Kína

Það hefur margt verið sagt og skrifað um Kína í gegnum árin. Augu alheimsins hvíla stöðugt á þessu feyki stóra landi sem húsar tæplega 1,3 milljarð íbúa sem búa á svæði sem er ca. 110 sinnum stærra en Ísland. Kína er á allan hátt frábært ferða land og upplifanirnar eru margar, bæði hvað varðar ódauðleg einkenni keisaratímans en einnig það að ganga um götur Beijing í fólks mergðinni eða sjá/upplifa hina fallegu náttúru í Yunnan- og Guangxi héruðunum.

Við getum lofað ykkur skemmtilegum og spennandi upplifunum sem þið viljið ekki missa af. Við höfum lagt áherslu á að sálin fylgi alltaf með í ferðum okkar ásamt því að sýna ykkur ýmis blæbrigði af landinu. Við höfum heldur ekki slakað á kröfum og gæðum hvað varðar bæði hótel og skemmtiferðaskip. Verð og gæði haldast í hendur, einnig í Kína. Það er ekki tilgangur okkar að bjóða uppá ódýrustu ferðirnar – heldur þær bestu.


China Experience vinnur með okkur hjá Ferdin.is
Í Kína verður þú þjónustaður af samstarfsaðila okkar China Experience, fyrirtækið er í eigu Dana sem heitir Peter Lisbygd, sem hefur margra ára reynslu í ferðaþjónustu. Þar fyrir utan hefur Peter Lisbygd búið og stafað í fjölmörg ár í Shanghai.
Sem viðskiptavinur okkar er þér tryggð fagleg þjónusta af velmenntuðum leiðsögumönnum sem eru búsettir á staðnum. Við höfum sett saman nokkrar spennandi ferðir, en sjálfsagt er alltaf plás fyrir þínar séróskir hvort sem þær eru í okkar skipulögðu ferðum eða ekki. Sem viðskiftavinur okkar og China Experience sleppur þú líka við hinar hvimleiðu ferðamannagildrur eins og gimsteina, silki eða klæðskera verkstæði/búðir.

Velkomin til Kína

中国欢迎你

Ferdin.is kynnir Kína video ýtið á myndina

[lightbox_image size="full-half" image_path="https://www.ferdin.is/wp-content/uploads/Kian-Slider.png" lightbox_content="https://www.youtube.com/watch?v=tFN6tt644LA" group="Video" description="Ferdin.is kynnir Kína"]


Kinesisk pen IST

Bæir og borgir

Beijing
Hin gamla keisaraborg hefur farið í gegnum miklar endurbætur og í dag er borgin nútímaleg stórborg sem býður uppá mikið af möguleikum fyrir ferðamenn. Í gamla bæjarhlutanum, hutong hverfinu hafa verið byggðar fallegar íbúðir og lítil falleg hótel.
Það hafa einnig átt sér stað miklar breytingar hvað varðar menningu, þið getið upplifað hverfið „798" þar sem búið er að breyta gömlum og úreltum verksmiðju byggingum í flott gallerí fyrir nútíma list. Arkitektúr bæjarins breyttist einnig mikið fyrir Ólympíuleikana 2008, m.a. með byggingum eins og fuglshreiðrið. Auðvitað er Kína múrinn, Forboðna borgin og Himna hofið staðsett þar sem þau hafa alltaf verið, en þessir stórkostlegu staðir eru nú flottari en nokkru sinni fyrr eftir að hafa farið ígegnum miklar endurbætur.

Shanghai
Shanghai er ekki fyrir þá sem vilja upplifa hið forna Kína. Borgin ber merki um efnahagslega þróun sem landið hefur farið ígegnum. Þar til fyrir 20 árum síðan gat maður frá breskum nýlendubyggingum sem voru niður við Huangpu fljótið horft yfir til hrísgrjóna akra á hinum bakkanum. Núna horfir maður í staðinn á þrjár af þeim hæstu byggingum í heimi, þar sem mest er áberandi hinn sérstaki sjónvarpsturn.
Shanghai er einnig verslunar mekka, sérstaklega meðfram hinni 5 km löngu göngugötu Nanjing Road sem nær alveg niður að The Bund. Við mælum auk þess með að þið notið eina kvöldstund í að sjá stórkostlega fimleikasýningu og síðan „The Bund by night" með allri sinni ljósadýrð. Hér færð þú örugglega upplifun sem er öðruvísi en þú átt að venjast.
Ef maður ætti að lýsa Shanghai í einu orði yrði það stórkostlet!

Xian
Xian höfðuðborg Shaanxi héraðsins og var fyrsta höfuðborg Kína undir stjórn Qing ættarinnar og hefur mikilvægt sögulegt gildi. Hér er án efa áhugaverðast að upplifa hinn stórkostlega Terracottaher. Það var Qin Shi Huangdi keisrari sem fyrirskipaði verkefnið fyrir meira en 2000 árum. Það var síðan fyrst árið 1974 að bóndi frá svæðinu uppgötvaði þennan merka fund af algjörri tilviljun.

