Draumar suður Thailands

Náttúran á suður Thailand er bæði stórkostleg og fjölbreytt, sem hefur gert það að verkum að landið er upplagður ferðaáfangastaður fyrir fólk víðs vegar að úr heiminum. Þessi hringferð um suður Thailand er falleg náttúruferð. Þið byrjið ferðina með 2 dögum í Bangkok þar sem þið getið valið á milli ótals skoðunarferða sem þessi lifandi sórborg býður uppá. Á 3ja degi er haldið áfram til eyjunnar Phuket sem er stærsta eyja Thailands, og vinælasti áfangastaður fyrir skaninavíu búa.
Á Phuket eru kílómetra langar hvítar sandstrendur, mikið úrval af veitinga- og verslunarstöðum og svo eru hér margar áhugaverðar skoðunarferðir.

Þið haldið ferðinni áfram til Khao Sok sem er þjóðgarður með gróskumiklum regnskógi, fossum, kalksteins klettum, ám og vötnum. Í þjóðgarðinum er einnig mikið og fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf og hér eru meira en 100 mismunandi orkidéer. Að sigla ígegnum frumskóginn er mikilfengleg upplifun, sem og að fara á fílabak. Hér fær maður innsýn í bæði dýra- og plöntulíf svæðisins. Þessi skoðunarferð endar á Krabi sem er þekkt fyrir stóra og fallega kletta og fallegar sandstrendur. Náttúran á landsbyggðinni á Krabi er talin af mörgum vera sú fallegasta og sérkennilega á Thailandi.

Í þessari ferð er hægt að velja á milli fyrsta flokks hótels og fermamanna hótels í Bangkok, Á Phuket og á Krabi.

Dagur 1: Koma til Bangkok
Við komuna til flugvallar í Bangkok verður tekið á móti ykkur og þið keyrð á hótel í Bangkok. (flug ekki innifalið í verði)
Gisting: Bangkok

Dagur 2: Bangkok
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. Það er margt hægt að gera í borginni. Ef ykkur vantar innblástur þá skoðið bls. 24-25 í bæklingnum.
Gisting: Bangkok (M)

Dagur 3: Bangkok – Phuket
Það verður náð í ykkur á hótelið og þið fljúgið til Phuket (flug ekki innifalið í verði)  hér skráið þið ykkur inn á valið hótel.
Gisting: Phuket (M)

Dagar 4-6: Phuket
Dagarnir eru frjálsi og á eigin vegum. Njótið þess að slappa af við ströndina eða við sundlaugina, farið í skoðunarferðir um eyjuna og njótið þess að borða góðan Thailenskan mat.
Gisting: Phuket (M)

Dagur 7: Phuket – Khao Sok
Ferðin helsur áfram norður eftir framhjá fallegu landslagi til Khao Sok þjóðgarðsins. Hér siglið þið á hinu fallega vatni, Cheo Larn í miðjum regnskóginum, borðið hádeigisverð á gömlum búrmönskum „junke“, siglið í kanó og margt fl.
Gisting: Khao Sok í lúksus tjaldbúðum (M,H,K)

Kort yfir Draumar suður Thailands

Dagur 8: Khao Sok
Í dag heimsækjið þið fílagarð og farið á fílabak um regnskóginn. Þið siglið á kanó niður Khao Sak fljótið umvafin fallegum kalkstiens klettum og framandi hljóðum og lykt frá frumskóginum.
Gistnig: Khao Sok í lúksus tjaldbúðum (M,H,K)

Dagur 9: Khao Sok – Krabi
Þið uppliðið þjóðgarðinn Khao Sok allt öðruvísi þegar þið gangið um þrönga stíga regnskógarins. Á leiðinni verður ykkur sagt frá plöntu- og dýralífi svæðisins af leiðsögumönnum garðsins. Eftir hádeigisverð kveðjið þið stórkostlega náttúru upplifun, og haldið ferðinni áfram til Krabi sem einnig býður uppá eftirminnanlega upplifun.
Gisting: Krabi (M,H)

Dagar 10-13: Krabi
Dagarnir hér á Krabi eru frjálsir og á eiginn vegum og það er eitthvað til að hlakka til því svæðið kringum Krabi er talið eitt það fallegasta í Thailandi með einstakri náttúru. Afslappandi frídagar við sundlaugina eða ströndina, spennandi afþreyingar möguleikar, eins og t.d. ferðir út til smáeyjanna, ýmsar vatnaíþróttir , klettaklifur á fallegum límsteins klettum og síðast en ekki síst þá er hægt að láta dekra við sig og fá gott nudd.
Gisting: Krabi (M)

Dagur 14: Krabi - (Bangkok)
Þetta er síðasti dagurinn, þið verðið sótt og keyrt út á flugvöll þar sem þið fljúgið frá Krabi til Bangkok (flug ekki innifalið í verði) eða eins og í öllum ferðum okkar hjá okkur getið þið lengt ferðina með því að dvelja lengur á Krabi eða farið og skoðað meira af þessu dásamlega landi.

Sólsetur á Hua Hin

Verð breytilegt eftir árstíðum

Innifalið í pakka er:
 
Gisting í 13 nætur með morgunverði
*  Hádegisverður 3 daga
*  Kvöldverður 2 daga
*  Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
*  Akstur frá hóteli í Bangkok að flugvelli
*  Akstur frá flugvelli í Phuket á hótel
*  Þriggja daga ferð um Khao Sok þjóðgarðinn (en þar er gist í 2 nætur)
*  Akstur frá hóteli að flugvelli í Krabi.

Ekki innifalið:
*  Flug Ísland – Bangkok
*  Flug Bangkok – Phuket
*  Flug Krabi – Bangkok
*  Þjóðfé og tips til leiðsögumanna

(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)