Framandi Norður Thailand
Þessi 16 daga hringferð gefur ykkur spennandi innsýn í margbreytileika Thailands. Þið byrjið hringferðina með 2 nóttum í hinni eilíft lifandi milljónaborg, Bangkok.
Síðan farið þið með flugi til hinnar norðlægu Mae Hong Son sem er nálægt landamærum Burma. Þetta er lítill fallegur bær umvafinn gróskumiklum fjöllum og þar búa margir ólíkir minnihlutahópar, sem setur skemmtilegan og litríkan blæ á bæinn.
Næstu dagar bjóða uppá gönguferðir á svæðinu, fílaferð, heimsókn til hins ævintýralega þjóðflokks Long-Neck og sigling á bambuspramma.
Þið fáið einnig innsýn í mismunandi hefðir og lifnaðarhætti þjóðflokkanna ásamt stórkostlegri náttúru.
Þið heimsækið síðan Chiang Mai áður en þið farið með flugi suðureftir til eyjunnar Koh Samui og njótið að vera umvafin pálmatrjám og hvítum, fínum ströndum.
Þessa hringferð er upplagt að fara í ef þið óskið eftir að kynnast spennandi menningu, stórkostlegri náttúru og slökun í skugga pálmatrjáa.
Athugið að allar ferðir er hægt að lengja eins og ef þið viljið vera 2 nætur á ákveðnum stað í stað einnar og svo framvegis.
Dagur 1: Komið til Bangkok
Við komuna til flugvallar í Bangkok verður tekið á móti ykkur af enskumælandi leiðsögumanni sem keyrir ykkur á hótelið í Bangkok.
Gisting: Bangkok
Dagur 2: Bangkok
Dagurinn er á eigin vegum. Notið daginn til að upplifa þessa stórkostlegu stórborg og þann margbreytileika sem borgin hefur uppá að bjóða. Ef ykkur vantar hugmyndir þá skoðið bls. 24–25 þar sem fjallað er um Bangkok.
Gisting: Bangkok (M)
Dagur 3: Bangkok – Mae Hong Son
Þið fljúgið til Mae Hong Son (flugið er ekki innifalið í verðinu) sem er á norðvestur horni Thailands og skráið ykkur inn á hótelið. Mae Hong Son er miðpunktur fyrir hina mörgu og mismunandi minnihlutahópa á þessu hálenda svæði og bærinn er fullur af menningu, sögu og vingjarnleika. Notið restina af deginum til að skoða ykkur um.
Gisting: Mae Hong Son (M)
Dagur 4: Mae Hong Son Trekking
Dagurinn hefur að geyma einstaka upplifun hvað varðar náttúru og menningu. Þið gangið um regnskóginn, farið á fílsbak, siglið á fljótinu meðfram litlum smábæjum og heimsækið lítinn ættflokka smábæ, þar sem þið komið til með að gista í einföldum smáhýsum.
Gisting: Ættflokka smábær á Mae Hong Son svæðinu (M,H,K)
Dagur 5: Mae Hong Son Trekking
Þið hafið möguleika á að fylgjast með lífi fólksinns í þorpinu áður en þið farið í teggja tíma göngu í gegnum “trópíska” regnskóginn. Þið haldið síðan áfram í bíl í þjóðgarð þar sem eru hellar og fossar. Allan daginn eruð þið að fara í gegnum mismunandi smá þorp þar sem búa ólíkir minnihlutahópar, þið komið tilbaka til Mae Hong Son seinnipart dags.
Það er möguleiki á að fá auka dag eða auka ferðir á svæðinu, hafið samband við okkur varðandi slíkt.
Gisting: Mae Hong Son (M,H)
Dagur 6: Mae Hong Son – Chiang Mai
Þið verðið sótt á hótelið og keyrð út á flugvöll fyrir brottför til Chiang Mai (flug ekki innifalið.), höfðustað norður Thailands. Bærin er þekktur fyrir stórkostlegan næturmarkað, fjölmörk musteri og hof, ásamt þægilegu háfjalla loftslagi. Þið hafið restina af deginum til eigin nota.
Gisting: Chiang Mai (M)
Dagur 7: Chiang Mai
Í dag er farið í dagsferð til Sangkamphang sem er aðeins fyrir utan miðbæinn. Þessi bæjarhluti er þekktur fyrir frábæra listiðn. Við heimsækjum mörg verkstæði sem halda í gamlar hefðir og vinnuaðferðir m.a. við silki, tréskurð og fl. Hér hafið þið möguleika á að gera góð kaup á staðnum. Seinnipart dags er síðan á eigin vegum.
Gisting: Chiang Mai (M)
Dagur 8: Chiang Mai
Dagurinn á eigin vegum – njótið lífsinns í sundlaug hótelsinns, takið hjól á leigu og farið í könnunarferð um bæinn eða um nærliggjandi rísakra sem eru allt í kringum bæinn
Gisting: Chiang Mai (M)
Dagur 9: Chiang Mai – Koh Samui
Eftir góaðn nætursvefn og staðgóðan morgunn verð verðið þið keyrð út á flugvöll þar sem þið takið flug til trópísku eyjarinnar Koh Samui. (flug ekki innifalið). Frá flugvellinum á Koh Samui verðið þið keyrð á hótelið ykkar.
Gisting: Koh Samui (M)
Dagar 10-15: Koh Samui
Þessa daga eruð þið á eigin vegum. Eyjan er þekkt fyrir fallegar, hvítar strendur og hreinan og tæran sjó. Hér er auðveldlega hægt að láta dagana líða með góða bók undir skugga pálamtjánna, njóta þess að vera í sundlauginni eða úti í tærum sjónum og ekki má gleyma mörgum og girnilegu veitingastöðum. Á eyjunni er boðið upp á mikið úrval af áhugaverðum skoðunarferðum. Þið getið einnig gengið meðfram Chaweng Beach, heimsótt fiskismábæinn Fishermans Village eða farið í ferð til smáeyjanna í kring.
Gisting: Koh Samui (M)
Dagur 16: Koh Samui– Koh Samui lufthavn
Það er tími til að yfirgefa þessa fallegu eyju. Þið verðið sótt á hótelið og keyrt út á flugvöll í Koh Samui, fyrir flug til Bangko. (flug ekki innifalið). (M)
Verð frá 118.600,-
Innifalið í verði á pakkanum er:
* Gisting í 15 nætur með morgunverði
* Hádegisverður 2 daga
* Kvöldverður 1 dag
* Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
* Akstur frá hóteli í Bangkok að flugvelli
* Akstur frá flugvelli í Mae Hong Son á hótel
* Tveggja daga (1 nótt) ferð “trekking”
* Akstur frá hóteli á Mae Hong Son á flugvöll
* Akstur frá flugvelli á Chiang Mai á hótel
* Hálfsdagsferð þar sem skoðað er handverk og handverkshefðir heimamanna
* Akstur frá hóteli að flugvelli á Chiang Mai
* Akstur frá flugvelli á Koh Samui á hótel
* Akstur frá hóteli á Koh Samui á flugvöll
Ekki innifalið:
* Flug Ísland – Bangkok (Verð frá kr 130.000- með sköttum)
* Flug Bangkok – Mae Hong Son (Verð frá kr 5.000- með sköttum)
* Flug Mae Hong Son – Chiang Mai (Verð frá kr 6.100-með sköttum)
* Flug Chiang Mai – Koh Samui (Verð frá kr. 25.000- með sköttum)
* Þjóðfé og tips til leiðsögumanna
(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)