á skipinu er hægt að taka þátt í kennslu í Tai-chi eða hlusta á fyrirlestur um hefðbundin Kínversk meðul. Um kvöldið er ykkur boðið í „Captains coctail party“ um borð í skipinu. (M,H,K)
Gisting: Skemmtiferðaskip

Dagur 11: Yangtze-floden
Gilin þrjú eru án efa bæði þekktust og mest mynduð af ferðamönnum sem sigla á Yangtze fljótinu. Við siglum framhjá tveimur af þeim fyrstu um morguninn og síðan siglum við í smábátum á einum af mörgum hliðarám. (M,H,K)
Gisting: Skemmtiferðaskip

Dagur 12: Yangtze – Yichang – Beijing/Shanghai
Einn af hápunktum ferðarinnar er óneitanlega hin griðastóra stífla – sem er heimsins stærsta af sinni tegund. Hér er framleitt 22.500 megavatta straumur sem svarar til 5% af notkun Kína af rafmagni. Vonast er til að stíflan verði komin í fulla notkun árið 2011. Skipið kemur til Yichang seinnipart dags og þá fljúgið þið til Beijing. Þið getið einnig valið að fljúga til Shanghai  og dvelja þar síðustu daga ferðarinnar, skoðið bls. 11 í bæklingnum til að fá meiri upplýsingar.

M=Morgunverður
H=Hádegisverður
K=Kvöldverður