12 dagar / 11 nætur
4 nætur í Beijing – 1 nótt í lest – 2 nætur í Xian – 1 nótt í lest – 3 nætur í Shanghai

Í þessari hringferð er boðið uppá það besta frá hinu hefðbundna Kína. Þið kynnist höfuðborginni og keisaraborginni Beijing og hinum stórkostlegu Terracotta hermönnum í Xian og endið ferðina í austurlanda heimsborginni, Shanghai. Upphafsstaðurinn er Beijing og dagskráin býður m.a. uppá Forboðnu borgina, Himna hofið, Hutong húsin og að sjálfsögðu hið ótrúlega byggingarverk, Kína múrinn. Þið farið með næturlestinni og komið snemma um morguninn til Xian, þið gistið í einföldum en þægilegum 4 manna klefum á leiðinni. Xian hefur mikið sögulegt gildi fyrir Kína og hér eru margir áhugaverðir staðir. Fyrir utan hina heimþekktu Terracotta hermenn upplifið þið einnig best varðveittu borgarmúra í Kína, Hið stóra Budda musteri og líflegt kvöldlíf á markaðinum. Eftir ferð um ”Tour de Force” í keisaratíð Kína upplifið þið allt aðra hluti þegar þið komið til Shanghai. Það sem borginni  vantar frá keisaratímanum bætir hún upp með skýjakljúfum í Pudong bæjarhlutanum og hinu sögulega bryggju hverfi, The Bund, þar sem Huangpu fljótið rennur á milli bæjarhlutanna.

Í ferðinni er valið á milli ferðamanna hótels eða fyrsta flokks hótels.

Dagur 1: Koma til  Beijing
Það verður tekið á móti ykkur á flugvellinum og þið keyrð á hótelið sem er staðsett miðsvæðis í Beijing. Þið heimsækið borgarsafnið sem gefur ykkur góða mynd af uppbyggingu og menningarsögu Beijings, síðan eruð þið boðin velkomin og ykkur boðið uppá drykk ásamt því að vera boðið á hefðbundna Kínverska sýningu.
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 2: Beijing
Dagurinn er þétt skipulagður í keisaraborginni Beijing. Þið heimsækið Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina og Himna hofið, síðan upplifið þið hefðbundinn kínverskan mat bæði í hádeiginu og um kvöldið. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 3: Beijing
Í dag upplifið þið einn af hápunktum ferðarinnar, hið ótrúlega byggingarverk, Kína múrinn. Eftir þessa stórkostlegu upplifun farið þið aftur til Beijing. Seinni partinn farið þið í gönguferð um upprunaleg íbúðarhverfi Beijings, Hutong hverfin. Kvöldverðurinn er hin klassíska Peking önd. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 4: Beijing
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum (M)
Gisting ferðamanna hótel: Chong Wen Men Hótel
Gisting fyrsta flokks hótel: Sun World Hótel

Dagur 5: Beijing – Xian
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. Um kvöldið er keyrsla á lestarstöðina og gisting í ”softsleeper/1. farrými. (M)

Dagur 6: Xian
Það verður tekið á móti ykkur á lestarstöðinni og þið keyrð á hótelið. Seinni partinn upplifið þið hinn sögufræga borgarmúr. Eftir kvöldverð getið þið farið á markaðinn á eigin vegum. (K)
Gisting ferðamanna hótel: Grand New World
Gisting fyrsta flokks hótel: Mercure Hótel

Dagur 7: Xian
Hápunktur dagsins er án efa hinn stórkostlegi Terracotta her. Það var Qin Shi Huang keisrari sem fyrirskipaði verkefnið fyrir meira en 2000 árum. Það var síðan fyrst árið 1974 að bóndi frá svæðinu uppgötvaði þennan merka fund af algjörri tilviljun. Seinna um daginn heimsækið þið Hið stóra Budda musteri ásamt því að skoða stóra mosku sem er staðsett í miðbæ Xian. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Grand New World
Gisting fyrsta flokks hótel: Mercure Hótel

Dagur 8: Xian – Shanghai
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum, en seinni partinn verðið þið keyrð á lestarstöðina. Þið keyrið í lest til Shanghai í „softsleeper“/1. farrými. (M)

Dagur 9: Shanghai
Þegar þið komið til Shanghai verður tekið á móti ykkur og þið keyrð á hótelið. Um kvöldið er boðið uppá góðan kvöldverð. (M,K)
Gisting ferðamanna hótel: Astor House
Gisting fyrsta flokks hótel: Broadway Mansion

Dagur 10: Shanghai
Dagurinn býður uppá áhugaverða staði í Shanghai eins og The Bund, Yu Yuan garðinn, Sjónvarps turninn og siglingu á Huangpu fljótinu. Eftir hádegis verð er boðið uppá gott fótanudd. (M,H,K)
Gisting ferðamanna hótel: Astor House
Gisting fyrsta flokks hótel: Broadway Mansion

Dagur 11: Shanghai
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. Hægt er að versla á langri göngugötunni, Nanjing Road og upplifa flott fimleikaatriði um kvöldið? Leiðsögumaðurinn gefur ykkur gjarnan upplýsingar og góð ráð. (M)
Gisting ferðamanna hótel: Astor House
Gisting fyrsta flokks hótel: Broadway Mansion

Dagur 12: Shanghai
Þetta er síðasti dagur ferðarinnar, nema þið hafið valið að lengja ferðina. Þið verðið keyrð út á flugvöll. (M)

M = Morgunverður
H = Hádegisverður
K = Kvöldverður