Lijiand
Yunnan héraðið er ekki mikið þekkt af ferðamönnum en er sérstaklega fallegt, staðsett í suð vestur Kína, ca. 3.500 km frá Himalaya fjöllunum. Hér búa ólíkir þjóðflokkar og minni hlutahópar og gamli bæjarhlutinn er mjög fallegur.

Yangtze fljótið
Yangtze fljótið er 3ja stærsta fljót veraldar, það er 6.300 km langt og mjög mikilvægt fyrir Kína bæði sögulega, menningarlega og ekki minnst efnahagslega. Skemmtiferðaskip okkar sigla ca. 600 km. frá Chongqing til Yichang. Á leiðinni heimsækjum við m.a. „Gljúfrin þrjú" og draugabæinn Fengdu

Gulin/Yangshud
Suður Kína býr yfir ótrúlegri fegurð. Hér eru sérkennileg tindafjöll, teakrar og endalausir hrísakrar. Í Yangshuo meðfram Li fljótinu er bæði líf og hugarfar langt frá annríki og hraða stórborganna Beijing og Shanghai

Gott að vita

Vegabréfsáritun:
Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til Kína, Kínverska sendiráðið í Reykjavík sér um að gefa út áritanir. Leggja þarf fram gilt vegabréf og eina passamynd. Venjuleg afgreiðsla tekur 5 virka daga, og kostar ISK 9.000,-
Fylla þarf út sérstakt eyðublað sem er á heimasíðu sendiráðsins sjá www.china-embassy.is eða í sendiráðinu sjálfu að Bríetartúni 1. 105 Reykjavík.

Opnunartími:
09:00 - 11:30 Mánudaga, miðvikudaga og Föstudaga.
Sími: 552 6751
Fax: 532 6110
E-mail: chinaemb@simnet.is

Bólusetningar og sprautur:
Upplýsingar um bólusetningar má fá á heilsugæslustöðvum en gagnlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. Einngi er að finna gagnlegar ráðleggingar á heimasiðunni doktor.is
Einnig viljum við benda á myndræna danska heimasíðu sem skýrir vel út áhættuna og bólusteningar þörf um allan heim Vaccination.dk

Ábyrgð farþega:
Það er á ábyrgð farþega sjálfra að sjá til þess að með í för sé gilt vegabréf, nauðsynlegar vegabréfsáritanir og bólusetningarvottorð. Athugið að mikilvægt er að gildistími vegabréfs nái sex mánuði fram yfir áætlaða heimkomu. Gott ráð er að hafa meðferðis nokkur afrit af fyrstu síðum vegabréfsins.

Bæklingur um Kína ferðir

HKína bæklingur á Íslenskuér getið þið nálgast bækling á Íslensku um ferðir okkar til Kína, njótið!
Bæklingurinn er uppá 12 blaðsíður með þeim pakka ferðum sem við bjóðum uppá. Ferðin.is er eina ferðaskrifstofan á Íslandi sem býður uppá pakkaferðir alla daga allt árið það eruð þið sem veljið hvenær þið viljið fara í frí ekki við. Allar ferðir eru fyrir lámark 2 og eða fleiri en þar eru engin takmörk fyrir fjölda. Síðan er hægt að lengja allar okkar ferðir þú velur og þú ræður.


Ýtið hér eða á myndina

 

 

Ferðir til Kína

Ferðirnar sem við bjóðum uppá verður ekki aflýst vegna ónógrar þátttöku eins og hjá öllum öðrum ferðaskrifstofum á Íslandi og þið ferðist öruggt með samstarfaðilum okkar ekki í 20-30 manna hóp eins og leikskólabörn, með íslenskum skemmtunarstjóra/fóstru.

Það hefur margt verið sagt og skrifað um Kína í gegnum árin. Augu alheimsins hvíla stöðugt á þessu feyki stóra landi sem húsar tæplega 1,3 milljarð íbúa sem búa á svæði sem er ca. 110 sinnum stærra en Ísland. Kína er á allan hátt frábært ferða land og upplifanirnar eru margar, bæði hvað varðar ódauðleg einkenni keisaratímans en einnig það að ganga um götur Beijing í fólks mergðinni eða sjá/upplifa hina fallegu náttúru í Yunnan- og Guangxi héruðunum.
Við getum lofað ykkur  skemmtilegum og spennandi upplifunum sem þið viljið ekki missa af. Við höfum lagt áherslu á að sálin fylgi alltaf með í ferðum okkar ásamt því að sýna ykkur ýmis blæbrigði af landinu. Við höfum heldur ekki slakað á kröfum og gæðum hvað varðar bæði hótel og skemmtiferðaskip. Verð og gæði haldast í hendur, einnig í Kína. Það er ekki tilgangur okkar að bjóða uppá ódýrustu ferðirnar – heldur þær bestu.